Vísir - 06.02.1968, Side 9
9
VÍ SIR . Þriðjudagur 6. febrúar 1968.
G VIÐTAL
DAGSINS
XJver, sem lifaö hefur níu tugi
ára og fylgzt með fram-
vindu tímans svo sem eölilegt
mú telja því aldurskeiði, hlýtur
að vera nokkurs vís um ýmis-
legt það, sem í dag heyrir for-
tíðinni til og öllum er ekki
kunnugt. Marga hef ég heyrt
hafa orð á því, að það skipti
ekki miklu máli fyrir nútímafólk
vitneskja um það, sem að baki
liggur, lffsviðhorf líðandi stund-
ar eitt hafi þýðingu. Ekki skal
ég gera lítið úr því, að menn
hyggi vel að þeim fótmálum
,sem þeir stíga frá degi til dags
en verður ekki hætt við að fram
þróunin verði ómarkviss, ef
hvergi liggur þráður til þess
lífs er fyrr var lifað. Enginn
góður siglingamaður mun kjósa
það, að niöur séu brotin þau
leiðarmerki, sem reist hafa ver-
ið á blindskerjum, af þeim er
fyrr fóru. Sama máli gegnir
það, að fregnir af lífsháttum
liðins tíma geta um margt leið-
beint þeim sem á eftir koma
bæði í nútíð og framtíð — orð-
ið ljós á þeirri leið.----
Þessi aldni heiðursmaður, sem
hér situr andspænis mér er
einn þeirra, sem á að baki langa
og markverða ævi, hefur ekki
bognað fyrir öldufalli áranna,
eða kalkað í kyrrstöðu. Hann
segist telja sinn uppruna í
Hrunamannahreppnum.
— Já, ég er Ámesingur. For-
eldrar mínir voru Vigfús Ög-
mundsson og Sigrfður Jónsdótt-
ir. Þau voru systkinaböm frá
Kaldbak í Hrepp. Ég fæddist
austur í Rangárvallasýslu 5.
ágúst 1875, þar voru þau í
kaupavinnu. Heimili þeirra var
þá í Loftskoti í Fuglavíkurhverfi
á Reykjanesi suður. Þar var
búið á tveimur jörðum, hitt
voru þurrabúðarhús. Fjölskyld-
umar lifðu á því, sem heimilis
feðurnir gátu dregiö að af sjávar
gagni, og svo stunduðu sumir
kaupavinnu. Faðir minn reri hjá
Jóni bónda í Fuglavik bæði vor
og haust og einnig á vertíðinni.
Á sumrin fóru svo foreldrar
mínir stundum í kaupavinnu.
Frá Fuglavík fluttu þau í Sand-
gerði og fengu þar þurrabúðar-
kofa til aö búa f, þar var ég
hjá þeim þangað til ég var 9
ára, þá var mér komið fyrir upp
í Hrepp á bæ, sem hét Kluftir,
sá bær er nú kominn í eyði.
Þarna var ég þangað til ég var
17 ára.
— Var þarna stórt býli?
— Það var stórt land og erf-
ið smalamennska, en jörðin var
heldur rýr, litlar slægjur og lítið
tún. Beit var sæmileg.
— Gat heimilið lifað á því
sem þar aflaöist?
— Ojá. svona sæmilega. Það
var ekki beint nein fátækt.
— Hvernig var það á Suður-
nesjum?
— Foreldrar mínir höfðu lít-
ið handa í milli bjuggu við mikla
fátækt. Það var stundum lítið
til að nærast á. Þegar ekki gaf
á sjö, þá var ekkert. Þaö var
ekki safnað í kornhlöður.
— Þú varst þarna á Kluftum
í 8 ár?
— Já, bóndinn þar hét Svein
björn Jónsson og var afi Svein
bjarnar Jónssonar hæstaréttar-
lögmanns í Reykjavík. Mér leið
sæmilega þarna, að vísu var mér
otað til vinnu eins og hægt var
Eg þreifst varla fyrir svefn-
leysi og þreytu, smalamennskur
voru svo ógurlega erfiðar. Ég
var einn vandalaus á heimilinu.
er v/ð Jón Vigfússon,
92 ára gamlan
Arnesing
— Van gert upp á milli þín
og heimabamanna?
— Nei, þaö get ég ekki sagt.
Þaö þurftu allir aö vinna mikið,
en mér var ofætlað, vökurnar
viö féð voru alltof miklar. Ég
hafði oft ekki lyst á aö boröa
bara vegna þreytu auk þess
var ég blóðnasaveikur. Alverst
var þetta í sambandi við kvía-
ærnar. Þegar ég kom heim á
kvöldin voru þær mjaltaðar og
svo sleppt út aftur. Varð ég þá
að fara upp á nóttunni til þess
að hafa þær saman fyrir morgun
mjaltir. Það var siður um hey-
annatímann, að fára ofan í tún,
sem kallaö var klukkan tvö að
nóttunni ,væri rekja og þá byrj-
að að slá, og slegið til morguns
að þurrt var oröið á. Þá var ég
oft vakinn líka og átti að fara
að smala.
