Vísir


Vísir - 28.10.1967, Qupperneq 9

Vísir - 28.10.1967, Qupperneq 9
V í S IR . Laugardagur 28. október 1967. 0 Óperusöngvarar verða að geta leikið nú á dög- um—en áður fyrr var aðeins spurt um röddina Viðtal vs8 frú Nönnu Igils Bförnsson óperusöngkonu og hörpuleikara u Frú Nanna Egils Björns- son óperusöngkona er ein af þeim íslenzku lista- mönnum, sem hafa gert garð- inn frægan erlendis og kom- izt framarlega f raðir þekktra listamanna á alþjóðlegan mælikvarða. Frú Nanna var fastráðin söngkona við þekkt óperuhús í Þýzkalandi og Austurríki eftir margra ára söngnám hjá frægum kenn- urum bæði í Evrópu og Am- eríku. Einnig lagði frú Nanna stund á hörpuleik og mun hún vera eini íslendingurinn, sem hefur lært þá list. Frú Nanna er nú flutt heim til íslands eftir margra ára úti- vist og býr hún eð manni sínum, Birni Sv. Bjömssyni skammt utan við Hafnarfjörð og heimsótti blaðamaður hana þang aö . Það fyrsta sem vakti athygli þegar kom inn á heimili þeirra hjóna var lítil hrapa er stóð við hliðina á geysivoldugum flygli í stofunni. Sagði Nanna að hún æfði sig á þessa litlu hörpu til að halda kunnáttu sinni viö. Við báðum Nönnu nú að skýra lítillega frá náms- ferli sínum. „Ég byrjaöi í söngtímum hjá Sigurði Birkis hér í Reykjavík og hélt minn fyrsta konsert 16 ára gömul í Hafnarfirði. Skömmu síðar fór ég til Wupp- ertan í Þýzkalandi og hóf þar nám í söng og hörpuleik. Síðan var ég heima stuttan tíma en hélt svo til Hamborgar til frek- ara náms og dvaldist þar í nær 10 ár. Þegar ég hafði verið þar í eitt ár söng ég fyrst opinber- lega í Péturskirkjunni, en þá var flutt Oratorium eftir Verdi. Ég komst á samning við óper- una í Innsbruck í Austurríki og mitt fyrsta hlutverk þar var Barbara í Kaupmanninum í Feneyjum. Ég varð að læra hlut verkið á fimm dögum, þar sem ég tók við því vegna veikinda annarrar söngkonu. Síðan komst ég á samning við \óperuna í Koblenz í Þýzkalandi en þá kom stríðið og öll neyðin sem því fylgdi. Lítil starfsemi var í óperuhúsunum og leikhúsunum og þetta voru ákaflega erfiðir tímar, en ég hafði þó atvinnu allt fram til 1944. Eftir stríðið fór ég til Argent- inu og hélt áfram að syngja þar og fékjt ég mjög góðan kenn- ara, Rose Ader Baroness Trig- ona. Hún var mjög fræg söng kona, það var sagt að Puccini hafi beðiö hennar á sínum tíma, en hún hafnaöi honum og gift- ist barón nokkrum. Hún söng mjög mikið með Benjamino Gigli, og var hún ekki síður fræg en hann á þeim árum. 1953 fór ég aftur til Þýzka- lands og söng við útvarpið í Hamborg og ýmis söngleikjahús, sem fluttu sígildar óperettur". „Söngstu ekkert hér heima á þessu langa tímabili?" „Ég hefi aöeins einu sinni sungið í sviði Þjóðleikhússins, en það var í Betlistúdentinum, sem fluttur var 1957 og kom ég þá gagngert heim til aö syngja í þeirri sýningu. Ég kom líka einu sinni til að hafa hörpu tónleika, og hélt þá fyrir fullu húsi í Iönó. Ég kom ekki endan lega heim fyrr en fyrir 3 árum, og síðan hef ég átt f nokkrum veikindum og þurft að ganga undir uppskurð, en hef getað notað tfmann að nokkru leyti til að undirbúa mig undir söngför til Danmerkur sem 'lengi hefur staðið til en veröur nú eftir áramótin". „Geturöu sagt mér nokkuð frekar um söngförina?" „Ég ætlaði að fara til Dan- merkur og syngja þar fyrir u. þ.b. einu ári, en varð þá að fara í þindaruppskurð, þar sem veik indi mín' komu oröiö nokkuð niður á söngnum. Ég er nú bú- in að ná mér fyllilega og fer ég utan um áramótin og held ljóða tónleika í Odd-Fellow Palæet í Kaupmannahöfn og fer síðan væntanlega eitthvað víöar e.t. v. til Englands. Eins og ég sagöi eru þetta eingöngu ljóða- tónleikar og mun ég m.a. syngja íslenzk lög, en ég hef alltaf lagt áherzlu á að kynna íslenzk lög þegar ég hefi sungið sjálf- stætt“ „Hvernig fannst þér nú að syngja erlendis og geta ekki komiö heim árum saman?" „Ég hef alltaf viljað helzt vera hér heima, en þetta var mín atvinna og því ekki um ann að að ræða. Ég get ekki neitað því að það var mjög erfitt að samlagast andanum í þessum stóru óperuhúsum til að byrja með. Ég var