Vísir - 09.12.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 09.12.1967, Blaðsíða 8
8 VlSIR Laugardagur 9. desember 1967. VÍSIR Utgefandi: Blaðaútuaran viau> Framkvæmdastiðri: Oagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel rhorsteinsson Fréttastjóri: Jon Birg« Pétursson AuglýsinKastjóri- Bergþór Oltarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti l, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55 Ritstjóm: Laugavegi 178 Simi 11660 (5 Unur) Áskriftargjald ta 100 00 á mánuði innanlands I lausasölu ki, 7.00 eintakið Prents..,iðU Vlsis — Edda h.f. S jávarúfvegurinn möi'gu furðulegu, sem stjórnarandstæðingar hafa látið út úr sér undanfarin ár, hefur fátt vakið meiri furðu vitiborinna manna en útreikningur sá, er Sigur- vin Einarsson gerði á meðalveröi útflutningsafurða sl. 5 ár, og á að sanna það, að aflabresturinn og verðfall- ið hefði ekki þurft að hafa nein veruleg áhrif á afkomu þjóðarbúsins, ef önnur ríkisstjórn væri við völd. Ey- steinn Jónsson hefur þegar gert sig að viðundri í augum alþjóðar, með því að staglast á þessu bæði í sjónvarpi og á Alþingi. Hver maður hlýtur- að skilja, að þetta meðalverð skiptir engu máli, þegar útflutn- ingurinn hefur minnkað svo stórlega, sem raun ber vitni og allur tilkostnaður auk þess hækkað gífurlega. Útvegsmenn munu vera tregir til að fallast á þessa kenningu Eysteins og Sigurvins. Þeir hafa betri skiln- ing á því, hvaða afleiðingar þessi áföll sjávarútvegs- ins hafa. Formaður Landssambands íslenzkra útvegs- manna sagði á aðalfundi sambandsins nú í vikunni, að árið, sem nú er senn að enda, hefði verið íslenzkum sjávarútvegi eitt hið erfiðasta á þessari öld. Afleið- ingarnar koma þó ekki nema að litlu leyti niður á út- gerðinni og sjómönnunum í ár, en verða þeim mun til- finnanlegri á næsta ári, ef aflabrögð og verðlag breyt- ist ekki aftur til hins betra! Fáir munu halda því fram, að undanteknum nokkr- um leiðtogum Framsóknarflokksins, áð óþarft hafi verið að fella gengið fram yfir það, sem leiddi af lækk- un sterlingspundsins. Ríkisstjómin vildi reyna að komast hjá gengislækkun í lengstu lög og leysa efna- hagsvandann með svipuðum ráðum og undanfarin ár. Eigi að síður var öllum orðið ljóst, að gengisskrán- ingin var röng, og úr því að breyta þurfti, af fyrr- greindri ástæðu, var rétt að gera um leið þá lagfær- ingu, sem í raun og veru var orðin óhjákvæmileg. Enn er of snemmt að fullyrða nokkuð um hvort gengislækkunin nægir til þess að leysa allan vanda sjávarútvegsins. Þar kemur margt fleira til, svo sem aflabrögð og verðlag og þær hliðarráðstafanir, sem stjórnarvöldin gera í sambandi við gengisbreyting- una. Öllum er ljóst, að sjávarútvegurinn er og verður enn um ófyrirsjáanlega framtíð sá grundvöllur, sem íslendingar verða að byggja afkomu sína og efnahags- legar framfarir á. Það er því allri þjóðinni lífsnauð- syn, að fundnar verði leiðir til þess að tryggja rekstr- argrundvöll útvegsins, og í þeirri viðleitni ættu allir landsmenn að standa saman. Sennilega er það borin von, að forustulið Framsóknarflokksins fáist til að vinna heils hugar-með stjórnarflokkunum að því við- fangsefni, en mikið er ábyrgðarleysi þess, ef það gerir það ekki. Hér ber svo sannarlega nauðsyn til, að allir flokkar standi saman. j Skákþáttur Vísis | öngum hafa menn deilt