Mér var ætlað að sofa meðan
mjólkað var, en það varð nú
oft minna úr því. Stundum
vantaði af ánum og þá varð
ég að leita þeirra — þetta var
einlægur erill, alltof mikill.
— Var fóikið ekki notalegt
við þig?
— Jú, sumt ekki allt.
— Var margt fólk í heiipili?
— Það voru þrír bræöur
heima, tveir voru farnir. Svo
voru fjórar systur, ein þeirra
ári yngri en ég, og svo hjónin.
Jón Vigfússon.
ásamt öðrum strák, til að sækja
heytorf suður í sveit. Við kom-
unj.seint heim, ég var þreyttur
og sofnaði fast. Klukkr-« að
ganga tíu um morguninn vaitna
ég, og þá er enginn í bænum,
en ég sé að þilin fyrir ofan
rúmið eru horfin og einniy
rekkjunautur minn. Ég fór aö
káfa upp fyrir bálkinn, en þrtr
var enginn. Um nóttina hafði
komið svo harður jarðskjálfti
að baðstofan gliðnaði, fólkiö
varð felmtri slegið og flýði
bæinn, en kvaðst ekki með
nokkru móti hafa getað vakið
mig, svo fast heföi ég sofið,
og svo mikill asi var á því, að
það hugsaði ekki út í það sem
gat beðið mín, ef bærinn
hryndi f rúst, eins og víða henti
á Suðurlandi þetta sumar. Niöri
í miðsveitinni lá fólkið víða í
tjöldum meiri part sumarsins,
aörir fundu sér einhverja skúta
og bjuggust þar um. Segja má
að víöa hafi ríkt neyðarástand.
Alls staðar var þó gengið að
heyskap svo sem venja var til.
Ég man til þess, sérdeilis einn
morgun, er að við vorum aö
slá austan við túnið, að jörðin
gekk f bylgjum rétt eins og öld-
ur á sjó, og máttum við gæta
aö okkur að detta ekki. Þessum
hræringum fylgdi þunganið-
ur, ekki beint hávaði. Þetta var
ákaflegá öhugnanlegt ástand.
— Virtist þetta hafa nokkur
áhrif á ske nur, t. d. málnytu
búfjár?
— Ekki minnist ég þess, en
hestar hópuðu sig saman þegar
miklar hræringar voru. Þegar
kom fram á haustiö og þessum
ósköpum virtist vera af létt, var
JÖRÐIN GEKK í BYLGJUM
RÉTT EINS OG ÖLDUR Á SJÓ
Þegar ég var 17 ára hætti
gamli maðurinn að búa og sonur
hans tók við. Þá fór ég aö
Tungufelli í Hrepp, vinnu-
mannsmynd. Þar var gott að
vera. Margt fólk í heimili, ágæt
ir húsbændur og allt gott. Þar
fór mér reglulega fram, komst
í mig mergur.
— Sinntir þú þar ekki ein-
göngu landbúnaðarstörfum?
— Ég var látinn róa á veturna.
Reri bæði frá Eyrarbakka og
Stokkseyri og síðast út í Þoriáks
höfn.
— Var þessi sjósókn ekki
talsvert erfið?
— Ójú, hún var það.
— Úr hverri verstöðinni
fannst þér erfiðust sjósókn?
— Frá Eyrarbakka. Það var
ógurleg brimveiðistöð. Stokks-
eyri var skárri og Þorlákshöfn
þrautalendingin fyrir hinar báð-
ar. Sjósóknin var öll á áraskip
um og róið með lóð. Fyrsta
vertíðin mín var 1892.
— Manstu eftir nokkrum
atkvæðaformönnum?
— Það var ákætis formaður,
sem ég var hjá, Jón Sturiaugs
son. með honum byrjaði ég. —
Ilann bjargaði mörgu mannslífi.
— Hvernig var ráöriing vinnu
manns á þeim dögum?
— Hjá bóndanum á Tungu-
felli hafði ég hálfan vertíðar-
hlutinn mi: n og fékk að hafa
fjórar fimm kindur. Svo hafði
ég alklæðnað yzt og innst. öll
sokkaplögg. skóleður og vettl-
inga. Þetta var árskaupið.
— Hvernig var með fæði í ver
inu?
— Mötuna lagði húsbóndinn
til. Hún var látin í skrínu. Mað
ur fékk svona tvo fjórðunga af
smjöri og góða kind í kæfu og
svo hálfa kind í hangikjöt.
— Þetta átti aö duga vertíð-
ina?
— Já, og dugði vel, ef sæmi
lega var á I.aldið. Svo var tekið
út í reikning pund af kaffi og
pund af sykri á hvem mann,
sem á skipinu var, en það
þurfti oft viðbót og þá keyptu
menn hana sjálfir.
