Vísir - 23.09.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 23.09.1967, Blaðsíða 16
VI3IR „M var um aida- m^tin..." Þessa dagana fara fram gagngerar endurbætur á baki Stjórnarráðshúss- ins við Lækjartorg. Hefur undanfarið verið unnið að jiví að setja tré- grind á þak hússins, og í gær var verið að vinna að bví að hlaða litlum ferhyrndum plötum á grindina. Mun svo hafa verið komið, að þak húss- ins þurfti gagngerra endurbóta við, enda húsið gamalt, byggt upphaf- lega sem fangageymsla, varð síðar bústaður landshöfðingja ásanit skrif- stofum embættisins, og nú stjðmarráð, og hafa bar aðsetur forsætis- ráðuneyti, utanrikisráðuneyti og menntamálaráðuneyti. — Myndin sýnir iðnaðarmenn að vinnu á þakinu í gær. (Ljósm. Vísis, B. G.). Merkjasöludagur Sjálfs-;j rgar á morgun bja Tekjuöflunardagur Sjálfsbjarg- ar, Landssambands fatlaðra, er á morgun og verða þá seld merki félagsins og tímaritið Sjálfs- björg. Verða blöð og merki seld út um allt land á vegum félags- deildanna á hverjum stað. Er fjársöfnunin fyrst og fremst til ágóða fyrir byggingu á dvalar- heimili fyrir fatlaða, en byrjað var á byggingunni í október 1966. Efni tímaritsins „Sjátfsbjörg" er i fjölbreytt og má nefna ávarp félags | málaráðherra, Eggerts G. Þorsteins ; sonar og frásögn eftir Stefán Jóns- son fréttamann, er nefnist ,,Á tré- i fótum“. Blaðið mun kosta 35 krón- ■ ur og merkin 25 krónur, og verður það afhent sölubörnum í barna- skólunum og á skrifstofu Sjálfs- bjargar. Fötluðu fólki er mikil þörf á að komast í eigið húsnæði, en aðstaða þessa fólks er mjög slæm hér á landi. Hefur orðið að láta þetta fólk búa á elliheMnilum og hliðstæöum stofnunum í sambýli við ýmiss kon ar fólk, og eru yfirieitt 3 eða 4 saman á herbergi. Væntir Lands- sambandið stuðnings fólks við það mikla nauðsynjamál að stofna reglu legt heimili fyrir einstæða og ósjálf bjarga öryrkja. 2 Skemmtun ueikfélags Keykja- • vikur, sem haldin er til ágóða efyrir húsbyggingasjóö. hefur Jhlotiö naf.nið „Það var um alda- • mótin .. “ og veröur hún á Jmiðvikudaginn kemur í Austur- •bæjarbíói. Er hún sniðin með n hliösjón af verkefnavali L.R. um “aldamótin og taka nálægt 50 • manns þátt í henni undir stjórn Eyvindar Erlendssonar. Skemmtun þessi hefur verið i undirbúningi lengi, en vegna anna leikaranna er ekki gert ráð fyrir nema örfáum sýning- um. Veröur skemmtunin öll í anda aldaniótanna, gömul Ijós- 2 ker munu iýsa sviöið og leikar- • ar í gömlum búningum munu Jselja appelsínur í hléi, en sá • siður tíðkaðist í hinu gamla leikhúsi Reykvíkinga „Fjala- kettinum“. Meöal atriöa á skemmtuninni eru kaflar úr 2 Nýársnóttinni, Manni og konu, ^Skugga-Sveini, Narfa, frægum • gamanleikjum, svo sem „Frúin 2seíur“ og „Apaköttur" og veröa Jatriðin tengd saman með svo- 10. Þrír efstir eftír þrfár umferðir — 37 jbátttakandi i Septembermótinu Sigurbjömsson og Sigríður Hagalfn æfa atriði úr „Varaskeifunni“ undir leikstjórn Eyvindar Erlendssonar. Septembermótið svokallaða í ; skák hefur nú staðið yfir í nokkurn tíma. Mikil þátttaka er í mótinu, alls eru keppendur 31 og teflt eftir Monrad-kerfi, 9 umferðir. Keppnin fer fram í hinum nýju húsakynn- um Taflfélagsins að Grensásvegi 46. Staðan á mótinu eftir 3 um- feröir er þannig: | 1—3. Jón Friðjónsson, Benóný Benediktsson og Bragi Björnsson, hafa 3 vinninga hver. 4.