Vísir


Vísir - 10.10.1967, Qupperneq 1

Vísir - 10.10.1967, Qupperneq 1
VISIR 57. árg. - Þri8judagur-'10. október 1967. - 212. tbl. SAS-fuiltrúar koma í kvöld til viðræðna um ísiandsflug Fjórir fuiltrúar frá SAS eru væntanlegir til Reykjavíkur í kvöld, og á morgun munu þeir ræða við fulltrúa Flugfélags ís- lands um samstarf f flugi frá Norðurlöndum til Nassarssuak í Grænlandi, en þar hefur SAS hug á að auka ferðamannakom- ur að mun, enda er Grænland smátt og smátt að opnast fyrir ferðamanna straumnum. Ekki er vitað um áform SAS, en vitað hefur verið lengi að SAS hefur haft í huga að fljúga til íslands, enda hefur félagið lengi haft rétt á að halda uppi samgöngum hingað, en ekki not fært sér það. Mun SAS hafa í huga að fljúga hingað á DC-8 þotum til Reykjavfkur, en þar mun ætl- unin að Flugfélag íslands haldi áfram og fljúgi með farþegana til Grænlands, þvf SAS á ekki hentugar vélar til að lenda f Narssarssuak, sfðan félagið seldi DC-7 vélar sfnar. Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis, Bragi Guðmundsson, af slysstað i morgun. Vinstra megin við Reykjanesbrautina liggur jeppi lögreglu- mannsins á hliðinni, eftir að hafa farið 2 veltur. Hægra megin billinn, s em síðast kom að. Lögreglumaðurinn mun hafa lærbrotnað á hægri fæti. Mikil hálka á Kefíavíkurveginm veMur siysum og árckstrm — Lögregluþjónn alvarlega slasaöur eftir að bifreið hans rann út af veginum og valt Hálka átti mikla sök á því, að fjórir bílar lentu ýmist út af eða í árekstri í morgun á Reykjanesbrautinni (Keflavíkur- veginum). Þar höfðu Fíatbifreið og Vauxhall — önnur að koma frá Reykjavík, hin frá Keflavík — rekizt hastarlega saman á veginum og stuttu seinna ók lögreglubifreið, sem átti eftir 30 metra að slysstaö, út af veg- inum og valt tvr: ■ veltur. Fjórði bíllinn, sem bar þarna að slys- stað, rann einnig til i hálku á veginum og féli á hliðina og rann niður hallann út af vegin- um. Um nánari atvik var ekki vitað, þegar blaðið fór í prent- un í morgun, en lögreguþjónn-t inn, sem ók lögreglubifreiðinni, mun hafa slasazt alvarlega og var hann fluttur á sjúkrahús, en um meiðsli hinna ökumanna var ekki vitað. Fleiri árekstrar munu hafa orðið á Vatnsleysuströndinni í morgun og varar lögreglan vegfarendur við hálku, sem myndazt hefur undan- farna morgna á Reykjanesbraut- inni. Snemma í rnorgun sást votta .fyrir hálku á götum Reykjavíkur, en um fótaferðartíma gerði skúrir og voru götur því auðar um það leyti er umferð hófst um þær í morgun. Frost var í jörðu víða á landinu í nótt, en víðast hægviðri og úrkomulítið. Þó snjóaði talsvert í fjöll, og var Esja hvit niður undir miðjar hlíöar snemma í morgun. Sunnangola og skúrir voru á Vest- urlandi í nótt, en vestangola nyrðra. í Reykjavík var 2ja stiga hiti í morgun, og annars staðar á land- inu var hitinn víðast 2—4 stig. ^rh 4 b) 10 Enn reyndust of mnrgir gestir a Röðli Lögreglan lét framkvæma taln- ingu út úr tveim veitingastööum á laugardagskvöld. Fóru tveir lög- regiuþjónar og töldu gestina út úr Röðli, en þrír töldu út úr Loftieiðahótelinu þetta sama kvöld. Lögregluþjónamir, sem staddir voru innan við dyr Röðuls. töldu út 518 gesti, en Ieyfilegt hámark gesta f húsinu er 265. Er þetta önnur helgi, sem talið er út úr Röðli, á þrem vikum. í fyrra skipt- ið reyndust gestimir einnig vera fleiri en leyfilegt var, og var þá framlengingarleyfi staðarins aftur- kallað eina helgi. Ekki