Vísir - 06.01.1968, Blaðsíða 1
Danskir lögreglumenn koma
hingað vegna faktú rumálsins
völdunum hér við Iokaþátt
rannsóknarinnar í faktúru-
málinu, — svindlmáli Páls
Jónassonar frá Lambastöð-
um, sem kom fram í dags-
ljósið, þegar danski forstjór-
inn Elmo Nielsen kveikti í
verksmiðju sinni í Kvistgaard
til þess að hilma yfir svindl-
brask sitt.
Mál þetta kom upp seint á
árinu 1966 og þáttur íslenzku
innflytjendanna í þvi hefur ver
ið í rannsókn siðan, en rann-
sókn gengið hægt. Á meðan eru
Danir búnir að rannsaka mál
forstjórans og í fyrra var hann
dæmdur í tukthús fyrir svindl.
>að ’.ar danska lögreglan,
sem vakti á sínum tíma at-
hygli yfirvalda hér, að eitthvað
myndi gruggugt við viðskipti
íslenzkra innflytjenda við fyrir-
tæki Elmo Nielsens. Leiddi
þetta til rannsóknar hér heima
og handtöku Páls Jónassonar og
aðstoðarmanns hans, sem báðir
voru úrskurðaðir í gæzluvarð-
hald.
Svo var að sjá af rannsókn-
inni, að faktúrur með vörusend-
ingum Nielsens væru falsaöar
Með hverri sendingu fylgdu
tvær faktúrur, önnur stfluð á
lægri upphæð en sendingin nam
að verðmæti og var sú sýnd
tollayfirvöldunum til álagningar
tolla, en hin hljóðaði á hærri
upphæð og var sýnd í bönkum
við öflun gjaldeyris. Sumar
faktúrurnar hljóðuðu á aðrar
vörutegundir en í sendingunni
voru. Samkvæmt niöurstöðum
rannsóknar tollayfirvalda og rík
isendurskoðunarinnar virtist
sem Páll ætti ógreiddar 2 millj-
ónir 664 þúsund krónur í að-
flutningsgjöld af þessum við-
skiptum sínum við Hovedstad-
ens Möbelfabrik i Kvistgárd,
auk þess sem margt benti til
þess, að hann hefði gerzt sekur
um gjaldeyrissvik.
í nóvember 1966 komu hing
að tveir danskir lögreglumenn
og endurskoðandi vegna rann-
sóknarinnar í máli Nielsens for-
stjóra, og síðar sendu Danir
gögn í málinu hingaö til lands
til liðsinnis yfirvöldum hér og
snertu gögnin viðskipti íslend-
inga við fyrirtæki Nielsens. Við-
skipti yfir nokkurt tímabil, sem
námu í allt um þrem milljónum
dönskum krónum.
Framhald á bls 10
Ovissa um freðfisksölu til Rússiands
— Ibæð/ hvað snertir verð og magn — samningar tilbúnir i næstu viku
• Kufiniir listdans-:
: flokkur kentur •
ihinpð á vegunt •
j Þjóðleikhússins •
: Næsta fimmtudag kemur hing •
Jað til Jands 25 manna flokkur:
• listdansfólks frá Júgóslavíu ogj
^sýnir hér tvisvar sinnum á vegs
• um Þjóðleikhússlns, föstudag og J
^laugardag. •
J „Frula“, en svo nefnist þessia
• söng og dansflokkur á frummái:
^inu leitast við að halda við •
• lýði og safna upprunalegum al-«
• þýöusöngvum og þjóðdönsum •
^og vinna á listrænan hátt úr •
• því efni. Flokkurinn hefur lað^
^ að að sér marga kunnustu dans J
Jara, söngvara og aðra hljóm- •
• listarmenn Júgóslavíu og hefur:
l hann farið víða um heim ogj
Jsýnt listir sínar við góðar við- •
otökur. Flokkurinn dvaldist með:
^ al annars fimm mánuði í S-Ame •
• riku á síðasta ári, einnig hefur •
• flokkurinn sýnt víða í EvrópuJ
Jog hér kemur flokkurinn við á*
• ieið sinni til Bandaríkjanna, þar:
^sem hann mun sýna næstu fjóra J
Jmánuðina í öllum helztu stór-«
• borgum. ^
^ „FrulaK-dansfIokkurinn var •
• stofnaður af Sambandi atvinnu*
• listdansmanna aðaldansari og^
^bjálfari flokksins heitir Dragos- •
• 'avs Dzadsevics. ^
• •
„Vísir í vikulokin#/
til úskrifendo
*
í dng
„ v ,sir í vikulokin“ fylgir blað-
inu í dag til áskrifenda. Athygli
lesenda er vakin á því, að nú fell-
ur niður sala á „Viisi í vikulokin"
I lausasölu. Verður hann framvegis
aðeins sendur áskrifendum og verð-
ur ekki á boðstólum á annan hátt.
— Áskriftarsími blaðslns er
í-16-60.
Um þessar mundir standa
yfir samningar við Rússa
um fisksölu, og er samn-
inganefnd á vegum íslands
stödd ytra til viðræðna við
Rússa. í viðtali, sem Vísir
birtir í dag við fiskimála-
stjóra, Má Elísson, segir
hann meðal annars, að horf
ur séu mjög óvissar um
freðfisksölu til Rússlands í
ár, bæði hvað snertir magn
og verð, eftir því, sem
samninganefndin upplýsir.
