Vísir - 21.12.1967, Qupperneq 2
2
VÍSIR . Fimmtudagur 21. desember 1937.
Lyngbrekka — nýtt
félagsheimili
Litlu jólunum er nú lokið í fiestum barnaskólum og bornin komin í jólafríið. Þessa mynd tók ljós-
myndari Vísis, B. G., af Litlu jólunum í Melaskólanum, en drengurinn, sem er að lesa, heitir Gunn-
laugur Johnson og er í 4 D.
Vígsla hins nýja félagsheimilis
vestustu hreppa Mýrarsýslu, Álfta
neshrepps og Hraunhrepps, fór
fram hinn 5. nóvember sl. Hófst
samkoman með helgistund, er þjón-
andi prestar svæðisins önnuðust
Fyrst var sunginn sálmurinn Vor
Guð er borg á bjargi traust, en þar
næst flutti sr. Árni Pálsson í Söðuls
holti ritningarorð. Sr. Leó Júlíus-
son, prófastur á Borg prédikaði, en
á eftir var sungið ísland ögrum
skorið.
Að lokinni þessari helgiathöfn
setti formaður undirbúningsnefnd
ar Friðgeir Friðjónsson, samkom-
una með stuttri ræðu, en þar næst
var byggingarsaga hússins rakin
og gerði það Bjarni Valtýr Guðjóns-
son, Svarfhóli, sem gerði grein fyr
ir áratuga löngum aðdraganda þess
að hafizt var handa um byggingu
samkomuhúss í byggðinni, en það
mál hafi löngum verið mjög á dag-
skrá meðal félagssamtaka sveitar-
innar.
Þá hófst nafngiftarathöfn með
því, að Ingibjörg Friðgeirsdóttir
húsfreyja á Hofsstöðum las frum-
samið kvæði, en í lokaerindi þess
kom fram nafn það er valið hafði
verið á húsið — Lyngbrekka.. —
Um leið og nafnið hafði verið nefnt
í niöurlagslínum ljóðsins voru upp
hleyptir stafir þess afhjúpaðir á
baktjaldi leiksviðsins, en neðar
skartaðj Hvítbláinn, fáni ung-
mennahreyfingarinnar.
Næst voru flutt ávörp fulltrúa
þeirra samtaka, er að byggingunni
hafa staðið, sem eru hreppsfélög
Hraunhrepps og Álftnesinga og
ungmennafélögin Bjöm Hítdæla-
kappi og Egill Skallagrfmsson. Var
þá lokið fyrsta þætti vfgsluhátíð-
arinnar, og hófst nú kaffidrykkja.
Fór nú dagskráin fram með léttum
blæ, ræðuhöldum söng, lestri
kvæða, afhendingu gjafa, upplestri
skeyta og gamanefni o.s.frv.
Að loknum veitingum hófst dans
og stóð hann til kl. 1 e.m. Hafði
þá þessi hátíðarsamkoma staðiö í
nfu klukkutíma. Veizlustjóri var
Friðgeirs Friðjónsson. Sveins-
'stööum.
Um þrjú hundruð manns sóttu
þessa samkomu, þar af mjög marg
ir burtfluttir Mýramenn. Meðal
gesta var Þorsteinn Einarsson í-
þróttafulltrúi.
Teikningu að húsinu gerði Gísli
Halldórsson arkitekt. Yfirsmiður
fyrsta árið var Eiríkur Davíðsson
frá Miklaholti, en síðan Sigurgéir
Ingimarsson, Borgarnesi. Bygging
hússins hófst árið 1959, og hefur
verið unniö við það meira og minna
á hverjv ári síðan. Grunnflötur
þess er 320 fermetrar. í aðalálmu
er samkomu- og veitingasalur og
leiksvið og kjallarar undir báðum
endum álmunnar. 1 útbyggingu aðal
hæðar eru, auk anddyris, miðasölu,
forstofu og fatageymslu, eldhús,
bókastofa og hreinlætisherbergi.
Heildarkostnaður við bygginguna
er nú kominn nokkuö yfir þrjár
milljónir króna. Formaður fram-
kvæmdanefndar er Brynjólfur Ei-
ríksson, Brúarlandi.
Auglýsið í
Visi
Jólafagnaður
VERNDAR
Félagasamtökin Vernd munu
eins og að undanförnu hafa jóla-
fagnað á aðfangadagskvöld í Góð-
templarahúsinu, fyrir þá, sem hafa
ekki tækifæri til að vera þetta
heigasta kvöld ársins hjá vinum og
.vandamönnum.
Félagssamtökin njóta aö vísu
nokkurs styrks frá ríki og bæjar
félögum til starfssemi sinnar, sem
fyrst og fremst er fangahjálp, en
þessum jólafagnaði algjörlega hald
ið utan við þaö. Það sem stendur
undir kostnaði við þennan þátt
starfsseminnar, er eingöngu hin
alkunna rausn og hjálpsemi Reyk-
víkinga, sem æfinlega eru viljugir
að veita þörfu málefni lið.
Mörgum stofnunum og einstakl-
ingum eigum viö að þakka aö
jhægt hefur veriö að halda uppi
(þessari starfssemi, og jafnframt
isenda jólagjafir til þeirra sem af
'ýmsum ástæöum eiga ekki von á
þeim frá öðrum.
Seinasta jólafagnað Verndar
(sóttu yfir 50 manns, sem allir
|fengu jólapakka. Alls hafa verið
isendir út um 200 jólapakkar árlega
'síðan þessi starfsemi hófst.
I Mörgum hefur gefizt vel að
i „heita“ á Vemd, en allar slíkar
gjafir og áheit eru notuð til mat-
arkaupa, því þótt sorglegt sé frá
að segja koma daglega margir á
skrifstofu samtakanna á Grjóta-
| götu 14, sem eru matarþurfi. Einn
; ig hefur Vernd haft forgöngu með
að næturgestum í Fangageymsl-
unni í Sfðumúla sé gefin heit súpa
áður en þeir fara út á götuna aft-
ur.
j Allt þetta kostar mikið fé, og
treystum við þvl eins og áður
( á hjálp og velvilja Reykvíkinga til
að hægt sé að halda þessari starf-
semi, svo aö enginn þurfi að sitja
i einn kaldur og svangur á aðfanga
' dagskvöld.
Sigr. J. Magnússon
Jólanefnd Verndar skipa þessar
konur: Sigr. J. Magnússon, sími
12398, Lóa Kristjánsdóttir, sími
12423, Rannveig Ingimundardóttir
sími 12385, Hanna Jóhannesdóttir,
sími 13677, Emilía Húnfjörð, sfmi
81833 og Unnur Sigurðardóttir,
sími 17880.
Skrifstofa Verndar er opin alla
virka daga frá 9—12 f.h. og 4—10
eftir hádegi.
NYJAR 1I0RUR
FRA MARKS & SPENCER
GEFJUN-IÐUNN AUSTURSTRÆTI
I