Vísir - 29.02.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 29.02.1968, Blaðsíða 9
V í S FR . Fimmtudagur 29. febrúar 1968. 9 ® VIÐTAL DAGSINS SBæfl vlð Hdga iémsm slsé»ii gam isiesizkes skésmðði á þcssnri öBd \7"ið gengum nú bara á kú- skinnsskóm í gamla dagá. Já, víst gengum við á kúskinns- skóm, einnig skóm úr sauða- skinni, selskinni og jafnvel steinbítsroöi. Þaö var líka margur með sárar iljar að liðn- um löngum smaladegi, ef ganga þurfti grýttar fjörur með sjó fram eða urðir og eggjagrjót á heiöum og háfjöllum. Ekki er líklegt að bjóöa þýddi smala- mönnum í dag slika kosti, enda flest vinnutilhögun miðuð við, að enginn gangi fótasár frá verki. Ekki þótti skógerð vandalaust verk meðan starfið var heimilis- iðja, unnið af húsmæðrum og g^iökonu;m. Skórinn mátti hvergi kreppa eöa saumur særa. Þótti sú kona lítt verki farin og ekki álitleg húsmóöir eða húsmóður- efni, er þannig vann að til þess kæmi. Ööru máli gegndi, þótt slitnaði undir il, um það var enga að saka. Óneitanlega fóru velgerðir ís- lenzkir skinnskór með hvítum bryddingum, vel á fallega löguð- um fæti, enda leyndu þeir ekki krepptum tám, svo enginn var neinu bættari aö sníöa ekki viö vöxt. Hins vegar mun mörgum hafa orðið á að láta hégómlegt fegurðarskyn ráða nokkru um stærðina á „dönsku skónum“. Urðu þá stundum hælar og tær illa úti, þótt ilinni væri hlíft, ekki síður en eftir kínverskú vefjurnar. gg hef náð tali af Helga Jóns- syni, skósmið á Akranesi, en síðan hann tók próf i þeirri iðn eru nú 64 ár. Er ekki með ólíkindum, að hann kunni nokk- ur skil á þróun i fótabúnaði ís-- lendinga, síöan skógerð færöist úr höndum kvenfólksins og karlmenn urðu þar alls ráöandi iðjuhöldar. ■JJTtan alfaraleiöar, lengst til austurs íslenzkra byggða, liggur Vöðlavik. Þar á yzta bæ, Vöðlum, bjuggu foreldrar Helga, Jón Eyjólfsson og Þórey Mart- einsdóttir, og þar fæddist hann 24. sept. 1887. Ekki var Helgi gamall, þegar þau hjón fluttu að ímustöðum, sem er býli nokkru innar i Víkinni, en ekki var hann eldri en 12 ára, þegar foreldrar hans urðu að láta af búskap sökum fátæktar, og senda eldri börn sín til vanda- Iausra. Á árunum um og fyrir alda- mót voru margir, sem ekki áttu mikilla kosta völ, og þá fárra góðra. f Vöölavík voru aðeins fimm byggö býli, allir aðdrættir voru erfiöir og langt til að sækja hvort sem var á landi eða sjó. Flestar voru jarðirnar smá- ar, enda lönd ekki stór. Þó eru sumarhagar góðir, en mjög snjóþungir vetur. Vöðlar munu vera þar mesta jörðin, enda blómabúskapur á því býli, þegar lengra er litið til baka. Norðan og sunnan víkurinnar eru góðir lendingarstaðir eftir áttum, Mátti því heita fremur gott til sjósóknar, því oft gekk fiskur nærri Iandi á sumrin. í góðu veöri er víkin mjög fögur 1 en alloft byrgir þoka þar alla 1 útsýn. Nú eru þarna öll býli í eyði önnur en Kirkjuból. Þegar Helgi yfirgaf sínar bernskustöðvar fór hann til Halldórs á Svínaskálastekk eða öllu heldur Kristínar móður hans, því hún