Vísir - 26.10.1967, Blaðsíða 5
V í SIR . Fimmtudagur 26. október 1967,
5
r
úr kulda i hita, t. d. í mjög
sterka sól, þá eru auðvitað góð
sólkrem ráðlögð, en þegar um
er að ræða kólnandi hitabreyt-
ingar, er ráðlagt að nota raka-
krem eða rakamjólk á andlitið
áður en farið er út í kuldann."
Frú Sigríður ræddi einnig
nokkuð um notkun snyrtivara,
t. d. púðurs og púðurkrems í
mjög köldu veðri, og kvaðst hún
álíta að slikt ætti ekki að saka
ef þess sé gætt að nota krem
eða andlitsmjólk undir. Púður-
krem er mjög mismunandi feitt
og verður að velja það eftir húð-
gerðinni. Sumar húðgerðir þola
alls ekki feitt krem, og er því
alls ekki hægt að mæla með því
fyrir alla.
Við spurðum frú Sigríði því
næst: „Hvað er hægt að gera,
ef æðaslit er orðið áberandi í
andliti?"
„í mörgum tilfellum er hægt
að iækna slfkt með svokölluð-
um „diathermi", en það er nokk
urs konar nál, sem þurrkar upp
hinar sprungnu og slitnu æðar.
Það er þó alls ekki hægt í öill-
Framh. á 10. siðu,
• •
« ■
Veðrabreytingar eru
mjög miklar á íslandi og
geta þær haft mjög
slæm áhrif á húðina.
Einkum er húðinni hætt
við æðasliti á haustin í
fyrstu frostunum og er
nauðsynlegt að sýna
húðinni þá sérstaka um-
hyggju. — Kvennasíðan
ræddi við frú Sigríði Þor
kelsdóttur snyrtisér-
fræðing um ýmislegt í
sambandi við vemdun
húðarinnar og gaf hún
nokkrar ráðleggingar í
því sambandi.
nöggar hitabreytingar hafa
mjög mikil áhrif á húðina
og geta verið mjög skaðlegar,
ef þess er ekki gætt að bera
eitthvað á húðina til að vernda
hana fyrir kuldanum eða hitan-
um. í flestum tilfellum er reynt
að forðast að húðin ofþorni, og
er þá sérstaklega um að ræða
húðina í andlitinu, sem er mjög
viðkvæm. 1 fæstum tilfellum er
■hægt að hylja andlitið og vemda
það þannig og er því nauðsyn-
legt að bera eitthvað á það, sem
getur orðið til verndunar. Sér-
staklega er konum hætt við að
fá æðaslit í andlit, og þá eink-
um í kinnar í miklum kuldum,
og er það ævinlega til mikillar
óprýði og oft erfitt að lækna
það. Leitaði Kvennasíðan til frú
Sigríðar Þorkelsdóttur snyrtisér
fræðings, en hún hefur unnið
við snyrtingu í nálægt þrjátíu
ár. Við byrjuðum á að biðja frú
Sigríði að segja okkur lítillega
frá því hvað konur gætu gert til
að foröast æðaslit og til að verja
andlitið í fyrstu kuldunum á
haustin.
„Fyrsta skilyrði í sambandi
við verndun húðarinnar er og
verður alltaf að hún sé hreins-
uð vel, a. m. k. einu sinni á dag.
Þetta gildir ekki siöur þegar
kólna tekur í veðri, þar sem ó-
hrein húð eða bólótt þolir mjög
illa kulda. Andlitsnudd styrkir
húðina mjög mikið og ver fyrir
hvers kyns áhrifum, og er það
mjög æskilegt til að styrkja húð
ina í miklum kuldum. Ég tel
sjálfsagt, að hver kona láti at-
huga húð sína, og fái ráðlegg-
ingar um meðferð hennar,
hreinsun, verndun og annað, þar
sem mjög erfitt er að gefa tæm-
andi leiðbeiningar sem gilda fyr-
ir alla. Það er mjög mismun-
andi hvemig krem og snyrtivör-
ur hæfa húðinni, • og nú orðið
framleiða flest snyrtivörufyrir-
tæki ýmis krem til vamar hita-
breytingum fyrir mismunandi
húðgerðir.“
„Er einhver ákveðin húðgerð,
sem þolir kuldann ver en aðr-
ar?“
„Þurr og þurm húð þolir kuld-
an langverst, og einnig er henni
hættast við að brenna í sól. Þó
að það sé ekki beinlínis á mínu
sviði, heldur læknanna, þá tel
ég fullvfst, að margar íslenzkar
konur fái æðaslit í andlit fyrst
og fremst vegna snöggra hita-
breytinga, sérstaklega í fyrstu
frostunum á haustin."
„Hvaða krem eru ráðlögð til
að vernda húðina fyrir hitabreyt
ingurn?"
„Ef um er að ræða að fara
— og t>au verða sem ný
un og getur það verið mjög faU-
egt. Gamlir náftkjólar, undirkjól
ar, buxur, brjóstahaidarar,
sokkabandabelti, dembið öllu
saman í þvottavélina eða stór-
an bala og. hrærið vel í. Ef not-
uö er þvottavél þarf aö hafa
hana í gangi dálitla stund, en
nánari fyrirmæli standa á leiö-
arvfsi, sem fylgir litarefninu. Lit
urinn á ekki að fara úr við
þvott sé rétt aö farið, en ekki
er talið æskilegt að leggja fatn-
aðinn í klórvatn.
nokkrum verzlunum hér í Rvík
og má fá óteljandi bláa, græna,
ljósrauöa eöa gulleita liti sem til
valdir em á undirföt. Bezt er
að kaupa lit, sem er nokkuö
dökkur, þar sem flest gerviefni
taka ekki mjög vel við lit. Hins
vegar getur verið mjög skemmti
legt hvemig liturinn kemur út,
blúndur og bönd verða oft held-
ur dekkri en sjálf flíkin við lit-
Xj’in.i stærsti galli hvita nælon-
fatnaðarins er sá, að hann
vill gulna með tímanum og lend-
ir hann því oftast í ruslakörf-
unni löngu áður en hann er full-
slitinn. Gulnað nælon virkar
gjama eins og það sé óhreint,
og sama er að segja um flest
önnur gerviefni, sem notuð eru
í undirfatnað. Með því að undir-
fötin em þvegin nær daglega,
og í þau sezt gjarna sviti, reyn-
ir miklu meira á þau en nokk-
um annan fatnað, en eins og
kunnugt er slitna föt hvað mest
við þvotta.
Nú eru mislit undirföt mjög
mikið í tízku, en þau eru dýr,
og því finnst manni oft synd að
þurfa að fleygja gömlu undirföt-
unum áður en þau eru siitin að
öðru leyti en þvi, að þau llta
út fyrir að vera óhrein. Hins
vegar má gera gulnuð undirföt
sem ný, með því að lita þau og
er þá tilvalið að lita sem mest í
sama litnum, þannig að allt
verði éamstætt. Tilvalið er að
lita I þvottavélinni en gæta þarf
þess, að þvo hana vel á eftir
svo að ekki sitji eftir litur innan
á henni. Nota má bæði sérstaka
nælon-liti eða venjulega fataliti,
en séu þeir notaðir þarf vatnið
að vera mjög heitt, án þess að
það sjóði. — Dylon-litir fást í
YERNDIÐ HUÐ-
INA í KULDANUM
\