Vísir - 19.10.1967, Side 5

Vísir - 19.10.1967, Side 5
 NÝTT TRIMETTS ÍSKEX Léttizt ón erfiðís — grennizt ón hungurs Þetta nýja ískex er dásamleg megrunarfæða. Þér njótið þess sama og aðrir, en stjórnið þyngdinni og léttist á auðveldari hátt en nokkru sinni fyrr! Aðeins fjórar ískökur er fullnægjandi máltíð — og þér takið varla eftir því að þér séuð að grennast. Reynið einn pakka strax í dag. — fæst í öllum lyfjaverzlunum. Heildsölubirgðir: G. ÓLAFSSON H/F . Sími 24418 / V1SIR . Fimmtudagur 19, október 1967. kjarnar og stilkur tekin burt og eplin skorin í báta. — Þau eru síðan soðin í feitinni á pönnunni þar til þau eru meyr. Rétturinn er borinn fram með kartöflu- stöppu, sem sett er á mitt fat og ofan á hana er síðuflesk- sneiðunum raðað — og svo er skreytt með hinum soðnu epla- bátum. Blandað góðgæti á teinum (Shaslik). Á glóðartein setur maður til skiptis hæfilega stóra bita af lifur, reyktu síðufleski, kokk- teilpylsum, eplum, spænskum pipar og stykki af svína-, nauta- eða kláfalundum. Síðan er þetta glóðarsteikt í ofni, eöa útiglóðum (grilli). Tveir teinar þykja hæfilegt magn'- fyrir tvo og franskt langbrauð (flute) er borið með ásamt eftirfarandi sósu: 314 dl. salatolía. 3 msk. edik. 1 tsk. hvítlauksduft. y2 tsk. svartur og malaöur pipar. 1 tsk. hökkuð steinselja. y2 tsk. „esdragon“ eða „ros- marin“. Útbúið löginn í tæka tíð, svo að hann jafnist vel, áður en hann er borinn á borð. Karry-réttur: % kg. svínakjötsbitar. 6 stór epli. 125 smálaukar (skalottelög). Svolítið timian. 1 dl. tómatlögur. 2 dl. vatn. Salt og pipar. 1 dl. þeyttur rjómi. Karry eftir smekk. Kjötferingamir, brúnaðir i potti. Salti, pipar, timian eplum, smálaukum og karry bætt í, einnig tómatlög og vatni. Látið krauma £ 45 mínútur. Svo er rjóminn settur í og rétturinn borinn fram með kartöflustöppu og saxaðri steinselju stráö yfir. Síldarsalat: 2 síldar. 100 gr. soðnar kartöflur. 150 gr. hrá epli. 50 gr. rauðrófur. Síld, kartöflum og eplum bland^ð saman og sett út I majo- nese, sem urlítill rauðrófuediks- lögur hefur verið settur í. Rétt- urinn borinn fram ískaldur og skreyttur með eplabátum. Eitt epli á dag kemur heilsunni í lag Það er tiltölulega stutt síðan Islendingar fóru að hafa epli á boðstólum allt árið. Fólk sem er ungt 1 dag man þá tíð, er epli fengust aðeins fyrir jólin, og finnst mörgum eplin ævin- lega minna á jólahátíðina. Eftir því sem á leið fóru epli að fást allan veturinn og nú orðið fást þau yfirleitt allt árið um kring. Tegundirnar eru orðnar æöi- margar, sem viö höfum úr að velja, við köllum þau yfirleitt bara gul epli, græn epli eða rauð epli en £ rauninni skiptast epli í tvo aöalflokka, matarepli og átepli. Sumar eplategundir eru bæði ætlaðar sem matarepli og átepli, en yfirleitt eru áteplin rauöari, sætari og minni, en matareplin hins vegar súrari, grænleitari og stórgerðari. Mat- areplin eru aðallega notuð í grauta, bakstur og til hvers kyns matargerðar, en áteplin boröuö hrá, t.d. í ávaxtasalöt, ofan á brauð eða bara eins og þau koma fyrir. Það er þvi mikill misskilning- ur aö matarepli séu ofþ.oskuö, eða illa þroskuð átelpi, og ætti fólk aö vara sig á að láta ekki selja sér ofþroskuð, dælduð eða jafnvel skemmd átepli sem matarepli. , j Fyrstu árin eftir að epli fóru að fást hér í