Vísir - 06.02.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 06.02.1968, Blaðsíða 4
☆ ☆ Hin 24 ára gamla dóttir Charlie Chaplin, ungfrú Geraldine Ohapl- in, hefur unniö sér töluverðar vinsældir sem leikkona í Bret- landi. Nú hefur hún í hvggju að spreyta sig í Frakklandi og sjá til, hvort hennar velgengni veröi jafnmikil þar. Einhvern tíma síðar á þessu ári er ráðgert, að hafnar verði sýningar á gamanleiknum „Það er stúlka í súpunni minni“, í Par- ís, en gamanleikur þessi náði feikiaðsókn og vinsældum, þegar hann var sýndur í London fyrir tveimur árum. Frakkar hafa fært leikinn í franskan búning. Sagan fjallar um enskan sælkera og rómantísk vandamál hans. Mikið um dýrðir hjá dönsku konungs- „Ég hætti aldrei til sjós, því ég get ekki fjarri honum lifað“, sagði skipstjóri rússneska skips- ins Okhotsk, þegar það kom að brvggju í Vladivostok að lokinni hnattsiglingu. Þetta kom fáum á óvart, sem eitthvað þekktu til „kallsins", sem hafði farið til sjós 45 árum áður sem „messa- gutti“, og unnið sig alla leið upp í brúna. Öðrum lét þétta einkenni lega í eyrum, því skipstjórinn var hin sextuga kona, Anna Schehet Sér grefur gröf, þótt öðrum grafi — segir gamla máltækið, enda sannaðist það áþreifanlega á Julio Vidal, sem var á fugla- skyttiríi nærri Tarassa á Spáni um daginn. Hann klifraði upp í tré og faldi sig f laufþykkninu Upphóf hann síðan af mikilli list fuglakvak til þess að hæna í skot færi einhverja veiðibráð, Hann má búast við 3 mánaða legu á sjúkrahúsi vegna sára sinna, sem hann hlaut, þegar ann ar veiðimaður, sem hafði verið á sömu slóðum, villtist á Vidal og hinum fuglunum. Það var gestkvæmt hjá dönsku konungsfjölskyldunni nú um helgina, en á laugardag voru þau gefin sama í hjónaband Bene- dikta prinsessa og þýzki prins inn hennar, Richard og því mikið um dýröir og dýrar veizlur. Meðal annarra gesta voru 4 kóngar, 3 drottningar og 40 prins ar og prinsessur. Anna-María Grikklandsdrottning, systir Bene- diktu var þarna löngu komin og maður hennar Konstantin kom einnig til þess að verða viðstadd ur brúökaup mágkonu sinnar. Veizlur voru haldnar í Krón- borgarkastalanum og í hölíinni við Löngulínu, en um kvöldið var efnt til dansleiks í Amelíukast- ala. Reyndar hafði seinni hluti vikunnar allur fariö í veizlur og veizluundirbúning hjá bræðrum, systrum og foreldrum brúðhjón- anna. Sunnudagurinn var svo notaður til frekari veizluhalda og til þess að sýna gestum gjafirn- ar. Þriðja prinsessan gefin þýzkum prins; Anna-María drottning gat ekki leynt gleði sinni, þegar hún tók t % móti manni sínum á flugvellinum, en hann kom beint frá Róm. Þau áttu virkilega annríkt á laugardaginn. Á faraldsfæti úr einni Hún hafði farið á undan honum með börnin. Þeir, sem nærstaddir veizlunni til annarrar, en þessi mynd er tekin áður en þau voru, sáu, að hún felldi tár um leið og hún flaug um háls honum. íklæddust brúðarskartinu, eða réttara sagt hún. Aðsent bréf „Hrein torg — fögur borg“, stendur á ruslakössum, sem hanga á staurum allvíða við að- algötur Reykjavíkur-borgar. Þessar upphrópanir er sizt ekki að lasta, Gangi maður um aðalgötur borgarinnar með vel opin augu sér maður víða bréfadrasl, flöskur, dósir og annan óþverra á víð og dreif um götur og gangstéttlr. Þá er heldur sóðalegt, þó ekki sé meira sagt, að slá konur rétt um lokunartíma sölubúða og skrifstofa, koma hlaupandi úr verzlununum með skolpfötu og gusa úr henni á gangstéttina rétt við fætur manns. Fyrir fáum kvöldum var ég á leið niður Bankastræti. Kom þá eldri kona frá einni verzluninni þar og gus aði skolpinu rétt fyrir framan míg og fram á götuna. Mér varð að orði: „Ekki er þetta nú þrifa- legt.