Vísir - 27.09.1967, Page 2

Vísir - 27.09.1967, Page 2
VI SI R . Miðvikudagur 27. september 1967. Jón Ásgeirsson tekur við þolprófun- inni fyrir ÍBR Heldur áfram þar sem frá var horfib athugunum Benedikts heitins Jakohssonar Á undanförnum árum hefur íþróttabandalag Reykjavíkur gefið öllum aðildarfélögum sínum kost á því, að láta mæla þjálfunarástand íþrótta- manna sinna, þeim að kostnaðarlausu. Mæling ar þessar annaðist Bene dikt heitinn Jakobsson, íþróttakennari, og voru þær framkvæmdar í í- þróttahúsi Háskólans. Þaö var árið 1956, aö fyrst kom til umræðu að hefja slíkar mælingar, en þær voru þá all- mikið notaöar í nágrannalönd- um okkar. ÁriÖ 1957 fór svo Benedikt Jakobsson til Norður- landanna á vegum ÍBR, stjómar íþróttavallanna og menntamála- ráðs, til þess að kynna sér þetta. Fyrstu mælingarnar voru gerðar haustið 1958T þá voru gerð 21 próf. Árið eftir voru mældir 210 einstaklingar og 1960 voru þeir 320. Síðan hefur svipaður fjöldi verið prófaður árlega. — Auk íþróttamanna hafa ýmsir starfs- hópar og einstaklingar látið mæla líkamlegt ástand sitt (af- kastagetu). Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um gildi þrek- mælinganna fyrir íþróttamenn, en samt virðist, því miður, sem þeim hafi ekki verið nægur gaumur gefinn. Líklegast er að svo sé, vegna þess, að menn hafa ekki almennt gert sér ljóst í hverju mælipgar þessar eru fólgnar. Virðast margir álíta, að að ekki sé mark á þeim takandi. en sú skoöun stafar oftast af þekkingarleysi og einnig af þvi, að viðkomandi treystir sér ekki í prófið, er hrædd(ur) um að falla. Að sjálfsögðu er einstök mæl ing á þjálfunarástandi einstakl ings ekki einhlít sönnun, hvork fyrir getu né getuleysi hans, ým islegt annað hefur áhrif á hæfn einstaklingsins í iþróttum, s. s meðfæddir eiginleikar og áskap aðir (æfðir), skilningur á íþrótt- inni, áhugi o. fl. Einstök mæling gefur hins vegar allgóða hug mynd um þjálfunarstig (kondi sjon) og „eyðslu" einstaklings ins. Niðurstaða mælinganna gefur haldgóðar upplýsingar um starf- semi hjartans, blóðrásarinnar og öndunarfæranna, bæöi í hvíld og við ákveðna vinnu (álag), þ. e. „gang“ líkamans og hversu aflgjafi (súrefni) hans og „mót- or“ (áðumefnd líffæri) nýtast — Vel þjálfaður maður reynir minna á sig við ákveðið erfiði, en illa þjálfaður, hjarta hins fyrr nefnda þarf ekki að slá eins ört til þess að fullnægja blóð- og súrefnisþörfinni, — það pumpar meira blóðmagni í hverju slagi. viðkomandi „eyðir litlu“. Mælingarnar eru framkvæmd- ar með þar til gerðu hjóli, MON- ARK „ergometer" (ergo = starf, vinna, álag). Viðkomandi er lát- inn hjóla í ákveðinn tíma og er hjólið stillt þannig, að álagið er ákveðið. Þegar hjólað er eftir taktmæli, þannig að vitað er, hvað viðkomandi fer marga hringi á mínútu, t. d. 50 hringi. þá er álagið 300 metrar á mfn- útu, þvf hver hringur flytur á- kveðinn punkt á felgu hjólsins um 6 metra. Fyrstu 3—4 mfn- úturnar verður hjartslátturinn hraðari, en verður svo jafn eftir 5—6 mínútur. Þá er athugað, hve langan tfma hjartað þarf til þess að slá 30 sinnum. Við fyrsta próf líða t. d. 12.2 sek., en þegar