Vísir - 27.09.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 27.09.1967, Blaðsíða 12
12 V1SIR . Miðvikudagur 27. september 1967. „Þaö hef ég aftur á móti oft gert. Nógu oft til aö komast að raun um að.fáar konur hafa krafta til að beita öxinni, og að ég var ein af þeim, sem skorti afl til þess. En hitt uppgötvaði ég fljótlega, að ef ég athugaði viöinn vandlega þangað til ég fann á honum rifu eöa sprungu, tók svo egghvassan járnflein, rak þar í og barði svo á fleininn með sleggju eins hart og snöggt og mér var unnt — þá dugði það. Skilurðu nú hvaö ég er að fara?“ „Ætli ég fari ekki að skilja það. Atvinnudeilan á milli O’Flathery og Wallingham er sprungan. Og ég á að verða fleinninn". „Samúð þín og uppörvun veröur fleinninn, vina mín. Brostu, hlust- aðu — ' inkaðu vingjarnlega kolli, og rninnstu þess, að þú ert stöðugt að reka fleininn dýpra og dýpra. Láttu umfram allt í það skína, að þér finnist mikiö til um hugrekki hans og réttlætiskennd, er hann hikar ekki við að ganga út í svo erfiða" báráttu fyrir félaga sína. Gefðu honum 1 skyn, að kröfur þeirra séu sanngjamar að þínum dómi. Segðu honum að við, konum- ar stöndum allar með honum og vinum hans“. „Jæja, mér er svo sem sama þótt ég reyni, ef þú ert viss um að ég stofni sjálfri mér ekki i voöa. Hvenær viltu að ég hefjist handa?“ spurði Louise. Lestin var í þann veginn að nema staðar, því að nú var miður morg- unn og típi kominn til að á. „Því fyrr, því betra“, svaraði Cora Massingale. „Er þetta þama ekki vagninn, sem hann ekur?“ Þegar Louise hafði klifið niður úr ekilsætinu, hikaði hún við and- artak. Hún var gripin ákafri löng- un til að spyrja: Er þetta ekki í rauninni hrapðilega óheiðarlegt, frú Massingale? Þá varð henni hugsaö um Paul og föður sinn. Mundi Paul spyrja yfirboöara sinn slíkra spum- ingar þætti honum ástæöa til? Nei, auðvitað ekki. Hann þyrfti ekki að spyrja, því að hann mundi vita fyrirfram hvaða svar hann fengi. Að sjúlfsögðu er slíkt óheiðarlegt við venjulegar aðstæðuf — en ekki í hemaöi! Og Louise Gearhart gekk hröð- um, ákveðnum skrefum aö vagni Kevins Ö’Flathery, og skipulagði sókn sína, skref fyrir skref. Fyrst vingjamlegt bros. Næst að biðja um vatnssopa í te. Þriðja ... Það var um eittleytið, að riddara- foringi hleypti hesti sínum með- fram lestinni, og hægöi fyrst ferö- ina, þegar hann nálgaðist Gear- hart herforingja, sem reiö í farar- broddi. Hann bar hönd snöggt að húfuderinu um leið og hestar þeirra gengu samsíöa. „Hvað?“ spurði foringinn. „Herra, ég hef gilda ástæöu til að ætla, að eins konar samkomu- lag sé i undirbúningi meö bindind- isleiðangrinum og írsku ökumönn- unum“. „Hvað ertu að fara?“ „Samkomulag eða bandalag, jafn- vel leynilegt samsæri, herra. Meö öðrum orðum — það er örugg sann- færing mín, að þessir tveir hópar hafi í hyggju að sameina krafta sina til ákveðinna aðgerða“ „Páll minn góður — þú talar eins og þú værir siðandi oröabók!" hreytti herforinginn út úr sér og hleypti brúnum. Þaö kom áhyggju- svipur á andlit hans. „Ertu fylli- lega frískur?" „Já, herra“. „Slakaöu eilítið á. Þú ert fölur eins og liðið lík, maöur“. „Það var skipun þín, herra, aö ég geri þér tafarlaust viðvart, ef ég yröi einhvers áskynja". „Þá það, þá það“, tautaði herfor- inginn. „Ekki þarftu að minna mig á það ...“ Þeir riðu nokkra hríð þögulir hlið við hlið og herforing- inn horfði út yfir fljótið. „Jæja, svo þú heldur aö blessaðar kon- urnar og þessi skapheitu, írsku ökumenn séu að brugga eitthvað saman. Hefurðu nokkra hugmynd um hvað það muni vera?“ „Ekki enn, herra“. „Hvemig varðstu þér úti um þessar upplýsingar?" „Með því að hafa augu og eyru hjá mér og hlera samræöur þeirra, írska forsprakkans, OTlathery og dóttur þinnar“. „Hvað segirðu?" „Já, herra. Það lítur helzt út fyrir aö þeim sé orðið vel til vina“. „Ég skil...