Fyrir tveimur árum var gerður
rammasamningur við Rússa um
fiskkaup til þriggja ára og sam-
þykkja þeir þar kaup á minnst 12-
15 þúsund lestum af frystum fisk-
flökum auk 5 þús lesta af heilfryst
um fiski.
Rússar eru næststæfstu viðskipta
vinir okkar hvað frystar fiskafurð
ir snertir, næst á eftir Bandaríkja
mönnum, en þar hefur dregið mjög
úr fisksölu síðan páfi afnam bann
kaþólsku kirkjunnar við kjötáti á
föstudögum. Rússar keyptu til að
mynda sjö fyrstu mánuði síðasta
árs tæpar 9 þúsund lestir frystra
fiskflaka, en Bandaríkin aðeins um
11 þúsund í stað 16.400 lesta árið
áður
Yrði það þungt áfall fyrir hrað-
frystiiðnaðinn, ef þessi sala frystra
fiskafurða til Rússlands drægist
saman. Rammasamningurinn renn-
ur út i lok þessa árs.
Rússar hafa mjög aukið fiskveið
ar sínar undangengin ár og verða
brátt sjálfum sér nógir með fisk-
afla.
Ekki er þó beinlínis ástæða til
svartsýni varðandi Rússlandssamn-
ingana en búizt er við að þeim
verði lokið seint í næstu viku.
ÓFREMDARÁSTAND Á VOPNA-
VEGNA OL/ULEYSIS
FlRÐl
□ Ófremdarástand hefur nú
skapazt á Vopnafirði,
vegna olíuleysis. Olíuskipið
Stapafeíl er á leiðinni til kaup
staðarins og mun væntanlegt
þangað um hádegisbilið I
dag. Óvíst er hvort því teksí
að landa olíunni í dag vegna
ókyrrðar í höfninni, en aust-
an- og na-átt er mjög ó-
hagstæð fyrir innsiglinguna
til hafnarinnar. Blaðið ræddi
í gær við Hlalldór Halldórs-
son, kaupfélagsstj. á Vopna-
firði og Hjört Hjartar, for-
stjóra skipadeildar S.Í.S. um
mál þetta.
Halldór sagði m. a.:
— Við vonum að úr því á-
standi, sem hér hefur ríkt i
olíumálum, sé nú að rætast, þvi
nú rikir ófremdarástand í bæn-
um. Stapafell er væntanlegt
hingað um hádegi á morgun, (þ
e. a. s. laugardag). Við erum
mjög hræddir við ísinn og von-
umst því eftir olíuskipinu sem
fyrst. Vegna þess hve höfnin
hér er óörugg, þyrftum viö að
eiga olíubirgðir um áramótin,
sem enzt gætu í 3 til 4 mánuði.
Rafstöðin gengur fyrir dísilolíu,
þannig að þegar olíulaust verð-
ur, veröur allt rafmagnslaust,
auk þess að kyndingar stöðvast.
Við erum því algerlega háö ol-
iunni, ef svo mætti segja.
— Er lítið geymslurými fyrir
olíu á Vopnafirði?
- Nei, síður en svo, hér er
nóg geymslupláss. Olíufélögin
segja okkur hins vegar að Rúss-
ar hafi ekki staöið við gerða
samninga, hvað afgreiðslu og
flutninga á olíu viðkemur og
hafa þau þess vegna orðið að
skammta olíuna.
— Hvernig er þá ástandiö á
Vopnafirði núna? Er mikiö af
húsum olíulaust?
— Sem betur fer höfum viö
getað bjargað okkur meö því að
dæla dreggjunum upp úr geym-
unum, en til þess höfum við
notað olíubifreiðadælurnar,
vegna þess að geymadælurnar
sjálfar ná þeim ekki. Með þessu
móti hefur okkur tekizt að
halda logandi í kynditækjum
húsanna, en það er á takmörk-
unum að við getum það öllu
lengur.
— Hvernig eru horfurnar á
að Stapafelli takist að leggjast
að bryggju?
— Höfnin er ófær eins og er,
en við vonum það bezta. í aust
an og n-austanátt er mjög vont
sjólag f höfninni og má geta
þess í því sambandi, að Arnar-
fellið bíður hér úti á firðinum,
en það á að lesta síld.
Hjörtur Hjartar sagði, að
Stapafellið hefði sem kunnugt er
reynt að komast inn á höfnina
í Keflavík eystri, en án árang-
urs. Skipið væri nú á leiðinni
austur með olíufarm, en eins og
væri, íiti ekki út fyrir aö mögu
leikar fyrir löndun væru fyrir
hendi, þar sem algerlega ófært
væri inn í höfnina. Höfnin í
Vopnafirði væri einhver sú erfið
asta á landinu, hafnarskilyrði
léleg. Innsiglingin hættuleg og
svo væri hálfkláraður hafnar-
garður til lítilla bóta. Hjörtur
sagði, að Arnarfell hefði nú
legið úti á firðinum um tíma og
kæmist ekki inn á höfnina,
vegna fyrrgreindra ástæðna, en
það biði þess að geta lestað «
síld á Vopnafirði. Hjörtur sagði
en. Jremur aö Helgafell hefði
orðið að flýja höfnina á Vopna-
firði fyrir nokkru og hefði þó
hlotið skemmdir áður en þvi
Framhald á bls 10