Vísir - 19.10.1967, Síða 9
V 1 S IR . Fimmtudagur 19. október 1967.
í tilefni af 4000. sýningu á
leiksviði Þjóðleikhússins
J kvöld á merk stofnun merki-
legan áfanga að baki — í
kvöld fer fram 4000. leiksýning
in í Þjóðleikhúsinu. Þá eru og
liöin vel 17 ár síðan það tók til
starfa. Þaö er því unglingur enn
að reynslu og árum, miðað við
mannsævina, bam í reifum mið-
að við aldur hliðstæðra stofn-
ana í nálægum menningarlönd-
um. Það væri því lítil sanngimi
að fitja þar upp á samanburði.
Enda freista ég þess ekki.
Það er eitt af þjóðarsérkenn-
um okkar aö deila um flesta
hluti. Þjóðleikhúsið hefur ekki
farið varhluta af því. Jafnvel
áður en það varð til — áður en
húsið sjálft var orðið annað og
meira en lauslegt riss á teikni-
pappírsörk — hófust hatramm-
ar deilur um væntanlega stað-
setningu þess, m.a. í dagblöö-
unum. Voru margir staðir til
nefndir og öllum talið til kosta
nokkuð, en loks varð þó sam-
komulag — að kalla — um stað
inn, þar sem það reis af grunni
löngu síðar, og þótti þó mörg-
um, sem hann hefði fæst til
sins ágætis, þeirra er til greina
komu. Ekki komst friður á, þótt
grafið væri fyrir grunninum, þá
hófust harðar deilur um fram-
lög til framkvæmdanna, um
teikninguna að byggingunni og
margt annaö fundu deilnir
menn sér til. Þjððleikhúsið var
því lengi í byggingu, enda bætt-
ist þá kreppan ofan á ósam-
komulagið. Loks stóð bygging-
in fokheld og var byrjaö að
ganga frá henni að innan — og
enn var hún stöðugt deiluefni,
og gengu hinar furðulegustu
tröllasögur um skipan hluta inn
ah veggja, m.a. þótti hagsýnum
mönnum sviðiö allt of stórt,
samanborið við áhorfendasal-
inn, en áhorfendasalurinn allt
of stór, miðað við fólksfjölda,
og þannig mætti lengi telja.
Loks kom hernámiö og þaggaöi
niður aliar deilur í bili, því að
brezkir lögðu undir sig bygg-
inguna og komu sér þar upp
vörugeymslu.
Að styrjöld lokinni, meðan
striðsgróðastórhugurinn hvatti
þjóðina til allskyns átaka, var
hafizt handa um að gera al-
vöru úr „þessu með Þjóðleik-
húsið“, hvað var og gert fyrir
atþeina framsýnna manna, og
deilurnar blossuðu upp aftur og
tröllasögumar komust í algleym
ing á nýjan leik. Þeir, sem muna
þetta ekki, telja áreiðanlega aö
hér sé farið með ýkjur, hinum,
sem muna það, finnst áreiöan-
lega nú, að þetta hafi verið í
fyllsta máta hjákátlegt. En þeir
voru til, sem tóku sér þetta
mjög nærri. Þeim var Þjóöleik-
húsiö hugsjón, ekki einungis
stofnun þess, heldur sjálf bvgg
ingin — því að þá var enn sú
tíð að menn áttu sér hugsjón-
ir og mínnkuðust sín ekki fyrir
að viðurkenna það. Atvik nokk
urt varö til þess, að höfundur
hinnar umdeildu byggingar,
Guðjón heitinn Samúelsson
prófessor, þáverandi húsameist
ari ríkisins, átti langt tal við
mig um bygginguna og sýndi
mér hana hátt og lágt, en hún
var þá nærri fullgerð. Þá komst
ég að raun um að þessi bygg-
ing var honum ekki einungis
hjartfólgin — hún var eins kon-
ar lífsdraumur hans, umfram all
Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtj óri.
ar aðrar hinar mörgu bygging-
ar, sem hann haföi teiknað og
haft umsjón með. Mér er atvik
þetta ekki með öllu sársauka-
laust, en tel mér það um leið ó-
metanlegan ávinning, að hafa
fyrir það fengið að kynnast jafn
heilsteyptum hugsjónamanni og
viðkvæmum listamanni og Guð-
jóni heitnum Samúelssyni.
Loks kom að þvi aö ráöa
skyldi Þjóðleikhússtjóra. Ekki
gekk það þegjandi og hljóða-
laust fyrir sig, fremur en annaö
sem viðkom þessari verðandi
menningarstofnun. Ekki er þó
beinlínis viðeigandi að nota
þetta tækifæri til að rifja upp
þær deilur, en víst er um það,
að sá sem fyrir valinu varð, Guð
laugur Rósinkrans, hefur staðið
af sér alla þá sviptibylji, enda
er nú orðið tiltölulega lygnt um
hann og stofnunina, samanbor
ið við sumt þaö, sem á undan er
gengið. Það er eðli vestfirzkra,
að kippa sér ekki upp við þótt
gusti, og Guðlaugur Rósinkrans
er enn maður brosmildur —
trúað gæti ég aö hann kvíði því
helzt að nú fari að síga logn-
molla að stofnuninni, ef hún
verður ekki umdeild lengur. Þar
heföi hann og mikið til síns
máls. Það er nauðsynlegt að
gusti um slíkar stofnanir sem
Þjóðleikhúsið.
