Vísir - 23.09.1967, Blaðsíða 12
V1
SIR . Laugardagur 23. september 1967.
„Ég er hræddur um að þú misskiljir þetta“.
Það var aldrei loku fyrir það skot
ið, aö maöur hitti fyrir karl eða
konu úr Austurfylkjunum, sem
hafði frábært minni á ártöl og dag-
setningar hugsaði Jónas spámaður
á meöan hann drakk teið. Og þeg-
ar slíkt bar við, varð aldrei of var-
lega farið, þau höfðu óöara upp-
götvað það meö reikningslist sinni,
að maður hafði ekki verið nema
fimm ára, þegar hann felldi fyrsta
vísundinn, ellegar sjötíu og átta,
þegar hann háði tveggja sólarhringa
kapphlaupið fræga við rauöskinn-
ana, og hafði sigur. Þegar slíkt henti
var hyggilegast að klóra sér x koll-
inum og tauta eitthvað um hvað
manni væri farið að förlast minni.
Þau létu þaö gotf heita, en hefðu
aftur á móti aldrei sætt sig við þaö,
að viðkomandi játaði afdráttarlaust
að þetta hefði verið eins og hver
önnur lygasaga, sem gamlir fjalla-
garpar legðu 1 vana sinn að segja
austurfylkjafólki, því til gamans.
Það sanna var, að hann átti sjald-
an samræður viö kvenfólk, hafði
því ekki handbæra neina hugsaða
sögu, sem líklegt var að frú Mass-
ingale félli vel í geð, og fyrir'bragö-
ið hafði oröið nokkur fljótaskrift á
frásögninni af þessum trúboðs-
kvennaleiðangri. En það leyndi sér
ekki, að hún hafði haft sín áhrif
á frúna, og fyrir það varð ekki
aftur snúið.
„Það eina, sem mig rekur Ijóst
minni til í því sambandi", sagði
Jónas spámaður, „er það, hve bless-
aðar konurnar voru góöar og grand-
varar — allt að því heilagar, að
mér þótti. Já, oft hefur mér orðið
hugsað til þeirra síðan, þegar ég
hef skammazt mín fyrir allt mitt
syndsamlega athæfi, drykkjuskap-
inn, slagsmálin, þjófnaðina...“
„Þjófnaði — hefurðu þá stoliö
líka, Jónas. Þú minntist ekkert á
það í kvöld“, mælti frú Massingale,
rétt eins og henni væri skemmt.
„Hverju hefurðu eiginlega getað
stolið, hér í óbyggðunum?"
„Hrossum frá rauðskinnunum,
frú. Já, og konum líka ... þótt mað-
ur keypti þær raunar oftastnær, og
pá fyrir hross, sem maður hafði
stolið frá fjandsamlegum ættbálk-
um. ftfcig rekur sérstaklega minni
tii einnar stelpuhnáku, sem...“
Spámaðurinn þagnaði allt í einu og
fékk sér vænan tesopa. „Nei, slepp-
um þeirri sögu, frú. Þess háttar er
ekki fyrir viðkvæm eyru...“
Augu Coru Templeton Massin-
.gale tindruðu af áhuga, sem hún
gerði ekki minnstu tilraun til að
leyna. „Þú mundir verða undrandi,
Jónas minn, ef þú vissir hvað mín
viðkvæmu eyru hafa heyrt um dag-
ana, án þess að bíða varanlegt tjón
af. En það fer ag verða áliöið. Er
það nokkuð sérstakt, sem ég get
fyrir þig gert?“
„Mig?“ spurði spámaðurinn felm-
traður. „Það er ég, sem er kominn
til að spyrja hvort ég geti ekki
orðið þér að einhverju liði“.
„Það er vingjarnlega spurt,
þakka þér fyrir“.
„Til dæmis hvort ég eigi ekki að
senda nokkra af piltunum til þín
í fyrramálið til að sækja vatn, eöa
höggva eldivið? Þeir eru dálítiö
hrúfir á skelina, ég viðurkenni þaö,
en hjartað er gulls ígildi. Og ekki
vorum við fyrr búnir að tjalda, en
nokkrir þeirra komu til mín og
inntu mig eftir því, hvort þið mund
uð^ekki þarfnast aðstoðar".
Frú Massingale hrissti höfuöið
og svaraði ákveöið en vingjarnlega
þó. „Nei, Jónas — Gearhart her-
foringi hefur séö prýðilega fyrir
öllum okkar daglegu þörfum. Ég
þakka þér fyrir engu að síður og
segðu piltunum þínum — sem þú
kallar svo — að ég sé þeim þakk-
lát fyrir hugulsemina".
„Það er mér ánægja, frú Mass-
ingale".
„Eru þeir ungir, flestir — fyrir
innan þrítugt, kannski?"
„Einmitt".
„Ókvæntir?"
„Svo aö segja undantekninga-
laust“.
„Að heiman í fyrsta skiptið ...“
mælti frúin lágt við sjálfa sig. „Ein-
mana, áhrifágjarnir, ístöðulitlir en
athafnafúsir...“
„Betur verður þeim ekki lýst“,
sagði Jónas spámaður.