“ Auðvitað anzaði konan engu, enda hefur henni kannski fundizt, að mér kæmi þetta ekki við. Eitt sinn er ég var á gangi um lokunartíma í Lækiargötu, þá kom bráðmyndarleg stúlka hlaupandi með skolpfötu rétt fyrir framan mig, og henni lá svo mikið á að losa sig við fjár ans svínaríið, að hún byrjaði að hella úr fötunni á leiö vfir gangstéttina. Allir, sem gengið hafa um Hverfisgötuna um það leyti sem mjólkurbúðir Ioka, sjá hvað konumar gera við óþverr- ann að afloknum gólfbvotti á mjólkurbúðinni. Ég bjó einu sinni þama í grenndinni, og sá oft fossandi froðuskolps-kúfinn renna niður gangstéttina fyrir framan við húsin. Em ekki skolp leiösiur í þessum húsum? Er ekkert heilbrigðis- og þrifnaðar- eftirlit til í þessari annars fögru borg? Ég hefi einu sinni áður skrifað um þetta skólp-óþverra- mál, en ekki hefur bólað á því, að reynt sé að stemma stigu vig þessum ósóma... það var fyrir all löngu mikið skrif- að um óþrifnað i snyrtiherbergj um í veitingahúsum úti á lands byggðinni, og hefur sjálfsagt ekki verið vanþörf á að vanda um við þá báu herra, sem þar ráöa ríkjum. Mér fyndist reynd- ar ekki vanbörf á, að einhver heiibrigðis eða þrifnaðarfulltrúi líti á kvöldin inn á snyrtiher- bergi sumra matsölustaðanna i mið-borginni. Ekki yrði ég undr andi, þó honum litist illa á á- standið í þrifnaðarmálunum, að minnsta kosti sums staðar.“ Ég þakka bréfið. Atvinnuleysi? Það eru hörmulegar fréttirn- ar, sem berast um að svo og svo margir hafi skráð sig at- vinnulausa, og hefur sú tala óðum verið að hækka undan- fama daga. Það er því undra- vert að heyra yfirlýsingu full- trúa Landssambands íslenzkra útgerðarmanna, að atvinnuleysi hjá sjómönnum eigi ekki við rök að styðjasf, því að haft hafi verið samband við alla þá 51 sjómann, sem hafi skráð sig at vinnulausa, og þéim boðin at- vinna til sjós, en svo hafi brugð ið við, að aðeins einn af þess- um mönnum hafi verið tilbúinn að þiggja starfið til sjós. Þarna virðast blekkingar hafðar i frammi gagnvart almenningi, sem ekki standast. Ef fulltrúi L.Í.Ú. segir satt í viðtali því sem dagblaðið hefur viö hann, þá er atvinnuleysisskráningin ó- raunveruleg og hrein endaleysa, sem ekkert mark er takandi á. Þá er spurningin sú, hvort ekki sé eitthvað ábótavant við starf semi slíkra atvinnuleysis-skrán ingarskrifstofa, og hvort ekki þurfi að breyta um vinnubrögð við siíka skráningu, ef atvinnu leysisstyrkir eru greiddir þess- um mönum, sem svo ekki þiggja skiprúm, begar þeim er boðin vinna, eins og fulltrúi L. í. Ú. upplýsir að hafi verið gert en fréttir herma nefnilega, að þegar hafi verið greiddar kr. 280.000 í atvinnuleysisstyrki til ýmissa stétta. Þarf ekki að endurskoða þessa starfsemi? Þrándur í Götu. Gðút i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.