Vísir - 12.09.1967, Síða 12
12
V í SIR . Þriðjudagur 12. september 1967.
Væri þannig farið að, mundi það
ekki taka rauðskinnana nema um
stundarfjórðung að komast yfir allt
það, sem þeir voru að sækjast
eftir — sigurhrós og höfuðleður
og birgðir af eldvatni, sem endast
mundi þeir í mörg tungl. Ef til vill
mundu. stríðsandamir reynast
þeim náðugir og veita þeim svo
dýrlegan' sigur, að ný og björt
stjama rísi á frægðarhimin Sioux-
ættbálksins. Að hinn ungi foringi,
sem nú nefndist Fimmkaggi, ætti
eftir að verða, frægur í sögnum
þeirra sem Áttatíu-Vagna-Höföing-
inn.
Þetta er að sjálfsögðu einungis
tilgáta, en þó í fyllsta samræmi við
metnað og ofurkapp hins unga for-
ingja. Þessar ágizkanir verða þó
tilgangsíausar með tilliti til þess,
að átökin: urðu-ekki slik, sem upp-
haflega var ráö fyrir gert.
Það vár fyrst til þess, að rauð
skinnamic tirðu að gerbreyta öll-
um sínum áætlunum í skyndi, að
þeir hðfðu ekki riðið langan spöl
í suður, þegar fyrir þeim varð ný
slóð eftir áð minnsta kosti hundrað
jámaða hesta og stefndi í austur-
átt. Þar hafði farið riddarasveitin
frá Russellfylki, sem nú haföi
sameinazt lestinni. Nú reið sem
sagt bláklæddur riddaraliði með
hverjum vagni, svo aö skyndi-
áhlaup úr launsát mundi með öliu
þýðingarlaust — staðreynd, sem,
rauðskinnamir gerðu sér sam-
stundis grein fyrir.
— Þetta varð til þess, að Fimm-
kaggi foringi hélt langa ráðstefnu
með töframönnunum og undirfor-
ingjum sínum. Þar var margt vit-
urlegt sagt; þeir gætnari töldu að
ráðlegast mundi aö hætta við allt
saman, þar eð vetur væri skammt
undan, og væri þvi bezt að snúa
heim og búa sig undir komu hans.
Þeir bentu einnig á það, að sendi-
boðar hins mikla, hvíta föður höfðu
sagt að stríð væri slæmt en friður
góður. Kannski höfðu þeir lög aö
mæla. Og hafði ekki hinn mikli
höföingi, Rauða skýið, sýnt þaö
og sannað, að hann gat fengið allt
sem hann vildi hjá hvítu mönnun-
um, ef hann aðeins baö þá um það?
Við skulum því halda heim, bræð-
ur, og senda Hinum mikla hvíta
föður bréf, því að hann hlýtur að
vera ákaflega gjafmildur. Við skul-
um þakka honum fyrir nýju riffl-
ana. sem hann hefur látið okkur í
té. Við skulum benda honum á, að
viö höfum haldið frið. Og við skul-
um biðja hann að gefa okkur viskí
að launum. Hann getur ekki neitað
okkur um svo sanngjama bón.
„Bræður mínir“ á Fimmkaggi
foringi að hafa svarað. „Þið mælið
af miklum vísdómi. En það tekur
mörg tungl að skrifa bréfið og
koma því til Hins mikla, hvíta
föður, og þangað til gjafir hans
berast okkur. Nú er kaldur vetur
framundan. Ekki getur bréfið til
Hins mikla hvíta föður yljað okk-
ur innvortis eða gert okkur glaða
í lund, þótt það sé þá á leiðinni
til hans. Ekki getur þaö heldur veitt
okkur tækifæri til aö reyna nýju
rifflana eða krækja okkur í höf-
uðleður. Nei, bræður mínir, nei“.
Viðurkenningartuldur fór um
hópinn. Það er eins meðal Indína
og hvítra manna, að ofdirfskufull
orð vekja alltaf hrifningu með á-
heyrendum, enda þótt þeim komi
ekki til hugar að fallast á tillögur
slíkra ræðumanna.
