Vísir - 17.01.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 17.01.1968, Blaðsíða 7
V í S IR . Miðvikudagur 17. janúar 1968. '&MMi Ifirl ' o ' V _ ■ ✓ 1 }- morgun útlönd í morgun :.útlönd í raorgun útlönd í raorgun Útlön Wilson gerði í gær grein fyrir tiiiögum um spurnuS, sem nemur einum miiijurði stpd. á þremur úrum P'óntun á F-lll herflugvélum afturkölluð, heim- flutningi liðs frá setuliðsstóðvum utan Evrópu hraðað — og lagt niður það fyrirkomulag, að menn fái algerlega fria læknishjálp Harold Wílson forsætis- ráðherra Bretlands fIutti ræðu í gær í neðri málstof- unni og gerði grein fyrir til lögum þeim, sem samkomu lag hefir orðið um í ríkis- stjóminni efnahagnum til eflingar. Með þessum ráð- stöfunum áætlar stjórnin, að sparist útgjöld sem nema um einum milljarði sterlingspunda á þremur ár um. Wilson lagði áherzlu á, að þessar ráðstafanir hafi verið nauðsynleg- ar til þess að treysta grunn gengis- lækkunarinnar í lok nóvember síð- astliðs. Meðal ráðstafananna eru afturköll un pöntunar á 50 bandarískum flug vélum til kjámorkuhernaðar, að að hraða heimflutningi liðs frá setu liðsstöðvum utan Evrópu, og leggja niður það tryggingafyrirkomulag, að menn fái læknishjálp sér aiger- lega að kostnaðarlausu. Það er búizt við harðri gagnrýni á að grípa til svo róttækra spam- aðaraðgerðar sem raun ber vitni. Stjómendur landhers, flughers og flota og þeir, sem þá styðja, munu andmæla, og margir ætla að í hin- um róttækari armi stjórnarflokks- ins muni ýmsir ganga hart fram í gagnrýni á V/ilson fyrir að hrófla við fyrirkomulaginu um algerlega fría læknishjálp. Gert er ráð fyrir, að það muni baka ríkisstjórninni útgjöld sem nemi 100 miljónum punda, að aftur kalla flugvélapöntunina. Það eru hinar svokölluðu F-lll herflugvélar sem hér er um að ræða.. Bandariska iandvarnaráðu- neytiö hefir birt tilkyningu þess efn is, að mjög beri að harma, að ákveð ið hafi verið að afturkalla pöntun- ina á 50 orrustu-sprengju-flugvél- um af gerðinni F-lll, eru þær með hreyfanlegum vængjum, en að öðru leyti vilji ráðuneytið ekki gera á- kvörðun brezku stjórnarinnar að umtalsefni varðandi ákvarðanir hennar um brottflutning liös frá stöðvum utan Evrópu. sVo til allur liðlafli Brétiands utan Évröpu og Miðjarðarhafs mun verða fluttur heim og verða lokiö eigi síðar en 1970. Lið í Suðaustur Asíu og við Persaflóa þó ekki allt fyrr en 1971, og undantekning er að setulið verður ekki flutt frá Hong Kong og ekki fækkað í setu- liðinu þar. Liðið frá Suöaustur-As- íu og Persaflóa verður flutt heim 4 árum fyrr en áformað var. Flugvélaskip Breta 4 talsins verða tekin úr notkun. Af öllu þessu leiðir, að Bretaí munu enga mikla herstöð hafa ut- an Evrópu og Miðjarðarhafs, þegar framkvæmd áætiunarinnar er lokið. Missafnar undirtektir I dag hefst í neðri málstofu brezka þingsins tveggja daga um ræða u n efnahagsmálin og í lok hennar fer fram.atkvæðagreiðsla um ráðstafanir til sparnaðar, sem Wiison forsætisráðherra boöaði í gær. Þær sæta misjöfnum undirtektum heima fyrir og erlendis eins og fyrir fram var vitað og jafnvel innan stjórnarflokksins sjálfs, einkum vegna þess, að dregið er úr þeim hlunnindum sem aimenningur hefir notið á sviði trygginga þ.e. að geta fengið lyfseðil hjá lækni sér að kostnaðarlausu. Þá veldur það vonbrigðum, að frestað er að hækka skólaskyldu- aldurinn, sem gert var ráö fyrir, að hann mundi verða hækkaður um allt að tvö ár. í fráttaauka var sagt í morgun að augljóst vséri að vegna þess að hætt hefði verið við að kaupa F-lll hern aðarflugvélar frá Bandaríkjunum, myndu Bretar standa mun verr að ,:gi en áður að senda lið ef þörf ’-.refði úr landi í tæka tíð og m.a. þess vegna ekki verða banda- mönnum sínum að sömu notum til skyndiaðgerða á hættutímum. Leiðtogar stjórnarflokkanna sögðu báðir í ræðum í gærkvöldi, aö stjórninni bæri að leggja málin undir úrskurð kjósenda. Heath leið togi stjómarandstöðunnar sagði til lögurnar sýna, aö efnahagsstefna sú sem Wilson heföi fylgt væri í rúst- um. Forseti lávarðardeildarinnar hefir beðizt lausnar út af ákvörðuninni um ■ skólaskyldualdurinn. Næstum öll morgunblöð í Bret- landi lýsa sig mótfallin spamaðartil iögum Wilsons á sviði varna. Að- eins vinstriblaðið Daily Mirror styð ur tillögur Wilsons eins og þær leggja sig. Daily Express segir, að með til lögunum sé hafið nýtt tímabil á Bretlandi — tímabil auðmýkingar- innar. Financial Times — Fjármálatíð- indi — segja tillögurnar valda von- brigðum öllum, sem