Vísir - 06.02.1968, Síða 2

Vísir - 06.02.1968, Síða 2
V1S IR . Þriðjudagur 6. febrúar 1968. Fall kann að vera fararheill: VESTMANNAEYJALIÐIÐ FEKK AÐ KENNA Á AÐSTÖÐULEYSINU Tapaði með miklum mun fyrstu handboltalei kjum sinum i 2. deild á Akureyri —' Þróttur vann Keflavik Vestmannaeyingar fengu sína fyrstu reynslu af hand knattleikskeppni í 2. deild um síðustu helgi norður á Akureyri, — þar urðu þeir að láta sér lynda tvö stór töp fyrir Akureyrarliðinu, sem lék sér eins og köttur að mús að nýliðunum, vann fyrri leikinn 45:19 og hinn síðari með 38:11, en báðir leikirnir eru liður í 2. deildarkeppninni, þar eð Vestmannaeyingar hafa ekki yfir húsi að ráða til að leika handknattleik. Fyrri daginn léku Eyjamenn þreyttir eftir mjög erfitt feröalag aö sunnan, og urðu aö horfa upp Með þessari mynd mætti vel útbúa getraun og spyrja: „Hver er Skúli?“ Jú, einn þeirra er Skúli Ágústsson, knattspyrnumaðurinn landsfrægi frá Akureyri, en hinir tveir eru bræður hans. Lesendum til glöggvunar (sem eflaust finnast eldri bræður Skúla alllíkir honum) skal þess getið, að númer 3 heitir Birgir, 13 er Skúli sjálfur en númer 6 er Vilhelm Ágústsson. Þrír bræSur / sama liði sem vann Reykjavík 17:0! □ Fyrsta bæjakeppnin á Is- landi fór fram á laugar- daginn var á Akureyri. Þar áttust við lið Akureyrar og Reykjavíkur. Eins og vænta mátti tapaði iið höfuðborgar- innar stórt — en þó mun stærra en búizt var við, eða 17:0, sem er án efa óvenju stört tap í ísknattleik, þar sem úrslitatölurnar ainna oftast nokkuð á knatt- spyrnu. Akureyringar hafa eignazt á- gæta aðstöðu til skautaiðkana við Krókeyri, sérstaklega til aö iðka ísknattleik, en þarna er ágætis vöilur og skýli til af- dreps fyrir leikmenn. Leikurinn á Akureyri var hrein einstefna á Reykjavíkur- markið eins og sjá má af loka- tölunum. Hlutu Akureyringar aö launum veglegan bikar, sem Sjóvá-umboð Kristjáns P. Guö- mundssonar hefur gefið til keppninnar. Þess má geta Reykjavíkurlið- inu til afsökunar, og er reyndar óþarft aö taka fram, að aðstaöa til skautaiðkunar, og þar með til iðkunar á ísknattleik, er ákaflega léleg í Reykjavík, ekki sízt vegna tíðarfarsins. Á sunnudag fór fram hrað- keppni í ísknattleik. Þar urðu þau úrslit að drengjalið Akureyrar sigraði, vann meöal annars A-lið Reykjavíkur 3:2, en B-lið Akureyrar vann Reykjavík uriiðið meö 5:3 og B-liö Reykja- víkur vann þaö sama lig 7:1. á 13 mörk skoruð hjá sér á fyrstu 13 mínútunum, án þess aö geta svaraö meö marki. 1 hálfleik var staðan 21:7, þannig að síðari hluta hálfleiksins unnu Vestmannaeying- ar með 8:7. 1 seinni hálfleik endur tók sig sama sagan, Akureyringar skoruöu af kappi og á 20 mín. skoruðu Akureyringar 20 mörk til viðbótar gegn 7, en leikinn unnu Akureyringar meö yfirburðum 45: 19 eins og aö framan greinir. Seinni leikurinn var um flest „kóp- ía“ fyrri leiksins, og höföu Akureyr ingar mikla yfirburði. Hér í Reykjavík vann Þróttur Keflavík óvænt meö yfirburðum með 23:15 eftir að hafa yfir 12:9 í hálfleik. Þróttarliöið sýndi nú loks hvaö í því býr, þegar kraft- arnir eru sameinaðir. Breytir þessi sigur talsverðu í 2. deildinni, og úrslit keppninnar sér raunar eng- inn fyrir. StórhríSarmótið Magnús Ingólfsson úr KA vann karlaflokkinn í svokölluðu Stórhríð- STAÐAN í 1. DEILD Haukar—KR 22:16 FH—Fram 17:17 Fram 5 FH 5 Valur 4 Haukar 5 KR 5 Vík. 4 4 10 118:85 1 0 0 1 113:99 85:74 109:115 92:109 69:104 1 MARKHÆZTU LEIKMENN Gunnlaugur Hjálmarsson Fram 31 Hilmar Bjömsson KR, 28 Geir Hallsteinsson, FH, 27 Bergur Guðnason, Val, 26 Jón Hjaltalín Magnússon Víldng, 25 Öm Hallsteinsson, FH, 23 Viðar Símonarson Haukum Þórður Slgurðsson Haukum, 22 Þórarinn Ragnarsson, Haukum,20 STAÐAN í 2. DEILD 22 Akureyri Ármann Keflavík IR Þróttur 0 1 83:30 6 1 0 42:21 3 1 1 57:64 3 0 1 47:45 2 0 2 64:61 2 Vestm.eyjar 2 0 0 2 30:83 0 armóti sem haldið var á sunnudag í Hlíðarfjalli við Akureyri, en mót- ið er svigmót og fór fram í allra bezta veðri framan af, en eftir há- degi á sunnudag spilltist veður held ur. Magnús fékk tímann 95,1 sek. samanlagt, Guðmundur Finnsson, Þór, fékk 103.0 sek og Reynir Pálmason, KA, 103.5. í B-flokki náðust betri tímar. Árni Óðinsson, KA, fékk tímann 85.2 sek, Bjarni Jensson, Þór, fékk 89.7, og Ingvi Óðinsson KA, 97.0. Tveir þeirra fyrstnefndu flytj ast upp í A-flokk. í kvennaflokki vann Guðrún Sig- urlaugsdóttir, KA á 72.8 sek og önnur varö Birna Aspar, KA á 73.9 sek. Drengjameistara- ntóf íslands innanhúss Drengjameistaramót íslands inn- anhúss mun fara fram sunnudaginn 15. febrúar i Gagnfræðaskóla Kópa- vogs og mun Ungmennafélagið Breiðablik sjá um framkvæmd móts ins. Keppt mun í eftirtöldum grein- um: Hástökk með og án atrennu Langstökk án atrennu Þrístökk án atrennu Kúluvarp Stangarstökk Þátttökutilkynningar sendist fyr- ir 15. febrúar til Magnúsar Jakobs- sonar, Hvassaleiti 24, sími 82009. Sveinameistaramót íslands innap húss, sem fresta varö um síðustu helgi, mun fara fram sunnudaginn 11. febrúar á sama stað, það er Reykholti, Borgarfirði.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.