Vísir - 06.02.1968, Síða 1

Vísir - 06.02.1968, Síða 1
^^WSAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA^íVWSAAAAAAAAAA^AAAAAAAAAAAAAA/ Vilhjálmur Þór til Malajsíu: KANNAR LÁNSFJÁRÞÖRF ! TIL LANDBÚNAÐAR ÞAR 1 Vilhjálmur Þór, sem undanfar trúa Noröurlandanna i Alþjóöa nú veriö beöinn aö fara á vegum ' in 3 ár hefur gegnt stööu full bankanum i Washington hefur Framhald á bls. 10. Óttazt að sex íslenzkir sjómenn hafi farizt — Ekkert spurzt til Heiðrúnar II. síðan í ffyrrinótt □ Víðtæk leit var gerð að vélbátnum Heiðrúnu II frá Bolungavík í gær, en óttazt er að skipið hafi farizt í fyrrinótt, þegar brezku togaramir tveir fórust. Á skipinu voru 6 menn, þegar það fór úr höfn á Bolungavík á sunnudagsmorgun. Aðeins einn þeirra mun hafa verið í venjulegri áhöfn bátsins. Hinir fóru um borð til að forða bátnum frá skemmdum með því að sigla til ísafjarðar. Nú er óttazt um afdrif þessara manna og að þeir hafi farizt til viðbótar við þá 20 brezku sjómenn, sem fórust í ísafjarðardjúpinu í fyrrinótt. Alls hafi því farizt 26 íslenzkir og brezkir sjómenn í fyrrinótt í ísa- fjarðardjúpi. Mikil leit verður gerð að Heiðrúnu II í dag, en um 15 bátar munu taka þátt í leitinni. Veröa minni bátamir, sérstak- lega rækjubátarnir látnir þræöa alla firöi. Auk þess munu björg unarsveitir Slysavamafélag- anna og fleiri ganga allar þær fjörur, sem hægt veröur aö koma við. í morgun sást gúmmibjörgun arbátur á reki, gulur og svart ur á lit, rétt við Vigur. Hann haföi ekki verið athugaður i morgun og þvi óvíst úr hvaða skipi hann er. Ekki var taliö útilokað að hann væri úr Heið- rúnu II, því að flest brezku skip- in hafa sína gúmmíbjörgunar- báta rauðleita. Þegar óveörið var að skella á viö ísafjarðardjúp snemma á sunnudagsmorgninum, var á- kveðið aö sigla skipum, sem voru höfn til ísafjarðar, til þess að þau gætu legið af sér óveðriö þar. Heiörún II fór sein ust bátanna, þegar henni var ekki lengur vært viö brimbrjót- inn í Bolungavík. Áhöfn báts- ins var ekki í Bolungavík og varð því aö fá aðra til aö manna bátinn. Ekki var hægt að fá uppgefið hverjir hefðu fariö um borð. en þó var vitaö til þess að þrír feðgar, faöir og tveir synir, fóru um borð, en talið er sennilegt að auk þeirra hafi veriö tveir unglingspiltar og einn maöur af venjulegri áhöfn bátsins. Heiðrún II fór um kl. 10 á sunnudagsmorgun frá Bolunga- vík. Þegar báturinn var kom- inn langleiðina til ísafjaröar var orðið ljóst að ekki var hægt að sigla inn vegna veðursins og var þaö ákveö5" aö skipið legöist við bauju og Iægi þar óveðrið af sér. — Skipverjar áttu í nokkr um erfiðleikum vegna ísingar, og radar skipsins og dýptarmæl ir voru í ólagi. ísing settist á loftní'' talstöðvarinnar og gekk því sl. overjum illa að hafa sam band viö land og við aöra báta. Ekki ba neitt sérstakt til tiðinda um borð í Heiðrúnu á sunnudaginn, nema hvað skip- verjar áttu í erfiðleikum með siglingatæki skipsins. Varðskip iö Óðinn hugaði aö bátnum milli þess sem það hugaði að brezka togaranum Notts County sem var strandaður á Snæfjalla strönd. Síðast var Óöinn við Heið- rúnu II á 12. tímanum á sunnu dagskvöldiö, en þá var bátur inn rúma mílu frá Bjamamúp. Óðinn hélt þá undir Grænu- hlíð til að ná isingu af ratsjá og fleiri siglingatækjum skips- ins enda virtist Heiörún þá ekki í neinni yfirvofandi hættu. Þegar Óðinn kom aftur aö Bjarnarnúp fann hann Heiðrúnu ekki aftur, en síöast mun hafa heyrzt í bátnum um kl. eitt að- faranótt mánudagsins. Þá sögðu skipverjar aö loftnetiö væri að siitna niöur og væri hæpið að þeir gætu látiö heyra frá sér aftur. í morgun var ætlunin að Björn Pálsson flygi noröur ef flugveður yröi eftir því sem liði á daginn, en kóf var til fjalla í morgun og ekki flugveöur. Kortið sýnir hvar síðast var vitað um Heiðrúnu II við Bjarnamúp. Einnig er sýnt hvar Notts County strandaði og Ross Cleveland fórst. FÍmm skipbrotsma nnannailla halinir — 20 brezkir sjómenn fórust á einni nóttu i Isafjarðardjúpi — Sá látni i strandaða togaranum var 21 árs að aldri Varðskipsmenn á Óöni björguðu í gær 18 skipverjar af brezka tog- aranum, Notts County, sem strand aði við Snæfiallaströnd sl. sunnu- dagskvöld. Einn skipverjanna, 21 árs piltur hafði veriö látinn í um | það bil 6 klst. þegar tókst aö ] bjarga áhöfninni og var lík hans ; skilið eftir í togaranum. Hann ] mun hafa rotazt og látizt