„Þeir eru enn litlir mömmudreng-
ir, Jónas“. Hún setti stút á rauöar
og þrýstnar varimar. — „Kannski
veröur auðveldara að ná til þeirra,
meö því að tala til tilfinninganna,
en ef maður höfðar til skynseminn-
ar...“ Orðin dóu út í þögn, sem
varð stundarlöng, en svo var eins
og hún áttaði sig allt í einu, og hún
brosti glaðlega. „Þú hefur gert mér
mikinn greiða Jónas. Meira te?“
„Nei þakka yður fyrir, frú. Það
er orðið áliðið, og ýmislegt, sem
ég á eftir ógert. ..“
„Jæja, við sjáumst aftur, vona
ég... mjög bráðlega. Góöa nótt,
Jónas“.
„O-jæja", sagði spámaðurinn við
sjálfan sig, þegar hann nálgaöist
varðelda rauöskinnanna. Ekki hafði
það allt verið ósatt, sem hann sagöi
henni eða hvað? Ekki það til dæmis
að flestir af piltunum væru ungir,
og hjarta þeirra gulls ígildi, þótt
skelin væri hrjúf. Ef hann reikn-
aði dæmið rétt, þá haföi hann vakiö
með henni örlitla von um, aö ef
til vill mætti takast að umbreyta
þeim .. . draga þá upp úr viskíhylj-
unum á þurrt land. Sérhver var
sæll í sinni trú, og ef hún trúöi
þessu, þá var ekkert líklegra en
að hún leyfði lestinni að halda á-
fram óáreittri næstu tvo dagana aö
minnsta kosti...
Bara að honum tækist nú að
sannfæra þennan unga angurgapa,
rauðskinnaforingjann Fimmkagga,
um það líka, að Jónas gamli spá-
maður væri bandamaöur hans.
„Hlýddu máli mínu, vinur föður
míns og hálfbróðir Sioux-ættbálks-
ins“, sagði Fimmkaggi foringi á
sinni eigin tungu, sem spámaöur-
inn skildi og talaöi ekki verr en
sitt móðurmál. „Ég þekki vel alla
háttu hvíta mannsins. Var mér refs
að, þegar ég drap þann illa höndl-
ara og komst yfir eldvatnið hans?
Nei. Var Rauöa Skýi höfðingja refs
að, þegar hann háöi orrustu við
riddaraliöana og felldi marga
þeirra? Nei. Hinn Mikli Hvíti Fað-
ir sendi menn til að semja frið, með
skjal, sem við undirskrifuðum, og
fengum miklar gjafir og nýja riffla
að launum. Segi ég ekki satt?“
„Auðvitað. En nú eru allar að-
stæður ólikar".
„Hvernig ólíkar?"
„Til dæmis aö því leyti“, mælti
spámaðurinn og þaulhugsaði hvert
orð ,„að þið eigið í höggi við tvær
| riddarasveitir og hundrað sjálf-
' boðaliöa um leið og þiö ráöizt á
lestina. Það gæti farið svo, að þið
yrðuð stráfelldir".
„Þá yrði hinn Mikli Hvíti Faðir
ævareiður. Við höfum bréf upp á
þaö, að við séum góöir Indíánar.
Það er lagabrot, að vinna góöum
Indíánum nokkurt mein. Það sagði
friðarsamninganefndin“.
„Ég er hræddur um að þú mis-
skiljir þetta“, maalti spámaðurinn
og brást ekki þolinmæöin. Eitt er
þó þú drepir leynivínsala og jafnvel
hermenn á því svæöi, sem ykkur
er fengið til umráða — annað ef
þú ferð út fyrir það svæði til þess
að ráðast á vagnalest, sem er í lög-
legum flutningum með löglegan
farm, sem hvítir menn eiga. Það
er eiginlega alversti glæpurinn, sem
um getur í lögum hvh'tra manna“.
„Því þá það?“
GÓLFTEPPI
Ný sýnishorn komin.
Gólfteppagerðin hf.
Grundargerði 8, sími 23570.
FERÐIR - FERÐALOG
IT-ferðir — LJtanferðir — fjölbreyttar.
Lágu fargjöldin 15. sept. IT fargjöldin til 31. okt.
Hagkvæm viðskipti. Almenn ferðaþjönusta.
LANDSBN h
FERÐASKRiFSTOFA
LAUGAVEGI 54 . SÍMAR 22875-22890
Berjaferðir á hverjum morgni kl. 8.30, þegar veður
leyfir. Ágætis berjalönd. Pantanir skráðar á skrifstof-
unni. Útvegum fyrirvaralaust allar stærðir bifreiða
1 lengri og skemmri ferðir. Hagkvæmt verö. Reynið
viðskiptin.
LA N O s a N h
FERÐASKRIFST
LAUGAVEGl 54 . SlMAR 22875-22890
O F A
SAV, IF VOO'RE NOT
DOIWG ANYTHING, tVHV
DON'T VOU StAV WITH
ME FOR A WHILE ?...
IF THE OLD AVAKI DOESN'T
FIRE ME, MAYBE YOU AND
r COULD HIT THE TRAIL
AND TRV TO TRACK DOWN
THE PAYROLL 8AKIDITS/
athuga hvort 6$ hafi fengið orðsendingu
yfirmanni mínura”.
„Ef þú hefur ekkert sérstakt fyrir stafni,
því kemur þú þá ekki með mér smástund?"
„Ef ég verð ekki rekinn, gætum við tveir
kannski reynt að hafa upp á ræningjunum“.
„Þú segir ekkert, ég ætti kannski ekki að
reiða mig of mikiö á vináttu þina?“
„Ég hef aðeins verið að bíða eftir að
komast að til aö segja „já“.“