Vísir - 06.02.1968, Síða 3

Vísir - 06.02.1968, Síða 3
V í SIR . Þriðjudagur 6. febrúar 1968. 3 Nýjar myndir, ónefnt atriði: Edda, Jóhanna, Erlendur, Arnhildur, Sigmundur, Soffía, Daníel, Þórunn og Kjartan. myndir og gamlar TVý andlit á leiksviði vekja jafna forvitni, hvers má af þeim vænta? Hlotnast þeim að njóta sfn í bjarma svfðsljósanna eða hverfa þau í skuggann bak- sviðs og gleymast, án þess að fá svo mikið sem að ygla sig fram f salinn? Nokkrir yngstu leikarar Leik- félags Reykjavfkur, sem útskrif- aðir eru úr leiklistarskóla L.R. hafa teldð til sinna ráða og vinna að sjálístæðri sýningu undir stjórn Sveins Einarssonar, leikhússtjóra. Fréttamaður Vfsis fékk að sitja eina æfingu f Tjamarbæ hjá Litla Ieilcfélaginu, en svo heitir flokkurinn. Verkefnið er tvíþætt: Annars vegar leikrit meistara Ingmars Bergman, Gömul mynd á kirkju vegg, sem er byggð upp á sama tema og kvikmyndin „Sjöunda innsiglið“, sem nú er sýnd í Hafnarfjaröarbíói. Þetta leikrit var á sínum tíma leikið á Drama ten í Svíþjóð af nemendum Berg mans. Höfundurinn hefur gætt þess við gerð leiksins að gefa hverjum nemanda ærið verkefni og um leið tækifæri til þess að sýna hvað f honum býr. Efni leiksins er í megin atrið um hið sama og kvikmyndar- innar. Hann sýnir manninn and spænis dauða sínum. Krossfari og fylgdarsveinn hans eru komn ir heim eftir langa reisu til lands ins helga. Heima fvrir geisar plága, fólk er á flótta undan dauðanum. — Krossferðin hefur ekki veitt riddaranum svar við spumingunni miklu. Ferðin heldur áfram. Dauðinn setur inn sigli sitt á hvern þann sem slæst í förina og að lokum leiðist öll hersingin í dauðadansinn. Það var gömul mynd á kirkju vegg á Skáni, sem vakti inspíra- sjón höfundarins að bessu verki, sem varð úndanfari hinnar frægu kvikmyndar. — Myndin er frá tímum þeim, er svartidauði geis aði í Svíþjóð. Hinn þáttur sýningarinnar er kannski öllu nýstárlegri. Það er efni úr ýmsum áttum, útfært af leikendum sjálfum, sumt fmm- samið, lög, textar, Iátbragðsleik- ir og svipmyndir af viöburðum. Þennan þátt sýningarinnar kallar flokkurinn „Nýjar mynd- ir“ — Innihald hans er kannski Ieyndarmál, en áhorfenda kemur hann fyrir sjónir sem skirskotun til friðar í mannlegum samskipt um. — Eins konar spum, sem „krossferöir“ seinustu ára hafa vakið með ungu fólki. Hér eru reyndar nýstárlegar leiðir, sem einna helzt mætti ættfæra tll Theater Workshop i London, sýningin byggist á frarn lagi hvers og eins, verður til i höndum leikenda. Félagar lcikflokksins vinna að öllum hliöum sýningarinnar, án hjálparkokka. Einn sér um ljósa- búnað, annar um tjöld og bún- inga og svo framvegis og koma þar fram býsna fjölhæfir kraft- ar í ekki stærri hóp. Sýningar verða örfáar á þessu fyrsta verkefni Litla leikfélags- ins en ekkert hefur verið látið uppskátt um næstu verkefni. — Frumsýningln verður á laugar- dag í Tjamarbæ. Galdranomir eru brenndar á báli. Gömul mynd á kirkjuvegg, talið frá vinstri: Stúlkan Jóhanna Axelsdóttir, trúðurinn (Erlendur Svavarsson), Lisa (Þórunn Sigurðardóttir), Galdranornin (Edda Þór- arinsdóttir), smiðurinn (Kjartan Ragnarsson), fylgdarmaður riddarans (Sigmundur Örn Arngrímsson), riddarinn (Daníel Williamsson), Marfa (Soffía Jakobsdóttir), kona riddarans (Amhildur Jónsdóttir). I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.