Vísir - 12.09.1967, Blaðsíða 9
VlSIR
Þriðjudagur 12. september 1967.
• VIÐTAL
DAGSINS
er við Gunnar V. Gíslason
fyrrverandi skipherra
Austur frá íslandi, um það bil tveggja klukkustunda róður
frá Djúpavogi liggur Papey. Frá miðju hennar er því nær
jafnlangt til allra átta, en þvermál hennar er nær 1 y2 km.
Flestir Islendingar, sem orðnir eru sæmilega læsir munu
kannast við orðið Papi, en svo voru nefndir hinir írsku
einsetumenn, sem sagt er að hér hafi haft aðsetur áður
en hinir norrænu víkingar lögðu leið sína hingað. Má telja
vist að Papey dragi nafn af veru þessara manna, en sagnir
herma að á Austfjörðum hafi þeir menn aðallega haft að-
setur.
Hins vegar eru í Papey litlar
eöa engar minjar um að þar hafi
til foma byggð verið, aðrar en
Paparústir sem enn má sjá
votta fyrir, en engar sagnir
kann ég þar um.
Eyjan er mjög vogskorin og
víöast mjög góð lending smá-
bátum — Nokkrar úteyjar fylgja
henni og þótti þar sauðjörö góð,
enda vænt fé sem þar gekk.
Nú hef ég náð tali af Gunnari
V. Gíslasyni, sem uppalinn er
i Papey allt frá fmmbemsku
til 18 ára aldurs.
— Hverjir vom foreldrar þín-
ir, Gunnar?
— Gísli Þorvaröarson var faö
ir minn, frá Fagurhólsmýri í Ör-
æfum, en móðir mín var Mar-
grét Gunnarsdóttir frá Flögu í
Skaftártungu. Árið 1900, þegar
ég var á fyrsta aldursári, fluttu
foreldrar minir úr Öræfunum til
Papeyjar, og þar ólzt ég upp,
allt til þess tíma aö ég fór al-
farinn aö heiman, þá 18 ára gam
all og hef stundað sjó um 40
ára skeiö.
— Auövitaö manst þú ekki
æsku þína í Öræfum, en sýnist
þér ekki sem nokkur munur eða
lítilsháttar breyting hafi verið
að flytja þaðan út í Papey.
— Báöir staðimir vom af-
skekktir. Annar varinn jökul-
fljótum - hinn straumþungum
Papeyjarálum og þótti yfir hvor
uga leiöina létt að sækja til
næstu byggða. Nú skilst mér að
straumvötnin séu senn úr sög-
unni sem farartálmi. í Papey
mun jafnan hafa verið einbýli
a.m.k. þær tvær kynslóðir sem
ég þekki til. En jörðin var talin
nytjagóð, og keypti faðir minn
hana á kr. 12000, þegar hann
flutti þangað, má þá segja aö
engin jarðarhús hvorki fyrir
menn né búpening væm not-
hæf.
Graslendi er mikið á eyjunni
— Kleppabelti allhátt um hana
þvera frá austri til vesturs, en
hallar frá því aö sjó til norö-
urs og suðurs.Áláglendinu skipt
ast á mýrlendi og valllendishól-
ar. — Enda þótt lending sé
góð stundaði faðir minn frem-
ur lítið útræði, nema ef stórfisk
göngur komu, því fremur langt
er venjulega til miða aö sækja.
Segja mátti að aðalnytjar eyj
arinnar væm æöarvarp og fugla
tekja. — Þegar ég var að alast
upp var dúntekja mær 50 kg
árlega en 1918 fór hún niður í
10 kg. og mun lítið hafa náð sér
upp síðan — Fuglatekja var
talsverð bæði fýll og lundi, en
minna var af svartfugli. — í
björg þurfti aö síga bæði eftir
koíu og eggjum. Þ6 vom þau
hvergi há, en segja má að þótt
flugið sé ekki mikið geti ein
steinvala valdið aldurtila, og
verður þvi jafnan að gæta allrar
varúöar. Á mínum yngri árum
seig ég oft 1 björgin.
Fuglatekjan gaf mestan arö í
fiðri því að fuglinn varreytturog
selt víða um sveitir. Kjötiö var
að vísu hagnýtt og saltaö, en
frekar tel ég aö af því hafi verið
óvissar tekjur. —
Viðarreki var talsverður og
Gunnar V. Gíslason.
ekki um annaö að gera en fara
út, því nær hvemig sem veður
var. Og um þau átök við veður
og stórsjó verður varla gefin
tæmandi skýring í stuttu við-
tali. En tækist björgun eöa leið-
beining, var venjulega fljótt að
líða úr lúnum meöan maöur
var ungur. Nú er, sem betur fer
miklu auöveldara að fást við
þessi störf öllum til bóta og
blessunar
— Þú ert kvæntur, Gunnar?
— Já, kona mín er Magnfríöur
Þorleifsdóttir, ættuð frá ísafiröi.
