Vísir - 17.01.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 17.01.1968, Blaðsíða 5
V1SIR . Miðvikudagur 17. janúar 1968, 5 HVERNIG VERÐUR VORTÍZKAN 1968P Jjessa dagana sitja tízkufröm- uðir Parísarborgar sveittir við að undirbúa vorsýningarn- ar, en þær byrja þar í borg eftir örfáar vikur. Þegar í byrj- un marz hafa þeir iagt ,,línuna“ fyrir vorið, og þá fylgja eftir tízkusýningar X öðrum stórborg- um, London, New York og víð- ar. Parísarsýningarnar eru alltaf fyrstar, og má því segja að frönsku tízkumeistaramir séu nær einráðir í tízkuheiminum. Strax um áramótin fer að kvisast út hvers vænta megi á vorsýningunum, byrjaö er að undirbúa sýningamar, skradd- arar og saumakonur setjast nið- ur og sníða og sauma eftir forskrift frá meisturunum. H Nei, þessi mynd er ekki frá því árið 1920. Hún er alveg ný frá Paris og sýnir kjól með þröngu mitti, síðum, hvítum jakka utanyfir og hatt með síðri slæðu. Öll stærstu tízkublöð eru nú farin að gefa lesendum sinum til kynna hvers megi vænta á þessum sýningum. þó að það komi vissulega fyrir að meistar- amir skjóti öllum ref fyrir rass og komi með eitthvað allt ann- að en búizt var við. Lögmálið i tízkunni er það, að sérhver stefna fæði af sér andstæðinga sína, og eftir þessu reynir fólk að spá. Hins vegar ná allar gerbyltingar ekki til almennings fyrr en töluvert löngu eftir að tízkufrömuðir hafa birt þær, og má nefna stuttu tízkuna sem dæmi, en hún varð ekki vinsæl hjá al- menningi fvrr en mörgum mán- uðum eftir að hún hafði haldið innreið sina í tízkuheiminn. Margt af því sem kom fram á tízkusýningunum í haust. á ennþá langt I land með að verða vinsælt, sumt hefur alveg gleymzt, en annað virðist smám saman vera að ná vinsældum og er þar fyrst að nefna krull- aða hárið, sem vakti geysilega athygli á sýningunum I sumar og haust s.l. Það fer ekki milli mála, að hrokkna hárið ætlar að verða mjög vinsælt, enda skemmtileg tilbreyting frá síða og rennislétta hárinu, sem mest hefur verið i tizku undanfarin ár. Það sem helzt virðist eiga eftir að einkenna vortizkuna eru þrengri kjólar og yfirleitt þrengri föt, nema síðbuxumar, þær eiga vist að fara að vikka með vorinu I samræmi við síð- buxnatízkuna frá 1920. Raunar er allt útlit fyrir að tfzkan f vor eigi eftir að bera sterkan keim af tízkunni á árunum 1920 — 30. Síðar dragtir, Gretu Garbo hattar (þó ekki mjög stórir), alp>ahúfur, slifsi, breið leður- belti rykkt og felld víð pils og stórir kragar. Flest er þetta mjög ólikt þvi sem verið hefur í tízku undanfarið og verður gaman að vita hvort þessi nýja tízka á eftir að njóta vinsælda meðal almennings. Kvenlegir og þröngir kjólar eru greinilega farnir að sjást oftar í tízkublöðum, en i fyrrz, einkum kjólar með þröngu mitti og víðu pilsi. Hvers kyns skyrtu blússukjólar em ennþá mjög vinsælir bæði úr ullarefnum og léttari efnum. Andlitsförðunin hefur tekið miklum breytingum í vetur og virðist vera að verða æ sér- kennilegri. Nútíma andlitsförð- un eins og tízkufrömuðir mæla með, miðar ekki beinlínis að því að undirstrika persónuleik- ann og andlitsdrættina, eins og hinn föli varalitur og ávali augnaumbúnaður sem hefur tíðka: t undanfarin ár, gerði, heldur gerir förðunin andlitið barnalegra, kvenlegra og dular- fyllra. Þó verður því ekki neit- að að það þarf geysilega kunn- áttu til að geta beitt þessari förðun svo að vel sé. Rauðar kinnar, pínulítill rauður munn- ur og kringlótt augu með mál- uðum augnahárum niður fyrir augnakrókana hafa til þessa aö- eins þótt hæfa á trúðum og