„Hlustið þá, bræður, þvý að ég
héf nýja áætlun á prjónunum. Við
liggjum allir í leyni fyrir lestlnni,
aö fjörutíu strlðsmönnum okkat
undanskildum. Þeim fáum við beztu
gæðingana, og látum þá skipta sér
í tvo jafnstóra hópa. Síðan ríður
fyrri hópurinn I veg fyrir lestina
með ópum og skothvellum, en
hleypir undan á flótta jafnskjótt
ob riddararnir búast til árásar, en
þá munu margir þeirra hleypa á
eftir okkar mönnum allt hvað af
tekur. Þegar þeir eru komnir í
hvarf, ráðast þeir hinir tuttugu
framan að lestinni og fara í öllu
eins að, og munu þá fleiri af þeim
riddurum, sem eftir urðu hjá lest-
inni, reka flótta þeirra, því að þeim
kemur ekki til hugar, að um fleiri
af okkur geti verið að ræða en
þessa fjörutíu“.
Áheyrendur Fimmkagga foringja
tóku þessum tillögum hans með
einróma viðurkenningartuldri, enda
höföu þeir aldrei vitað neitt við-
líka herkænsku.
Nú reið sem sagt bláklæddur riddaraliði með hverjum vagni —
„Og svo, þegar helmingur ridd-,
araliösins er horfinn á eftir þeim
fyrri tuttugu í þessa áttina, og
hinn helmingurinn á eftir þeim
seinni tuttugu í hina áttina“, mælti
Fimmkaggi foringi enn, „gerir
meginliðsafli okkar árás á óvarða
I
Þurfið þér oð kaupa,
selja eðo skifta á íbúð?
Leiðbeini og aðstoða við kaup, sölu og skipti á íbúðum
og öðru húsnæði.
Hefi verið beðinn að auglýsa til sölu eöa í skiptum
eftirfarandi eignir:
Tvær þriggja herbergja íbúðir í Austurbænum.
Húseign á eignarlóð við Vitastíg sem er tvær þriggja
herbergja ibúðir auk tveggja stakra herbergja í kjall-
ara og iðnaðarhúsnæöi á baklóðinni.
Tvær fimm herbergja íbúðir í skemmtilegu homhúsi
við Hraunbæ. Húsið er í byggingu og eiga íbúðimar að
afhendast tilbúnar undir tréverk og málningu á kom-
andi vori.
Eina næstum fullgerða fimm herbergja endaíbúð við
Hraunbæ. Sú fbúð afhendist fullgerð.
Eina 160 fermetra sér hæð í nýju húsi á fallegum
stað í Kópavogi. ,
Konráð Þorsteinsson. - Sími 21677*
Röskir sendisveinar
Óskast strax.
Afgreiðsla Vísis, sími 11660.
FERÐIR - FERÐALÖG
IT-ferðir - Utanferðir — fjölbreyttar.
Lágu fargjöldin 15. sept. IT fargjöldin til 31. okt.
Hagkvæm viðskipti. Almenn ferðaþjónusta.
LAN DSiíl N ^
FERÐASKRIFSTOFA
LAUGAVEGI 54 . SlMAR 22875-22890
Berjaferðir á hverjum morgni kl. 8.30, þegar veður
leyfir. Ágætis berjalönd. Pantanir skráðar á skrifstof-
unni. Útvegum fyrirvaralaust allar stærðir bifreiða
I lengri og skemmri ferðir. Hagkvæmt verð. Reynið
viðskiptin.
LAN DS 9 N t
FERÐASKRIFSTOFA
LAUGAVEGl 54 . SÍMAR 22875 - 22890
„Komdu' til baka, Tarzan, þeir höggva af
þér þinn' heimska haus“. — „Við get-
um hvort eð er ekki flúiö, það sakar ekki
að reyna".
„Sjáðu, Ware lögregluforingi, hann teygir
sig eftir blysinu".
„Komið, vig skulum ganga hægt f burtu,
meðan þeir eru með allan hugann við þessa
nýju uppgötvun".
A,
! •VSIODUM
SÚDU RLANDSURAUT
simi opid s -??,30
s 11Mi !I 'D ■ ■> -