Vísir - 26.10.1967, Blaðsíða 3
V1SIR . Fimmtudagur 26. október 1967,
LAXAKLAK Á HÚSAVÍK
Eins og skýrt var frá hér í
Vísi í fyrradag, var ný eldisstöð
tekin í notkun á Húsavík fyr-
ir u. þ. b. ári síöan og hefur
rekstur og árangur stöðvarinnar
gengið með ágaetum.
1 Myndsjá i dag eru myndir
sem sýna m. a. þegar verið er
að kreista hrygnur og hængi
í hinni nýiu stöð fyrir skömmu.
Tvídálka myndin hér fyrir
neöan sýnir þegar verið er að
kreista hrygnu í stöðinni og má
glöggt sjá hvernig hrognin
renna úr hrygnunni í skálina.
Maðurinn, sem kreistir hrygn-
una heif.ir Kristján Benedikts-
son og t-r bóndi að Hóimavaði.
Sá sem heldur á skálinni er
Bragi Eiríksson, formaöur Fé-
lags áhugamanna um fiskirækt.
Á myndinni þar fyrir neðan
heldur Hallmar Helgason á
stærsta hæng' stöðvarinnar og
vegur hann 25 pund. •
Tvidálkamyndin efst á síð-
unni til hægri er af þeim Braga
Eiríkssyni og Kristiáni Bene-
diktssyni að kreista aðra
hrygnu, en maðurinn sem sést
í horninu hægra megin er Kristj
án Óskarsson, vélstjóri Fiskiðj-
unnar i Húsavík. Þridálka mynd
in bar fyrir neðan er af Jakobi
Havstein að ræða við bræðuma
Vigfús og Björn Jónssyni á
Laxamýri, en það er Vigfús
sem er vinstra megin á mynd-
inni, en Biör” er til hægri. Þrí-
þálkamyndin neöst á síðunni er
at hængum i keri, en net er
breitt yfir kerið til að koma
í veg fyrir að fuglar ræni fisk-
unum.
Veiðin í Laxá í Þingeyjar-
sýslu hefur verið með bezta
móti í sumar, . — 1283 iaxar
komu á land, þar af 928 á neðra
svæðinu, en árið þar áöur veidd
ust 469 laxar. Meðalþyngd iax-
anna var 10.9 pund, en sumar-
iö 1966 var hún 9.77 pund. Vfir
leitt veiddist laxinn á dökkar
flugur.
Stærstá laxinn veiddi Björn
Blöndal, rithöfundur. Var það
28 punda hrygna. Gizka menn á
að ef hægt hefði veriö að
kreista hana, heföi hún gefið af
sér hrogn, sem hefðu verið allt
að 50.000 króna viröi.