Vísir - 26.09.1967, Page 4
/
Hmasmtmm.
rnat
Þúsundir og aftur þúsundir af
silfur- og gullpeningum liggja í
haugum á hafsbotninum fyrir
Suðvestur-Englandi, ef marka má
bað, sem þrír fjársjóðsleitarmenn
segja, og peninga þá, sem þeir
segjast hafa fundið þar. Talið er
að peningar þeir, sem mennirnir
fundu, séu hluti af fjársjóð sir
Cloudesley Shovells, flotaforingja
Miðjarðarhafsflotans sem fórst í
október 1707.
Flotinn fórst á Gilstone-rifinu
við Scilly-eyjar, rétt út af Corn-
wall-skaga, þar sem nokkrir kaf-
arar fundu leifarnar af hinum
fræga flota 1 sumar. Sögusögn
um hefur verið haldið á lofti i
gegnum aldirnar um mikinn fjár
sjóð, sem hefði átt að vera í
skipum Shovells, flotaforingja og
viröist nú sem sönnur séu fengn
ar fyrir því, að þær hafi ekki
verið ýktar. Átti fjársjóðurinn að
hafa verið í skipi Shovells sjálfs,
Association, eða svsturskipunum
Eagle og Rommey,
í allt sumar hafa nokkrir á-
hugakafarar úr brezka flotanum
leitað að skipsflökunum og um
leið aö "'irsjóðnum. Fundu þeir
staðinn í júlí og héldu köfuninni
áfram, þar til nú að annar hóp-
ur i kafara, sem leitað hafði i
nokkur hundruð metra fjarlægð
frá þeim stað, sem flökin fund-
ust, rakst á þröng göng í gegn-
um neðansjávarskerjagarð. í þess
um göngum fundu þeir fjársjóð-
inn.
Einn leiðangursmannanna sagð-
ist hafa komið auga á hellis-
munnann, dimman og þröngan,
og farið inn í hann. þrátt fyrir
óhuginn, sem greip hann um leið.
Varð hann að taka af sér öndunar
tækin og ýta þeim á undan sér
til þess að komast inn um opið.
Göngin lágu niður í móti. en hann
hafði ekki synt lengi, þegar hann
sá heila silfurpeningabreiðu, eins
og teppi á göngunum.
Hann náði seinna í félaga sína
og þeir tóku með sér 1500 silf-
ur- og gullpeninga upp á yf;rtorð
ið, en sögðu sjálHr, að svo mik-
ið meira væri eftir niðri, að
þetta væri eins og droDi í hafið
hjá því.
Peningunum skiluðu þeir til
strandsýslumannsins á evnni St
Mary, en þar, verða þeir geymd-
ir i ár og síðan leitaö tiiboöa
safnara. 'safna og yfirvaldanna
sjálfra. Félagarnir úr leitarleið-
angrinum fá 50% af söluverðinu
og auk þess einhverja aðra þókn
um fyrir alla fyrirhöfnina
Geit heldur
vörð um höllina
Gústaf heitir tveggja vetra gamall
geithafur sem ber liðþjálfatign
Hann gegnir þýðingarmiklum
störfum fyrir sænska herinn, og
núna 'um þessar mundir hefur
honum verið falið afar þýðingar-
mikið hlutverk í stórhættulegum
aðgerðum. Hann stendur vakt í
höllinni í Stokkhólmi, ásamt
nokkrum félögum sínum, fallhlífa
hermönnum frá Karlsborg.
Gústaf er verndardýr fallhlífa-
hermannanna og hafður mjög í
hávegum þeirra á meðal. Hann á
sinn eigin einkennisbúning, —
rautt teppi og rauðir dúskar —
sem eru einkenni herdeildar hans.
Hann hefur sína umsjónarmenn,
sem herstjórnin hefur falið þá
ábyrgð að annast um hann. Svo
þýöingarmikill er hann álitinn
vera. að það hefur ekki verið
horft í það, að setja til þess
starfa eina fjóra þrautþjálfaða
hermenn.
