Vísir - 17.01.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 17.01.1968, Blaðsíða 3
V í SIR . Miðvikudagur 17. janúar 1968. irleitt einu sinni í mánuði i hljóðvarpið. Um það bil helmingur lúðra- sveitarfélaganna eru hljómlist- armenn að atvinnu, en hinir vinna -ma. gvísleg önnur störf og iðka hljóðfæraleik í tóm- stundum sínum. Af þeim sökum getur það reynzt erfitt að ná hljómsveitinni saman, sem skiljanlegt er um svo stóran hóp. Lúðrasveit Reykjavíkur æfir einu sinni í viku og auðvitað í Hljómskálanum en hafizt var handa um byggingu hans sama árið og lúðrasveitin var stofnuð, eða árið 1922 og tók bygging hans rúmt ár. Segja má að Hljómskálinn hafi verið vagga tónlistarmenningar í Reykja- vík, en þar var t. d. Tónlistar- skólinn til húsa í fyrstu og þar hafa margir af eldri tónlistar- mönnum landsins hlotið mennt- un sína. Jjað var mikið um að vera í upptökusal sjónvarpsins síðastliðinn mánudag, en þá mætti Lúðrasveit Reykjavíkur í fyrsta sinn til upptöku í saln- um. Skrautlegir búningar hljómsveitarmanna skáru í aug- un í björtu ljósinu og einhver kvartaði yfir því að ekki skyldi vera komið litsjónvarp á íslandi, en annar var á öðru máli og kvað það mikla guðsblessun, þeir væru ekki svo fallegir bún- ingarnir. En hvað um þaö, eftir eina æfingu hófst sjálf upptakan, Páll P. Pálsson stjórnandi steig á stall og hóf sprotann á loft og innan tíðar glumdi fjörlegur mars í salnum. Vísir hafð.i tal af Þórarni Óskarssyni varaformanni lúöra- sveitarinnar og fékk hjá honum eftirfarandi upplýsingar: Núverandi formaður Lúðra- sveitar Reykjavíkur er Halldór Einarsson, gjaldkeri er Eyjólfur Melsted, ritari er Ólafur Gísla- son og meöstjórnandi er Sigurð- ur I. Snorrason. Reykjavíkurborg og ríkið veita lúðrasveitinni árlegan fjárstyrk, enda leikur hún á opinberum skemmtunum, svo sem þann 17. júní ár hvert og við komur þjóðhöföingja, svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar fær „sveitin“ greiðslur fyrir leik þann er hún fremur fyrir einkaaðila. Lúðrasveit Reykjavíkur var stofnuð 7. júlf árið 1922. Fyrsti stjórnandi hennar var þýzkur maður, að nafni Otto Bctcher, en með .1 annarra stjórnenda má geta dr. Páls ísólfssonar og Alberts Klan, að ógleymdum núverandi stjórnanda hennar, (sem lengst hefur haft þann starfa með höndum), þ. e. Páls Pampichlers Pálssonar, en hann tók við stjórn lúörasveitarinnar árið 1959. Fastir meðlimir hljómsveitar- innar eru frá 25 til 30 talsins, en tala hljómsveitarmanna kemst í allt að 40 á hljómleik- um innanhúss. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í starf- semi lúðrasveitarinnar, að halda árlega á að gizka tvenna hljómleika í góögeröarskyni og voru þeir fyrstu haldnir 2. des- ember s.l., til ágóða fyrir Flug- björgunarsveitina. Þegar upptakan fór fram fyrir sjónvarpiö voru 38 hljóm- listarmenn með lúðrasveitinni og er þetta í fyrsta sinn að lúðrasveitin leikur í upptöku- sal sjónvarpsins, eins og áður er sagt. Lúðrasveitin leikur yf- Fjórdálka myndin sýnir hljómsveitina í heild. Eindálka myndin er af hljómsveitarstjóranum, Páli Pampichler Pálssyni, og tvídálka myndin er einnig af honum, upptökuvél og hluta lúðrasveitarinnar. Þridálka mynd- in er af fjórum kunnum dægurlagahljómlistarmönnum, en þeir eru, talið N~írá hægri: Árni Elfar, Magnús Randrup, Bragi Einarsson og Björn R. Ein- arsson. Þeir eru að virða fyrir sér upptökuna, en hún var sýnd í sér- stöku tæki að upptöku lokinni. LÚÐRABLÁSTUR í SJÓNVARPSSAL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.