Vísir - 17.01.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 17.01.1968, Blaðsíða 1
VISIR 58. árg. - Miðvikudagur 17. janúar 1968. - 14,_ tbl. 4-8 tonna línuafli hjá Suðurnesjabátum — Aðeins einn linubátur róinn frá Reykjavik Línubátar eru sem óðast að byrja róðra hér sunnan lands og vestan. Um 20 bátar eru byrjaðir róðra í Keflavík og Sandgerði og var afli allsæmilegur í gær 4—8 iestir. Auk bess hafa nokkrir Suðurnesja- bátar hafiö trollveiðar. Einn bátur, Garðar, er farinn á Utilegu með línu. Flestir Reykja- víkurbáta bíða þó átekta enn sem komið er og Sjómannafélag Hafn- arfjarðar samþykkti heimild til vinnustöðvunar á fundi í fyrrakvöld til þess að mótmæla einhliða úr- skurði um fiskverðiö. — Tveir Reykjavíkurbáta fóru út á hand- Víðtækur niðurskurður í Eyjofirði ? □ Á fundi sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar hélt sl. mánudag, var samþykkt, að skora á Búnaðarþing fyrir árið 1968, að taka „Hrings- kyrfismálið“ til meðferðar. Sem kunnugt er, hefur sú veiki stungið sér niður á nokkrum bæium í Eyja- firði og hefur verið framkvæmdur niðurskurður á sauðfé og hrossum á nokkrum bæjum í sýslunni. Á- litið er, að veikin hafi borizt hingað til landsins með dönskum landbún- aðarverkamanni, en áður var hún algerlega óþekkt hérlendis. Bændur í Eyjafirði eru að vonum uggandi um sinn hag, þar sem ekki hefur tekizt að hefta útbreiðslu veikinnar, þrátt fyrir varúðarráð- stafanir. í ályktun fundarins um sjúkdóminn, var skorað á land- búnaðarráðherra að fyrirskipa nú þegar ýtarlega rannsókn á búfjár- stofninum, í nágrenni hins sýkta svæðis, svo að unnt sé að segja til um það að vori, hversu útbreidd veikin er orðin. Það var ennfremur álit fundarins, að varúðarráðstaf- anir hefðu e“kki borið þann árangur sem vænzt hefði verið og hefðu girðingar lítið gagn gert til aö \ hindra samgang búfjár. Vísir hafði í morgun tal af Þor- láki Hjálmarssyni, oddvita í Saur- bæjarhreppi og spuröi hann hvert væri álit sveitunga hans á þessu máli. Þorlákur sagði, að skoðanir Saurbæinga væru lítt skiptar í málinu en þeir vildu niðurskurð búfjár á hinu sýkta svæði. Þorlákur kvaðst hafa frétt. að lækningar Framhald á bls. 10. ' Tollfsfruntvsirp kom ekld frum Menn höfðu almennt búizt viö því, að ríkisstjórnin mundi leggja fram frumvarp um tollalækkanir þegar á fyrsta starfsdegi Alþingis eftir þinghlé. Svo var þó ekki Frestað hefur verið að leggja frumvarpið fram, og er það talið stafa af hinum nýju vandamálum i fiskiðnaðinum. færi en ekki er vitað um nema einn bát, sem róið hefúr héðan með Iínu. Hins vegar taka frystihúsin ekki á móti fiski til frystingar eins og kunnugt er, þar eð forráðamenn þeirra telja sér ekki fært að kaupa fiskinn á nýja verðinu. Fer því afli bátanna mestmegnis í salt. Nokkrir bátar róa með línu frá Breiðafjarðarhöfnum, en hafa ekki komizt á sjó undanfarna daga vegna veðurs. Hornafjarðarbátar hafa aflað mjög vel þessa dagana, er afli þeira mestmegnis ýsa. I Tilraimaframleiðslu á j kísilgúr hætt að sinni ★ í morgun átti Vísir samtal við fréttaritara sinn í Mý- vatnssveit, Snæbjörn Péturs- son og spurði tíðinda af Kísil iðjunni og almennra tíðinda úr sveitinni. Snæbjörn sagði, að tilrauna- rekstri Kísiliðjunnar hefði verið hætt í byrjun desember. Nokkr- ir byrjunarerfiðleikar hefðu stafað af því aö ýmsir hlutir hefðu verið ókomnir til rekst- ursins, en nú væri vinna við endurbætur á góöri leið og lyki þeim væntanlega um mánaða- mótin næstu. Snæbjörn sagði að rúmlega 30 manns ynnu nú við verksmiðjuna. í vetur stóð til að steypa upp geymsluþró, en vega ótíðar hefur það dregizt. Á þeim tíma sem tilraunarekst- urinn stóð yfir, voru framleidd 30 til 40 tonn í verksmiðjunni, en aðeins tókst að „glóða“ lít- inn hluta þess magns vegna t 'knigalla, en það sem tókst að glóða virtist vera gott efni. Snæbjöm sagði, að nýi veg- urinn reyndist vel, að öðru leyti en því, að skaflar settust á hann þar sem hann lægi um hótelsvæc* og bætti því við, að slíkt hefði aldrei komiö til, ef farin hefði verið sú leið sem upphaflega var gert ráð fyrir. Kaupmannahafnarræninginn viðurkennir ránin Skilaði einu fórnarlambanna ránsfengnum aftur begar jboð bar sig aumlega og fór að gráta 9 Ránsmaðurinn, sem að beiðni dönsku lögregl- unnar, hefur verið handtek inn hér heima, hefur