Vísir - 27.09.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 27.09.1967, Blaðsíða 4
 Dean Rusk reiðubúinn að segja af sér vegna brúðkaups dóttur sinnar Þégar dóttir Dean Rusks, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, giftist blökkumanninum, Guy Girson Smith vakti það mikla athygli í Bandaríkjunum. Það hvfldi nokkur spenna i loftinu — menn biðu meö eftirvæntingu eftir viðbrögðum almennings — og Dean Rusk bauöst til þess að segja af sér embætti sínu, ef það yrði talið æskilegt. Dóttir Rusks, Margaret Elizabeth, og GyU Gibson Smith eftir vígsl-’ una I kapellu Stanfordsháskóla. Margir áttu von á mótmæla- aðgerðum, annað hvort ljósra eöa dökkra ef ekki beggja við Stan- ford háskólakapelluna í Kali- forníu, en þar fór vígslan fram. Fjölda lögreglumanna og öryggis varða var komið fyrir hjá kap- ellunni, en vígslan fór í alla staði vel fram og hvergi bölaði á nein- um mótmælum. Dean Rusk mun hafa verið reiðubúinn til þess að segja af sér og bauðst til þess, ef menn teldut ráðahag ráðherradótturinn- ar óheppilegan stjórninni, póii- tískt séð. Hinsvegar mun John- son forseti hafa litið á boð Rusks sem kurteisisvott, en afsögn kæmi ekki til greina. Utanríkisráðherrann er löngu kunnur að óbeit á öllum kyn- þáttamisrétti, eða aðskilnaði. Einu sinni var hann spurður, hvort hann væri hlynntur mótmælaað- gerðum vegna kynþáttamisréttis og svaraði hann þá: ,,Ef ég þyldi það sama og blökkumenn verða að þola í USA í dag, þá myndi ég sjálfur mótmæla.“ Hann hefur ávallt afþakkað boð um að gerast meðlimur í klúbbum þar sem kynþáttaað- skilnaður er viðurkenndur. Samdrætti hinnar 18 ára gömlu dóttir Rusks og Guy Gib- son hefur verið haldið leyndum fyrir blööum og öllum almenn- ingi. Gyu Gibson er 22 ára gam- all og starfar sem tölvusérfræðing ur hjá geirriVá'htÚíóRVittátþfnun Bandaríkjanna. Frá því hefur ver- ið skýrt, áð þess sé að ■ vænta, að hann fari tii Vieíhártl til þess að gegna herþjónustu á næstunni. Kynbomba austantjaldsmanna Olinka Berova, hin 21 árs gamla tékkneska kvikmyndadís, sem er fyrstá léikkonan frá Austur- Evrópu, sem léikið hefur aðalhlut verk í enskri kvikmynd, héfur stundum verið nefnd Ursula Andr éss þeirra Tékka. / , Hún fékk aðalhlutverkið í mynd inni „Héfnd hennar“, sém kvik- myndafélagið Hammér hefur ný- lokið upptöku á. Það er það sama kvikmvndafélag ,sem gerði mynd ina, ,,Hún“, en titilhlutverkið í þeirri kvikmynd lék Ursula Andr éss. Myndin er byggð á skáldsögu Riders Haggards um drottninguna Ayesha. Strax þegar kvikmyndatökunni var lokið fór Olinka (nafnið þýðir Lítið barn) heim til Tékkóslóvak- íu til þess að skila ríkinu þeim hluta af launum hennar, sem því bar. Ráðning hennar í hlutverkið var' nefnilega þeim skilyrðum bundin, af hálfu Tékkóslóvakiu, að ríkinu yrði greidd laun hennar en þeir greiddu hermi svo aftur samkvæmt þeirra fasta leikara- taxta. Það, sem umfram yrði rynni til ríkisins .