Vísir - 23.09.1967, Blaðsíða 2
2
V1SIR . Laugardagur 23. september 1967.
Þessar fjórar myndir hér eru úr fyrstu kvikmyndinni, sem
Bítillinn JOHN LENNON hefur leikið í, og heitir hún „HOW
I WON THE WAR“.
Mikið hefur verið rætt og ritað um kvikmynd þessa, enda
engin furða, þar sem svo frægur og vinsæll maður fer með
aðalhlutverkið.
I þýzka tímaritinu „STERN“ hef-
ur verið minnzt á þessa umræddu
mynd meira en í nokkru öðru blaði
að því er ég hygg. Fyrir skemmstu
kom langt og mikið viðt. við LENN-
ON, og hanrt spuröur spjörunum
úr, eins og vænta má. Þegar JOHN
var spurður hvort hann heföi í
hyggju að halda áfram kvikmynda-
leik, svaraði hann neitandi, og
byggði hann svar sitt á þeirri for-
sendu, að eiginkona hans væri lítt
hrifin af þeirri atvinnugrein, og
hefði hann með fullu samþykki
hennar tekið sér þetta hlutverk á
hendur.
Myndin „HOW I WON THE
WAR/'HVERNIG ÉG VANN STRÍÐ
IГ var frumsýnd 23. ágúst sl. í
London og hrósa gagnrýnendur
LENNON á hvert reipi.
Honum hafa nú borizt nokkur
i.vikmyndatilboö, en ef að líkum
lætur, munu þau ekki vinna á hon-
um.
„Hvernig ég vann stríðið"
TANINGA-
SÍÐAN
„Skárst mun sinni
kellu að kúra hjá"
Fyrir nokkru kom út fjögurra
laga hljómplata með Þorvaldi
Halldórssyni og hljómsveit Ingi-
mars Eydal. Aðallagið á plöt-
unni er fallegt, rólegt sjómanna-
lag, sem ber nafnið HÖLDUM
HEIM. Má sennilega búast við
þvi. að þetta lag eigi eftir að
heyrast oft í óskalagaþætti sjó-
manna næstu mánuðina.
Eitt fjörugasta lagið, sem kom
ið hefur út hér í langan tíma,
er á þessari plötu. Það er amer-
ískt lag, með íslenzkum texta
eftir Kristján frá Djúpalæk. —
Heitir það SKÁRST MUN SINNI
KELLU AÐ KÚRA HJÁ. Bráð-
skemmtilegur texti er við það,
sem Þorvaldur syngur all hressi-
lega, en með honum syngja þau
Helena Eyjólfsdóttir og Finnur
Eydal, sem tók sæti í hljómsveit
bróður síns fyrir tæpu ári.
Síðan eru það tvö lög eftir
Þorvald sjálfan. Þau helta ÉG
VAR ÁTJÁN ÁRA og í NÓTT.
Bæði eru lögin góð, hið fyrra
hratt og ekki auðlært, en hið
síðara einfalt en engu að síður
vandmeðfarið, og nær Þorvald-
ur góðum tökum á því.
Hljómplata þessi var hljóðrit-
uð síðastliðið vor, en þá lék
hljómsveit Ingimars Eydal inn á
aöra fjögurra laga plötu, þar
sem Helena syngur ein. Er sú
plata væntanleg f nóvember og
verður nánar sagt frá henni þá.
í þessari viku heimsótti hljóm
sveitin Reykjavík, til að leika
inn á aðrar tvær plötur, sem
koma munu út eftir áramót. En
einnig geröi hljómsveitin tvo
sjónvarpsþætti og kemur fram
á dansleikjum í Reykjavík einu
sinni eða tvisvar.
Með hinum ágætu hljómplöt-
um sínum hefur hin prýðilega
hljómsveit Ingimars Eydal afl-
að sér slíkra vinsælda, aö ein-
stakt má telja með hljómsveit
utan Reykjavikur.
Bítlarnir við upptöku
hjá Rolling Stones
Nú fyrir skömmu kom út
tveggja laga hljómplata með ROLL
ING STONES, og eru bæöi lögin
samin af þeim félögum Mick Jagg-
er og Keith Richard. Nafngift þeirra
er: “WE LOVE YOU“ og „DANDE-
LION“.
-Q. Bítlunum var boðið að vera
við, er upptakan átti sér stað,
og þáðu þeir það. — Ef til vill
hafa þeir hjálpað eitthvaö til —
j hver veit ? ? ?
! ít Eins og eflaust allir vita, stóðu
þeir Mick Jagger og Keith Richard
-----------------------------------
í málaferlum, vegna þess, að í fór-
um þeirra fannst nokkuð magn af
eiturlyfinu „MARIUANA". Fyrr-
greind hljómplata er sú fyrsta. sem
komið hefur út með ROLLING
STONES eftir að þessum málaferl-
um lauk, og spáðu því margir, aö
ROLLINGARNIR hefðu glatað vin-
sældum sínum með þessu athæfi,
i en því fer fjarri.
Lögin WE LOVE YOU og
DANDELION fóru beint í sautjánda
sæti vinsældarlistans og eru nú á
hraðri uppleið.
i