úr vos-! búð. — Þegar mönnunum var bjarg j að voru fimm hætt komnir og voru ! þeir fluttir á sjúkrahús, þegar Óö-1 inn kom með skipsbrotsmennina til Isafjarðar í gær um kl. 3. Þeir, sem voru verst leiknir, höföu allir haldið sig mikið uppi viö. Þetta voru skipsstjóri, stýrimaöur, vél- stjóri og tveir hásetar. — Skipstjór inn var mjög illá á sig kominn and lega og líkamlega, begar komið var me'ð hann til ísafjarðar og var óttazt um hann í fyrstu. Hann mun hafa fengið alvarlegt taugaáfall, sem gerði björgunina erfiöari. Eftir hádegi í gær, þegar veðrið fór að ganga niður, fóru 1. og 2. stýrimaður af Óðni, þeir Sigurjón Hannesson og Pálmi Hlöðversson á vélknúnum gúmmíbát frá Óðni að brezka togaranum. Þeir höfðu annan óútblásinn gúmmí- bát með sér, sem þeir blésu út við strandaöa togarann og tókst að bjarga mönnunum 18 í einni ferð. Ekki var talið ráðlegt að reyna að ná líki unga mannsins í þessari ferð. enda mátti ekkert út af bera Var ætlunin að reyna að ná því í dag. Að því er fréttamaður Vísis á Isafirði, Bjarni Sigtryggsson sagði í viðtali við Vísi í morgun, virtust skipbrotsmennirnir óðum vera að ná sér í morgun fyrir utan þá fimm sem voru fluttir á sjúkrahús. Ætlunin er að flytja einn tii við- bótar á sjúkrahús, þar sem hann var meira ka.inn en álitið var í fyrstu. Samkvæmt skipun sjúkrahúss- læknisins fengu fréttamenn ekki leyifi til að tala við skipbrotsmenn i ina í morgun, en ætlunin var að I senda þá til Reykjavíkur í dag, ef ] flugveður veröur. ■ Eins og skýrt var frá í Vísi í gær | fórst togarinn, Ross Cleveland meö ! allri áhöfn um kl. 10.40 á sunnu- j dagskvöld. Eitt lík hefur fundizt rekið, en ekki hefur fengizt uppgef I ið af hverjum það er. Vonlítið er talið að nokkur hafi komizt lffs af, en með þessum togara, hafa þrír togarar frá Hull farizt með stuttu millibili. Meö þeim hafa farizt alls 60 sjómenn frá Hull síðan 13. jan- úar sl. Geysileg reiði og sorg ríkir í Hull vegna þessara skipsskaða og er í undirbúningi mótmælaganga til London. Þessi slys komu til umræðu í neðri deild brezka þings ins í gær ,en miklar umræður hafa orðið um öryggisútbúnað togar- anna í Bretlandi að undanförnu. Tugir brezkra fréttamanna kom til íslands í gær til að fylgjast nánar með þessum fréttum, enda er sjálfsagt ekki um annað meira talað í Bretlandi þessa dagana. Baunsgaard boðar lækkun til land- varna um allt að 150 millj. d. kr. Fólksþingið í Danmörku kom saman til fundar í dag. Þegar blaðið fór í pressuna voru að berast fyrstu fregnir af stefnu ræöu Baunsgaards. Hann boðaði meðal annars samkomulagsumleit anir, sem miða að því að lækka út gjöldin til landvarna um 125—150 milljónir. Samræming á kaupgjaldi, kaup- hækkanir og stytting vinnutíma gæti Ieitt til þess að kaupgjald yrði 13% hærra I lok ársins en nú. Húsfreyjan tók á móti barnimi — þegar sjúkrabillinn frá Húsavik tafðist vegna ófærðar og óveðurs □ Sjúkrabifreið Rauða kross- deildarinnar á Húsavík var kölluð út i fyrrinótt á bæ einn í Kinnarsveit, en þar var barns- hafandi kona sem komast þurfti þá þegar undir læknishendur. Mikil ófærð var á vegum og veðurhamurinn ógurlegur, eins og fram hefur komið í fréttum. Var þetta um kl. 5.30 um morg- uninn og lagði bíll'nn þegar af i stnð út í sortann. Gekk ferðin afar hægt eins og vænta mátti, en umtalað var að stór trukkur mundi koma til móts | viö sjúk.abílir.n með konuna. Tók, ferðin aö Ófeigsstööum, sem er fyrsti bærinn í Kinn um 3 tíma, en það er aðeins 25 km leið frá Húsa-1 vík. Viö bæinn Rangá, sem er ný-1 býli frá Ófeigsstöðum mættust bíl-! arnir. Var konan þá byrjuö að fá fæð- ingarhríðarnar. Var þá augljóst að ekki varð lengra haldið. Sóttu sjúkraliðarnir hurö inn í bæinn og svefnpoka og komu konunni þar fyrir, þar eö sjúkrabörur voru ekki fyrir hendi. og báru hana þann ig inn í bæinn. Þar tók húsmóðir- in á Rangá. Sigrún Jónsdóttir á mót.i barninu en læknar á Húsa- vík voru í stööugu sambandi við bæinn. Strax um morguninn kom Liknirinn til að lita eftir kon- unni. Til marks um veðurofsann á Húsavík má og geta þess, aö annar sjúkrahússlæknir var á leið til vinnu um morguninn í veðurofsan um. en villtist og fór framhjá sjúkrahúsinu, sem er þó engin smá bygg.. Sá hann ekki handaskil fyrir kófinu og þakkaði sínum sæla þegar hann loks rakst á mannabú- stað.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.