Vísir - 06.01.1968, Blaðsíða 3
VIS IR . jLauraruciéai o, janúar 1968.
pggzagaanMirwig^ffl^^
3
Hér eru 7 af þeim 10, sem efst urðu í atkvæðagreiðslunni. Frá vinstri: Árdís Þðrðardóttir, Eriend-
ur Valdimarsson, Geir Hallsteinsson, Guðmundur Gíslason, Guðmundur Hermannsson, Öm Hallsteins
son og Sigrún Siggeirsdóttir.
létt að komast fram hjá því í
sumar, og ekki sé ólíklegt aö
hann muni ógna 19 metrunum.
Ekki vildi Guðmundur spá
neinu um þetta, — hann er ákaf
lega hógvær og vill ekki gera
mikið úr afrekum sínum.
Guðmundur er skemmtilegt
dæmi um íþróttamann, sem ekki
gefst upp, sem við eigum þvi
miður of litið af. Nafn Guðmund
ar má finna í árbók íþrótta-
manna 1948. Þar sigrar hann á
Vestfjarðamóti í kúluvarpi og
varpar 11.95 metra, þá 23 ára
gamall, eða á þeim aldri, sem
fiestir iþróttamenn vinna sín
stærstu afrek. Næstu 20 árin
bætti Guðmundur afrek sín, en
eitt ár, 1958, var hann frá
keppni v.egna alvarlegra meiðsla
i baki og uppskurðar þeirra
vegna. Þá munu flestir hafa
reiknaö með að ferii íþrótta-
manns væri lokið. — en svo
var ekki.
í hitteðfyrra, eða í september
kom hingað bandarískur kúiu-
varpari, Steinhauer að nafni,
sem kenndi Guðmundi hvemig
bæta mætti árangurinn, — og
næsta vor eftir mikla og góða
ástundun við lyftingar kom ár-
angurinn í Ijós.
Alls komu nöfn 28 íþrótta-
manna fram við atkvæöagreiðsl-
una, en 10 efstu menn og kon-
ur voru þessi:
1. Guðmundur Hermannsson
KR, frjálsíbróttir 77 st.
2. Geir Hallsteinsson,
FH, handknattleikur 49 st.
3. Þorsteinn Þorsteinsson,
KR, frjálsiþróttir 47 st.
4. Erlendur Valdimarsson,
ÍR, frjálsíþróttir 36 st.
5. Guðmundur Gíslason,
Á. sund 33 st.
6. Sigrún Siggeirsdóttir,
Á, sund 24 st.
7. Þórir Magnússon,
KFR, körfuknattleikur 19 st.
8. Jón Þ. Ólafsson,
ÍR, frjálsíþróttir 11 st.
9. Árdís Þórðardóttlr,
Siglufj. skiðaiþróttir 10 st.
10. Öm Hallsteinsson,
FH, handknattleikur 9 st.
Eftir verðlaunaafhendinguna í
gærdag þakkaði Guömundur Her
mannsson fyrir sig meö ræðu
og sagði m.a. að hann hygðist
halda áfram æfingum af kappi.
„Það er enginn kominn á topp-
inn fyrr en hann er örugglega
á niðurleið aftur“, sagði hann
og minnti íþróttamenn á að of
mikl brögð væm að bví aö
menn hættu of snemma þátt-
töku í iþróttum.
Guðmundur Hermannsson,
aðst oðary f irlögregluþ j ónn.
GUÐMUNDUR HERMANNSSON með hina veglegu styttu, sem
fylgir nafnbótinni „íþróttamaður ársins“.
Guðmundur Hermannsson, íþróttamaður ársins:
42 ára lögreglumaður
óumdeilanlega beztur
Það mun sennilega ekki oft
sem 42 ára menn eru sæmdir
heitinu „íþróttamaöur ársins“,
en það var þó gert í gærdag.
Þá var Guðmundur Hermanns-
son, aðstoðaryfirlögregluþjónn,
kjörinn „iþróttamaður ársins
1967“, — og allir kjörgengir i-
þróttafréttamenn, einn frá
hverju fjölmiðlunartæki höfuð-
borgarinnar, völdu Guðmund i
efsta sæti á lista sínum yfir 10
beztu íþróttamennina. Guðmund
ur hlaut því 77 stig af 77 mögu
legum.
Guðmundur Hermannsson var
lengi framan af sínum íþrótta-
ferli algjörlega í skugga annarra
og það var fyrst i fyrrasumar,
sem virkilega tók að kveða að
honum í kúluvarpi. — strax á
fyrsta móti sumarsins, bætti
hann met Gunnars' Huseby og
um haustið voru Islandsmet
hans oröin 10 talsins, og gamla
íslandsmetið hafði verið bætt
um meira en einn metra. Undir
lokin var Guðmundur farinn að
glima við 18 metra-strikið, og
flestir spá því að honum veitist
Frá hófinu i gær, þar sem úrslitin voru tilkynnt. Fyrir enda borðsins situr Sigurður Sigurðsson, formaður samtaka íþóttafréttamanna.