Vísir - 06.02.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 06.02.1968, Blaðsíða 13
V í S IR . ÞrJðjudagur 6. febrúar 1968. /3 ■ Þórarinn Björnsson. skólameistari Minningarorð — „... Þín holla hönd var hlaðin öll tryggðabaugum“. Sig. Guðmundsson. J dag leita margra hugir norður til Akureyrar, er hefur misst einn af sfnum beztu sonum. Þór- arinn Björnsson var að vísu ekki borinn og barnfæddur Akureyring- ur, en þar hlaut hann menntun sína allt fram til háskóla og þar vann hann ævistarf sitt, við þá stofnun, sem. sett hefur mestan menningarsvip á höfuðstað Norð- urlands, Menntaskólann á Akur- eyri. Hollusta hans í starfi var æ hin sama, frá því hann kom að skólanum sem aukakennari til hinztu stundar sem skólameistari. Það var í ágúst 1966 að Þórar- inn kenndi þess meins, er dró hann til bana. Hann var frá störf- um veturinn 1966—7, en tók við pmbætti á ný 1. okt. 1967. Ekki 'eið nema hálfur annar mánuður f starfi, þar til önnur alda reið "fir og eftir það átti Þórarinn °kki afturkvæmt úr sjúkrahúsi. Hann andaðist 28. janúar 62 ára að aldri. Einkennilegur leikur örlaganna var það, að þ'au urðu næstum sam- ferða yfir landamæri lífs og dauða, Halldóra Ólafsdóttir skólameistara- frú og Þórarinn Bjömsson, en mjög hlý vinátta var þeirra á milli. Skólameistarahjónin Sigurður og HaHdóra efldu Þórarin til mennta og veittu honum margvíslegan stuðningSj en hann reyndist þeim á móti sem bezti sonur. Tjórarinn Björnsson fæddist á Víkingavatni f Keldúhverfi f Norður-Þingeyjarsýslu 19. desem- ber 1905 og var elzta barn hjón- anna Björns Þórarinssonar bónda á Vikingavatni og Guðrúnar Hall- arímsdóttur frá Austur-Görðum f Kelduhverfi. Víkingavatn liggur við þjóð- braut, þar var sjálfkjörinn gisti- «taður og miðstöð sveitarinnar, þar úefur sama ættin búið öldum sam- «n. í þeirri ætt hefur verið margt °«fumanna og listamanna og má t;l dæmis n’efna Nonna, er var ^nnur Sveins Þórarinssonar sýslu- -krifara á Möðruvöllum, en nöfn- :n Sveinn og Þórarinn eru algeng í ættinni. Biörn faðir Þórarins var kunnur greindar og gáfumaöur, geðsveiflumaður, tilfinninganæmur og þunglyndur. Þaö mun hafa verið venja á Vfk- ingavatni eins og víðar að elzti sonur tæki við búi af fööur sín- um. En af Þórarni fór snemma orð fyrir skýrleik og gáfur og það verður þvf úr að hann heldur áfram skólagöngu, fer til Akureyr- ar haustiö 1912 og sezt í gagn- fræðaskólann þar. Vorið 1924 lauk Þórarinn gagn- fræðaprófi og stóö þá ekki til að námsbrautin yröi lengri. En Sigurður skólameistari mun fljótt hafa séð hvað í sveininum bjó og eggiaði hann til frekara náms. Þá hafði Siaurður þegar hafið sókn fyrir stofnun menntaskóla á Akur- evri. og varð það úr að Þörarinn varð einn þeirra sex. er fvrstir lá-m undir stúdentspróf f Gagn- f-'.