viðkomandi er prófaóður á ný eftir ákveðinn tíma, þá líða e. t. v. 13.0 sek. Hjartað slær sem sé ekki eins ört, þó jafn mikið sé á það lagt og súrefnis- þörfin því jafnmikil. Þjálfunar- stigið er br x Þetta gefur að sjálfsögðu vis- bendingu um þjálfunarstig að nokkru leyti, en eðlilegast er að kanna starfsemi hjartans miðað við líkamsþyngd, því augljóst er að maður, sem vegur 80 kg þarf sterkari „mótor" en annar, sem aöeins vegur 50 kg. Þetta er hægt að finna með einföldum útreikningum, og er þá tekið til- lit til aldurs. Þannig finnst á- kveðin tala, sem kölluð er þjálf- unartala (kondisjontal). í fyrra dæminu, sem tilfært er hér aö ofan, var tíminn 12,2 sek. fyrir 30 hjartaslög. Sé viðkomandi 71 kg að þyngd og 25 ára, þá fær hann töluna 45, en í síðara dæm- inu hækkar hún í 51, sem þýðir 51 milligram af súrefni á hvert kg líkamsþyngdarinnar, þjálfun- artalan er hærri, likamlegt at- gjörvi betra. Enda þótt tölur þessar séu nákvæmar, þá er óraunhæft aö miöa einn einstakling við annan, nema vitað sé að báðir séu eins á sig komnir líkamlega, og er þá nauðsynlegt að vita hver er hámarkspúls beggja. — Sé hins vegar sami einstaklingur próf- p ' s S->^.-.y^.ss-A.s.v ASAS sA s _s aöur með nokkru millibili, þá er unnt að fylgjast með því, hvort honum fer fram, hvort þjálfunar stig hans er betra eða verra. Er augljóst að það er afar mikils- vert fyrir alla íþróttamenn aö geta fylgzt með á þennan hátt, og ekki er það síður nauðsyn- legt fyrir þjálfarana að vita, hvort æfingar þær, og þjálfunar- aðferðir yfirleitt. sem þeir nota, eru við hæfi. Hægt er að sanna með tölum, að þau landslið, sem áherzlu hafa lagt á þrekþjálfun um lengri tíma, og reglubundnar þrekmælingar, hafa náð beztum árangri. Hins vegar kemur í ljós við athugun á niðurstöðum prófa undanfarinna ára, að yfir- leitt er þjálfunarstig íþrótta- manna langt fyrir neðan meðal- lag, og það er ómótmælanleg staðreynd, að þol- og þrekæf- ingar hafa setið á hakanum, og gera enn. Meðan svo er getum viö ekki búizt við því, aö ís- lenzkir íþróttamenn standi sig vel í keppni við aðrar þjóðir. Þegar FH vann Helsingör 27:25 Danirnir bjuggust við auðveldum sigri Kaupmannahöfn, 23. 9. Við lékum í Belsingör f gær við Helsingör I.F., sem kom í boði K.R. til íslands 1958, en þá léku með Helsingör frægir kapp ar, svo sem Per Teilmann, Steen Pedersen og Bent Mortensen, markvörður, en þetta var uppi- Sundæfingar í vefur Vetraræfingar sundfélaganna i Reykjavík i Sundhöll Reykjavíkur 'iefjast 2. október n.k. Verður niðurröðun æfinganna •'.em hér segir: Sundæfingar: mánudaga: Í.R. og Ægir þriðjudaga: K.R. og Ármann miðvikudaga: Í.R. og Ægir fimmtudaga: K.R. og Ármann föstudaga: Öll félögin (keppnisfl.) ’undknattleiksæfingar: mánudaga og miðvikudaga: Í.R. og Ármann þriðjudaga og fimmtudaga: K.R. og Ægir. S. R. R. staða danska landsliðsins í mörg ár. Sá eini sem nú er eftir af þess- um gömlu köppum er Bent í mark inu, Per er orðinn framkvæmda- stjóri glæsilegs íþróttahúss í Hels- ingör og er þjálfari landsliðsins, en hann tók við af Steen Pedersen. Helsingör IF vann utanhússmótið fyrir 2 vikum og (fundum