var taKn fyrir búinu. Þaðan fór hann til föðurbróður síns að Breiðuvík. Nokkru utar með Reyðarfirði er Karlsskáli. Þar bjó eitt sinn Eiríkur Björnsson, sem þá var talinn ríkastur manna í þeirri byggð. Nú er jörðin i -eyði og stendur þar ekki steinn ofar steini. — Tæja, Helgi, og þegar þú " fórst frá Breiðuvík? — Þá var ég 16 ára og fór til Seyöisfjaröar, þeirra erinda að stunda skósmíðanám hjá Jóni Lúðvíkssyni, skósmið. Þá tók námið venjulega þrjú ár og var eingöngu verklegt — enginn iðnskóli. Verkefni var nóg ng lærlingunum ekki hlíft' við vinnu. Morgunverkin, sem hófust klukkan 7 dag hvern voru í þvi fólgin aö hafa allt tilbúiö þegar meistarinn og sveinarnir komu. — Venjulega var unnið til kl. 9 — 10 á kvöld- in. Vinnudagurim. gat þó lengzt fram til kl. 11 væri mikið að gera. Einna verstir voru þó laugardagarnir, því þá þurftum við að þeytast um allan bæinn með það, sem unnið hafði ver- ið yfir vikuna en ekki sótt. — Hver voru kjör lærlinga? — Við höfðum fæði, húsnæði og þjónustu — annað ekki. I itil „Allt of mikið er flutt inn í landiö af lélegum skófatnaði“. efnum, en það má heita aö ill- mögulegt sé að gera viö hann svo að varanlegu gagni komi. Annars virðist mér að hlutfall milli efnis og vinnu hafi ekki mikið breytzt frí því ég fyrst fór aö fást við þessa iðn. Þá kostaði leðurkílóiö — kjarni — kr. 2.50 kg og sólning á karla- skóm kr. 3.00—3.50 en kven- skóm kr. 2.50—3.00. Nú kostar leðurkílóið um kr. 180.00, en að sóla karlmannsskó kr. 245.00 og kvenskó kr. 180.00. Jjað sem ég vildi svo segja um þessi mál eins og þau koma mér fyrir sjónir í dag og reynsl- an gegnum árin hefur kennt mér er þetta: Svo virðist sem verkefni fyr- ir skóvinnustofur í því formi sem áður var séu ekki fyrir hendi. Allt of mikiö er flutt inn í landið af lélegum skófatnaöi, er þar um mikla fjársóun að ræða, því þótt kaupverðið sé ekki mjög hátt er endingin oft því nær engin, svo fljótlega þarf að ka pa nýtt. Ég tel, að tæpast sé hægt að fá erlenda skó, sem treysta megi að nokkru. fyrir minna en kr. 1200. Um innlenda skó — Iöunnar- Áður leðurstígvél en nú hælar undir kvenskó — Hver voru helztu verk- efnin? — Aðallega verkamannaskór, sjóstígvél og reiðstígvél, þau náðu nokkuð upp á legginn og voru reimuð að framan. Lítið var smíðað af finni skóm, þvi þá var farið að, flytja inn „dönsku skóna". Allt skótau var unrtið úr fei.igörfuðu vatnsleðri. Það var mikið verk að „spanna“ sjóstíg- vál. — Spanna? — Þau voru saumuð á röng- unni og stungið I hálft. Það var kallað að spanna. öll vinna var vönduð eftir þvf sem tök voru á. Vaöstígvél munu hafa verið seld á 22 krónur. Öll vinnubrögð voru mjög frumstæð. Að undan tekinni saumavélinni þekktust ekki önnur verkfæri en síllinn, hamar, hnífurinn og leisturinn og því allt unnið í höndum. Auk þess sem verkstæði okkar sá Seyðfiröingum fyrir fótabún- aðarþjónustu, höfðum við mikil viðskipti við Héraðið. Meöan ég dvaldi þama viö nám varð ég fyrir því slysi að stinga hníf í