Vísir - 10.10.1967, Side 5

Vísir - 10.10.1967, Side 5
V1SIR . Þriðjudagur 10. október 1967. Sendið okkur uppskriftir af fljótlegum, ódýruin réttum úr þeim hráefnum sem eru á boö- stólum f verzlunum hér í Reykjavík og merkiö þær Kvennasíðunni. ÓDÝRT OG FLJÓTLEGT Það reynist mörgum húsmæðr um oft erfitt að framreiða fjöl- breyttan og lystugan mat, sem ekki kostar of mikið. Ekki skort ir uppskriftir i blöðum og bók- um af hvers kyns ljúffengum og flóknum réttum, sem kosta offjár, en uppskriftir af fljót- legum og ódýrum mat úr þeim fiskbollur i stað búðingsins. Notað er eldfast mót eða stórt form, sem smurt er að inn an, og þunnum sneiðum af fisk- búðing (bollum) raðað í botn- inn. Tómatbátum með smjörbit- um raöaö ofan á fiskbúðinginn og efst er sett þykkt lag af kartöflustöppu. Gott er að krydda tómatana og búðinginn með örlítilli tómatsósu. Ýmsar aðrar tegundir af grænmeti má nota í staö tómatanna, t.d. soö- ið hvítkál. blómkál eða gulrætur og ef mikið er haft við er gott að rífa brauðmylsnu ofan á og dálítinn ost. Þetta þarf ekki að vera nema stutta stund í heit- um ofni og er þá boriö friam í forminu. PYLSUR MEÐ SPAGHETTI Þesi réttur er mjög fljótlegur, að undanteknu því að spaghett- ið er dálitla stund aö sjóða. Pylsur eru skomar í bita og steiktar á pönnu. Súputeningur leystur upp í sjóðandi vatni. beikonræmum er bætt út í jafn inginn en þá telst hann að vísu tæplega til ódýru réttanna leng- NÝR FISKUR MEÐ KAPERSSÓSU Margir verða þreyttir á að boifða nýju ýsuna, þorskinn eða lúö- una aðeins með feiti og kartöfl- um, og vilja gjaman hafa bragð miklar sósur meö til aö gefa fiskinum aukið bragð. Kapers- sósa er mjög lystug og fljótlög- uð, og þar að auki ódýr. Hún hráefnum og matartegundum sem við höfum úr aö velja, eru því miður alltof sjaldgæfar. Kvennasíðan birtir i dag nokkr- ar uppskriftir af fljótlegum og góðum réttum úr þeim matar- tegundum, sem hvað mest eru á borðum hjá reykvískum hús- mæðrum. FISKBÚÐINGUR I OFNI Fiskbúðingur og fiskbollur er mjög algengur matur hér á landi, enda bæði hollurt og ó- dýr. Það er mjög fljótlegt að grípa til niðursuðudósanna, og algengast er að framreiða fisk- búðinginn steiktan og búa til tómatsósu út á fiskbollumar. Fiskbúðingur i dós .skorinn í ræmur og bakaður í ofni með kartöflum og gr;ænmeti er sér- lega bragðgóður réttur, og raun ar má jafnt nota sundurskomar ('}/3 úr bolla) og hellt yfir pyls- umar ásamt dálítilli tómatsósu. Soðnu spaghetti bætt saman við og soðnar gulrætur brytjaðar út í. Látið krauma örlitla stund á pönnunni með pylsunum. Þessi réttur er sérlega bragðgóður ef er löguð úr dálitlu fisksoði, hveiti, smjörlíki. mjólk og ger'ö hæfilega þykk. Kapers (sem fæst í litlum glösum) er sett út í ásamt dálitlu af leginum úr glasinu þar til bragðið er hæfi lega sterkt. Nota má edik eða sítrónusafa til að gera sósuna enn bragðmeiri. Saltað að lok- um. Gott er að borða soðið hvít kál með sósunnU og fiskinum. ÍS-HLAUP Aö lokum er einn fljótlegur eftirréttur, sem sameinar alla kosti góðs eftirréttar, fljótlegur, ódýr og mjög ljúffengur. Ávaxta hlaup (Royal eða Jello) er lagað á vanalegan hátt í skál, 1 pakka af brytjuðum emmess ís (12 kr. pakka) er bætt út í og allt þeytt í hrærivél dálitla stund. Sett i skálar, og geymt á köldum stað þar til boriö er friam. Hlaup ið stffnar á mjög stuttr i tíma, og á að vera nægilegt fyrir a. m.k. fjóra. Þessi eftirréttur er mjög vinsæll af börnum, og til gamans er hægt r' hafa hlaupið „doppótt" með þvi að hætta að þeyta það áður en ísinn hefur bráðnað alveg saman við, og verða þá litlir bitar af ís innan í hlaupinu. Súkkulaðiís og app- elsínuhlaup, vanilluís og jarða- berjahlaup, núggatfs og ananas hlaup ,allt er þetta mjög gott saman. Þessi eftirréttur kostar 26—28 krónur, sem verður að teljast mjög lítið fyrir reglulega ljúffengan sunnudagsábæti. Undanrenna í nýjum umbúðum í síðustu viku kom undanrenna í nýjum umbúðum í verzlanir. Eru þetta hálfs líters plastpokar, sem setja á í sérstök plastform og síðan er kilppt gat á umbúðirnar og hellt úr. Virðast pokamir sterkir og ólíkt þægilegri en glerflöskurnar. Verð á þessum pok- um er 3.05 kr. Starfsár Húsmæðra- félags Reykjavík- ur að hefjast Starfsár Húsmæðrafélags Reykjavíkur hef-st með fjöl- breytía vetrarstarfi á næstunni. Félagið hefur nú starfað í 33 ár og er komið í nýtt húsnæði í Hallveigarstööum, þar sem öll kennsla fer fram. Aö þesu sinni hefst vetrar- starfið með fjögurra vikna nám skeiöi, þar sem kennt verður hvemig hægt er aö hagnýta þann mat sem nú er á markaðin- um o hægt er aö kaupa fyrir gott verð. Mikil hagsbót getur veriö að því fyrir húsmæöur aö kunna að fara rétt með mat inn og leggja hann í frystikist- umar og ísskápinn i réttum um- búöum. Kennd verður meðferð og frysting grænmetis og kjöt- matar og sláturgerð. Á næstunni hefst 5 til 6 vikna matreiöslulnámskeið fyrir yngri og eldri konur og síðar hefst saumanámskeiö og munu hús- mæðrakennarar annast alla kennslu á fyrrgreindum nám- skeiðum. Þær konur sem hefðu hug á að hagnýta sér námskeið þessi eru vinsamlega beðnar aö afla sér frekari upplýsinga í simum 14740 og 12683.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.