Þeir sömdu sjálf ir um laun hennar við Hammer. Olinka sjálf virðist ekkert hafa á móti þessu fyrirkomulagi, því hún hefur áður verið ráðin til erlendra kvikmyndafélaga með sömu skilyrðum. Alls hefur hún leikið í sex kvikmyndum utan Tékkóslóvakíu síðan hún hætti ballettdansi. Ein var gerð í Júgó- siavíu, en fimm í Austurríki og Þýzkalandi. Olinka Berova er hcimalandi sínu til sóma og auk þess góð tekju- lind ríkinu. Hreyfing og útilíf. Við höfum oft hvatt til aukins útilífs í þessum þáttum og ætl- um aö gera þaö enn, því aö aldrei verður góð vísa of oft kveðin. Því að þó aö flestir hafi nú lokið sínum sumarleyf- um og löngum reisum út og suður, bá er ekki bar meö sagt, aö ekki séu möguleikar á aö hreyfa sig til hressingar um helgar á fögrum haustdegi. Stærri og stærri hluti þjóöar- innar vinnur innanhúss, margir hverjir, sérstaklega iðnaðar- menn vinna i mjög ó- hollu lofti, og miklli fjöldi vinn- ur kyrrsetustörf, eða störf, sem krefjast mjög elnhiiða hreyfinga og einhliða áreynslu. Allt þetta fólk barf bví miklu fremur en áöur vfir að nota hverja tóm- stund til hreyfingar útivið. Kyrrsetur og sæilífi er að sliga þjóðina nú í stað erfiðisins og skortsins áður fyrr. Fjöldi manns hrömar vegna áreynslu- leysis, því þeir mæðast aldrei og taka aldrei á, nema í brýn- ustu neyð. Og ef þeir óvænt gangna ,eins og t, d. okkar fagra Esju, Vífilsfell og Heng- ill, svo aö eitthvað sé mikið niður, en menn ættu aft- ur á móti að auka. þegar tíma- kapphlaup vinnunnar krefst svo þurfa að beita sér, þá eru þeir eftir sig, oft svo um munar, enda er heiisufarið ekki eins gott og þaö gæti verið, miðað við bað góða viðurværi og góða húsakost, sem við yflrleitt búum við. Það er álit margra, m. a. lækna, að fátt sé eins gott til hressingar og heilsubótar og að ganga, og okkar ágæta Reykja- vík, sem hefir bann mikla kost fram yfir margar aðrar borgir álfunnar að á næstu grösum eru stór óbyggð svæði til göngu- ferða, og hæfiieg fiöll tii fjail- nefnt. Sunnar eru t. d. Keilir og Hclgafell, sem einnig eru tilvalinn vettvangur til að eyða fyrrihluta sunnudags að haust- inu til hæfilegrar gönguferð- Það cr alkunn staðreynd, að áreynsla hæfilegrar göngu hefir bætt áhrif á öndun og bióðrás, og hefir góð áhrif á matarlyst og meltingu, og gönguþreyttur maður sefur vel. Yfirleitt, ef menn ekki ofbreyta sig, bá búa nicnn að góðri gönguferð i marga daga á eftir. Gönguferðir eru því miður sport, sem hefir lagzt allt of mikillar bílanotkunar eins og nú er. Alls konar félög áhugamanna og ennfremur skólamir ættu að leggja miklu meiri áherzlu á að hvetja unga og gamla til aukinnar útiveru og til að ganga og hreyfa sig úti. Slíkt er bæði til ánægju og hollustu, og haust- dagarnir em oft ákjósanlegir til styttri gönguferöa um nágrenn- ið. Þetta ættu sem flestir að reyna. Skólabúningamir. Nú eru skólarnir að hefia starf semi stna hver af öðrum, en ekki bólar á að áhugi sé hjá ráðamönnum skólamála að taka upp skólabúninga, þó að fjöldi fólks, m. a. nemendur sjálfir virðist hafa’ mikinn áhuga á málinu. Ég ætla ekki að rekja enn einu sinni rökin fyrir nyt- semi þessa máls, það hefir svo oft verið gert af mér og öðrum, sem um þetta mál hafa skrifað. En mér datt í hug, hvort nemendur sjálfir myndu ekki vilja bæta upp sinnuleysi og athafnaleysi hinna fullorðnu og taka þetta mál upp, t. d. á mál- fundum sínum. Ég er viss um að hér er á ferðinni gott mál, og svo mun flestum finnast sið- ar, þó að þeir ekki hafi haft sig fram um að, veita málinu stuðning í byrjun. Skora ég hér með á skóla- fólkið að taka þetta mál í eigin hendur til umræðu og athugun- ar á málfundum sínum. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.