“ 1 þetta skiptið varð allöng þögn. „Jæja, höfuösmaöur, þú lætur mig vita hverju fram vindur". Slate höfuðsmaður kvaddi og reið aftur meö lestinni. Gearhart herforingi var þungur á brúnina. Hann sagði ekki „unnusta mín“, heldur „dóttir þín“. Það væri þokkalegt, eða hitt þó heldur, að fá rauöhæröan Ira í fjölskylduna. Þegar lestin nam staðar síðla kvölds, og tjaldbúöir voru reistar, kom Cora Massingale að máli viö Gearhart herforingja, og fór þess hæversklega á leit, að hann leyfði henni aö efna til „almennrar sam- komu“, eins og hún komst að orði. Þegar hann spurði hana nánara um tilgang og eðli þeirrar samkomu, urðu svör hennar grunsamlega loö- in, að honum þótti. „Það veröa allir boðnir og vel- komnir — ökumennirnir, heima- vamarliöarnir, riddarami&bJpdíán- arnir — allir“. „Og hvaða .árangur yður vonir um?“ „Fyrst og fremst að samkoman verði til þess að við kynnumst betur, Gearhart herforingi. Hver hópui; sér um viss skemmtiatriði — til dæmis hefur O’Flathery lofað að syngja nokkur írsk þjóðlög og Fimmkaggi foringi hefur boðið að nokkrir af mönnum hans sýni dansa. Og ef þér gerið okkur þann greiöa aö lána okkur lúðrasveitina, munu nokkrar af okkur konunum syngja sálma og baráttusöngva". „Og þér flytjið auðvitað ræðu?“ „Einungis stutt ávarp, herfor- ingi, svaraði Cora Massingale með ómótstæöilegu brosi, „sem miðast fyrst og fremst viö aö glæða bróður hug og kærleika til náunugans“. Gearhrat herforingi hafði lesið þrétt í dagblaði frá Philadelphiu ekki alls fyrir löngu, að I þeirri borg bróðurhugans og náungakær- leikans, heföu kvenréttindakonur boðað til fundar með svipuðu kjör- orði, og sá fundur hefði síðan leitt til meiri óeirða en áður vom dæmi til þar í borg. Aö vísu höfðu nokkr ir dmkknir dónar átt upptökiH, með því að varpa tígulsteinum í glugga samkomuhússins, Ekki þurfti að óttast slíkt 1 þetta skiptið hér voru ekki neinir gluggar til að brjóta eða tígulsteinar til að grýta Hins vegar var enginn skortur hér á náungum, sem ekki létu sér allt fyrir brjðsti brenna, og meira en nægar birgðir af viskíi. Og allir vopnaðir rifflum. „Ég hef vonað aö kynni með mönnum yrðu ekki allt of náin, eins og allt er í pottinn búið, frú Mess- ingale". „Misskilningur, herforingi. Hér talast allir við eins og gamlir kunn ingjar og ekki hefur örlað á sundur þykkju. Við þurfum einungis að fá tækifæri til að skilja hvert ann- að“. „Þá það. Þér megið efna til þess arar samkomu, frá Massingale". mælti Gearhart herforingi og varp þimgt öndinni. „En ég verð að setja viss skilyrði, og örli nokkuð á óeirðum, hika ég ekki við að grípa til ströngustu gagnráðstaf- ana“. „Að sjálfsögðu herforingi, það er einungis skylda yðar. Samkoman hefst þá strax að kvöldverði lokn um“. Það væri einungis tii að tef ja tím ann, að segja nákvæmlega frá þess ari samkomu, þar gerðist í raun- inni ekkert frásagnarvert. Aftur á móti má telja það nokkurn veginn víst, að ýmsar þýðingarmiklar á- kvarðanir hafi leitt af þessari sam- komu, beint og óbeint. Það er að minnsta kosti ótrúlegt, að margt þaö, sem gerðist næsta sólarhring- inn á eftir, hafi einungis orðið fyrir hendingu. FÉLAGSLÍF VfKINGUR, I handknattleiksdeild. Æfingatafla fyrir veturinn 1967 -1968. Sunnudaga ■“'KT' ’U.'Sö"?: 'fr ■Rkflá' - 10,20 - - - - ll.ltí'é. fí. kárla - 13,00 M., í. og 2. fl. karla - 13,50 ------------- Mánudaga kl. 19.00 4. fl. karia - 19.50 3. fl. karla - 20.40 M., L og 2. fl. kvenna - 21.30 - - - Þriðjudaga kl. 21.20 M., 1. og 2. fl. karla - 22.10 - - — Fimmtudaga kl. 19.50 M„ 1. og 2. fl. karla — 20.40 — - - Föstudaga kl. 19.50 3. fl. kvenna Laugardaga kl. 14.30 3. fl kvenna Æfingar fara fram í íþróttahúsi Réttarholtsskólans, nema þriðju- daga, en þá eru þær í Iþrótta- höllinni í Laugardal. — Æfing- amar byrja þann 15. sept. Ný- ir félagar em velkomnir. Mætið vel frá byrjun Þjálfarar. ~rr i im m t3 444.4'41 TTT i „Gangið irm i bankastjóraherbergið — all- ir era þar saman komnir“. „Gjörið svo vel, Tom, hér er yfirmaður iönaöarsamsteypunnar, ungfrú O’Hare". „Komið þér sælir, herra Drake“ „Hvað...“ Eldhúsið, sem allar húsmœður dreymir um Hagkvœmni, stílfegurð og vönduð vinna á öllu. Skipuíeggjum og gcrum yður fast verðtilboð. Leitið upplýsinga. LAUQAVEGI 133 aIiril117BS Knútur Bruun hdl. Lögmannsskrifstofa Grettisgötu 8 II. h. Simi 24940. SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI24133 SKIPHOLT 15 hVÖTT ÁStöOTN SÚDURIANIT.JBRAUT S'lMI ÖPID 8 -2$;3ö soNNUD.:i?-!,'?..m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.