—5. Pálmar Breiöfjörö og Andr- és Fjeldsted með 3’/2 vinning hvor. Næsta umferð veröur tefld á mánudagskvöld, en tefldar eru 2 umferðir á hverju keppniskvöldi, og hefur hver keppandi 1 klukku- stund til að Ijúka skákinni. Mótinu verður síðan haldið áfram á þriðju- dagskvöld og því lýkur á fimmtu- dagskvöld. Vsirði doktors- ritgerð við Hofnorháskóla Þorkell Jóhannesson, læknir og lyfjafræðiprófessor varði doktors- ritgerð við Kaupmannahafnarhá- skóla sl. fimmtudag. — Hlaut ritið sem fjallaöi um notkun og áhrif morfíns og kodeins, mikið lof and- mælenda. Laugardagur 23. september W67 Vegna fréttar sem birtist í Vísi í gær, um brot á þungatakmörk- unum malarfiuthingabifreiða í ná- grenni Reykjavíkur, hafði blaðið samband við Kristin Ólafsson, full- tjrúa hjá lögregiustjóranum í Rvik, en Kristinn hefur haft með kærur að gera, sem berast embættinu vegna brota af fyrrgreindu tagi. Kristinn sagði, að um tvenns konar brot væri að ræða á sam- bandi við ofhleöslu bifreiða. Þar væri fyrst aö telja brot á 56. grein umferðarlaganna, um takmarkanir á öxulþunga bifreiða, vegna áhrifa þeirra á vegi landsins og í öðru lagi væri um brot á 17. grein að ræða þegar hlaðið væri meira á bifreið- arnar, en þær væru gefnar upp fyr- ir frá verksmiðjunum sem smíð- uðu þær, en þetta brot sagði hann að væri ekki síður alvarlegt en hitt, vegna þess að öryggisútbúnaði bif- reiðanna væri stefnt í hættu með slíku broti. Kristinn sagði að það stæði skýrum stöfum í skoðunar- vottorði hverrar bifreiðar, hversu mikið hún mætti bera. Kristinn sagöi ennfremur, að milljónir króna færu i súginn ár- lega vegna þess að lög um þunga- takmarkanir væru brotin, en þetta kæmi fram í viðgerðum á þeim vegum, sem illa fara vegna of mik- ils álags, Kristinn sagði, að venjulega væri bifreiðastjón m, sem brotlegir teldust, gefinn kostur á að greiða sektir, en þeir þæðu ekki allir að leysa málið á þann hátt og færi þá máliö fyrir sakadóm og biðu nú nokkur mál af þessu tagi af- greiðslu. Fyrir nokkrum árum voru sett ákvæöi, um að banna innflutning á bifreiðum, sem gerðar væru fyrir meiri þyngd en takmörkunum nem- ur hérlendis, sagði Kristinn, en þá komu fram raddir frá bifreiðastjór- um, þar ^_m þeir óskuðu eftir að fá að kaupa þyngri bifreiðir og báru fram þau rök, máli sínu til stuðnings, að íslenzkir vegir væru yfirleitt svo erfiðir yfirferðar, m. a. vegna bratta, að nauðsynlegt væri fyrir þá að mega kaupa til lands- ins kraftmeiri bifreiðir og var inn- flutningur slíkra bifreiða ieyfður vegna þess. Nú er hins vegar svo komið að margir bifreiðastjórar, Framn .á bls. 10 „ítalskur stráhattur ' frumsýndur 6. okt. Önnur frumsýning á leikárinu verður 6. október, en þá verður frumsýndur franski gamanleik- urinn „ítalskur stráhattur“ eftir Eugene Labiche. Leikstjóri er hinn kunni enski Ieikstjóri Kev- in Palmer, en mörgum mun í fersku minni sviössetningar hans á „Ó, þetta er indælt stríð“ „Marat/Sade‘,‘ og fleiri verkum, er hann hefur sviösett hiá Þjóð- ieikhúsinu. Italski stráhatturinn hefur not iö mikilla vinsælda allt frá því hann var frumsýndur árið 1851, og er hann iðulega sýndur á Comedie Francaise í París og víða um Evrópu. Still Labiche þykir minna nokkuð á franska meistarann Moliére ,en Labiche fjallar aðallega um hið borgara- lega líf síns tíma á skoplegan hátt. Skrifaöi hann alls um 150 gamanleiki, en hann dó áriö 1888. I þessari sýningu Þjóðleik- hússins koma fram yfir 20 leik- arar og er aöalhlutverkið í hönd um Arnars Jónssonar. Önnur stór hlutverk eru leikin af Æv- ari Kvaran, Rúrik Haraldssyni, Árna Tryggvasyni, Róbert Arn- finnssyni og fleirum. ilvisssga Svetlönu þýdd beint ur f iisinesku ú íslenzku Bókaútgáfan Fífill hefur fengiö Jirtingarétt á ævisögu Svetlönu stalin, og mun bókin koma út fyrir 'ólin, Bókin verður þýdd beint úr rússnesku á íslenzku, en það er Reynir Bjarnason, sem annast það verk. Skýrt hefur verið frá því áður hér í blaðinu aö Vikan hefur feng- íð birtingarrétt á úrdrætti úr ævi- sögunni, sem mun birtast á sama tima og hjá stórblöðum erlendis. Ofhleðsla vöruhifreiða veldur milljóna- tjóni og stofnar öryggistækjum í hættu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.