Vísir - 06.01.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 06.01.1968, Blaðsíða 9
V1SIR. Laugardagur 6. janúar 1968. ■£JM ÁRAMÓT gera menn upp reikningana, tap og gróða, miða uppgjörið gjarnan við árin á undan og spá fram um næsta ár. Seinasta ár var á ýmsan hátt sögulegt fyrir höfuðat- vinnugrein Islendinga, sjávarútveginn. Miklir erfiðleikar steðjuðu að. Vetrarvertíðin gekk vonum verr, síldveið- arnar fóru mikið til fram á fjarlægum miðum allt að 800 mOur frá landi og hefði sennilega orðið algjört síldar- leysisár, ef sfldarflotinn hefði ekki verið byggður upp svo sem gert hefur verið seinustu þrjú —fjögur árin. — Mikið verðfall varð á sjávarafurðum okkar á erlendum markaði og rýrði það mjög hlut útgerðar og fiskvinnslu. Þessi fjarlægð síldarmiðanna krefst nýrra úrlausna. Gerðar voru tilraunir með saltsíldarflutninga, meðal ann- ars á vegum Sfldarútvegsnefndar, og þýkir ýmsum sem þær tilraunir hefði mátt gera fyrr. Nýtt fiskirannsókna- skip og hið fyrsta í eigu íslendinga kom til landsins á árinu, og undirbúningur að smíði fullkomins hafrannsókna- skips komst á nokkurn rekspöl, en smiði þess verður væntanlega lokið 1969. Ársaflinn 340 þúsund lestum minni en í fyrra. Vísir ræddi lítillega við Má Elísson, fiskimálastjóra, iaust eftir áramótin um sjávarútveg- inn á árinu sem leið og fram- tiðarhorfur. — Fiskifélagið hefur tekið saman, lauslega, tölur yfir afla ársins og er hann nokkru minni en árið á undan en þá var metár í fiskveiðum íslendinga. Áætlaður fiskafli íslendinga er sem hér segir (afli ársins á undan í sviga): Síld 470 þús. lestir (770) Loðna 97 — — (125) Þorskafli báta 260 - — (279) Þorskafli togara 70 — — ( 60) Krabbadýr (rækja og humar) 4 — — (rúml. 5 þús.) (Til hægöarauka eru allar fiski- tegundir aörar en sfld, loðna og krabbadýr flokkaöar undir þorskafla.) Heildaraflinn á árinu er þvi um 900 þúsund lestir, en var árið á undan 1240 þúsund lestir. Áriö 1965 var heildaraflinn 1199 þúsund lestir, 1964: 973 þúsund lestir, en síðasta ár er er fjórða mesta aflaár í sögu fiskveiða okkar. Árið 1963 | veiddust hér aðeins 785 þús- und lestir. Fiskiskipastóllinn hef- ur vaxið um 8 þúsund tonn. Þess ber þó að gæta þegar borið er saman aflamagn síð- ustu ára, að fiskiskipastóll landsmanna hefur vaxið mjög seinustu ár, er hann við þessi áramót að tölu rúmlega, öllu stærri en í fyrra. Samkvæmt þessari auknu stærö fiskiskipa flotans jafnframt aukinni tækni við veiðarnar, hefði seinasta ár því ekki átt að skila minni afla en árin áöur, enda þótt þau væru hagstæð hvað veðurfar og fiskigengd snertir, Fiskimálastjóri taldi einkum tvær ástæður til þessa samdrátt ar í fiskveiðunum í ár. Gæfta- leysi og fjarlægð síldarinnar frá landinu í sumar. Vetrarvertíöin var óvenju ógæftasöm og það háði síldveiðunur.i mjög hve síldin gekk seint á miðin úti fyr ir Áustfjörðum, auk þess sem ógæftir hömiuðu veiðunum í haust.eftir að síldin var komin nær landinu. Útvegsmenn eru hikandi við að láta báta sina fara á netaveiðar f vetur. Þeir bfða nú bundnir við bryggjur, — eftir fiskverðinu. • VIÐTAL DAGSINS Hins vegar kvaðst fiskimála- stjóri ekki telja ástæðu til að óttast fiskileysi fiskgengd væri ekki minni í sjónum en undan- farin ár. Um verðmæti fiskaflans á ár inu mun nokkru erfiðara að segja. Fiskimálastjóri taldi út- flutningsverömæti fiskaflans síðasta ár liltölulega minni en i fyr.. .einkum síldaraflans. Þar kemur til hið geigvænlega verð fall sem oröið hefur á erlend- um mörkuðum. Síldarverðið var því miklu minna í ár en áð- ur. Hins vegar hélzt þorskverð til bátaflotans stöðugt á árinu. Óvissar markaðshorfur. Við spurðum fiskimálastjóra Verksmiðjutogarar Þjóðverja og Breta og auknar fiskveiðar A- Evrópulanda hafa þrengt að fiskmarkaði okkar, sagði IVIár Elis- son, fiskimálastjóri í viötali vig Vísi. hvort