Vísir - 13.11.1967, Qupperneq 7
V 1SIR . Mánudagur 13. nóvember 1967.
ÞEGAR GAT ER NAGAÐ Á JARÐSKORPUNA
Tvær krónur.
TTndir yfirboröi jarðar, inni í
Blesugróf, vinna þrjú stál-
tennt hjól að því að naga gat
á jarðskorpuna. Hjólin eru kón-
isk og fest á endann á jám-
stöngum, sem liggja upp úr yf-
irboröi jarðar, þar sem gufuafl
er notað til að snúa þeim. Jám-
stengumar ná upp í þrjátfu og
þriggja metra háan tum, sem
samanstendur af jámbitum, sem
víxlast eins og nútíma hygg-
mynd af reisulegra taginu. Ann-
ars er þetta venjulegur oliubor,
segja þeir, og hefur verið í eigu
íslendinga frá því um áramótin
1957 og ’58. Hlutverk hans á ís-
lenzkri grund er þó ekki það
sama og gert var ráð fyrir þeg-
ar borinn var smíðaður, heldur
skal hann notaður til borunar
eftir heitu vatni.
Gufuborinn hefur ekki verið
notaður frá því á árinu 1964,
þangað til fyrir skömmu, að
hann var „pússaður" upp og
reistur á fyrmefndum stað,
enda mun ekki vanþörf á að
taka til við boranir, ef mögu-
legt á að vera að fullnægja eft-
irspuminni eftir heitu vatni.
Á tveggja tfma fresti em tek-
in sýnishom af þeim jarövegi
sem borinn skilar upp á yfir-
borðið og fengið jaröfræöingum
í hendur, sem síðan skrá þær
upplýsingar sem sýnishornin
gefa.
Eins og sjá má af myndunum
hér á síðunni, skrapp Myndsjáin
í heimsókn inn í Blesugróf.
Eins og oftast áður samanstóð
sú ágæta maddama (þ. e. a. s.
Myndsjáin) af ljósmyndara og
blaðamanni. Verkstjórinn gaf
ijósmyndaranum leyfi til að
fara ,,upp á pall“ og fékk hon-
um hjálm á höfuðið í varúðar-
skyni. Á meðan fór blaðamaö-
urinn inn í kaffiskúr með verk-
stjóranum, sem góðfúslega
veitti hönum upplýsingar um
vinnubrögð gufuborsins og
þeirra manna, sem við hann
vinna. Þegar blaðamaðurinn
hafði setið á tali við verkstjór-
ann um stund, varð honum lit-
ið út um gluggann og sá hann
þá hvar ljósmyndarinn var kom-
inn langleiðina upp f tuminn
og brá í brún og hafði orð á
þessari framtakssemi við verk-
stjórann, um leið og hann dáð-
ist að kjarki Ijósmyndarans. Það
var auðséð að verkstjórinn hafði
ekki búizt við slíkri framtaks-
semi heldur og gat þess að hann
hefði misskilið beiðni ljósmjmd-
arans, enda væri engum óvið-
komandi veitt leyfi til að fara
upp á „efri pallinn" og sízt,
þegar borinn væri í gangi, eins
og hann reyndar var að þessu
sinni. En niður komst Ijðsmynd-
arinn óskaddaður og þóttist góð-
ur, enda sýna „háloftamyndim-
ar“ hér á síðunni, að hann hafði
fulla ástæðu til þess.
Verkstjórinn sagði okkur, að
þessi bor væri sá stærsti hér á
landi og hefði verið borað með
honum niður á 2200 metra dýpi.
Ekkert væri því til fyrirstöðu
að hann gæti borað dýpra, en
þá yrði að nota grennri steng-
ur og léttari. Krónan, sem nú er
borað með, er 1714 tomma f
þVermál og með þeim sverleika
verður borað niður á 34 metra
dýpi. Þá veröur borað með
krónu, sem er 1314 tomma f
Tæmar á ljósmyndaranum á „efri pallinum". Milli „talíunnar“ og táarinnar má greina borholuna langt
fyrir neðan. ^
þvermál og borað áfram með
henni, en hve langt fer eftir jarð
lögum. Þá verður boraö með
krónu, sem er 12'á tomma f
þvermál, einnig niður á óá-
kveðria dýpt og loks er borað
með krónu, sem er 8% tomm-
ur f þvermál, eins djúpt og þörf
krefur.
Vig borinn er unnið á tveim
vöktum og vinna fjórir á vakt-
inni í einu. Unnið er frá 8 á
morgnana til miðnættis.
Á meðan verkstjórinn var að
gefa blaðamanninum þær upp-
lýsingar, sem myndsjártextinn
byggist á að þessu sinni, m. a.,
bar Þorstein Þorsteinsson jarð-
fræðing að og var hann að sækja
jarðvegssýnishom. — Þorsteinn
sagði, að Reykjavík stæði á grá-
grýti, sem væri 20 til 50 metra
þykkt. Síðan kæmi leirlag, sem
einnig væri mismunandi þykkt.
Þegar leirlaginu sleppti væri
komið niður á eldra grágrýtis-
lag, en neðan við það tekur við
blágrýtismyndun frá svokölluðu
Tertiertfmabili. Þessar upplýs-
ingar sagði Þorsteinn, að hefðu
m. a. fengizt við boranir f
grennd við þá borholu, sem nú
er verið að bora, í Blesugróf, en
það er á eftirtöldum stöðum:
Blesugróf (193 m), Breiðholt
(384 m), Árbæjarstíflu (274 m)
og Ártúni (Rafstöð, 326 m). —
Allar þessar holur eru nú nýtt-
ar og er vatnið í þeim 35 til 40
stiga heitt.
Maður við stjómtæki. Borholan fremst t. b.