nú verið yfirheyrður og liggur nú fyrir játning hans um f jögur rán og þrjár tilraun- ir til ráns. Hann var handtekinn á Vest- fjörðum, strax og beiðni frá dönsku lögreglunni barst um það, að hann yrði yfirheyröur og þeim send skýrsla af yfirheyrslunum út. Njörður Snæhólm, rannsóknar- lögregiumaður, fiaug vestur og sótti fangann, sem var i vörzlu lögreglunnar á ísafirði, en þann tíma, sem ránsmaðurfnn var búinn að vera hér á landi, hafði lögregl- an gætur á honum. Maðurinn viðurkennir að hafa framið 4 rán og brisvar gert til- raun til ráns, en félagi hans, sem er í höndum dönsku lögreglunnar hafi tvisvar verið virkur bátttak- andi í ránunum. Hann kvaðst hafa verið atvinnulaus síða.n fvrir jól og ekkert haft til hess að lifa af og bví grinið til bessa ráðs. Þegar hann sá ljósmvndarann ta.ka mynd af sér og félaga sínum. var hann erininn ótta og hraðaði sér úr landi. Hann gaf út vfxil fvrir far- miðanum með flugvélinni heim, Mest hafði hann hlotið f ráns- feng S00 til 600 krónur danskar. en jiecar hann hafði tekið hær af fórnarlambi sfnu, fór hað að eráta ng sanðj honum. að hatta væri at- "inoulevsisstvrkur sinn. Helma h’ðu knna og hðrn ny mvndu hau 'velta, ef ræninginn hirti betta fé. Kvaðst ræninginn hafa komlrt við a' hessnm h'.^r..atölnm manns- !ns og hví skilað honum fénu öllu aftur. Efling atvinnuvefcjanna ráðið gegn atvinnuleysi Atvinnuleysi rætt utan dagskrár á Albingi i gær Margrét sóknir á Guðnadóttir, læknir, með egg sem notuð eru við rann- inflúensuveirunni. ■Á „Ráðið til þess að sporna gegn atvinnuleysi er að örva sjávarút- veginn, og að því hefur verið unn- ið og mun verða unniö“, sagði for- sætisráðherra á fundi sameinaös þings í gær, en Lúðvík Jósefsson hafði kvatt sér hljóðs utan dag- skrár fundarins og borið fram fyr- irspum um, hvaö ríkisstjórnin hygðist gera gegn atvinnuleysi. Ráðherrann kvaðst vart viðbúinn að svara fyrirspuminni, þótt stjórn in fvigdist vel með í þessum mál- um, en engar öruggar skýrslur lægju fyrir um það, hve mikið at- vinnuleysi væri um að ræða. Svo sýndist sem í flestum tilfellum myndi vera um tímabundið at- vinnuleysi að ræða, sem að mestu væri að kenna örðugleikum út- flutningsframleiðslunnar, en þar kæmi þó fleira til, t. d. slæmt tíð- arfar undanfarið. Hefði sumsstaðar útivinna lagzt niður vegna um- hleypinga, sem myndi strax fær- ast í betra horf með batnandi tíð. „Ég hef talið og tel enn, að gegn atvinnuleysi verði að berjast með öllum tiltækum ráðum“, sagði ráð- herrann. Kvað hann ríkisstjómina mundu fylgjast vel með þessum málum og myndi hún leggia fram tillögur til úrbóta, ef ástæða þætti til. Á síu-infíúensan koanin til landsins Erfitt að gera sér grein fyrir útbreiðslu veikinnar ★ Það er nú fullljóst að Asíuinflúensan er komin til lands- ins, þó að erfitt sé að gera sér grein fyrir hversu útbreidd hún er orðin. Hefur Margrét Guðnadóttir, lækn!r á Keldum rann- sakað, nokkra sjúklinga, og hefur í öllum tilfellum komið í ljós ^ið um Asíuinflúensu er að ræða. Inflúensuveira þessi nefnist A —2, og er af sama stofni og faraldurinn sem geys- að hefur í Bandaríkjunum og Evrópu, og hefur hún komið nokkrum sinnum hingað til lands áður, síðast árið 1963. Blaðið hafði samband við Mar gréti Guðnadóttur, og sagði hún að þau tilfelli sem hún vissi um væru fremur væg, og tæplega hægt að segja að um faraldur sé að ræða en erfitt er í fljótu bragði að greina á milli kvefpest ar sem gengið hefur undanfarið og innflúensunnar. Sagði hún að einkenni inflúensunnar væru hár hiti og höfuðverkur og studum hósti eða kvef. Hitinn getur orð- ið nokkuð hár fyrstu dagana, en lækkar vanalega mjög fljótlega aftur. „Þetta er samskonar inflúensa og gekk hér t.d. árið 1963 og þeir sem fengu hana þá ættu tæplega að veikjast mikið af veikinni núna. Um bólusetning- una er það að segja, að hún á að tryggja það að fólk veikist ekki ákveðinn tíma á eftir en þess eru þó dæmi að fólk fái væga inflúensu þrátt fyrir bólusetning una“, sagði Margrét. Blaðið hafði einnig samband við borgarlækni, Jón Sigurðsson og sagði hann að veikin virtist tæplega mjög útbreidd ennþá og þvf ekki hægt að segja að um faraldur sé að ræða, en grsirn- legt væri að hún heföi stungið sér niður allvíða hér f borgmni. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.