Vísir - 10.10.1967, Page 8

Vísir - 10.10.1967, Page 8
I 8 VÍSIR UtKefandi: Blaðaútedtas viam Kramkvajmdastjóri: Oagur Jónasson Ritstjóri: Jónas KristjánssoD Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsíngastjóri: Bergþór Oltarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjórn: Laugavegi 178 Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr 100.00 á mánuði innanlands I lausasölu ki. 7.00 eintakið Prents;..iðj£ Vfsis — Edda h.f. Norræn samvinna Qft heyrast raddir um það, að við íslendingar höfum lítið gagn af norrænni samvinnu, og þeir eru til, sem segja, að við ættum þar hvergi nærri að koma. Þetta er slæmur misskilningur, sem nauðsynlegt er að leið- rétta. Af opinberri hálfu hefur ekki verið gert nóg til þess, enn sem komið er. Blöðin og útvarpið, og nú einn ig sjónvarpið, birta að vísu fréttir um fundi norrænna forustumanna, eins og hinn sameiginlega fund for- sætisráðherranna, sem haldinn var hér í Reykjavík nú um helgina. Og flestir fylgjast eitthvað með störf- um Norðurlandaráðs. En alltof magir virðast hugsa á þá leið, bæði um norræna samvinnu og aðra þátt- töku okkar í samtökum með erlendum þjóðum, að við eigum einungis að vera þar með til þess að hagnast á því sjálfir, en helzt ekkert leggja þar fram á móti. Þetta er vitaskuld fráleitur hugsunarháttur, en á honum er alið af ýmsum, þar á meðal sumum forustu- mönnum Framsóknar og kommúnista. Öll samvinna ríkja byggist á gagnkvæmum skilningi, en ekki ein- hliða kröfum hvers eins sér til handa. Sum milliríkja- mál, og raunar flest, eru þess eðlis, að ógemingur er að leysa þau nema báðir aðilar fórni nokkru. Norræn samvinna hefur borið mikinn og góðan árangur í mörgum greinum, og það hefði verið fráleitt af Islend- ingum að standa þar utan við. Þegar eitthvert mál kemur upp, sem erfitt er að leysa, og við fáum ekki strax þau málalok, sem við helzt viljum, rjúka sum- ir upp til handa og fóta og segja: „Þarna sjáið þið. Við höfum ekkert gagn af þessari svokölluðu norrænu samvinnu!" Þetta hefur til dæmis æði oft heyrzt nú upp á síðkastið út af Loftleiðamálinu svonefnda. En menn verða að athuga það, að þegar um beina hags- munaárekstra er að ræða, heldur oftast hver á sínu eins lengi og fært þykir og samkomulag næst ekki fyrr en eftir langar viðræður. Við höfum þegar komizt nokkuð áleiðis í Loftleiðamálinu, að því marki, sem við teljum viðunanlegt, og við skulum vona, að það verði áður en langt um líður leyst af sanngirni og gagnkvæmum skilningi, svo að báðir aðilar megi vel við una. Reynslan hefur sýnt að ekkert mál er svo erfitt viðfangs, að hinum norrænu bræðraþjóðum tak- ist ekki að leysa það með góðum vilja. Við Islendingar eigum, sökum uppruna og ættemis, menningar og lífsviðhorfs á flestum sviðum, meiri samleið með hinum Norðurlandaþjóðunum en nokkr- um öðrum þjóðum. Það samband þurfum við því að treysta fremur en veikja. Þátttaka okkar í hinu nor- ræna samstarfi er því bæði sjálfsögð og nauðsynleg, og við skulum ekki láta okkur detta í hug að árekstr- ar í samstarfi við aðra yrðu færri eða minni. Við erum norræn þjóð, og í norrænum samtökum og samstarfi eigum við fyrst og fremst heima. VÍSIR . Þriðjudagur 10. október 1537. í Israel og Arabalöndin —• Afnám styrjaldarástands án viðurkenn- ingar á Israel? □ Blaðið Herald-Tribune í Par- ís birti frétt um það á for- siðu um s.l. helgi, að utanríkis- ráðherra Líbanon, Georges Hak- im, hafi í ræðu á Allsherjar- þinginu sagt, að skilyrði væru hagstæð til stjómmálalegrar lausnar á núverandi deilum ísra els og Arabaríkjanna með þeim hætti að