um ^ hvaöa skákmeistari hafi veriö sá bezti sem uppi hefur verið. Mörg nöfn hafa veriö nefnd, en þó líklega oftast nöfn hinna þriggja stóru: Laskers, Capablanca og Alekins. Fyrir skömmu voru margir heims- þekktir skákmeistarar spuröir álits og sýndist þar sitt hverj- um. Alekín hlaut flest atkvæöi, eöa 10, Capablanca 8 og Lasker 6. Hér á eftir fara svör nokk- urra. M. Botvinnik : „I skipt- um mínum við meistarana, haföi Capablanca mest áhrif á mig. Hann hafði meöfædda hæfileika. Það er skaði að hann tefldi ekki meira“. Tal: „Lasker var sá mesti. Hann var töframaður á skák- borðinu. Ég dáist aö hvemig hann vann tapaöar skákir með hinum taktísku hæfileikum sín- um“. Matanovic: „Alekin var ein- stakur. Hann var mesti skák- maður allra tíma“. Sá gamli oröheppni Tartakov- er hitti naglann á höfuöiö sem endranær: „Ef skák er barátta, var Lasker sá mesti, ef vísindi, var Capablanca sá mesti og ef hún var list var Alekin sá mesti“ Þaö tíökast mjög erlendis, aö veita feguröarverðlaun á skák- mótum fyrir fallegustu skákina. Hefur þetta án efa beinllnis leitt af sér margar skákperlur, því ef öll von er úti á möguleikum til efstu æta, er þó alltaf hægt að tefla til fegurðarverðlaun anna. Yrði það skemmtileg ný breytni á skákmótur.i hérlendis ef þessi þáttur yrði upp tekinn Eftirfarandi skák hlaut ein mitt fegurðarverðlaun I Lenin grad 1967. Hvltt: Vladimirov Svart: Doda. Benóný-vöm. 1. d4 2. c4 Rf6 c5 kvik . mynair 7kvik'P Imyndirl Ungi Cassidy Stjómandi: Jack Cardiff Aðalhlutverk: Rod Taylor, Flora Robson, Maggie Smith, Philip O’Flynn, Michael Redgrave, Edith Evans. Músik: Sean O’Riada Ensk-amerisk, — íslenzkur texti, — Gsmla bíó. Byggð á sjálfsævisögu Sean O’Casey. ]Y|‘yndin gerist í írlandi á ár- unum kringum „Vandræö- in“ .3a Páskauppreisnina 1916. Johnny Cassidy (Rod.Taylor) er ungur bókhneigður verkamaður, sem hefur áhuga á að breyta umhverfi sínu og frelsa land sitt úr ánauö undan brezku krúnunni. Hann gengur í írska borgara- herinn, og tekur að skrifa leik- rit. Hann tekur þátt í verkföll- um .heræfingum, drykkjuskap og kvennafari — og allt er ósk- öp írskt og gott og blessað. Svo missir hann systur sina, sér Páskauppreisnina brotna á bak aftur, missir móður sína — aum ingja strákurinn. Hann fær inni með eitt leik- rita sinna í þjóöleikhúsi íra, Abbey-leikhúsinu, t- það fær fremur daufar undirtektir. Hann fær annað leikrit sýnt á sama stað ,en það er hrópað niður, þvi að írar eru svipaðir Islend- ingum með það, aö þar nýtur enginn maöur alþýðuhylli nema hann sé dauður. Hann sér hversu skilnings- daufir og smáborgaralegir land- ar hans eru og ákveður að leita til framandi landa, þegar W. B. Yeats bendir honum á, að viöar er guö en í Görðum, og leikhús annars staðar en á Irlandi. Lokaatriðið er mjög tragískt, en þá segir unnustan skilið við Johnny Cassidy, af því að hann er svo hugaður og svo mikið skáld. 