auðvitað eins og hver annar feiminn fslendingur, og þaö var alltaf sagt við mig að mig vantaði „olnbogana" Mér fannst alltaf að annað hvort gæti maöur hlutinn eða ekki og raun ar finnst mér þaö ennþá, fólk skyldi aldrei kenna öðrum en sjálfum sér um ef það kemst ekki áfram. Ég er mjög fegin yfir að vera nú alflutt heim að lokum. en neita því ekki að ég sakna erilsins í kringum óper- urnar og þess að hafa ekki á- kveöin verkefni að vinna að“. Yfir kaffibollanum ræddi frú Nanna um þá þróun sem hefur átt sér stað hjá óperusöngvur- um. og þær breytingar sem hafa orðið á túlkunarmöguleik- um söngvaranna á sviðinu. „Áður fyrr voru söngvarar Nanna við flygilinn á heimili sinu að Stekkjarflöt 10. flokkaðir i fjölmarga flokka, ekki aðeins eftir rödd, heldur eftir útliti, hæfileikum og „typ- um“. Svo var einnig í leikhús unum ,en eftir því sem far- iö, var að gera meiri alhliða kröfur til leikara, var einnig farið að gera meiri kröfur til óperusöngvara. Auðvitaö hljóta hlutverk hins lyriska soprans og messo soprans ætíð að vera ólík, efstu raddirnar eru oftast elskendahlutverkin. Nú er farið að g a miklu meiri kröfur til alhliða hæfileika söngvaranna, • þó aö þvl veröi ekki neitað að hlutverk f sígildum óperum sníði söngvaranum mjög stakk hvað snertir fjölbreytni í túlk- un á hlutverkinu. Leikari getur flutt eintal á þúsund mismun andi vegu, með mismunandi „stemningum“ og blæbrigðum. Hins vegar eru aríur í sfgild- um óperum mjög formfastar og ætíð erfitt að brjóta upp hina hefðbundnu túlkun á þeim, og persónurnar flestar mjög skýrt mótaöar og erfitt að skapa nýj- ar manngerðir úr þeim. Þess vegna er óhjákvæmilegt að söng konurnar, sem syngja þessi klassisku ^hlútvérk, háfi ein- hverja pá eiginleika sem. ein- kenna hlutverkiö, eða geti auð- veldlega tileinkað sér þá“. „Er ekki geysilega erfitt. fyr- ir útlendinga aö komast að sem söngvarar erlendis?" „Vissulega er þaö erfitt. þetta kostar geysilega vinnu og þjálfun, og framboðiö af fólki sem vill koi ast að við leikhús in sem söngvarar eða leikarar er miklu meira en leikhúsin standa undir. Hins vegar er það algildur Vani í allflestum leik- húsum og óperum að fólk sé reynt, jafnvel þó að um atvinnu fólk sé að ræða. Ég hefi oft furðað mig á því, að þetta virð- ist alls ekki þekkjast hér á landi. Auðvitaö eru færustu listamenn imir ekki reyndir, þegar samiö er við þá, en þegar verið er að ráða í eitt og eitt hlutverk, þá þykir sjálfsagt að láta þá sem koma til greina, spreyta sig ann að hvort á einhverju úr verkinu, eöa einhverju öðm“. >f „Geturðu sagt að lokum frá einhverju skemmtilegu atviki sem þér er minnisstætt?" „Mér er alltaf f minni atvik sem skeði þegar ég var aö byrja að syngja í Kaupm..nnin- um í Feneyjum. Ég var vitan- lega mjög spennt, og var alltaf mætt út í sviðsvænginn löngu áöur en kom að mér, og höföu meðsöngvarar mínir mjög gam an af að stríöa mér á þessari óskapa stundvísi. Einu sinni þeg ar ég var að bíða eftir innkomu minni með stórt handklæði um hálsinn til að halda á mér hita, héldu þeir mér viljandi uppi á snakki þar til allt í einu var komið að mér. Skipti það engum togum að ég arkaði inn á sviðiö í skrautklæðunum með hand- klæðið um hálsinn. Ég tók ekki eftir neinu, fyrr en ég sá aö fólkið úti í vængnum fór að benda og pata og brá svo viö að ég sem alltaf var svo tauga óstyrk varð alveg róleg, tók handklæðið í mestu makindum og lagði á handlegginn, og hugs aði meö mér að nú væri óþarft að vera óstyrkur lengur, þar sem ég yrði rekin á stundinni. í hléinu kom leikhússtjórinn til mín og taldi ég fullvfst aö nú ætti að reka mig, en hann var himinlifandi ,og sagði að ég skyldi endilega hafa þetta fall- ega sjal sem oftast, það heföi verið svo eðlilegt og skemmti- legt hvemig ég tók það áf mér og lagði það á handlegginn. Eft ir þaö var ég miklu rólegri á sýningum". Kennari frú Nönnu í Buones Aires, barónessa Trigona (fyrir miðju) ásamt nemendum sinum og með- söngvara, Benjamino Gigli. Nanna er fremst hægr megin á myndinni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.