hefur verið ákveðiö, hvort svo veröi einnig gert nú, en bæði reglugerðarbrot- in verða send sakadómi til frek- ari meðferðar. Gestafjöldi Loftleiðahótelsins var hins vegar undlr leyfilegu há- marki, þegar talningin var fram- kvæmd. Töldu lögregluþjónamir 531 gest út úr húsinu en leyfilegt hámark gesta þess er 581. Bílamlr, sem höfðu lent í árekstrinum, sem lögreglumaðurinn ætlaði að rannsaka. ALÞINGISETTIDAG — Ýmsar endurbætur gerðar á Albingishúsinu og Þórshamri Alþingi verður sett í dag að und- angénginni guðsþjónustu, sem hefst i Dómkirkjunni kl. 13.30. Aö lok- inni henni munu alþingismenn ganga til þinghússins og hlýða á forseta íslands, herra Ásgeir Ás- gcirsson, Iesa upp forsetabréf um samkomudag og setningu Alþingis. Þar til forsetar hafa verið kjörn- ir í deildum og sameinuðu þingi, mun aldursforseti þingmanna sem er Sigurvin Einarsson, gegna fund- arstjóm, eftir að lýst hefur verið yfir setningu þingsins. Verður minnst tveggja látinna þingmanna, Isleifs Högnasonar og Sigurðar Þórðarsonar. Ýmsar endurbætur hafa farið fram á Alþingishúsinu frá lokum síðasta þings, og einnig hafa fariö fram endurbætur á Þórshamri, en þar hefur Alþingi einnig haft hús- næði, þar eö gamla þinghúsiö rúmar ekki alla þá starfsemi sem fram fer á vegum Alþingis. Fyrst ber að geta hinnar nýju huröar á Alþingishúsinu, en smíöi hennar, uppsetning og verð hefur ‘vakið þó nokkra athygli, enda mun hún vera ein sú dýrasta sem sett hefur verið upp hérlendis. Nýja hurðin er að öllu leyti smíðuö eftir þeirri gömlu, en sú hurö mun hafa verið á Alþingishúsinu frá upphafi. Nýjar ljóskrónur hafa verið settar upp í sölum Alþingis og á görigum og eru þær hinar veglegustu. Enn- fremur má geta þess að nýtt síma- skiptiborö hefur veriö tekið í notk- un og er það hið fullkomnasta þó ekki fari mikið fyrir því. Ljósatöfl- ur hafa verið settar upp á göngum og víðar sem sýna hvaða þingmenn eru staddir í húsinu hverju sinni og eru að því mikil þægindi fyrir Framh. á bls 10. Milljóna tjón á nót- um síldveiðibáta 20 skip urðu að fara með rifnar nætur i land / nótt Seinasta sólarhring urðu gífur-®- legir nótaskaðar á sfldarmiðunum úti af Austfjöröum. Mörg skipanna rifu nætur sínar í köstunum, en óvenjumikill straumur var, logn og mikil síld, en margur missti af veiði vegna rifriidis. Sagði síldarleitin á Raufarhöfn að gizka mætti á að um 20 skip hefðu orðið að halda til lands með rifnar nætur til viðgerðar. Straumurinn hefur trúlega valdið milljónaskaða á veiðarfærum síld- veiðiskipanna þessa einu nótt. — Skipin eru nú að veiðum um 150 sjómílur austur aö norðri frá Dala- tanga, en þegar komið er svo nærri landi fer einmitt að gæta mikilla strauma, sem orsakast meðfram af árekstri Pólsstraumsins og Golf- straumsins þar úti fyrir. Sjónvarpið styrkir innlenda kvik- myndaframleiðslu Útvarpsráð hefur nýlega gert samþykkt þess efnis, að á árinu 1968 skuli Sjónvarpið veita sérstakt framlag til kaupa á nýjum íslenzk- um kvikmyndum fyrir samtals tvö hundruð og fimmtiu þúsund krónut Ákveðið var, að auglýsa skyldi eft- ir hugmyndum ásamt kostnaðar- áætlunum, sem ber að senda Ríkis- útvarpinu—Sjónvarpi. Með þessu vill útvarpsráð leitast við að auka samstarf Sjónvarpsins og inn lendra kvikmyndageröarmanna. Fyrir utan þessa upphæð verða aðr- ar íslenzkar kvikmyndir keyptar fyrir dagskrárfé, svo sem verið hefur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.