Vísir - 09.12.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 09.12.1967, Blaðsíða 2
2 V1SIR . Laugardagur 9. desember 1967. TÁNINGA- SÍÐAN Hinn föngulegi stúlknahópur, sem þátt tók í töku myndarinnar, svo- nefndu „Bikinidömur í sundpolli“. T. v. Georg Harrison og John Lennon viröa fyrir sér víöáttuna framundan, og hugleiða þeir hvemig senan veröur bezt úr garði gerð. — T. h. John Lennon ásamt tveimur „bikinidömum". Að þessu sðnni leyfum við okkur uð helgu Bítlunum síðunu, í tilefni tsf því, uð lokið er töku sjónvurps- þútturins „Mugicul Mystery TourJ •' '"í'VAy •• v \ ■••• /•• v. WKWtJWJSj Áhuginn skín úr augum Ringos, og Ner þessi mynd tekin er þeir félagar slógu upp í gaman og hófu að ieika fótbolta. ■ ■ ■ ■' " - : ;< 1.: ; :■ Georg Harrison einn á víðavangi. Georg Harrison ásamt einni af bikinidömunum í leikhléi. J^oks hafa Bítlarnir lokið við hinn langþráða og margumtalaða sjónvarpsþátt „Magical Mystery Tour“. Kostnað í sambandi viö töku hins einnar klukkustundar þáttar, sém tekinn var upp án handrita eða nokkurra fyrirfram ákveðinna áætlana, hafa þeir að öllu séð um sjálfir. Allar senur hafa snillingamir fjórir gert, undirbúningslaust á staönum — bæði tií skemmtunar og gremju fyrir upptökumennina, sem aldrei vissu hvar né hvenær þeir áttu að stilla upp taekjum sínum. Allir liösinnismennirnir eru þó sammála um, að þeir hafi aldrei upplifað svo viðburðarrík- ar vikur í lífi sínu. Ánægðust var þó hin fimmt- án ára gamla Catherina Osborn. Hún sneri sér til Paul McCartney til þess að fá eiginhandar- áritun hans — hana fékk hún, en það sem meira var, auk þess hlutverk í myndinni, sem „bikinidama í sundpolli“. Sýningarréttur fyrir þennan þátt Bítlanna kostar um 350.000 kr., svo eigi er líklegt að hann birtist hér á landi í bráð. Verða því Bítla unnendur að bíða nokkuö, þar til að því kemur. Til að leyfa mönnum að finna smjörþefinn af þættinum, birtum viö þessar myndir, sem hér fylgja, sem teknar voru meðan á töku hans stóð. — Vonum við svo, að sem flestir hafi ánægju af. Já, hver fjárinn, - • hvaö hefurðu eiginlega sett i jólaöliö, kona! Eítthvað vantar til jólanna (3) Vi8 vonum að lesendur hafi þegar ráöiö tvær fyrri gátumar, og fundið þá fimm hiuti eða atriðl, sem vantaBi á neöri mynd ina, þegar hún var borin saman við þá efri. Munið að geyma úrklippumar vel, — þær verða tíu áöur en óhætt er að senda þær til okkar. Það er til góðra verölauna að vinna, — valið er um Nilfisk-ryksugu eða Baller- up-hrærivél frá Fönix, — verð- mæti um 6000 krónur. Nokkrir liösinnismenn þáttarins saman komnir fyrir framan flutn- ingabOinn. Kennir þar margra grasa, eins og sjá má á myndinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.