vonað hefðu að stjórnin gæti treyst grunn gengis- lækkunarinnar. í frétt frá Washington var sagt, að það ylli beizkum vonbrigðum að ákveðið væri að flytja burt lið frá Persaflóa og tekið fram að Banda- ríkin hefðu engan herafla til þess að láta taka við vömum úr hendi Breta austan Suez, í Frakklandi var látin í ijós ánægja yfir að ekki var boðað að Bretland hætti þátttöku í fram- ieiðeslu Concord-flugvéla. í V-Þýzkalandi er ánægja yfir að Wilson boðaði ekki frekari liðsflutn ing þaðan. Lee Kwan Yew forsætisráðherra Singapore, sem fór til London gagn gert til þess að reyna að fá Wilson til þess að fresta ákvörðun um að hraða borttflutningi liðs þaðan sagöi, að þótt það ylli miklum von- brigðum, að setuliðið yrði flutt burt frá Singapore, væri þó bót í máli að flutningum yrði ekki lokið fyrr en 1971, og fengist þannig tími til þess, að Singapore gæti undirbú ið varnarsamstarf með Ástralíu, Nýja Sjálandi og Malajsíu. Allmikið er rætt um og gagnrýnt af ýmsum, að sparnaöurinn nær ekki til efnahagsaðstoðar erlendis og að dregið verður úr framlögum til skólabygginga, vega og margra annarra framkvæmda. Sá spamaður sem tilkynntur er nær aðeins til beinna ríkisútgjalda, en boðað er, að dregið verði úr fram lögum til ýmislegs stuönings við bæjar og sveitarfélöig. Fjárlagafrumvarpsins er von um miðjan marz og er gert ráð fyrir, að Papandreou í París Andrean Papandreou fyrrverandi þingmaður i Grikklandi og stjóm- málaleiðtogi kom til Parísar í gær ásamt fjölskyldu sinni. Hann hefir ekki látiö neitt upp- skátt um áform sín, en talið er að hrnn muni fara til Bandaríkjanna. Hann var fyrmm kennari við Kali- forniuháskóia. í því verði ymis ákvæði, sem komi hart niður á öllum sem skattabyrð- arnar bera. LAND- SKJÁLFT- ARNIR Paiermo: Alþjóðastarfsemi er haf in til hjálpar þúsundum manna á Sikiley, sem heimilislausir eru vegna landskjálfta á vesturhiuta eyjarinnar. Og í gærkvöldi varð nýrra hræringa vart í bænum Gib- ellina, sem er að mestu í rústum eftir kippina á sunnudag og mánu- dag. Frá Camporeale austan Palermo lögðu allir ibúarnir — 6500 manns á flótta þegar 5 gígir mynduöust, en ur þeim lagði gufu og brenni- steinsfýlu. Fjær, í Agrigenti og Tra ani, varð og hræringa vart. Þús- undir manna leituöu út í sveitirnar. Langar iestir vörubíia sem hlaðnir eru matvælum eru á leið til bæj- anna á landskjálftasvæðinu. George Romney. Jenkins. Jenkins: Bretland ekki stórveldi lengur JENKINS fjármáiaráðherra fiutti ræðu í sjónvarp í gærkvöldi og sagði, aö horfast yrði í augu við þá staðreynd, að Bretland væri ekki stórveldi lengur, og skuidbind ingar til vama yrðu að vera innan þeirra marka, sem efnahagurinn leyfði. Svissneskir fjármálamenn eru yf- irieitt sagöir þeirrar skoöunar, að ráðstafanirnar muni eiga drjúgan þátt í að koma efnahag Bretlands á réttan kjöl. Sterlingspundið var stöðugt á peningamarkaði í gær. Romney leggur fram friðaráætlun Fregn frá Keene i New Hamps- hire í Bandarikjunum hermir að George Romney, sem hefir gefið kost á sér sem forsetaefni rebubli- kana í forsetakjörinu á hausti kom anda, hafi iagt fram nýjar tillögur um frið í Vietnam. Romney er nýkominn aftur til Bandaríkjanna að afloknu ferðalagi til margra landa, og var þeirra á meðal Vietnam. 1 ræðu sem Romney flutti í Keene sagði hann að „öll hin stóru iönd heims ættu að taka á sig á- byrgð fyrir hlutleysi og friði i Norð ur- og Suður-Vietnam, Laos og Kam bodiu. Þá lagði hann til að ríkisstjórnin í Saigon og þjóðfrelsishreyfingin (stjórnmáladeild Vietcong) komi saman og gangi frá samkomulagi um lausn á deilum þeirra í milli. Malik tekur við af Federenko — sem aðalfulltrúi Sovétrikjanna á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna t NTB-frétt t'rá Moskvu í gær segir, að Jakob Malik aðstoðarutan ríkisráðherra Sovétríkjanna taki við af Nikolaij Federenko sem aðalfull- trúi Sovétríkianna í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Jakob Malik er sérfræðingur utan ríkisráðuneytisins varðandi mál As- íu og Afríku. Tass-fréttastofan hefir birt til- kynningu um þetta og einnig er hún birt í Izvestia. í henni segir, að Federenko veröi falið annað starf, en ekkert er sagt nánara um það. Jakob Malik er 62 ára. Hann hef ir verið í utanríkisþjónustu lands síns síðan 1937. Hann hefir verið ambassador í Japan og var full- trúi Sovétríkjanna í Öryggisráði 1948—1952 og ambassador í Lond- on frá 1953 ti'l 1960.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.