óhætt væri að líta á mark aðshorfurnar nú með hógværri bjartsýni. — Ég er ekki mjög bjartsýnn á markaðshorfurnar eins og þær eru nú. Eins og menn muna gjörbreyttist markaðshagur okk ar í Bandaríkjunum, þegar páfi afnam bann kaþólsku kirkjunnar viö kjötneyzlu á föstudögum. Það tekur tíma að aðlagast þesum breyttu högum. Nú er ekki lengur neinn ,,fisk- dagur“ eins og föstudagurinn var, en fisksalan miðaöist mjög mikið við þennan eina dag, ail ur undirbúningur, auglýsingar og annað. Starfsmenn okkar þar vestra hafa sagt að fisksölu- málin krefjist algjörrar endur- skipulagningar af þessum sök urn og það tekur tíma. I öðru lagi þrengir það að fiskmarkaði okkar, hve Bretar og Þjóðverjar hafa aukið sínar fiskveiðar með hinum stóru verksmiðjutogurum. Þessi skip er að vísu rekin með tapi, en þau skila miklum afla á land. I þriöja lagi hafa viðskipta- lönd okkar í A-Evrópu, svo sem Pólverjar. A-Þjóðverjar og Rússar stóraukið fiskveiðar sínar auk þess sem fleiri þjóð- ir, svo sem eins og Suður- Ameríkulör.din eru komin inn á freðfiskmarkaðinn. — Til dæmis má nefna að sala á freðfiski til Rússlands er nú í alnjörri óvissu bæði hvað snertir magn og verð. Framliðnrmarkaðshorfur hvað snertir freðfisk .ru þvi mjög óvissa: og gefa ekki ástæðu til bjartsýni. Hins vegar var hagstæður markaður fyrir saltfisk á árinu. einkum fyrir stóran saltfisk, vertíðarfisk. Það eru ekki líkur á að það ástand breytist. Allt er enn í óvissu meö skreiðarsölu, einkum lægri gæðaflokka, vegna óeiröanna í Nígeríu, sem hefur jafna keypt mikinn hluta af þessari vöru. — Verður ekki reynt að draga úr netaveiöinni vegna þessa ,eða settar um hana s angari reglur? — Það eru til reglur um tak- markaðarf netafjölda, en ég ótt- ast hins vegar að þeim reglum hafi ekki veriö hlýtt á stund- um. Hvort reglunum verður fylgt betur eftir í vetur, veit ég ekki. Hins vegar býst ég við að útgerðarmenn og skipstjórar séu hikandi við að gera út á netaveiöar. Aö minnsta kosti má reikna með því aö skipstjórar reyni að stilla netafjöldanum i hóf og draga þeim mun oftar. Þetta ástand, sem skapazt hefur '”g: i óeirðanna í Nígeríu verð ur kannski til þess að við för- um aö keppast við að bæta vöru okkar. Höfuðnauðsyn að finna ráð til þess að salta síld af fjarlægum miðum. — Hvernig teljiö þér mark- aðshorfur síldarafuröanna? — Það viröist svo sem ein- hver hækkun sé á mjölverð- inu og lýsisverð hefur verið stöð"gra nú um s.keið en áður Það var þö ekki fyrr en seint á árinu að lýsiö náði þvi verði, s :m samningar um síldarverö- ið miðuðust við í sumar, það er er v/ð Má Elisson, fiskimálastjóra um sjávarútveginn á árinu /967 um 50 pund þannig að verksmj umar hafa mikinn hluta síldar vertíöarinnar orðið að taka á sig mikið np af þeim sökum. Hins vegar hK’tur síldveiö- in í framtíðinni að miöast viö betri nýtingu aflans Saltsíldin gefur að jafnaði um 10% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og ef ekki verður unnt að salta síld með einhverjum ráðum hlýtur sá tekjuliður að hverfa þar eð bræðslusíldin gefur miklu minna af sér miðað við saltsildina. ,g tel þ” 5 höfuðnauðsyn að "*hu_,a sem fvrst, hvaða ráðu’" viö eigum að beita til þess að sai síld næsta sumar. Fiski- frt gar álíta að síldin muni haga sér næsti sumar lfkt því. sem hún gerði í sumar. Liggja ekki fyrir niðurstöður af sí'darflut^inaatilraunum Héð ir í haust? — ’ ær virðast gefa jákvæða niðurstöðu hvað viövíkur fs- aöri síld. 'ns vegar væri athug andi að flytja hana í stærri skip um. Margir útvegsmenn hafa í h- rrniu að láta salta síldina ir bo’rö ! skipum sinum. Vel mætti hugsa sér að flutninga- skin vrði haft á m'ðunum til þess að taKa vtð saltaðri sitd úr veiðiskipunum og flytja til lands, lfkt og bræðslusíldin hefur veriö flutt af miðunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.