Vísir


Vísir - 06.02.1968, Qupperneq 8

Vísir - 06.02.1968, Qupperneq 8
8 VIS IR . Þriðjudagur 6. febrúar 1968. VÍSIB Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Sfmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sfeni 11660 (5 línur) Áskrittargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Blaðamenn á skólabekk Qft hafa verið látnar í ljósi á opinberum vettvangi áhyggjur af því, að íslenzk blaðamennska væri ekki á nógu háu stigi. Blöð og fréttastofnanir hafa sætt margvíslegri gagnrýni. Margt af því hefur ekki haft við rök að styðjast. Hins vegar dylst fáum, að margt mætti betur fara í blaðamennskunni. Dagblöð og útvarp eru í flokki veigamestu stofn- ana lýðræðisins. Eitt hlutverk þeirra er að veita til fólksins jöfnum straumi upplýsinga og frétta um ástand mála og atburði heima og erlendis. Á þessum upplýsingum byggir fólk álit sitt, t. d. í stjórnmálum. í fjölmiðlun upplýsinganna þarf margs að gæta. Frásögnin þarf að vera skýr og einföld, svo að efnið komist til skila og misskilningur skapist ekki. Frá- sögnin þarf að vera hlutlaus, svo að fólk taki mark á henni. Sögumaður þarf að þekkja vel efnið, sem hann fjallar um, svo að hann útbreiði ekki af vangá rangar upplýsingar. Og í mörgum tilvikum þarf sögu- maður að kunna erlent mál til hlítar, svo að frásögn brenglist ekki í þýðingu. Það er útbreiddur misskilningur meðal blaðamanna og annarra, að ekki sé hægt að kenna blaðamennsku. Það er hægt að þjálfa menn til blaðamennsku eins og hverra annarra starfa. Sumir hafa vissulega miklu meiri hæfileika en aðrir og ná tilsvarandi betri árangri. En nám hjálpar bæði hinum góðu og lélegu. Meðal flestra menningarþjóða eru blaðamenn menntaðir sérstaklega. Algengast er, að blaða- mennska sé kennslugrein í heimspekideildum háskóla. Undanfarin ár hefur töluvert verið rætt um það hér á landi, að íslendingar feti í þessu efni í fótspor annarra menningarþjóða. Hefur blaðamannastéttin sjálf haft forgöngu um að kynna þetta mikilvæga mál. Nú er komið fram á Alþingi frumvarp um þetta efni og er það flutt af fimm ritstjórum úr öllum stjórn- málaflokkum. Frumvarpið hljóðar svo: „Við heim- spekideild skal stofna til kennslu í blaðamennsku, er fé er veitt til þess á fjárlögum, og skal kveða á um námstilhögun í reglugerð.“ Flytjendur frumvarpsins skýra í greinargerð frá aðdraganda málsins og lýsa jákvæðum undirtektum Háskóla íslands. í greinargerðinni er talað um þriggja mánaða námskeið sem algert lágmark. Er þar vissu- lega ekki tekið nógu djúpt í árina. Ef gagn á að vera að slíkri fræðslu, verður hún að ná yfir heilt ár, og til verulegs ávinnings þyrfti þriggja til fjögurra ára nám. Fyrir utan hin eiginlegu blaðamennskufræði er nauðsynlegt að kenna ítarlega íslenzkt mál, íslenzku og alþjóðlega sögu, einkum nútímasögu, landafræði og einhver erlend tungumál. Frumvarpið er hið þarfasta. Góðar horfur eru á, að Alþingi samþykki það og verður þess þá væntan- lega ekki langt að bíða, að fé verði veitt til þessarar nauðsynlegu kennslu. Wilson láti af embætti og flokksforustu Kröfurnar innan brezka Verkamannaflolcksins um að Harold Wilson forsætisráö- herra láti af embætti og flokksforustu fara harðnandi. Jjessar kröfur eru í seinni tíð bomar fram æ ofan í æ af fólki, sem styður þá þingmenn, sem eru yzt til hægri og lengst til vinstri. Kröfumar era rök- studdar með því, að forustan hafi brugðizt bæði á sviði efna- hags- og stjómmála. Og í byrj- un þessa mánaðar var svo kom- ið, að fylgi Wilsons var auðsæi- lega dvínandi í miðfylkingu flokksins. Mánaðarritið Socialist Commentary, sem styður hina svonefndu Gaitskell-fylkingu, birti ritstjórnargr. þar sem segir að elcki verði unnt að bjarga framtíð flokksins né heldur fram tíð landsins nema Wilson viki sem forustumaður. Blaðið telur Bretland nú í miðjum straumi mikils efnahags legs og stjómmálalegs vanda, og allt sé undir þvi komið að stjórn máiavandinn