— Eftir að þú fórst í land og
slepptir stjórnartaumunum á
sjónum. Hvað viltu um það
segja?
— Það má segja að lífið hafi
nú ekki verið viðburðaríkt. Þó
haföi ég talsverð ferðalög. Ég
vann aö því að eyöa tundurdufl-
um, sem rak á fjörur víðsvegar
um landiö eöa komu í vörpur
hjá skipum. Fyrst vann ég að
þessu um típia með Haraldr
Guðj'ónssyni. Mér fannst hann
nú stundum svalur, en hann
.ivaöst vera verndaður frá hætt-
um og mun hafa trúaö þvi.
enda aldrei hlekkztá. Svo fór
ég utan og lærði frekar til
verka og nú eru orðin 11 ár sem
ég hef stundað þetta. Síðasta
dufiið eyðilagði ég uppi á Akra-
Bað oft um hjálp frá æðri mátt-
arvöldum og bæn mín var heyrð
man ég eftir mörgum rauöaviðar
drumbnum á fjörunni og mun
sjaldan hafa þurft að kaupa
stærri trjávið til húsagerðar —
en það var eitt af fyrstu verkum
fööur míns að hýsa jöröina vel.
Um 200 fjár mun hafa veriö á
eyjunni og gekk þaö aö mestu
sjálfala. Fremur var það rýrt til
frálags að hausti, sem gekk í
heimaeyjunni en vænt í úteyj-
um. Tel ég að jörðin hafi á
tímabili verið ofsetin, því naut-
gripir voru oft margir,. bæöi
mjólkurkýr og geldneyti.
Hygg ég að fööur mínum hafi
þótt nokkur umskipti aö sauð-
fjárlöndunum í Öræfunum og
úti í Papey, enda þótt Öræfingar
hafi aldrei átt mjög vænt fé.
— Hvernig var svo sambandið
milli lands og eyjar?
— Eins og ég sagði þér áðan
var tveggja tíma róður á ára-
báti til Djúpavogs og helming-
ur leiöarinnar yfir úthaf að fara
Straumhörö og óhrein leið. Þaö
var því oft harðsótt aö leita
lands, og sótt harðara vegna
þess, að þá var þar veðurathug
anastöö og föður mínum skylt aö
skila skýrslum á réttum tíma, og
lagði hann mikla áherzlu á aö
það brygðist ekki.
Póstsamgöngur voru engar
nema ef geta á þess að eitt eöa
tvö sumur stönzuöu Thorafélags
skipin nærri eyjunni, sæju þau
bátsferð úr landi. — Allir búsaö
drættir sem einhverju þótti
nema voru fluttir fram á haust-
in.
— Var margt í heimili hjá
ykkur?
— Þegar við systkinin vorum
að alast upp. 10 talsins þá mun
venjulega hafa verið þar allt
að 20 manns — Alltaf voru 2
vinnumenn og þrjár vinnukon-
ur auk fjölskyldunnar og svo
kaupafólk, meöan það var fáan
legt. — Óhætt mun þvi að segja
að á þeim árum sem við syst-
kinin vorum að vaxa upp, hafi
jörðin verið hagnýtt til hins
ýtrasta.
— Hvemig 'féll ykkur svo líf-
ið á eyjunni, fannst ykkur ein-
angrunin þvingandi?
— Ekki minnist ég þess, víst
fundum við til löngunar aö kom-
ast til lands eða út í eyjar, en
það var ævintýraþrá en ekki
lífsleiði, sem þar um réöi mestu.
Að öðru leyti undum viö hag
okkar vel. Sjálfsagt höfum viö
lifaö miðaldalífi aö stórum hlut.
Á Iöngum vetrarvökum sátu
menn við tóskap og önnur inni-
störf.. Föðurafi minn sem hjá
okkur var um skeið var kvæða-
maður mikill og var því rímna-
kveðskapur í hávegum hafður.
Þá var einnig lesiö upphátt fyr-
ir fólkið og þótti einn bræöra
minna góður lesari. — Ég minn-
ist þess enn hve fanginn ég var
fyrst þegar ég heyrði Sögur
herlæknisins. — Annars var á-
vallt séð fyrir því að nægilegur
bókakostur væri á heimilinu og
voru allir samhuga um það.
Háldið var til haga neöanmáls-
sögum sem birtust í Heims-
kringlu og Lögbergi og yfirieitt
flestum þeim blaðakosti sem til
náðist.
— Hvernig var meö námsaö-
stöðu fyrir ykkur unglingana?
— Þaö þætti nú viö nögl
skorið í dag væri hún ekki ó-
áþekk. Það var tekinn farkenn-
ari part úr vetrum, en þar sem
ég var elztur og þurfti að fara
aö vinna, naut ég þess minna
en hinir krakkarnir.
— Og svo lá leiðin að heiman?