-eoaskólanum á Akureyri os nutu Teiðsagnar kennara þar Þeir félag- ar héldu suður vorið 1927 og Vevttu stúdentsnróf utanskóla við I'/r°nntaskólann í Revkiavfk. Voru beir nrófaðir úr öllu náms- efni fjórða. fimmta og sjötta bekkj- ar og stóðust allir þá raun. Þór- arinn hlaut hæsta emkunn þeirra sexmenninganna, enda var hann með beztu námsmönnum, jafnvíg- ur á flestar greinar, skýr og fljót- ur að átta sig á aðalatriðum. Þótti för' þeirra sexmenninganna hafa tekizt giftusamlega og átti sinn þátt í því. að Gagnfræðaskólanum á Akureyri voru veitt menntaskóla- réttindi nokkru síðar. Að loknu stúdentsprófi heldur Þórarinn til Frakklands og sezt í Sorbonne-háskóla. Þar stundar hann nám í franskri tungu og bók- menntum, latínu og uppeldisfræði. Að loknu háskólanámi kemur hann ir Romain Rolland og Litla prins- inn eftir Saint Exupery. TXaustið 1945 réðst til Akureyrar fjölmenntuð tónlistarkona, Margrét Eiríksdóttir Hjartarsonar rafvirkjameistara í Reykjavfk. Hún var f fyrsta árgangi er brautskráð- ist úr Tónlistarskólanum í Reykja- vík, og hafði dvalið við framhalds- nám í Bretlandi styrjaldarárin. Þórarinn var þá formaöur í Tón- listarfélagi Akureyrar. Kynni leirra Þórarins og Margrétar beint til Akureyrar og tekur til starfa við Menntaskólann, enda var háskólanámið sennilega að nokkru við það miðað að hann gæti tekið að sér kennslu í mikil- vægum greinum við hina ungu menntastofnun. Tjórarinn varð þegar í stað ást- sæll kennari, enda nutu fjöl- hæfar gáfur hans og kvikandi fjör sín vel við kennsluna. Viðmót hans var allt svo elskulegt og hugljúft að nemendum hlaut að þykja vænt um hann. Óvenjuleg viðkvæmni hans mótaði kennsluna einnig, og hafa nemendur hans stundum sagt frá því síðar, að meiru hafi ráðið sem hvatning til heimavinnu, að þeir vildu eigi særa Þórarin með því aö koma ólesnir í tfma, held- ur en beinn áhugi á náminu: Þórarinn var léttur f spori og fús til starfa, hann vann skólanum mikið og vel og varð áður en langt leið hægri hönd Sigurð- ar skölameistara, enda fól Sigurð- ur honum skólastjórn, ef hann þurfti að bregöa sér frá. Engum duldist heldur að Sigurður háfði augastað á honum sem eftirmanni sínum þegar þar að kæmi. Þórarinn var formaður fræðslu- ráðs Akureyrar árin 1938—42 og tók virkan þátt í ýmsu félags- starfi öðru, en annars vann hann skóianum allt sem hann vann. Hann hafði yndi af bókmenntum og tónlist, smekkvísi hans á ís- lenzka tungu var mikil, gins og þýðingar hans bera vitni '{im, en hann þýddi úr frönsku fvrstu fjög- ur bindin af Jóhanni Kristófer eft- leiddu til þess aö þau gengu í hjónaband árið eftir. Margrét var um skeið skóla- stjóri Tónlistarskólans á Akureyri, en hefur annars helgað sig heimili sínu, og verið manni sínum hin bezta stoð. Böm þeirra Þórarins og Margrét- ar eru Guðrún Hlín stúdent og Bjöm nemandi í Menntaskólanum á Akurevri. Um áramótin 1947—8 dró Sig- urður Guðmundsson sig f hlé og tók þá Þórarinn við skólameist- arastarfinu. Sumir vina hans ótt- uöust að þe.tta erfiða og erilsama embætti mundi reynast viðkvæmri lund hans ofurefli, og vfst er um það að ýmislegt f skólameistara- starfinu hefur gengið honum nærri. En hann vann skyldustörf sín af sömu hollustu og alúð og fyrr, gaf skólanum það bezta úr sjálfum sér, óx með vandanum, enda hélt skólinn áfram að vaxa undir stjórn hans. Þótt Þórarinn væri á margan hátt ólíkur Sigurði, hafði hann mótazt mjög af honum. Báðum var bað sameiginlegt að einstaklingur- inn. mannlegt eðli og mannleg sál var þeim hugstæðast viðfangsefniog merkilegast undur. Báðum var það kappsmál að efla ábvrgðarvitund