afneitað væri valdbelt- ingu og ábyrgzt öryggi allra ríkja á þessum hjara. Hakim hélt því fram, að sam- komulag um þetta gæti komiö í kjölfar þess, að ísrael kveddi heim herlið sitt frá herteknu svæðunum. „Ef ekki tekst að koma á friði nú“, sagði hann, „mun styrjöld brjótast Ut á ný fyrr eða síðar — það er ekki i þágu öryggis og friðar, ef það dregst á lang- inn að ná samkomulagi. Sam- einuðu þjóðimar, annaöhvort í Öryggisráði eða á Allsherjar- þinginu, verða að láta máliö til sín taka. Arabísku þjóðimar hafa lýst yfir, að þær séu fúsar til að vinna aö stjómmálalegu samkomulagi fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna“. □ Afnám styrjaldarástands en ekki viðurkenning á ísrael Hjá Hakim kom greinilega fram, að með tilliti til sögu Palestínumálsins væri útilokað, aö Arabaríkin viöurkenndu Isra- el, og sömuleiðis, að gerðir verði friðarsamningar við Israei, — „skilyröi til friðar eru ekki allt- af afleiöing stjómmálalegrar viðurkenningar, samkomulags- umleitana eða friðarsamninga, ríkja milli“. Hann benti á síðari heimsstyrjöldina sem kjör- dæmi um það, að styrjöld var til lykta leidd án þess, og þó hefði sú staöreynd, að styrjald- arástandi var aflétt, fært Evr- rópu frið, sem hefði staöið í 22 ár. Af höfnun styrjaldarástands, eins og Hakim leggur til, ætti að leiða aö ekki yrði gripið til vopna til lausnar deilumálinu, þar sem höfnunin innifæli skuld bindingu þar að lútandi. Hakim ræddi þessi mál einn- ig við fréttamenn og kvaö þaö hafa orðið samkomulag á „topp- fundinum" í Khartoum að velja veg „stjómmálalegs samkomu- lags“, frekar en leiö sem mundi leiöa til styrjaldar fyrr eða síð- ar en það væri hlutverk Sam- einuðu þjóðanna, sem heföi tek- iö á sig ábyrgð á Palestínumál- inu seinustu 20 árin, að finna lausn á núverandi stjómmála- legum vanda“. Fréttastofan UPI (United Press Inntemational) segir, að á lokuðum funai nokkurra A abaþjóöa nýlega hafi verið á kveðið að leita stjórnmálalegr ar lausnar, „ef unni væri samkomulagi, sem Bandaríkin og Sovétríkin gerðu sín í milli" Blaðið hefur það eftir stjóm- málamönnum — til viðbótar þessari frétt, að Arabaþjóðirnar hefðu stofnað sérstaka nefnd til þess að hrinda fram þessum málum eða „action group“, og ættu sæti í henni fulltrúar frá Irak, Líbanon, Jórdanlu og Mar- okkó og yrði aöalhlutverk henn- ar að samræma arabfsku stefn- una fyrir Sameinuöu þjó^irnar. Þá er þess getið í frétt frá Beirut, að blaðið A1 Nar hafi birt frétt um, að Sovétrfkin hafi fallizt á tillögur Jórdaníu og Egyptalands um lausn deilunn- ar, en þessar tillögur eða áætlun hafi Hússein konungur lagt fram. Muni Hússein, segir blaö- ið, hafa sagt sovétleiðtogum frá áætluninni f höfuðatriðum, en hún er að meginefni hin sama og Hakim ræddi um: Heimkvaðn- ing liðs frá herteknu svæðun- um og endi bundinn á styrjald- arástand. Blaðið segir, að ef ekki verði fallizt á þetta í „Hvíta húsinu" (þ. e. af Johnson forseta) eigi Jórdanía og Egyptaland ekki annan úrkost en þann, aö sam- fylkja þeim Arabaríkjum, sem vilja miða að því einu, að sigra ísrael í styrjöld, en það eru leiö Framh. á bls. 10. ... IMIIÍlBlMÍi , "/■< V ' ' M ,&■ msm \ ■ ?/,?,/', /' WÆím WÆm, s U' | - iiiill wmmmm m f|S| / ■ Friðartillögur Títos forseta fengu ekki byr. Um tima var mikiö rætt um friðartillögur Títos forseta Júgóslavíu. Á skopmynd Mauldins i Heraia Tribune er Títo látinn segja við Eshkol forsætisráðherra ísraels: „Þú þarft ekki annað en veifa þessu flaggi og þá lofa kannski Arabaþjóðirnar þér að skila öllu aftur“.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.