Myndin hér sýnir hann á varð
göngu með „hirðum" sínum í
höllinni.
Norræn samvinna.
Fólki er tíðrætt um úrslit ráð-
herrafundarins vegna deilunnar
um lendingarleyfi fyrir hinar
stóru flugvélar Loftleiða á Norö
urlöndum. Árangur fundarins og
þeirra viðræðna, sem undanfar-
ið hafa farlð fram, hafa valdið
öllum þorra íslendinga sárum
vonbrigðum. Finnst flestum að
norræn samvinna og það bræöra
þel, sem hamrað hefur veriö á
hin síðustu ár við öll möguleg
tækifæri hafi reynzt glamur eitt
cg markleysa. Um leið og hin-
ar svokölluðu frændþjóðir teija
sig þurfa einhvers til að kosta
f fjármunum, eins og það að
þurfa að horfa upp á það að vera
ekki samkeppnisfærir í fargjaida
stríöinu við Loftleiðir, þá reyn-
ist bræöraþelið ekki haldgott.
Loftleiðadeiian, en svo hefur
karp þetta við „frændþjóðirnar“
gjarnan verið nefnt. er viðskipta
stríð, eins og þau gerast hörö-
ust, og deilan er þannig vaxin,
að við eigum fátt til varnar.
eins og t. d. það, að beina viö-
skiptum sínum ekki til „frænda“
vorra. T. d. hafa islendingar
svipað verð frá öðrum þjóðum.
Kaupmannahöfn hefur veriö
eftirsóttur staður hjá þeim lönd-
íslenzk stjórnarvöld geta helzt
ekkert gert í málinu, nema skir-
skota til vinsamlegra samskipta,
frændsemi og til koktail-ræðna
um nauðsyn á meiri tillitssemi
og b&tri samskiptum þjóða i
millum. Opinberir mótleikir, t.
d. í viöskiptalegum efnum þykja
jafnvel ekki sæma en hinir al-
mennu borgarar geta samt ýmis
legt gert í viðskiptalegu tilliti,
keypt fiskiskip af Norðmönnum
fyrir milljónir á síðustu árum.
Slíkum viðskiptum ætti að beina
annað, enda ýmsar aðrar þjóðir
vel samkeppnisfærar á því sviði.
Sænskir bílar hafa verið vin-
sælir hérlendis, en ekki ætti það
að vera okkur nauðsyn að kaupa
þá um þessar mundir, þegar við
getum fengiö ágætis bíla af hiið-
stæðum gæðaflokki og þar fyrir
um okkar, sem vilia gjarnan
bregða sér út yfir pollinn til að
hvílast og fá sér ölsopa i ró
og næði. En eins og sakir
standa, ætti ekki að þurfa að
viðhalda slíkum siðum, en beina
viðskiptum í aðrar áttir á meöan
við ekki þykjum viðræðuhæfir
á jafnréttisgrundvelli, um lend-
ingarieyfi fyrir flugvélar.
Auk þessa, sem nefnt hefir
verið af handahófi hefir fatnað-
ur verið innfluttur í stórum stíl
frá Norðurlöndunum, eh íslenzk
ar húsmæður geta hver um sig
einnig sýnt hug sinn til mis-
skilinnar norrænnar samvinnu
undanfarið með því að snið-
ganga fatnaðarvörur frá „frænd
um“ vorum meðan vináttumál
okkar standa svo höllum fæti,
sem nú er.
Að lokum ættu ■ íslenzkir
stjórnmálamenn og erindrekar
að spara ferðir sínar og ráp,
þó að einhvers staðar sé hóað
saman til sameiginlegs samnor-
ræns fundar hér og þar undir
einhverju yfirskyni ,enda geta
allir þessir fundir vare haft svo
geigvæniega þýðingu eins og aí
er látið. Menn geta í mörgum
tilfelium látið sér nægja að
drekka kokteiia sína bara hér
heima.
Þrándur í Götu.