Það voru fluttar margar ræö-
ur við vígslu Þjóöleikhússins,
enda oft mikið sagt af minna til-
efni, eins og oft vill verða, þeg-
ar þannig stendur á; allir hrós-
uöu sigri, en létu þá staðreynd
lönd og leið, að nú fyrst var bar-
áttan að hefjast. Stööug bar-
átta, sem aldrei lýkur og aldrei
má ljúka. Reyndar var ræðu-
mönnum vorkunn, þótt þeir
teldu það mikinn sigur, að þjóð-
in skyldi hafa eignazt sitt leik-
hús, bæöi bygginguna og stofn-
unina. Sennilega hefur allur sá
styrr, sem það kostaöi, orðið til
þess að þeim fannst allt fengið,
nú þegar ekki varð lengur um
þetta deilt á sama hátt og fyrr.
Fyrsta starfsár Þjóðleikhúss-
ins hófst með sýningum á þrem
leikritum eftir íslenzka höfunda
— „Nýjársnóttinni" eftir Indriða
Einarsson sem oft hefur verið
nefndur „faðir Þjóðleikhússins",
„Fjalla-Eyvindi“ Jóhanns Sigur-
jónssonar og loks „íslands-
klukkunni", saminni upp úr
samnefndri skáldsögu Halldórs
Kiljans Laxness. Nú, þegar mér
verður litið um öxl, finnst mér
sem það hafi verið merkilegasta
sýningin — að vissu leyti
merkilegasta sýningin, sem um
getur á sviöi Þjóöleikhússins
þessi seytján ár. Fyrir samstarf
höfundar og leikstjórans, Lár-
usar Pálssonar, táknaði sú sýn-
ing tímamót í íslenzkri leiklist-
arsögu. Engin sýning hefur vak-
ið jafn glæsilegar vonir um þaö,
hvers íslenzkir leikritahöfundar
og leikstjórar myndu megnugir
í framtíðinni. Því miður hafa
þær vonír brugðizt að miklu
leyti hvað leikritahöfundana
snertir. Það er raunasaga Þjóð-
leikhússins, að enn skuli ekki
neinn íslenzkur leikritahöfundur
hafa komið þar fram, sem að
kveður, annar en Kiljan — höf-
undur, sem sópar að og dregur
amsúg á flugi. Þjóðleikhúsinu
hefur oft verið legið á hálsi fyr-
ir að sýna ekki nógu mörg ffú-
tímaverk íslenzkra hofunda. Ég
er ekki viss um að sú gagnrýni
fái staðizt að öllu leyti. Slíkt
verk þurfa þá að vera fyrir
hendi — og helzt ekki öll miðl-
ungsverk. Nú loks er þó ýmis-
legt, sem bendir til þess að höf-
undar af yngri kynslóðinni
verði þess megnugir að lyfta
merki Jóhanns og Kiljans. Eng-
um mundi það meira fagnaðar-
efni eða meiri ávinningur en
Þjóöleikhúsinu.
I kvöld verður 4000. leiksýn-
ingin á sviði Þjóöleikhússins.
Þannig á það að vera, annars er
alltaf hætta á að slakað verði
á, og þótt Þjóðleikhússtjóri geti
aö sjálfsögðu ekki alltaf verið
gagnrýnendum sammála, veit
hann að hann og stofnunin eiga
allt undir því, sem máli skiptir,
að þeir dotti ekki á veröinum.
Hann hefur verið ótrauður að
fá erlenda listamenn til starfa
viö stofnunina, lengri eöa
skemmri tíma, og oftast reynzt
þar heppinn I vali. Auk þess
hafa margir úrvals leiklistar-
flokkar og einstaklingar komið
þar fram sem stundargestir. Allt
Brynjólfur Jóhannesson sem Jón Hreggviðsson og Lárus Pálsson
sem Jón Grindvíkingur í íslandsklukkunni.
Leikritið, sem sýnt verður,
i,,Homakórallinn“ eftir Odd
Bjömsson, er 206 viöfangsefnið.
Alls hafa verið sýnd þar 24 ný
leikrit eftir íslenzka höfunda,
auk eldri íslenzkra leikritá.
Meðal hinna 206 viðfangsefna
má telja erlenda söngleiki, óper-
ur, óperettur og balletta, auk
sjónleikjanna. Mörg þessara við-
fangsefna hafa verið gagnmerk,
önnur upp og ofan og eflaust
má flokka sum þeirra undir létt-
meti. Það hefur löngum staðið
nokkur styrr um leikritavalið.
er þetta gagnmerkt og gott, og
mikiö starf innan stofnunar,
sem ekki er nema seytján ára.
í ekki lengra lífi slíkrar stofn-
unar má 4000. sýningin kallast
merkileg tómamót. Það er venj-
an að bera fram einhverjar
hamingjuóskir af slíku tilefni.
Ég held sú hamingjuósk, sem
mér pr nærtækust, sé borin
fram af einlægni:
„Megi alltaf standa hressileg-
ur gustur um starfsemi Þjóð-
leikhússins ...“
Loftur Guðmundsson.