Vísir - 23.09.1967, Blaðsíða 3
VISIR . Laugardagur 23. september 1967,
3
Reynir og Björn fara sameiginlega yfir nótur yfir verk Lindholms.
Bohdan Wodiczko hljómsveitarstjóri.
MYND-
S
J
A
Sinfóníuhljómsveit íslands æfir fyrir Norrænu tónlistarhátíðina undir stjórn Bohdan Wodiczko í Háskólanum.
TÓNLISTARHÁTÍÐ NORÐURLANDA
í Reykjavík 1967
Þessa viku hefur staðiö yfir
norræn tónlistarhátíö í Reykja-
vík og fannst Myndsjánni til-
hlýöilegt að bregða sér á æfingu
í Háskólabíói og taka nokkrar
myndir af því, sem þar fór fram.
Er Myndsjáin kom á staðlnn
var verið aö æfa verk er nefn-
ist Sinfonia da camera og auð-
vitað var Ijósmyndarinn fljótur
að taka mynd af hljómsveitinni
meöan hún var að leika Sinfoni-
una. Verkiö er eftir hið kunna
finnska tónskáld Joonas Kokk-
onen.
í gærkvöldi voru síðustu tón-
leikarnir á hátíðinni, og þá var
meðal annars flutt sinfónía eftir
Leif Þórarinsson, en hún er til-
einkug Ragnari í Smára. Var þá
einnig flutt Sinfonia da cam-
era, Mutanza eftir Svíann Ingv-
ar Lidholm, Herbsttag eftir
Danann Axal Borup-Jörgensen
(viö ljóö eftir Rilkc) og söng
Ruth Little Magnússon einsöng.
Einnig var flutt A L’inconnu eft-
ir Paul Rovsing Olsen og eftir
Norðmanninn Arne Nordheim,
sem er tónlistargagnrýnandi og
tónskáld, var flutt Respons 1
fyrir tvö slaghljóöfæri og seg-
ulband.
Myndsjáin náöi einnig mynd-
um af tveim slaghljóðfæraieik-
urunum, er þeir voru að bera
saman bækur sínar á æfingunni,
en það voru þeir Reynir Sigurðs
son og Bjöm Liljequist.
Hinir norrænu tónlistarmenn
munu flestir fara héðan á mánu-
dag og þriöjudag eftir viðburða-
ríka viku á íslandi, en aðsókn
að tónlistarhátíðinni var mjög
góð.
i
Ingvar Lidholm tónskáld, Wodiczko stjórnandi og Björn Ólafsson konsertmeistari ræðast við um verk
Ingvars Lidholm í hléi.