Vísir - 17.01.1968, Blaðsíða 9
V' í S IR . Miðvikudagur 17. janúar 1988.
9
mjólkureftirlitsmanns. Starf eft
irlitsmtnns meö gisti og veitinga
stöðum verður einnig lagt niö
ur ,enda tekur stofnunin við
þessu eftirliti.
Heilbrigöiseftirlit ríkisins skal
fyrst í stað vera skipaö forstöðu
manni (yfirlækni ef um lækni
veröur að ræöa), og tveimur
heilbrigöisráðunautum honum
til aöstoðar. Heimilt veröur aö
fjölga ráðunautum eftir tillögum
landlæknis, þegar fé er veitt til
þess á fjárlögum. Stofnunin á að
hafa aðalaðsetur í Rvík, en þeg
ar ráðunautunum verður fjölgaö
er ráðherra heimilt að ákveöa
einum ráðunaut aðsetur f hverj
um hinna þriggja landshluta,
Vestfjörðum, Noröurlandi og
Austurlandi.
lYTeð stofnun Heilbrigöiseftir-
lits ríkisins nýtast betur
þeir starfskraftar, sem til þessa
hafa unnið við ýmis eftirlit og
eftirlitið á að geta oröiö miklu
samræmdara og eilsteyptara
og tvímælalaust hlutfallslega til
muna ódýrara en með þvl aö
slíta þaö í sundur og fela hvem
þátt sérstökum manni, sem
vinnur einangraöur og þarf sér
staka bækistöð ásamt sérstakri
aðstoð. Þá mundi stofnunin hafa
sterkari aðstöðu til áhrifa en
einstakir eftirlitsmenn, að því er
nefnd sú, sem samdi frumvarp
ið telur. Hún fær heldur ekki
séö, aö nein þeirra stofnana,
sem ríkið heldur uppi nú, hafi
tök á að taka að sér matvæla-
eftirlitið sem aukaverkefni, svo
sem heimilaö er í matvælalög-
gjöfinni, auk þess sem slík til-
högun gæti ekki bætt úr brýnni
þörf á samræmdu eftirliti með
störfum heilbrigðisnefnda.
Nefndin bendir einnig á þaö
ósamræmi, sem verið hefur í
heilbrigðiseftirliti, þar sem sér
stökum mönnum hefur verið fal
ið að hafa ertirlit meö mjólkur
framleiðslu og gisti og veitinga
húsarekstri, meðan lítið eða ekk
ert eftirlit hefur verið haft með
álíka mikilvægum þáttum hrein-
lætis- og hollustu. Ef jafna
ætti þetta misræmi með núver-
andi skipan þessara mála,
myndu eftirlitsmenn í fullu
starfi sennil. þurfa að skipta tug
um.
Ein allsherjarreglugerð um
heilbrigðismál verður sett fyrir
allt landið, en í reglugerðinni
skal taka fram, hvaða ákvæði
hennar gilda aöeins fyrir þétt-
býli og hver einungis fyrir dreif
býli. Þá er heimilt að setja sér-
stakar heilbrigðissamþykktir er
gilda fyrir einstök sveitarfélög,
um þætti, sem ekki eru ákvæði
um í reglugerö og gera um ein
stök ákvæöi ríkari kröfur en
gerðar eru í heilbrigöisreglugerö
inni.
ll/|‘eira en samræming á ákvæð
um mælir með því að sett
verði landsreglugerð, telur nefnd
in. Það er mikið verk og kostn-
aðarsamt aö endursemja og
prenta fjölda heilbrigöissam-
þykkta á nokkurra ára fresti,
en hjá því verður ekki komizt,
ef þær eiga ekki að úreldast en
heilbrigðisnefndum er varla
lengur ætlandi að annast slíka
endurskoðun, vegna þess hve
þessi mál eru orðin umfangsmik-
il. Nú munu vera í gildi heil-
brigðissamþykktir fyrir 56 sveit-
arfélög, en af þeim hafa aðeins
20 verið samdar eða endursamd
ar eftir 1950, en 18 þessara sam
þykkta eru frá áratugnum 1900
til 1910.
Heilbrigðisnefnd skal vera i
hverju sveitarfélagi landsins, en
þeim er þó heimilt að samein-
ast meö vissum takmörkunum
innan sama læknishéraðs. —
Skylda - lögreglustjóra (sýslu-
manns eða bæjarfógeta) og hér
aðslæknis til setu í nefndinni er
felld niöur. í athugasemdum
nefndarmanna er þaö skýrt
hvers vegna óeðlilegt er að
skylda þessa aðila til að sitja í
nefndunum. Löggjöfin hefur ætl
að héraðslæknum meiri þátt í
eftirlitinu en hægt er aö ætlast
til af þeim núorðiö sökum ann-
ríkis við læknisstörf, er farið
hefur sívaxandi undanfarna ára
tugi. Eftirlit með framkvæmd
matvælalaganna t.d. getur kraf-
izt geysilegrar vinnu í þéttbýli.