— Já, 18 ára gamall réðist ég
eina vorvertíð á hákarlaskipiö
Engey frá Hafnarfiröi, sem var
þá gert út frá Isafirði. . Sjó-
mennskan líkaöi mér strax vel,
sérstaklega þótti mér gaman að
glímunni við þann gráa.
Ég lauk farmannaprófi frá
Stýrimannaskólanum 1922, var
svo á ýmsum skipum, oftast
stýrimaður. 4—5 ár var ég á
útgerð Hendrikssen, sem þá
hafði aðsetur á Siglufirði — og
stundaði þá sfldveiðar bæði við
Noreg og ísland. — Á Þór,
fyrsta björgunarskipinu við
Vestmannaeyjar mun ég hafa
verið ein 3 ár, fyrst með Jó-
hanni P. Jónssyni, skipherra og
síöar Friðrik Ólafssyni.
Áriö 1926 réöist ég svo til
Landhelgisgæzlunnar og hef
verið starfsmaður hennar síðan.
Þá voru oft leiguskip fengin til
þessara starfa, og komið gat
fyrir að maður þyrfti að skipta
um farkost nokkrum sinnum á
ári. Ég mun hafa byrjað aö fara
afleysingar sem skipstjóri um
1930. — Svo var ég nokkuð
lengi meö gamla „Óðin“. —
Ég tel mig hafa verið heppinn
i starfi, sérstaklega hvað við
kom björgun, og álít aö ég hafi
þar fengið hjálp frá æðri mátt-
arvöldum. Ég bað oft um hana
og. bæn mín var heyrð.
— Hvernig tóku nú sjófara-
menn þessari strandgæzlu og
útfærslu landhelginnar?
— Margir þeirra munu nú
hafa iitið þessa afskiptasemi
hornauga, og viidu skjóta sér
inn fyrir mörkin ef færi gafst,
en allflestir viöurkenndu hana
sem nauðsyn og voru henni
hlynntir. — Ég tel, að útfærsla
landhelginnar hafi verið stór
þjóöarsigur, sem nauðsynlegt
er að fylgja vel eftir og vemda
þau réttindi, sem áunnizt hafa.
— Þú fannst sætieika sjó-
mannslífsins í ævistarfi þínu?
— Meðan maður var ungur
sá maður ekkert annað og hug-
urinn var allur bundinn við
þetta, en með árunum breytast
viðhorfin og maður þreytist. —
Og ef eitthvað á að segja um
starfið sem slíkt, þá er það í
heild fremur tilbreytingalítið og
leiöinlegt en á þó sínar ljósu
hliðar og ánægjustundir. Björg-
unarstarfiö er bæði erfitt og
vandasamt ábyrgðarstarf, sem
stundum er varla þakkað svo
sem vert er, og þá sennil. fyrir
þekkingarskort þeirra, sem þar
um ræöa. Á litlura skipum var
oft harðsótt, því ef báta vantaði
eða um þá var óttazt, þá var
nesi þann 22. júlí í ár. Bátur
fékk það í vörpuna.
Eina skoplega sögu get ég
sagt þér frá þessum ferðalögum
mfnum. Það kom tilkynning
frá Þórshöfn um að þar væri
rekið á land tundurdufl og auö-
vitað varð að eyöileggja þennan
vágest án tafar. Flugvéi Land-
helgisgæzlunnar var þegar send
með mig tii Egilsstaða, en þá
var ófært um héraðið vegna
snjóa, enga gistingu þar að fá
svo ég mátti hírast. í flugturnin-
um um nóttina, og þar var
nægur hiti en lítið að bíta og
brenna. En svo komst ég um
morguninn til ágætra hjóna,
foreldra Vilhjálms Einarssonar
skólastjóra og naut hjá þeim
beztu fyrirgreiöslu og gestrisni.
Snjóbíllinn var niöri á Seyðis-
firði, en von var á olíubíl frá
Reyöarfiröi og með honum
komst ég þangað — og svo til
Eskifjaröar með jeppa. Þar beið
varðskipið Óðinn tilbúið til
að flytja mig til Þórshafnar. En
viti menn, hér var þá bara
um blikkkút (bauju) að ræða.
Svo ekki var ég kvaddur þama
til mikilla stórræða.
Nú átti Óðinn að fara vest-
ur um iandið Reykjavíkur og
þá lentum við í einu því versta
vetrarveðri sem ég hefi siglt í,
og ekki neita ég því að feginn
varð ég að stíga úm borð i
lóösbátinn og komast í land.
— Þið megið ekki vera kjark-
iausir sem leggið fyrir ykkur
svona störf?
— Nei, ég var aldrei hræddur
meöan ég var með Haraldi, en
fyrst eftir að ég fór að vera
einn var dálítill geigur í mér.
en svo hvarf það með öllu.
— Leitaöir þú þá ekki sama
stuönings við þetta hættustarf
og þegar þú sóttir harðast sjó-
inn?
— Jú, það var einmitt það
sem ég gerði.
Þ. M-