við vel, að bæði almenningur og forustu- menn liðsins álitu að við yrðum léttir andstæðingar fyrir liðið, en þessi leikur var aðeins góð upp- hitún fyrir HIF fyrir hraðkeppnis- mót, sem á að halda á morgun, með þátttöku Svía og V-Þjóðverja. Það fór nú samt svo að við unnum með 27:25 og var það sætur sigur, þvf að mínu áliti hefðum við átt að geta gert betur í fyrri leikjum okk- ar. Þetta var eflaust bezta liðið sem við lékum við í þessari ferð og jafn- astir leikmenn, þó þeir væru ekki eins hraðir og þeir í Fredericia. Eins og í öllum fyrri leikjunum okkar voru hröðu upphlaupin hjá Dönunum okkur hættulegust og skoruðu þeir 7 mörk af 14 í fyrri hálfleik úr hröðum upphlaupum og komust þeir mest yfir í fyrri hálf- leik 14:10, en okkur tókst að minnka bilið í 14:12 rétt fyrir hálf- leik, en við komumst yfir 3:1 og siðan ekki söguna meir fyrr en á síðustu mínútunum. Við byrjuðum seinni hálfleik vel og náðum að jafna 16:16, en þá tóku Danirnir sprett og komust i 16:19 og var þá komið fram í miðjan hálfleik. En þá fór FH-vélin í gang og var skorað úr hverju upphlaupinu af öðru, aðallega gegnumbrotum og varð jafnt 22:22, 24:24 og 25:25, en þá náðum við hröðu upphlaupi er við komumst inn í sendingu og gerði það út um leikinn. Þetta var harður leikur og ekki beint fallegur og var einn maður úr hvoru liði rekinn út af, og hefðu mátt vera fleiri. Danirnir voru fast- ir fyrir og hefur þeim eflaust fund- izt minnk. í ósigrinum og ekki verið ánægðir .neð útkomuna. Sóknin hjá okkur var betri helm ingur liðsins og okkur gekk líka ágætlega í vörninni þegar við vor- um heima, en ég get ímyndað mér að Danirnir hafi skorað yfir helm- ing af mörkunum í öllum leikjunum úr hröðum upphlaupum og má ég segja, að hraðinn sé okkar veikasta hlið, og hefðum við unnið alla leik- ina með miklum yfirburðum e. við hefðum kunnað að passa okkur. FH-liðið átti jafnan leik og komust allir á marka' -tann. Birgir B. var nú aftur með eftir meiðslin á fæti og átti góðan leik, bæði með skot og gegnumbrot, og eins f vörninni. Þetta var síðasti leikurinn i ferð inni og erum við ánægðir með út- komuna og hafa komið fram ýmis atriði, sem betur mættu fara, og j verðum við fyrst og fremst að bæta ! við hraðann í framliðinu ef við eig- i um að fylgjast með, bvi eins og oft áður hefur komið f Ijós höfum i við fullt eins góðar skyttur og | hvaða lið sem er. Kveðja heim frá hópnu. > Kristófer. Auglýsíð í Vísi Landskeppnií sundi við íra næsfa sumai Sundsamband íslands hefur nú samiö við frska sundsambandið um 2 landskeppnir milli írlands og Is lands, fer sú fyrri fram í Belfast 6. og 7. júlí 1968 en sú síðari hér heima í nýju Laugardalslauginni á árinu 1969. Keppt verður í 7 greinum kvenna og 8 greinum karla og þátttakend •ir 2 frá hvorri þjóð í hverri grein Verður þetta 4. landskeppni íslend inga í sundi. I ár eru þessar tvær þjóðir mjög svipaðar að styrkleika, en i sund íþróttinni eru framfarirnar svó hrað ar, að styrkleikahlutföllin geta breytzt mikið á einu ári, er það vonandi að sú breyting verði okk- ur til góös.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.