Mjög mikið los á héraðslækna-
þjónustu kemur hér einnig til,
þar sem í mörgum héruöurh
sitja ungir og reynslulitlir lækn
ar e.t.v. aðeins í nokkra mán-
uði hver, svo að þeir fá hvorki
tóm til að kynnast ástandinu né
nægilega æfingu í heilbrigðiseft
irliti. Um ástæöu fyrir því að ó-
eðlilegt er, að lögreglustjórar
stiji í nefndunum er m.a. getiö,
að störf þeirri í nefndunum geta
í nokkrum tilvikum stangazt á
við embættisstörf þeirra en einn
iö þurfa þeir oft sem embættis
menn aö meta meiri háttar á-
kvarðanir nefndanna. Ein megin
ástæða þess að heppilegt þótti
áður fyrr að lögreglustjórar
(bæjarfógetar, sýslumenn) ættu
sæti í nefndunum, var lagaþekk
ingin, en sú forsenda hefur nú
fallið niöur, þar sem sveitarstjór
ar geta nú haft aðgang að lög
fræðilegum upplýsingum og leið
beiningum, ef með þarf .
Cveitarstjómirnar kjósa því
^ sjálfar í heilbrigöisnefndirn
ar, en þeim er frjálst að kjósa
héraðslækna eða lögreglustjóra
ef það þykir henta. Héraðslækn
ir, þó hann eigi ekki sæti i
nefndinni, verður faglegur ráðu
Framhald á bls 15.
Frumvarp oð lögum um veigamikla byltingu
i heilbrigðiseftirliti og hollustuháttum lagt
fram á Alþingi i gær
Starf sérstaks mjólkureftirlitsmanns verður lagt niður, en í þess stað mun ný stofnun, Heilbrigðis-
eftirlit ríkisins, taka að sér eftirlit á framleiðslu mj ólkur, sem og annarri matvælaframleiðsiu.
Eftirlit með gisti- og veitingahúsum hefur verið f höndum sér-
staks manns, en Heilbrigðiseftirlitið mun einnig taka við þvi starfi,
ef frumvarpið verður að lögum.
í gær var lagt fram á Alþingi
nýtt frumvarp að lögum um
hollustuhætti og heilbrigðiseft-
irlit, en í frumvarpi þessu fel-
ast tillögur sérstakrar nefndar
sem heilbrigðismálaráðherra Jó-
hann Hafstein, skipaði í marz sl
um endurskoöun á lögum um
heilbrigðisnefndir og heilbrigðis
samþykktir frá árinu 1940. Til-
lögurnar eiga að tryggja raun-
hæfa og hagkvæma framkvæmd
heilbrigðiseftirlits á þessu sviöi.
komið verði á fót nýrri stofnun
Heilbrigðiseftirliti ríkisins, sem
hefur yfirumsjón með öllu heil
brigðiseftirliti í landinu, undir
stjórn landlæknis. Ráö er fyrir
því gert, að stofnunin taki að
sér yfireftirlit um eftirlit með
matvælum og öörum neyzlu- og
nauðsynjavörum. 1 þess stað
veröur felld niður heimild til að
fela yfirumsjónina sérstökum
„kunnáttumönnum“. Verður
samkvæmt því lagt niður starf
^LMENNT HREINLÆTI hefur farið mjög batnandi á sein-
ustu áratugum, þannig, að nú er liðin sú tíð, að hvetja
þurfi íslendinga almennt til að nota sápu og fara í bað oftar
en einu sinni á ári, fyrir jól. Viðmiðunin á það, hvað er hrein-
læti hefur þó einnig breytzt allverulega á undanförnum ára-
tugum, og það, sem þótti gott hreinlæti í eina tíð, stenzt
ef til vill ekki kröfur timans. Sífellt er t. d. verjg að herða
á hreinlætiskröfum á erlendum matvælamarkaöi og varð-
ar því miklu, að útflutt matvæli héðan standist þær kröfur.
Áhugi erlendra ferðaskrifstofa á íslándi hefur einnig sett ís-
lenzkar hreinlætisvenjur og hollustuhætti undir sterkari gagn-
rýni, en hér hefur verið að venjast, en ekki er vafi á að nei-
kvæður dómur þeirra um þessi veigamiklu mál myndi veru-
Iega setja hömlur á ferðamannastrauminn hingað.
T æknisfræði nútímans fer sí-
fellt meir inn á brautir fyr-
irbyggjandi aðgerða, þ.e. aö
koma í veg fyrir sjúkdóma í
staö þess að bíða þess aö þeir
nái fótfestu og reyna þá að
lækna þá. Læknisfræðin vinnur
því undir slagorðinu: Bejra er
heilt en vel gróið.
Sumt í núverandi löggjöf um
hollustuhætti og heilbrigðiseftir
lit er orðið úrelt eða hefur ekki
verið framfylgt sem skyldi, m.a.
vegna þess að reglur og lög hafa
veriö sett án nægjanlegrar sam-
ræmingar innbyrðis vegna vönt
unar á heildaryfirsýn.
Að baki tillagna nefndarinn-
ar liggur mikiö starf, en hún
hefur kynnt sér íslenzka, sænska
og norska löggjöf á þessu sviði
auk viðtala við ýmsa aðila sem
málinu eru skyldir. í nefndinni
áttu sæti Grímur Jónsson, hér-
aðslæknir í Hafnarfirði, Sigur-
geir Jónsson bæjarfógeti í Kópa
vogi, Þórhallur Halldórsson
framkvstj. heilbrigöiseftirlitsins
í Reykjavík og Benedikt Tómas
son, læknir en hann var skipað-
ur formaður nefndarinnar.
TJUtt merkasta nýmæli frum-
varpsins er tillaga um, aö
Heilbrigðiseftir 1 it alls landsins samræmt