Vísir - 06.02.1968, Page 5

Vísir - 06.02.1968, Page 5
vrSTR . Þríðjudagur 6. febrúar 1968. ÞORRAMATUR Ein af verzlunum borgarinnar, sem býður upp á þorramat um þessar mundir, er Síld og Fiskur og hér sjáum við m. a. brmgu- kolla, hval, hákarl lundabagga, slátur o.fl., eins og það er bo rið fram « stórum skömmtum. Lifrapylsa og blóðmör (súrs- að), skorið í sneiðar og raðað til skiptis á fat.. Gott með ýmsum öðrum súrmat, svo sem hval. Súrir hrútspungar. Borðaðir ofan á brauð með smjöri og einnig meö heitum kartöflum og smjöri. Ýmsar aðrar tegundir eru einn ig til af þorramat, en þessar teg undir munu algengastar hér í verzlunum. að eru orðin allmörg ár síðan hin svonefndu „þorrablót" urðu ein helzta skemmtun borg- arbúa eftir áramótin, en þau eiga raunar rætur að rekja til hinna fomu „þorrablóta“. Eitt helzta einkenni nútíma „þorra- blóta“, er að þar er borinn fram íslenzkur þorramatur, eins og hann gerist beztur. Aðallega er það súrmatur en einnig saltaður, reyktur eða einhver öðruvisi verkaður matur, ísl. aö ætt og uppruna. Það hefur líka farið mjög i vöxt að fólk beri þennan ís- lenzka mat á borö heima hjá sér á þorranum og bjóða nú mjög margar verzlanir upp á þorramat í kössum, skammtaðan fyrir svo og svo marga. Dálítið er mismunandi hvað þessir kass- ar innihalda. Til viðbótar við hinn algengasta þorramat selja sumar verzlanir síld, hangikjöt, flatkökur eða salat með þorra- matnum auk rófustöppu og kart- öflustöppu. Allur þessi þorramatur á það sammerkt, að hann þarf. að geyma í kulda og varast aö láta hann þoma um of. Yfirleitt er hann seldur í sneiðum frá verzl- ununum og getur verig gott að geyma sneiðamar í mysu eða súr yfir nótt til að hressa upp á súrbragðið. Með þorramatnum er borðaö rúgbrauö, flatbrauð og laufa- brauð, ef eitthvag er eftir að því frá jólunum og með brauð- inu haft gott smjör. Rófustappa og heitar kartöflur era haföar með og einnig er gott að borða Slátur einhvers konar grænmetissalöt með súrmetinu. Pilsner er yfir- leitt drukkinn með þessum mat, en ef um kvöldsamkvæmi er að ræða drekkur fólk gjarna ö.rlítið óblandað íslenzkt brennívín með. Þorramaturinn er borinn fram í trétrogum, en ef þau eru ekki fyrir hendi er honum raöað á stóra bakka eða einhvers konar tréskálar. Sumum þykir gott að borða sýrðar rauðrófur með þorramat, en annars er hann borðaöur án krydds eða sósu. Algengasti þorramatur er eftir farandi: Súr sviðasulta. Sultan er skorin í hæfilega þykkar sneiðar og raðað á fat í langa röð. Einnig getur verið skemmtilegt aö skera sultuna í litla bita, kringlótta og ferkant- aða og skreyta með persille. af. Skorinn í sneiðar og borinn fram í lokuöu íláti. Gott að hafa hákarlinn og haröfiskinn í sama íláti. Lundabaggi. Súr lundabaggi er framreiddur í þykkum sneiðum, en nýr í þynnri sneiöum og rauðrófur (sýrðar) og annað grænmeti borðað með. Harðfiskur. Fiskurinn er rifinn í álíka lang- ar lengjur rétt áður en hann er borinn fram. Riklingur er bor- inn fram í roöinu. Smjör, flatkök ur og rúgbrauð borðað meö. Hákarl. Hákarlinn er hreinsaður og skafinn og skrápurinn skorinn Bringukollar. Bornir fram eins og þeir koma fyrir en ekki má láta þá standa í hita. Góðir með heitri rófu- stöppu og kartöflum. Súr hvalur. Tekinn upp úr mysunni og skornar af allar tægjur og hval urinn hreinsaður vel. Skorinn í sneiðar og borinn fram á fati. Hangikjöt. Borið fram f þunnum sneiðum meö kartöflujafningi og baunum. Sundmagi, selshreifar, kútmagi kinnar o.fl. Þessar marartegundir er yfir- leitt erfitt að fá, nema þá helzt kinnar, en þetta er allt mjög gott með kartöflum og rófu- stöppu. FRYSTIKISTUR ÞARF AÐ HREINSA TVISVAR Á ÁRI upplausn. Séu rörin mjög fitug og óhrein, má setja salmiaks- spfritus í tuskuna. Á svipaðan hátt og við þvoum frystikistuna þvoum við einnig