Vísir - 27.12.1967, Side 7

Vísir - 27.12.1967, Side 7
VlSIR . Miövikudagur 27. desember 1967. íDRULLUPOLLUM íé Nokkur tími er nú liðinn frá því strákarnir í bænum hófu að safna til áramótabálkasta, en aiiir vita, hversu iðnir þeir geta verið við þá söfnun. Ungu mennirnir Ieggja mikið á sig til að búa til sem veglegasta bálkesti, velta trékössum eða bíldekkjum langar Ieiðir, ganga milli fyrirtækja til að ná í efni í bálkestina og allt er vel þegið, sem á annað borð logar. — Stundum hefur það komið fyrir, að myndarlegir bálkestir, sem safnað hefur verið til með súrum sveita, hafa verið brenndir löngu fyrir gamlársdag og hefur þá margt barnshjartað á tt bágt. Stundum hafa fullorðnir menn verið að verki, en oftast er um drengi að ræða, sem eru annaðhvort að stríða öðrum drengjum, eða hefna sin fyrir „að fá ekki að vera með“, eða af öðrum ástæðum. í I I I f I l > » I k > i i > i \7'ísir fór í heimsókn að tveim ’ bálköstum og hafði tal af nokkrum drengjum sem þar voru. Fyrst lögðum við leið okkar á Mambratún, eða Miklatún, þar sem bálköstur borgarinnar er staðsettur, sá stærsti á land- inu. Þar voru tvær stóvirkar vinnuvélar að störfum, krani sem hlóð köstinn og ýtuskófla sem safnaði efninu saman í hrúgu fyrir kranann. Þessi bál- köstur er hinn myndarlegasti óg kennir margra grasa i samsetn ingu hans, þar mátti sjá báta trékassa, kefli undan vírum, hjólbarða o.m.fl. Við bálköstin hittum við tvo drengi, sem fylgd ust með hleðslunni af athyglL — Hvað heitið þið strákar? Sá stærri verður fyrir svörum: — Ég heiti Jón Tómasson, en þetta er hinn frægi Bjöm Harð arson sá sem fann silfrið. — Hvaða silfur.? — Hann fann stolna silfrið héma á Klambratúninu um dag inn og kom í blöðunum. Við þessa skýringu munum við eftir því hvaða silfur var um að ræða. Þvl hafði veriö stolið suður á Reykjanesi og síð an höfðu þjófamir falið þaö í snjóskafli hér á túninu. Tveir snáðar fundu það og komu því til lögreglunnar. Fyrir bragðið fengu þeir myndir birtar af sér í blöðunum og hafa að sjálf- sögðu hlotið mikla frægð meðal kunningjanna. — Fenguð þið nokkur fundar laun? — Já ég fékk þúsundkall og kranabíl f verðlaun frá löggunni. — Þetta er myndarleg brenna strákar. — Já, þetta er Reykjavíkur brennan. í fyrra vom fleiri bátar í henni og þá logaði hún í þrjá daga á eftir. — Hafið þið unnið að brenn unni? — Nei, en við höfum leikið okkur heilmikið í draslinu og fundið alls konar dót. — Eins og hvað? — Straujám, penna, penna- fyllingar, skæri batterí.hand- af hjólum, og svo fann einn strákur fullan kassa af hagla- byssuskotum. — Hvað gerði hann við kass- ann? — Hann fór með hann heim til sín maður. — Hvað gerðuð þiö við dót ið sem þið funduö? — Við fórum með það heim, en það var allt tekið af okkur og svo var þvl hent. Hvaðan kemur efnið í þessa brennu? — Það kemur frá mörgum stöðum. Sumt kemur frá Slátur félagi Suðurlands, sumt frá höfn inni, eins og til dæmis bátamir og rúllumar vlst líka, svo kem ur sumt frá Pennanum og sumt frá hinum cg þessum verksmiðj um. — Og það logar vel I þessu dóti? — Já þeir hella bara bensíni yfir það. Það logar I bensíni þó að það sé ofan I drullupollum. Þið þökkum þeim félögum fyr ir viðtalið og höldum næst inn I Laugames, en þar em strákar að fást við bálköst, sem er ekki nema lítið brot af borgarkest- inum að stærö. Sá heitir Ómar Friðberg sem fyrir svömm verður að mestu leiti: — Hvaðan eruð þið strákar? — Við erum allir héma úr Laugamesinu. —Hvenær byrjuðuð þið að safna I bálköstinn? — Það var 5. desember. — Eruð þið margir um köst- inn? — Ég held að við séum 10 eöa 11. — Hvaðan fáið þið efnið? — Svona hingað og þangað. Sumt fáum við hjá Tollvöm- geymslunni, sumt hjá Volvóum- boðinu og Skódaumboðinu og svona hingað og þangaö. — Hverjir hjálpa ykkur við þetta? — Enginn, við bara förum og sníkjum dótið og fáum svo sendi bfl til að keyra þvf. — Hver borgar bílinn? — Við sjálfir. — Hefur verið kveikt í kesti fyrir ykkur, áður en tfmi var til kominn? — Já einu sinni var kveikt — Vissuð þið hverjir gerðu það? — Það vom strákar í stóm blokkinni en þeir hafa lofað að gera það ekki aftur. Bjöm Harðarson t. v. og Jón Tómasson við borgarköstínn á Klambratúni. Strákarnir í Laugarnesi. Kári Sigurðsson, Ómar Friöbergsson, Páll Hjálmar Hilmarsson og Páll Eyjólfsson situr efstur. — Fylgist lögreglan með þessu hjá ykkur? — Já, við verðum að fá leyfi hjá henni til þess að mega búa til brennu. Að lokum höfðum við tal af Stefáni Jóhannssyni, en hann hefur yfirumsjón af hálfu lög- reglunnar með bálköstum I borg inni. — Hvaö verða margar brenn ur I Reykjavík að þessu sinni? — Ég veit það ekki nákvæm S lega ennþá. Þær em milli 40 og 50, enn sem komið er, en í fyrra voru þær milli 50 og 60. Það verður ekki hægt að segja um fjöldann fyrr en eftir jól- in, vegna þess að ekki er byrj að að hlaða sumar brennurnar. — Þarf ekki sérstakt leyfi fyr ir brennunum? — Jú, það þarf að sækja um leyfi til okk„. til að hafa brenn ur, en það hefur viljað gleymast hjá sumum. Þess vegna getur svo farið, aö við verðum aö taka sumar þeirra niður. — Er brennan á Klambratúni sú eina opinbera I borginni? - Já hún er sú eina, að hln- um standa yfirleitt krakkar. — Þiö fylgist með brennun- um á gamlárskvöld, eða hvað? — Já, viö ökum á milli staöa og fylgjumst meö. Það verður að va:a fólk sérstaklega viö þeim hættum sem leynast við svona brennur svo sem tómum olíu eða bensíntunnum en slys geta og hafa af hlotizt er þeim var velt á eld, en mikil sprengi- hætta stafar af gasi því sem myndast I tunnunum. ■ ■ v x • ■■■ ' ’ ■ ■ - IJnnið að borgarkestinum á Klambratúni. Hallgrímskirkja trónar í baksýn. 7 WJ, 1

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.