ef það á ekki að virka hlægilega á ungum konum þarf gevsilega lagni. Aðalatriðið er að gera ekki óf mikið, og þá einkum eftir að kvöldin verða bjartari og sterk rafmagnsljós minna notuð Því er spáð í París að „1920 andlitið‘‘ verði komið í algleym- ing víðgst hvar um Evrópu næsta sumar. en því fylgir að siálfsögðu hrokkna hárið og klæðnaður í samræmi við þessa gömlu tízku. Um litina á vorflíkunum er það að segja, að líklegt er að hinir sterku litir, sem hafa vik- ið f vetur fyrir svörtu og brúnu, komi aftur fram í dagsljósið, og alls konar blómamynstur, sem eiga rætur að rekja til „Flow- ers“ tízkunnar verða að öllum líkindum mjög vinsæl. Ýmislegt annað sem á rætur að rekja til „Flowers" tízkunn- ar er einnig væntanlegt á vor- sýningunum. Pífum, blúndum, indversku mynstri og kyrtlum, glingurslegum skartgripum og ýmsu fleiru er spáð miklum vinsældum á næstkomandi sumri, þó að það verði Hklega aðallega unga fólkið, sem á eft- ir að heillast af því. Að lokum: Allt útlit er fyrir að síða tízkan nái ekki miklum vinsældum fyrr en næsta haust, því að það er mjög sjaldgæft að pilsfaldurinn sé síkkaður á vorin. Hér er Thelma Ingvarsdóttir í ljósum vorkjól, með fellingum á hliðinni. Kragalaus jakki og stór vasaklútur tilheyra. Sýnið hárinu aukna umhirðu í vetrarkuldanum k þessum loðhúfu- og prjóna- hettutímum vill hárið verða líílaust og dautt, — en eins og við vitum allar fer fátt eins illa með hárið og að hylja það undir þykkum hettum og húf- um. Að, vísu eru þessar húfur misjafnlega góðar fyrir hárið, en þær sem eru fóðraðar með nælonfóðri eða silki eru lang- béztar. Auðvitað viljum við heldur ganga með hlý höfuðföt, þó að hárið verði ekki eins glansandi fyrir bragðið, en fá eyrnabólgu og kvef, en sjálf- sagt er að reyna þá i staðinn að sýna hárinu aukna umhirðu. Feltt og fíngert hár fer verst út úr því yfir veturinn, en nauð synlegt er að það sé stuttklippt, og gott er að setja dálítið permanent í það, Margar gerð- ir af permanenti hafa þau áhrif að hárið þomar og virkar gróf ara og getur það verið mjög hentugt fyrir þær sem hafa mjög þunnt hár. Nú er líka mik- ið í tízku að hafa snarhrokkið hár, og þó við viljum tæplega mæla með þvi að konur fái sér „krullupermanent eins og það var nefnt hér á árunum þar sem það klæðir aðeins örfáar, þá er tilvalið að láta setja nokkra góða permanentlokka í hárið t!l að lífga upp á það. Þurrt og gljálaust hár er líka algengt yfir veturinn, en þýðing armest fvrir þær sem hafa þannig hár er að nota góð hár- þvottaefni og góðan hárlagning- arvökva. Eggjaþvottaefni og olíublandaður hárlagningar- vökvi er bezt fyrir þurrt hár. Munið að það má ekki setja hárlitunarefni í hár sem er mjög þurrt, nema liturinn sé sérstak lega gerður fyrir þurrt hár. Þeg- ar hárið hefur verið þvegið er gott að setja þeytta eggjagulu f hárið og láta hana bíða dá- litla stund. Síðan er háriö skol- að vel og rækilega bæöi með heitu og köldu vatni. Litlaust hár, sem hvorki er Ijóst eða dökkt, heldur einhvers staðar þar á milli er sjálfsagt að skola með einhverju góðu hárskoli. Lokkalitun er líka mik ið í tízku og getur oft verið mjög falleg á skollitu hári. Var- izt að lita hárið með sterkuii, lit, þvf að margir ljósbrúnir litir eru miklu fallegri og eðli- legri en hinir algengu kastaníu- brúnu og Ijósgulu litir. Stutt hár með Ijósum lokkum er mikið í tízku, en munið að láta aðeins fagfólk eiga við að lita hárið, annars getur árangurinn orðið vægast sagt hörmulegur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.