Vísir - 26.10.1967, Blaðsíða 1
I
Alþýðubrauðgerðinni lok■
að með Iðgregluvaldi
vegna óþrifnaðar
Einnig hafði fyrirtækið látið hjá liða að gera
endurbætur, en það hafði fengið frest til 15. okt.
Heilbrigöiseftirlit Reykjavík-
ur lét í gær loka Alþýðubrauð-
gerðinni með lögregiuvaldi,
vegna óþrifnaðar, og vegna þess
aö forráöamenn fyrirtækisins
höföu látið hjá líða að gera end-
urbætur í brauðgerðinni, sem
heilbrigðiseftirlitiö hafði gert
þeim aö gera fyrir 15. október
sl. — Vísir leitaöi til Þórhalls
Halldórssonar, framkvæmdastj.
heilbrigðiseftirlitsins vegna
þessa máls. Hann sagði aö það
hefði riðið baggamuninn hversu
þrifnaöi á húsnæðinu heföi ver-
ið ábótavant, en þeir teldu alls
ekki forsvaranlegt, að fyrirtæki
sem framleiddi matvæli, gæti
leyft sér slíkan óþrifnaö.
Heilbrigðiseftirlitið hefur
tvisvar áður látið loka Alþýðu-
brauögerðinni. — í annað skipt-
iö voru sendir utanaðkomandi
menn í fyrirtækiö og látnir
þrífa það á kostnað fyrirtækis-
ins, en í hitt skiptið voru skor-
dýr svæld út, sem fundust í
húsnæði fyrirtækisins.
in væri á Blönduósi. Elzta stöðin
væri sú að Lundi og hefði hún
verið stofnað árið 1946. Sem dæmi
um stærö stöövanna mætti geta
þess, að stöðin að Laugardælum
annaöi svæðinú frá Hvalfjarðar-
botni að Mýrdalssandi. í stöðvum
þessum væri nautasæðið kælt niö-
ur í fjórar gráður og væri það
blandað ýmsum geymsluefnum, en
þegár dji.pfrysting ætti sér stað
vséri sæöiö kælt með fljótandi köfn-
unarefni og fryst niður í 196 gráð-
ur á selsíus. Ólafur sagöi enn-
fremur að tilraun til djúpfrystingar
hefði verið .t hér á landi árið
1957 og hefði sæðið þá verið kælt
meö koldíoxíði og fryst niður í u.
þ. b. 79 gráður á selsíus. Sérfræð-
ingur var fenginn til þessara til-
rauna en þær gefa yfirleitt 10 til
15% lakari árangur miðað við
ferskt sæöi. Ólafur gat þess að
sérstakar framfarir hefðu átt sér
stað á sviði djúpfrystingar í
Bandaríkjunum, en frá árunum
1963 til ’64 hefðu verið gerðar víð-
tækar tilraunir á þessu sviöi í
Evrópu og værú nú Norðmenn t. d.
komnir vel áleiöis á þessu sviði, en
Ólafur sagði að þeir byggju við
svipaðar aðstæður og við hvað
samgönguerfiðleika snerti. Dýrara
væri að reka margar stöðvar og
smáar og þess vegna væri mikill
sparnaður aö fáum stöðvum, en
að sjálfsögðu yröi aö hafa dreif-
ingarstöðvar um allt landið. Ólaf-
ur sagði ennfremur, að með til-
komu djúpfrystingarinnar skapaö-
ist sá kostur, að óþarfi væri að
naut yrðu gömul, þar sem hægt
mundi að safna sæði þeirra og
geyma til margra ára notkunar ★ Sigurjón Ólafsson mynd-
og væri gert ráð fyrir því í Noregi, i höggvari vinnur nú að höggmynd
Framh. á 10. síðu. | af Ólafi Thors, fyrrum forsætlsráð-
Éfe." M. . H
Geir Hallgrímsson borgarst. og listamaðurinn virða fyrir sér styttuna.