P’rystikistur eru hið mesta þarfaþing, og eiga mjög margar fjölskyldur slíka matar- kistu í kjallaranum hjá sér eöa geymslunni. Við notum frysti- kisturnar hvað mest í kringum áramótin. Mjög margar húsmaað ur kaupa heila kjötskrokka á haustin og geyma í frystikistu fram eftir vetri, en þegar fer að líða fram í febrúar er oftast búið að hálftæma kistuna, og því er það jafnan bezti tíminn til að hreinsa hana. Frystikistur þarf að hreinsa einu sinni til tvisvar á ári, bezt er að hreinsa þær í febrúar og síðan aftur á haustin, áður en nýja kjötið er sett i kistuna. Það þarf ekki að taka langan tíma að hreinsa frystikistuna, varla meira en einn klukkutíma. Ýmiss konar „afþíðunarefni" eru nú fáanleg í sprautubrúsum og flýta þau mjög fyrir að þiða frostið í kistunni. Bf ísskápur er einnig fyrir hendi á heimil- inu er bezt að setja vörurnar, s~m í frystikistunni vom, í ís- skápinn. Þær sern^ sízt þola að þiðna eru settar i frystihólfið og dagblöðum vafið utan um. Strax og búið er að tæma frystikistuna er slökkt á henni og ef afþíðunarefni eru notuð, þá er þeim sprautað á alla hina ísuðu hluta. Eftir 15—20 mín- útur er íslagið orðið laust og má auðveldlega skafa það af. Vatnið er þurrkað úr kistunni og sprautað yfir aftur með af- þíðunarefninu. Síðan má setja straum á frystikistuna aftur og strax og mælist frost í henni eru matarvörumar settar í hana aftur. Aftan á kistunni er svo frysti- vélin sjálf, en hana má auö- veldlega þekkja á því, að hún er alltaf svartlökkuö, og það sem sést af henni eru vanalega breið rör, misjafnlega gerð eftir tegund kistunnar. Þau þarf nauösynlega að hreinsa af og til og er bezt aö nota til þesr ryksuguna. Síðan er strokið af rörunum með tusku undinni upp úr súlfa- ísskápinn. nema hvað við þurf- um að þvo fsskápinn miklu oftar. Flestir ísskápar eru með þykku plasti að innan, sem mjög auðvelt er að þrífa. Varizt að láta ólykt setjast í ísskápinn og geymið aldrei mat sem eitt- hvað er farinn að skemmast i ísskápn-m. Það getur verið mjög erfitt aö ná ólykt úr is- skáp og frystikistum, ef hún sezt þar einu sinni að, en I því tilfelli er bezt að nota súlfa- upplausn, veikt sápuvatn, og skola síðan vandlega með hreinu vatni. Setjið aldrei volgan eða heitan mat inn i ísskápinn, og hafði álpappír, plast eðdi ein- hvers konar lok yfir öllum þeim mat sem sterk lykt og bragð er af. Um leið og þið hreinsið frysti- kistuna er gott að skipta um umbúðir á þeim matvörum sem geymdar eru í kistunni, en gæt- ið þess vel að þær nái aldrei aö afþiöna, því að þá er mat- urinn í flestum tilfellum ónýtur. ^A\V.VV.VV.VAV.V%V.VV.V\V/.V.VVA\\%V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.W.V Það er nærri því eins fljótlegt'. og aö nota afpíðunarefni, að«J setja fat með heitu vatni á/ botninn á kistunni, og þvo kist-*. una síðan að innan með vatni.J með súlfaupplausn og skola aðj. lokum með hreinu vatni. Siðan*[ þarf að þurrka kistuna vandlegal* að innan, áður en straumurinhj. er settur á aftur. .*.■ TIL ÁSKRIFENDA VÍSIS Undanfarið hefur aukizt álagið á dreifingarkerfi blaðsins á Reykjavíkursvæðinu. Hefur ’ sums staðar komið fyrir, að einstaka áskrifendur hafa ekki fengið blaðið. Vísir bendir áskrifendum sínum á að hringja í afgreiðslu blaðsins fyrir kl. 7 að kvöldi, ef þeir hafa ekki fengið blað dagsins. Hringi þeir fyrir kl. 7, fá þeir blaðið sent sérstak- lega til sin og samdægurs. Á laugardögum er afgreiðslan iokuð eftir hádegi, en sams konar símaþjónusta veitt á tímanum 3.30 - 4 e.h. Vill blaðið benda áskrifendum á að vera ófeimnir við að hringja og kvarta. Síma- numer afgreiðslunnar er 11660. | ■IJ I Munið nð hringja íyrir klukkan 7 í síma 1 16 60 í .VVVVVVVVVVVVVVV’.VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV.VV I- L.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.