Vísir - 21.12.1967, Side 7

Vísir - 21.12.1967, Side 7
7 VÍSIR . Fimmtudagur 21. desember 1967. Efnahagsmál einkenndu Þingmenn hvíBdnrþurtf eftir strangt eg nnnasnmt þinghuld Séð yfir þingsal, meðan á þingfundi stendur. Heim I hlýiuna af jólaljosun- um halda nú þingmenn okkar úr kulda stjómmálabaráttuhnar i kaldranalegum sölum Alþing- is. Þelr hafa nú gert hlé á anna sömu starfi þingsins. Þurrum þingræðum og enn þurrari þingskjölum hefur nú verið ýtt til hliðar og fram verð ur tekinn kassinn með gamla jólaskrautinu frá því í fyrra, sem beðið hefur heimkomu heimilisföðurins með nýja jóla- tréð og varastykkin í jólaser- íuna. Þeim er líklega orðin þörf á þvf, blessuðum þingmönnunum okkar, að komast í gömlu inni skóna sína aftur og að losa þröngan flibbann á óþægilegri ábyrgðarskyrtunni, sem þeir hafa klæðzt undanfarna mánuöi. Tækifæri til léttara skrafs en um efnahagsmál hlýtur líka að vera þeim kærkomiö. Efnahagsmál ofarlega á baugi. Það er einmitt það, sem þetta þing — eða þaö sem af því er — hefur einkennzt mest af — irai- ræðum um efnahagsmál. Þau mál, sem náð hafa fram aö ganga á þessu 88. löggjafarþingi okkar íslendinga, hafa öll — utan kannski fjögur eða fimm — varðað efnahagsmál. Um þau hefur mest verið þrefað og flestir fundimir í hátt virtum deildum og nefndum þingsins verið haldnir. Langur tími fór til umræðna um efna- hagsaðgeröir — frumvarp, sem rikisstjómin lagði fram, þegar útséð varð um það, að sjávar- afurðir okkar myndu ekki hækka f bráð á erlendum mörk uðum, — sem aldrei kom til framkvæmda vegna breyttra að stæðna. 1 staðinn var gripið til ann- arra ráða. Þegar gengi mynta ýmissa viðskiptaþjóða okkar var breytt, var gengi íslenzku krón unnar breytt, sem reynt hafði verið að komast hjá fram til þessa. í kjölfar þessarar til- færslu fjármuna f landinu fylgdu svo ýmiss konar hliðar- ráðstafanir, fmmvörp um ný lagaákvæði og breytingar á eldri lögum, sem skyldu verða til úrlausnar þeim, sem vandinn hafði áður steðjað að og þeim sem gengislækkunin kæmi illa niður á. Tímar tvennir. Fram aö gengislækkun ís- lenzku krónunnar og umræðun um um hliðarráðstafanimar fóm þingmenn sér hægt með sín mál og fundartímar efri og neðri deildar takmörkuöust við fjóra daga vikunnar frá kl. 2 til kl. 4. Ef frá eru taldar umræöurnar um kjörbréf eins þingsmannsins í upphafi þingsins og afstöðu þingflokkanna til þess, voru um ræður frekar daufar, þar til efnahagsaðgerðafmmvarp ríkis- stjómarinnar kom fram. Mál einstakra þingmanna hurfu jafn óðum f nefndir eftir þvf, sem þau komu fram eiginlega um ræðulaust. Hins vegar skiptist alveg um með tilkomu efnahagsaðgerö- anna og svo síðar gengisbreyt- ingarinnar. Það endurspeglast í störfum þingsins, hve pyngjan er mönnum almennt viðkvæm. Nú entist hinn takmarkaði fundatími í deildunum ekki. en fundum var haldið áfram fram eftir kvöldum og stöku sinnum fram á nótt. Helgarfrí þing- manna hurfu eins og dögg fyrir sólu og þar meö værðin, sem yfir þeim hafði verið til þessa. Samstundis og rfkisstjómin lagöi fram frumvarp um ráðstaf anir vegna ákvörðunar Seöla- banka íslands um nýtt gengi íslenzku krónunnar, var lögð fram tillaga til vantraustsyfirlýs ingar á stjómina og var um- ræöum um hana útvarpað. Síðan rak hvert máliö annað sem ýmist bráðlá á að afgreitt yrði fyrir áramót, eða eðlis síns vegna á örfáum dögum. Þannig stóð annrfki þingmanna fram til sföasta dags fyrir jólaleyfi, þvi að auk þingfunda vom svo haldnir fundir f nefndum þings ins sem þingmenn þurfa aö sitja, að ekki sé minnzt á fundi ýmissa samtaka utan þings, sem þingmenn margir em aðilar aö en starfsemi fjölmargra félaga og hagsmunasamtaka hefur sjaldan verið fjörugri en í vetur og gætti afleiðinga þess inn í sali Alþingis. Fimmtán urðu að lögum Þau fmmvörp, sem að lögum urðu á þessu þingi, vom öll flutt af rikisstjóminni. Þrjú þeirra voru flutt í samræmi við frumvarpið um breytingu á stjórnarskránni um lækkun ald usrtakmarka niður í 20 ár til kosninga. Það er því orðið að Iögum, að menn öðlist lögræöi 20 ára gamlir í stað 21 árs áð- ur. Á sama hátt mega karlmenn stofna til hjúskapar og slíta 20 ára gamlir. Kosningarétt til sveitastjómakosninga fá menn 20 ára gamlir. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna ákvörð- unar Seðlabanka íslands um nýtt gengi fslenzku krónunnar varð að lögum. Umræður um frumvarpið hófust að kvöldi föstudags og stóðu yfir um helgi, en þeim varð lokið, svo bankaviðskipti gátu hafizt að morgni mánudags, en fmmvarp ið var forsenda þess, að það væri unnt. Stjómarfrumvarpið um breyt ingu á lögum um framleiösluráð landbúnaðarins o.fl. varð að lög um. Á verðlagsgrundvöllurinn, sem. ákveöinn var fyrir haustið að gilda aðeins til eins árs til ákvörðunar afurðaverðs. Vegna gengisbreytingarinnar kom fram annað stjómarfrumv. um ráðstafanir vegna landbún- aðarins. Fjallaði það um endur skoðun á verðlagsgrundvellin- um og hvemig varið skyldi gengishagnaðinum. Stjómarframvarp um breyt- ingu á lögum um verölagsmál, þar sem kveðið var svo á um verðlagsnefnd að hún skyldi skipuð 9 mönnum, varð að lög- um. Fengu þá A.S.Í. og B.S.R.B. fulltrúa í nefndinni Frumvarp stjómarinnar sem flutt var f samræmi við sam- þykkt borgarstjómar Reykja- víkur, um breytingu á fram- faarslulögunum, varð að lögum. Frumvarpið um ráðstöfun á gengishagnaði af útfluttum sjávarafurðum varð að lögum með nokkrum breytingum. Frumvarp um Bjargráðasjóð íslands varö aö lögum og frum- varp um breytingu á almanna- tryggingum varð einnig að lögum. Frumvarp um breytingu á lögum um söluskatt varð að lögum. Breytingar á lögum um tekju skatt og eignaskatt voru gerð ar fyrir tilstuðlan ríkisstjóm- arinnar, þannig að sett var í lög að sjómenn á farskipum fengju sama frádrátt og sjómenn á fiskiskipum, og hækkuð var virð ing fasteignar til eignarskatts. Síðasta málið. sem þingmenn luku við fyrir jólaleyfi vora fjárlögin, sem nú komu fram með því nýja sniði, sem lögin gera ráð fyrir. Hjá því varð ekki komizt, að um þau yrðu miklar umræður og fram bom- ar margar breytingatillögur, en að lokum náðist þó aö afgreiða þau fyrir þinghlé. — eins og lög gera ráð fyrir. G.P. KERAMIK - Framjiald af bls. 3. þess aö renna hana merki sér hlutinn eins og sums staðar tíðk ast. Þá getur sá sem brennir leirinn og leggur þar með síð- ustu hönd á framleiðslu hans, fullt eins vel merkt sér hann. Hlutur sem framleiddur er á fyrrgreindan hátt, hlýtur alltaf aö darga dám af meðalmennsk- unni. — Framleiðir þú . eingöngu góða hluti? — Ég vil annaðhvort fram- leiöa mjög slæma hluti eða mjög gðða. — Keramik er mjög lítið not- uð til hagkvæmra hluta hér- lendis, eða hvað? — Landar okkar ættu aö læra að nota leirinn, til þess að eta af honum og drekka úr honum. Ef maturinn misheppnast hjá frúnni, er kostur fyrir hana aö geta þó sagt, að „maturinn sé ekki sem beztur en ílátin séu góð“. Leirílát hafa það fram yfir venjuleg matarílát að þau eru persónulegri. Leirinn er vel fallinn.til margs brúks, svo sem skreytinga, enda gefur hann feikilega möguleika. — Hefurðu hugsaö þér að vinna t.d. veggmyndir úr leir? — Já reyndar hef ég hugsað mér aö gera tilraunir í þá átt, enda er þaö myndlistin sem ég hef mestan áhuga á. — Þú ert einn af stofnendum SÚM. Hvað er það eiginlega? — SÚM á að vera grund- völlum að yérkalýðshreyfingu myndlistarmanna og hefur það markmið að skapa ÖLLUM meö- limum sínum starfstækifæri, þar eð myndlistarfélögin, sem fyrir eru í landinu, hafa leyft sér þann munað að skapa eins konar herrastétt meðal mynd- listarmanna, en það tel ég frá- leita stefnu. — Þú fyrirgefur þó ég skilji þetta ekki alveg? ___ Það mætti líkia aðstöðu ungra myndlistarmanna 1 dag við aðstöðu verkalýðsfélagsins Dagrbrúnar nyti það ekki kosn- ingaréttar innán Alþýðusam- bands Islands. Hugmynd okkar var sú, að sækja um aðild aö Bandalagi ísl. myndlistarmanna, en ég hallast að þelrri skoðun, að nær væri fyrir okkur að sækja um aöild að „Al- þýðusambandi íslands". Við er- um verkafólk eins og annað tólk sem vinnur fyrir sér með hönd- unum og heilanum. R.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.