Vísir - 27.12.1967, Page 3

Vísir - 27.12.1967, Page 3
V1SIR . Miðvll.adagur 27, desember 1967. 3 > i I ) i I i I i i i i í i i I I V J i i I I \ KOPPALOGN Já, það er sannarlega „drott- ins dýrðar koppalogn" í þorpi því. Rollumar fá að rölta í friði um kirkjugarðinn og bíta grasið á leiðum hinna látnu. Karlarnir dunda við báta sína og veiða- færi, taka í nefið og spýta við og við. Presturinn er hændur að sjónum á sína vísu ekki síður en aðrir. Öll þessi ár, sem hann hefur verið sálnahirðir þorps- búa hefur hann ekki látið eitt einasta vélstjóranámskeið, sem haldið hefur verið þar á fjöfð unum fram hjá sér fara. Enda er hann útfarinn við mótora. Fulltrúi kvenþjóðarinnar er si- fellt að fjasa um skrúðgarð. En menn hafa nú um annað að hugsa — eins og til dæmis roll urnar og þorskihn. Og hvaða máli skiptir það þó að Mángi mállausi sé að rúst- berja spreillifandi tundurdufl í fjörunni neðan við bamaskól- ann. Sei, sei, nei? „Koppalogn" er samnefnið á jólasýningu Leikfélagsins, tveim einþáttungum eftir Jónas Árna son. „Drottins dýrðar koppa- logn“ gerist í sjávarplássi rétt eftir fyrra stríö. „Táp og fjör“ gerist á sveitabæ í nálægð okk- ar tíma. Þar er vikið að breytt um búskaparháttum. Beljurnar lifa ekki mjólkurskattinn, það verður að leiöa þær í slátur- húsiö. Það á að rækta svín í staðinn. En hver á að hiröa svín in? Ekki hann Lási fjósamaður. Hann fer sama sem sömu leið og kýrnar — það er að segja „suður“. Úr Drottins dýrðar koppalogni: Guðmundur Pálsson með lækninn (Steindór Hjörleifsson) í hjólbörum. Baksviðs sér á odd- vitann (Jón Aðils), prestinn (Brynjólf Jóhannesson) og hrepps tjórinn, yzt tii vinstri (Jón Sigurbjörnsson). Steindór Hjörleifsson hefur lít ið sézt á leiksviði undánfárin' ár eftir að hann réðist til sjón- varpsins, en hér gefst leikhús- gestum kostur á að sjá hann í hlutverki Lása fjósamanns. — Borgar Garöarsson leikur strák inn af „hælinu“ í sveitinni, sem fenginn var til þess aö rífa fjósiö ofan af kúnum. Hjónin leika Margrét Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson, mjólkurbíl stjórann leikur Jón Sigurbjörns son. Hlutverk eru mörg í „Drott ins dýrðar koppalogni" Brynj- ólfur Jóhannesson leikur prest- inn, Jón Aðils oddvitann í í plássinu, rólegheitamann sem „Lási tangó kölluðu þeir mig“ (Steindói og Margrét). á það þó til að taka til hend- inni þegar abbast er upp á hreppsnefndina með óþarfa kvabb eins og til dæmis þetta með að draga tundurduflið burt frá barnaskólanum — Hrepp- stjórinn, æruverðugan, gigtveik an rollubónda með innsigli valds síns í logagylltri derhúfu Jón Sigurbjörnsson. Sigríöur Hagalín leikur fulltrúa kven- þjóðarinnar í hreppsnefndinni, og skólastjórann, bókabéus meö rosabrillur á nefinu, leikur Pétur Einarsson Aðrir. leikend ur eru: Guðmundur Pálsson, Bor'gar Garðarsson, Sigmundur Örn Arngrímsson, Guðmundur Erlendsson og Hrafnhildur Guð mundsdóttir. Er það fyrsta hlut verk hennar í Iðnó að afloknu leiklistarnámi í London, en hún fór þangað til náms aö loknu prófi frá leikskóla Leikfélags- ins — Auk þess koma fram í sýningunni Erlendur Svavarsson og Harald G. Haralds. Æfingar á „Koppalogni" hafa átaðið i allt haust. Sýningin ér sett upp i náinni samvinnu leik húss og höfundar, eins og gjarna tíðkast orðið um ný ís- lenzk verk. Þetta er fyrsta leik- ritið, sem Jónas semur einn, en flestum eru kunn leikrit þau, er hann hefur samið í samvinnu við bróður sinn, Jón Múla: — „Deleríum búbónis“, sem frum sýnt var hjá Leikfélaginu á sín um tíma og „Járnhausinn", sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu í hitteðfyrra. Leikstjóri þessarar sýningar er Helgi Skúlason ,en hann setur einnig á svið „Sumarið 37“ eftir Jökul Jakobsson, sem verður næsta verkefni Leikfé- lagsins og væntanlega frum- sýnt í febrúar. Er það þriðja nýja íslenzka verkefnið í Iðnó í vetur. Það hefur þegar verið æft nokkuó. Leikmyndir gerir Steinþór Sigurðsson. Þá eru að byrja í Iðnó æf- ingar á Heddu Gabler eftir Ib- sen í nýrri þýðingu eftir Árna Guðnason. Leikmynd fyrir það verk mun ungur Norðmaöur gera, Snorre Tindberg frá Norsk Teater í Osló. Titilhlut- verkið leikur Helga Bachmann. Táp og fjör (Guðmundur og Borgar). sa fX

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.