nemenda og siðgæðiskennd, báðir fiölluðu f skólaræðum sínum um helztu vandamál mannlegs lffs. Þórarinn varö þjóðkunnur ræðu- maður, honum lá alltaf eitthvað á hiarta og hann sagði bað þannig að á hann var hlustað langt út fyrir veggi skólans, og til hans vitnað hvort sem hann fiallaði um skólamál eða önnur málefni. Jjórarinn var vinum sínum minn- isstæður. Að hlusta með hon- um á tónlist, að ræða við hann um Ijóð eða sögur gaf innsýn í hug hans sem var svo viðkvæmur og opinn fyrir listrænum áhrifum. Um hann lék sá þokkablær að mánni leið ósjálfrátt vel i návist hans. Viðmót hans var jafnan hýrt og glatt, hugurinn síkvikur og lif- andi, en minnisstæðust verður þó góðvildin og einlægnin, er var hon- um samofin eins og hún kæmi langt neðan úr djúpum hugans og setti svipmót sitt á allt sem hann var og gerði. Mér er minnisstæð ferö um bernskusveit Þórarins Björnssonar. Þetta var fyrir mörgum árum, einn góðviðrisdag að hausti. Lágfleyg septembersólin lék við landið, hraun og lyng glóðu í ótal litbrigð- um. Þessi dýrð var svo nálæg og sterk, dagurinn svo mildur og hreinn að það var eins og maður heyröi andardrátt hans og æða- slög. Það er bjart yfir þessum degi í huga mér, og eins verður bjart vfir minningunni um þann góða dreng Þórarin Björnsson, sem nú er horfinn sjónum. Guðmundur Arnlaugsson. lijér brá, þegar hringt var til mín einn morguninn og mér tjáð, að Þórarinn Björnsson skóla- meistari væri látinn, Eins og heilsu hans var komið, mátti við þessari fregn búast, en samt sem áður ól ég og sjálfsagt fleiri þá von í brjósti, að hann myndi ná sér nokk uð og geta lifað enn um skeiö við bærilega líðan. í þessum fáu og fátæklegu minn- ingarorðum mun ég ekki gera grein fyrir ævistarfi Þórarins, enda munu aðrir gera það, sem betur til þess þekkja. Mér eru ofar í huga minningar frá æsku okkar, þegar leiöir okkar Iágu saman og við tengdumst böndum innilegri vináttu en yfirleitt er unnt síðar á ævinni. Við Þórarinn urðum stúdentar frá M.R. 1927, en vorum aldrei saman í skóla. Hlaut Þórarinn kennslu í Gagnfræðaskólanum á Akureyri undir stúdentspróf, en skólinn hafði þá ekki réttindi til j þess að brautskrá stúdenta Án þess aö við vissum nokkuð um , ráðagerðir hvors annars, fórum við i báöir um haustiö til Parísar og lögðum þar stund á háskólanám. Fram að þeim tíma höfðum við lít- ið þekkzt, en úr því vorum við samvistum næstu fimm vetur. Viö vorum herbergisnautar fyrsta vet- urinn, en síðan hittumst við nær daglega. Myndaðist brátt með okk- ur einlæg vinátta, sem aldrei bar skugga á. Jjórarinn var opinskár, hreinskil- inn, en þó háttvís, og voru menn fljótir að kynnast honum. Yfirborðið birti innra manninn. en þó vefst mér tunga um tönn, er ég á að freista þess að lýsa helztu eiginleikum í fari hans á samvistar- dögum okkar. Ég veitti fyrst at- hygli góðvild hans, sem aldrei brást neinum. Hann vildi öllum vel. Þótt hann væri strangur við sjálfan sig, var hann mildur í dómum um aðra, sem höfðu ekki sama skapstyrk og hann sjálfur. Óeieingirni og hjálpfýsi var honum í eðli runnar og lánaði hann t. d. oft bláfátækum stúdentum af sín- um litlu efnum. Hann var jsfnsn glaður og reifur. en glaðværð hans átti