verzlunum var ekki um margar tegundir að ræða, og þá eingöngu átelpi, en nú orðið fást fjölda margar tegundir af bæði áteplum og matareplum á ólíku verði. Þessa viku eru hér staddir ýmsir forsvarsmenn danskra ávaxtaútflytjenda og með þeim tveir danskir húsmæðrakennar- ar sem hafa sýnt og boðið fólki að bragða á ýmsum dönskum eplategundum og ýmsum réttum sem gerðir eru að einhverju leyti úr eplum. Voru þar til sýn- is 6 tegundir af dönskum eplum og heita þær Bramley, Grasten, Belle de Boskop og Lobo, en þær tegundir eru hvað mest notaðar til matargerðar, en át- eplin heita Cox orange, gul deljcius, Grasten (bæði át- og matarepli) Ingrid Marie, sem er aldönsk eplategund, sambland af Cox orange og einhverri ó- þekktri eplategund. Var gestum á kynningunni boðið að sjá kvikmynd um dönsk epli, þar sem sagt er frá vinnuaðferðum i sambandi við hina dönsku eplarækt, frá flokkun eplanna, eftirliti með gæöum þeirra, og yfirleitt rakin öll saga þeirra frá því þau eru á trjánum og þar til þau koma inn í eldhúsiö. Dagrún Kristjánsdóttir hús- mæðrakennari lýsti matartil- búningi eplarétta fyrir gestum og að lokum var þeim gefinn kostur á að bragða á ýmsúm gómsætum réttum. Eins og flestir munu vita er talsverður verðmunur á átelpum og matareplum, en matareplin eru yfirieitt mjög ódýr, og því tilvalinn til að gera úr þeim eftirrétti, kökur, salöt og ýmis- legt fleira. Islenzkum húsmæðr- um hefur til skamms tíma þótt fara ill. á því að nota epli með kjötréttum, en þau eru kannski hvað bezt með slíkum mat, t. d. steikt á pönnu með nauta- eöa kindakjötshakki. eða með bacon. Einnig eru óteljandi möguleikar á því að gera góöa og ódýra eftirrétti úr eplum, og er eplakakan svonefnda sjálf- sagt langvinsælust. Er einnig tilvalið að sjóöa stóran skammt af eplabitum (1 kg. epli á móti 100 gr. sykur) og geyma epla- maukið síðan i góðu íláti og borða það með þeyttum rjóma í eftirmat um helgar. 1 kg. af eplum viröist nokkuð stór skammtur áður en hann hefur verið soðinn, en við suðuna verður ekki svo mikiö úr hon- um. Epli þykja mjög æskileg fæöa fyrir þá sem þurfa aö grennast, því þó að þau séu mjölmikil, þá eru þau mjög saðsöm og nær- ingargildi þeirra mjög mikið. Hér eru að lokum uppskriftir af nokkrum þeim réttum, sem dönsku húsmæðrakennararnir matreiddu að Hallveigars.töðum: Epla„trifH“. 100 gr. makrónur. 3 msk. sherry. Eplamauk sem soðið er úr l/2 kg. af eplum og sykri eftir smekk. 2 dl vanillukrem. \y2 dl. þeýttur rjómi. Makrónurnar eru settar i glerskál og sherry hellt yfir. Þá er eplamaukiö látið og síðan vanillukremið. Skreytt með rjóma. Eplaskífur. 250 gr. hveiti. 1 tsk. strásykur. Örlítið salt. 2 tsk. lyftiduft. / 4 y2 dl. rjómi. 3—4 egg. Epli. Svínafeiti til að baka í. Hveiti, sykri salti og lyftidufti blandað. Rjómanum bætt í og eggin hrærð saman vi.ð. — Deigið bakað í sérstakri epla- skífupönnu í sjóðandi heitri svínafeiti og eplabitar settir í hverja fyrir sig rétt áður en henni er snúið við. \ Epla-síðuflesk. Ca. 500 gr. reykt síðuflesk er skorið. i þunnar sneiðar, sem eru síðan steiktar á heitri pönnu. iy2 kg. matarepli eru þvegin, mmmm ', **• wm»*L '’WÉk.. - •- Dagrún Kristjánsdóttir húsmæðrakennari leiðbeinir húsmæðrum um matreiðslu epla.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.