3. d5 g6 4. Rc3 d6 5. e4 Bg7 6. f4 0 0 7. Rf3 e6 8. Be2 exd 9. cxd He8 10. e5 Þessi leikur hleypir sannarlega lifi í skákina Hvítur er ekkert að eyða tímanum, heldur ræðst strax til atlögu. . Þaö er eins og mig minni, að gamli meistarinn John Ford hafi í fyrstu ætlað sér að stjóma þessari mynd, en einhverra hluta vegna varð ekki úr því. John Ford er raunar af írskum uppmna og heitir þvi ramm- írska nafni Sean O’Fienne, en áriö 1935 rði hann þá frægu mynd „The Informer“ (Upp- ljóstrarinn), sem færði honum Óskarsvérðlaun. Sú mynd fjall- ar um I. R. A. (Irish Republican Army) og ýmsar hliðar írskrar frelsisbaráttu. Úr þvi að John Ford sjálfur hafði ekk: tök á að fást við þetta viðfangsefni, var fenginn til Jack Cardiff, sem er mun yngri maður en Ford (Cardiff er 53 ára, Ford 72). Hann hefur stjómað myndum, sem hafa sézt hér á landi, t. d. Ormur rauöi, sem var í Stjörnubíói ekki alls fyrir löngu. Honum tekst víða allvel upp, t. d. í atriðunum frá verkfallinu, en í heild verður myndin laus í reipunum og væmin, þó að það sé ekki leiðinlegt aö horfa á hana, þar sem fátt „r leiöinlegt, sem frá frlandí kemur. Um frammistöðu leikenda skal ekki fjölyrt. Rod Taylor, herðabreiður kraftajötunn frá ..stralfu leikur Johnny Cassidy (John Cassidy er raunar ensk mynd hins írska nafns Sean 0‘- Casey). Þessi maður fellur svo fáránlega inn í hlutverkiö, að þar getur ekki verið um leik að ræða. 'alie Christie, sem hér er kunn fyrir leik sinn í leiðinlegu myndinni „Darling", sem sýnd var í Hafnar.'irði, fer srjmilega með lítið hlutverk. Aðrir aðal- leikarar em góðir. Þ6 er þaö mjög snautlegt að nota sömu aukaleikenduma í mörgum hlut- verkum, enda er leiðinlegurdeik- húsh’.ær yfir myndinni á stund- um. Þrálnn. 10. dxe 11. fxe Rg4 12 Bg5 Db6 12. ... f6 er ömggara. en svartur teflir á tvísýnu. 13. o—o Rxe 14. RxR BxR 15 Bc4 Dxb I 9 af hverjum 10 skiptum virð- ist þetta peðrán leiða til taps fyrir svartan. Sú verður raunin nú. 16. d6 Bf5 17. Bxft KxB 18. HxBt gxH Athyglisvert hefði verið aó siá framhaldið eftir 18. . . Kg7 t. d. 19. d7 Rxd 20. DxRt Kh^ og hvað nú? 21 HxB stranda- á DxHt og ef 19. Hf7 Bd4-f o- DxHt. 19. Dh5+ Kf8 20 Hfl Bd4* 21 Khi HeR Ef svartur hefði reynt 21. . He5 22. Be7t HxB 23. Dxft! Kg7 24. Df8t Kg6 25. dxH og vinnur. • 22. Hxft Bf6 23. Bh6t Kg8 24. Dg5t! Kf7 Ef 24. ... Kh8 25. Bg7t ByR 26. Dd8t. 25. HxBt! HxH 26. Dg7t Ke6 -J[r‘r 27. De7t Kf5 28. De4 mát. I siðasta þætti féll niður botn- inn á skákþrautinni, og birtum við hana því aftur. Hvítur: Kóngur á h3 drottn- ing á d6 peð á d3 e2 f2 Svartur: Kóngur á f5, peð á e5. Hvítur leikur og mátar i þriðia leik. — Lausn í næsta þætti. Lifðu líffinu iifundi Ðókaútgá m Lindir. hefur sent frá sér nýja bók eftir ^anda ríska kennimanninn Vincent Pe- ale. Er það framhald bökarinnar „Vöröuö leið til lífshamingju". og nefnist á frummálinu „Stay alive all your life“ og neinist ts- lenzka þýðingin „Lifðu lifinu lifandi" Báðar eru bækurnat þýddar af Baldvini Þ. Kristjáns- syni. Höfundur kemst þannig að orði i inngangi sínum að þess- ari bók: Tilgangur þessarar bókar er að hjálpa þér til þess að fá not- ið meiri gleði og fyllra lífs. Ég stend í þeirri trú, að þú munir öðlast dýpri vellíðunarkennd. aukna lifsorku og skerptan á- huga fyrir tilverunni með þvi að lesa og þó öllu fremur við að beita ráðleggingum bókarinn- ar. Segir hann ennfremur i inn- gangi sínum, að fyrri bókin hafí átt að gefa leiðbeiningar um hvemig maður á að hugsa já- kvætt varðandi vandamál sín Þessi bök leitast hins vegar vif’ að sýna fram á, hvemig maðui á að umbreyta þessum jákvæðu hugsunum í fratnkvæmd. Bókin er 344 bls., prentuð Eddu. — Aðalsöluumboð hefur Bókaútgáfan Öm og Örlygur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.