ekkert skylt við léttúð, held- ur var hún sprottin af barnslegri lífsnautn hans og lífsþorsta. Þótt dapurleiki kynni að grípa hann stöku sinnum, stóð hann aldrei lengi og átti sér ekki djúpar ræt- ur í eðlisfari hans. Hann var mjög næmlyndur, allt mannlegt orkaöi á hann til unaðar eða ama, margt það, sem lætur flesta menn ó- snortna. Hann var bjartsýnn skap- brigðamaður, ákaflega viðkvæmur, ör í lund og skiótur til allra við- bragða. Þessu öfluga og auðuga tilfinningalífi var þó ekki samfara ístöðuleysi né veiklvndi, heidur var því stjórnað af siðferðilegri festu, ríkri ábyrgðarvitund, miklum vits- munum og dómgreind. Kæruleysi og tómlæti voru ekki til í fari hans. Tryggð hans og vinfesti brugðust aldrei, um hann mátti með sönnu segja: Þar hann hönd í hendi sló hvergi sleit hann tryggðum. Um gáfur Þórarins ætla ég ekki að fiölyrða. Þær voru miklar og fjölhæfár, áhugamál hans voru víðfeðm og einkum var skiiningur hans skarpur. Sóttist honum því erfitt nám vel, enda ástundunar- samur í bezta lagi. Jjannig stendur minningin um Þór- arin Bjömsson frá stúdents- árum okkar mér fyrir hugskotssjön um, hinn heillynda og mikilhæfa vin, sem var „öllum drengjum betri“. Margar ógleymanlegar stundir áttum' við saman í París, við deildum gleði og sorg, vonum og áhyggjum Við ræddum aðal- hugðarefni okkar: skáldskap og bókmenntir,' heimspeki, mannleg örlög, framtíð íslenzkrar menning- ar. Báðir vorum við ráðnir f þvf að snúa aftur heim til Islands, enda var þá nær með öllu fyrir það girt, að erlendir menntamenn fengju störf eða stöðu í Frakk- landi sem samboðin væru mennt- un þeirra og hæfileikum. Þórarinn vissi alltaf, að hann ætti aö hverfa að kennarastöðu við Menntaskól- ann á Akureyri að námi loknu og var það honum án efa styrkur bakhjarl. Eftir heimkomu Þórarins skild- ust leiðir okkar að mestu. Allt of sjaldan gafst okkur tækifæri til þess að ræðast viö í tómi. En ég fann, að hann var mjög hinn sami og á Parísarárum sínum Hann hafði varðveitt allar beztu æsku- eigindir sínar. Hann var einn þeirra fágætu manna. sem lífið hafði í engu spillt, heldur aðeins komið til þroska ^lþjóð er kunnugt um ævistarf Þórarins eftir að hann kom heim: kennsla og síðar skólastjóra- staða við næst fjölmennasta menntaskóla landsins. Báðum þess- um störfum gegndi hann með mikl- um ágætum. Oft hefur mér flogið f hug, að skólastjórastarfið hafi hlotið að reyna mjög á hann. svo viðkvæmur og ör f lund sem hann var. Einnig má harma, að jafnmikil- hæfur og gagnmenntaður maður og hann var skvldi ekki fá tóm til þess að gefa sig meira að rit- störfum. íslenzk tunga lá honum á kostum, því bera vitni nokkrar frábærar þýðingar hans og hið til- tölulega litla, sem hann frum- samdi. í einkalffi sfnu var Þórarinn gæfumaður. Hann kvæntist ágætri og vel menntaðri konu, Margréti Eirfksdóttur píanóleikara, og naut hann nákvæmrar og ástúðlegrar umhyggju hennar í löngum og erf- iðum veikindum. Þau eignuðust tvö efnileg böm, sem nú eru um tví- tugt. Er nú mikill harmur aö þeim öllum kveðinn og sendi ég þeim einláegustu samúðarkveðjur mfnar og bið þeim allrar huggunar. Símon Jóh. Ágústsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.