verði leystur fyrst. Stjórnmálavandinn er einfald- lega til kominn vegna glataðs trausts almennings i landinu á Wilson og stefnu hans og alveg sérstaklega innan Verkalýðs- flokksins. Trúin á að Wilson takist að koma öllu í höfn um það er lýkur, er ekki lengur til. Blaðið segir að stjórnin hafi byrjað vel, en svo hafi farið að þyngjast fyrir fæti enda komið út í fen aðgeröaleysis. Hún hafi farið að bregða við til að reyna eitthvað, eftir að atburð- irnir gerðust, í stað þess að grípa til ráöstafana fyrir fram til þess að ráða gangi þeirra gæta þess að hafa gott íaumhald á öllu. En fólkið fann, að stjóm in réð ekki ferðinni, og menn fóra að hafa æ meira á tilfinn- ingunni, að hún væri að blekkja þjóöina — hún haföi alið á bjart sýni manna um bættan efnahag sem alltaf var, að því er hún sagði á næsta leiti — jafnvel að framundan væri að siglt yröi hraðbyri f höfn velmegunarinnar allt til þess að leyna raunvera- legu ástandi og horfum. Hún bað fólk ekki að horfast í augu við raunveraleikann og það sem verra var, hún gerði þaö ekki sjáif. I ritstjómargreininni er þvf ennfremur haldið fram, að þar hafi allt mistekizt eða hrunið — stjómin átti að vinna mikið hlutverk í Austurlöndum fjær til þess að friður héldist milli Kína og Bandaríkjanna. Bretland átti að ganga í EBE og taka for- ustuna í Evrópu — þessi áform og mörg önnur heföu rokið út í veður og vind, og þau hafi í raun inni verið óviðkomandi raun- veralegri aðstöðu Bretlands. — Verkalýðsflokkurinn hafi haldið er hann gekk til kosninga ■ að markmiöið væri soc- ialistisk ríkisstjóm. í dag væru þeir hins vegar fáir innan flokksins, sem héldu enn, að hún mndi uppfyila sín úpphaf- legu, róttæku loforð. Þá segir, að stjómin hafi þrá- azt við að horfast í augu við Wilson. raunveruleikann. Hún hafi gerzt sek um sjálfsblekkingu — og sér verði að binda endi á. „Vér óskum sannana fyrir, að stjómin viti hvað hún er að gera hverju sinni, og vér óskum eftir aö heyra sannleikann, fluttan af sannfæringu", segir Socialist Commentary, — en telur jafn- framt slíka breytingu ógerlega, nema skipt verði um forastu- mann. Úrslit seinustu skoðanakami- ana benda til, að ef gengið væri til kosninga nú myndi Verkalýðs flokkurinn tapa um 200 þing- sætum. — 55.2 af hundraöi sögð ust greiða atkvæði með íhalds- flokknum, 33,9 með Verkalýös- flokknum 68 af hundraði sögð- ust vera óánægöir með stjómina . og 55 af hundraði með Wilson sem forsætisráðfaerra. Fylgi Wilsons er nú minna en fylgi Sir Alecs Douglas Home nokkum tíma var, meðan hann var forsætisráðherra. „Kennedy tók á sig sökina fyrir a![jjéð..." McNamara kveðst ekki hafa róð/ð Kennedy forseta heilt 1961 varðandi Kúbu, né heldur aðrir ráðunautar forsetans J. F. Kennedy. Þegar þeir Dean Rusk, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og Robert McNamara land- vamaráðherra svöruðu í fyrrakvöld fyrirspurnum blaðamanna í sjðnvarpsþætt- inum „Meet the Press“, ját- aði hinn síðamefndi, sem nú er í þann veginn að láta af embætti, að hann hefði ekki reynzt Kennedy forseta holl- ráður, er hann ásamt öllum öðrum ráðunautum forsetans lagði til að gerð yrði hin mis- heppnaða innrás á Kúbu,sem kennd er við Bay of Pigs. „Tjetta voru alvarleg mistök,“ sagði McNamara, „og þau hvíla þungt á samvizku minni." Og hann bætti við: „Þegar Kennedy forseti gekk fyrir alþjóð og tók á sig ábyrgð- ina, sagöi hann ekki það, sem hann heföi getað sagt, að hver einasti af hinum nánustu ráðun- nautum hans að mér meðtöldum hefðu ráðlagt honum þetta.“ Og enn sagði McNamara: „Og sú staðreynd, að ákvörð- unin var tekin einróma breytir engu um, að hún var röng.“ (Það vora flóttamenn frá Kúbu og ævintýramenn, seni innrásina gerðu, og lenti innrás arliðið á Kúbu 17/4 1961. Meg- inhluti innrásarliðsins var sigr- aður í Bay of Pigs í Las Vegas- fylki og búið að gersigra það 20. apríl).

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.