— Gat nú ekki vinnumanns-
kaupið orðiö sæmilega gott með
þessum kjörum?
— Jú, ef vel aflaðist. En eina
vertíðina sem ég reri hjá honum
Jóni Sturlaugssyni fengum við
aðeins 200 til hlutar.
— Þá hefur þú átt 100 fiska
sjálfur. Hvað heldurðu að það
hafi gert í peningum?
— Þá var ýsan seld á 10 aura
og þegar tregfiski var mátti
heita að aflinn væri eingöngu
ýsa.
— Ekki hefur þetta nú verið
neitt stórfé jafnvel á þeim
tíma?
— Onei, ég er hræddur um
ekki. En þetta var nú alversta
vertíö sem ég man eftir, við
fengum upp í 600 fiska f hlut.
Á þeim árum voru þrjátíu krón
ur talsverðir peningar. Þá þótti
geipiverð að fá 3—4 kórnur
fyrir lambii Fráfærulömb voru
oft"* seld á 3 krónur.
— Lézt þú færa frá þínum
ám?
— Já, já.
— Fékkst þú þá smjör?
— Nei. nei Það var ekki nefnt
svoleiðis lagað. Ég fékk bara
lömbin. ef þau komu af fjalli.
Húsbóndinn átti málnytuna. ég
ær og lömb. Hjónin á Tungu-
felli, Guðni Þórarinsson og
Sunneva Bjarnadóttir, reyndust
mér mjög vel þau fimm ár sem
ég var í vist hjá þeim. Þau áttu
sex böm og auk þeirra höfðu^
þau ætíð þrjá vinnumenn og
þrjár vinnukonur.
— Þú mannst eftir jarðskjálft-
unum 1896?
— Mikil ósköp, ég held það
nú. Það gekk mikiö á. Þeg-
ar fyrsti kippurinn kom hittist
svo á, að ég er nýkominn
heim frá því að leita að kvíaám,
sem vöntuðu, setztur á rúmið
mitt og ætlaði að fara aö borða.
Húsbóndinn var vakandi og ég
segi við hann: Getur verið að
þaö séu reisendur á ferðinni?
— Reisendur?
— Já, langferðafólk ‘að
norðan var kallað reisendur.
Það kom oft og gisti á Tungu-
felli, því það var næst afrétti.
Ég heyrði svo mikinn undirgang
og allt í einu leikur bærinn á
reiðiskjálfi. Húsbóndinn biður
mig að fara og leysa út kýrn-
ar. Ég gerði það en þó meö
hálfum hug. Það voru svo iöng
göng sem þurfti að fara um.
Mér var alltaf illa við göngin
eftir að jaröskjálftinn kom, ótt-
aðist að þau féllu saman. Þeg-
ar ég kom út, skar ég böndin
af beliunum til aö koma þeim
sem fljótast úr fjósinu. Eftir
dálítinn tíma komst svo kyrrö
á aftur og þá háttaöi ég og
sofnaði.
— Þessir iarðskjálftar stóðu
af og, til vfir sumarið?
— Já. langan, langan tíma.
Það var einhverju sinni á laug-
ardagskvöldi, að ég var sendur.
farið að braska við að laga bæ-
ina og búa undir veturinn.
Sumir höfðu skorið þökin ofan
af bæjarhúsum og þar voru
viðir miklu .ninna skemmdir. Á
þessi þök var svo sett járn en
ekki torf.
Þegar ég var 22ja ára haföi
húsbóndi minn jarðaskipti og
fór að Bræðratungu, en ég vildi
ekki fara með honum og réöi
mig hjá Sigurði Jónssyni sem
bjó að Hrepphólum í Hrepp og
var þar í tvö ár. Þá fór ég niöur
á Eyrarbakka, fékk þar lóð og
byggði bæ. En sú var ástæöa
þessarar rá*:.breytni. að éf átti
eina systur og gamla móður,
sem þá var því nær oröin blind,
héldum viö systkinin svo heimili
or önnuðumst móður okkar. Ég
stundaði ýmsa vinnu, og þó
mest sjó.
— Lentir þú aldrei í neinum
háska á sjó?
— Ekki get ég sagt það —
og þó einu sinni munaði pú
lit’u að illa færi. Þá var ég kom-
inn sem háseti á skútu. Hún hét
„Agnes" Þá vorum við að
flnkjast á hafinu í hálfan mán-
u. vorum komnir út úr kortinu
og vissum lítið hvert okkur bar.
Þaö var ekki góð ævi, og oft
tvísýnt hver endalokin yrðu. Ég
held þaö hafi bjargað okkur aö
þegar óveðrinu Iétti uröum viö
varir viö franska skútu og gátum
f”lgt henni bangaö til við hófum
landsýn af húfunni á Snæfells-
iókli. Það var svo sem ekki von
að bessi ferð íánaðist vel, því
til hennar var stofnað af lftilli
fyrirhvgg’ju, skinctiórinn sem
annars var röskleika maður,
Framhald á bls. 10.