Sigurjón vinnur að högg
mynd af Ólafi Thors
Bjargsmálið:
Rannsókn heldur áfram
Enn er eftir margt órannsakað
í máli færeysku stúlkunnar, Marjun
Gray, og marga á eftir að yfir-
heyra enn. Tíu manns hafa verið
yfirheyrðir, einkanlega stúlkur,
sem dvalið hafa á skólaheimili
Hjálpræðishersins, ,,Bjargi“, í-
lengri eða skemmri tíma. Fram-
burður þeirra mun í megin atriðum
vera samhljóða því, sem Marjun
hefur borið, líkt því, sem áður hef-
ur verið skýrt frá í blöðum. Starfs-
fólk heimilisins hefur ekki verið
yfirheyrt enn, en senn mun líða
að því, að það verði gert.
Mál þetta hefur vakið mikla at-
hygli, einnig í Færeyjum, og hing-
að.komu til landsins tveir fulltrúar
barnaverndarnefndar Færeyja, en
á vegum hennar var Marjun send
hingað á sínum tíma. Annar er
sjálfur formaður barnaverndar-
nefndar, Jakob Aldul, en hinn er
kona, frú Malla Amuelsson. Eru
1 þau hingað komin vegna þessa
I máls.
herra og leiötoga Sjálfstæðis-
flokksins og veröur styttunni vænt-
anlega valinn staöur einhvers
staðar í Reykjavík á.næstunni eftir
því sem borgarstjóri hefur tjáð
blaðinu, en hann var einmitt
staddur hjá listamanninum inni í
Laugamesi, þegar blaðamaður Vís-
is var þar á yfirreið nú á dögunum.
★ Höggmynd þessi er um 4
metrar á hæð, mótuð í leir, en á
næstunni, sagði Sigurjón, að hún
yrði steypt í gips og síöan er bú-
izt við að hún verði send utan til
þess að steypa hana í brons, en
það tekur eitt ár eða meira.
★ Inni í blaðinu í dag er sagt
frá heimsókn i vinnustofu Sigurjóns
Ólafssonar, en hann vinnur nú
meðal annars að geysistórri vegg-
skreytingu á framhlið stöðvarhúss-
Víðast á Austfjörðum var óslit-
in söltunartörn frá þvf í gær og
fram á morgun. Flest skip eru nú
í höfn, eða á landleið, en bræla er
á miöunum, 7 vindstig. Þrjátíu og
tvö skip tilkynntu um afla siðasta
sólarhring, 2015 lestir, en flest
fengu þau afla sinn i fyrrinótt.
Það er einungis vitað um þrjú
skip, sem fengu afla í nótt, rétt
eftir miðnættið, en þá lægði svo-
lítiö stutta stund.
Naut sem fellt er í dag, getur
eignazt afkvæmi eftir áratugi
Djúpfrysting sæðis gj'órbreytir starfsaðferðum sæð-
ingastöðva, en ein slik myndi nægja fyrir allt landið
Nýlega var stofnuð nefnd á veg-
um búnaðarsambands íslands, sem
hefur því hlutverki að gegna að
rannsaka möguleika á stofnun sæð-
ingarstöðvar fyrir allt landiö, en
slfk stöð mundi byggjast á þeirri
nýjung að nú mun unnt að djúp-
frysta sæði nauta og geyma í ótak-
markaöan tíma.
Formaður nefndar þessarar er
Ólafur E. Stefánsson, ráöunautur,
og hafði blaðið samband við hann
í morgun og spurði nánar um
þessa merku nýjung.
Ólafur sagöi meðal annars, að nú
væru starfræktar fjórar sæðinga-
stöðvar á landinu, sú stærsta í
Laugardælum, önnur stærsta stöð-
in væri að Lundi við Akureyri, sú
þriðja að Hvanneyri og fjórða stöð-
57. árg. - Fimmtudagur 26. október 1967. - 246. tbl.
1 - ‘ • »
Oslitin söltunar-
törn á Austf jörðum
Síld / frystingu
/ Reykjavík
Tveir bátar komu í gær meö
síld til Reykjavíkur úr Jökul-
djúpinu. Húni II. með 1000 tunn
ur og Ársæll Sigurðsson með
um 600. Megnið af síldinni fór
til frystingar í frystihúsi Júpi-
tors og Marz á Kirkjusandi, en
einhver hluti af aflanum fór til
Hraðfrystistöðvarinnar.
40—50 stúlkur voru kallaðar
út í morgun í frystihúsið á
Kirkjusandi til þess aö pakka
síldinni. Þetta mun vera sæmi-
leg síld, megnið af henni, en svo
lítið smátt innan um.