hnéð á mér með þeim afleiöingum, að ég missti fótinn neðan við mitt læri, og hef gengið á gervi- fæti og verið haltur sfðan. — Var ekki Seyöisfjörður aristókratískur bær á þessum ár um? — Jú, þetta var menningar- staður Þama vora menn eins og Otto Wathne, sem átti stór- an hlut að því að byggja upp bæinn, og Stefán Th. Jónsson gæöamaður, sem hvers manns vandræði vildi leysa. Það vora mikil viðbrigöi fyr- ir mig að koma þarna, sextán ára ungling, sem lítið hafði kynnzt lífinu utan hins fámenna strjálbýlis. Eftir peirra tfma hætti mun talsvert félagslíf hafa verið á staðnum, því þar starfaði bæöi söngfélag og kvenfélag. loknu námi mínu réðist ég til Antons Jakobsen, sem hafði skósmiðavinnustofu á Eskifirði og starfrækti jafn- framt hótel. Kom það þá mest í minn hlut að sjá um skó- iðjuna. Yfir veturinn unnu einn- ig hjá honum tveir sjómenn, Jón Brynjólfsson og Símon Jón- asson. Jón var ágætur skósmið- ur og vaskleika maður. Hjá Antoni var ég í fimm ár. Tvö síðustu árin annaðist ég, jafnhliða skóvinnustofunni, ráðs mennsku á hótelinu. Að liðnum þessum árum keyptu þeir Jón og Símon vinnustofuna og settu jafnframt upp skóverzlun, en þar sem þeir stunduðu einnig sjósókn fengu þeir mig til að annast fyrir sig reksturinn, og fór svo fram í tvö ár. Cvo var það árið 1913, að ég flutti til Neskaupstaðar og setti þar sjálfur upp verkstæði. Venjulega vann ég einn yfir sumariö, en hafði með mér eldri mann að vetrinurp. Hann var ágætur að „spanna“ en það verk fannst mér alltaf fremur leiðin- legt. Ég kom á Norðfjörð að hausti til, en setti svo upp skóverzlun um vorið og fór að ver.’.a með erlendan skófatnað, síðar færði ég dálítið út kvíam- ar og haföi einnig jámvöru og reiðhjól. Verkefnin á vinnustofunni voru þau sömu og verið höfðu á Seyðisfiröi og Eskifirði, stíg- vélasmíði og viðgerðir — margs konar „lapparí". Á tímabili gerði ég dálítið af þýí að búa til skó úr gúmmi. En það varð þó aldrei neitt verulegt, því „slöngur" var erf- itt að fá þar eystra. — Það er sjálfsagt orðin tals- verð breyting á vinnubrögðum í þessari iðn eins og víðar, síð- an þú hófst starfiö? — Já, það má óhætt segja það. Vélavinnan er meiri. Áöur var neglt með trénöglum, sem kallaöir voru „plukkur“ og það gjört meö hamri. En svo kom plukkvélin. Hún kom næst á eftir saumavélinni, sem fylgt hefur, aö því ég bezt veit, iön- inni frá upphafi. — Svo kom „gegnumsaumingavél” þá „randsaumavél" svo „leður- pressa” og skuröarhnífur. Áð- ur en pressan kom, var leðrið bleytt og hamrað á steini, sem hafður var á lærinu. Þetta var gert til þess aö ná úr því teygj- unni. Nú standa þessar vélar ónotaðar á flestum verkstæð- um því farið er að nota lím til allra hluta. Verkefni hjá litl- um skiösmíðastofum era nú því nær engin eftir að farið var að flytja inn skófatnað úr gervi- skó er það að segja, aö nú orð- ið er þar um að ræða fallegan og vel unnin skófatnað, sem með góðri hirðingu og viðhaldi getur dugað vel. Mikið af þessu gerviskótaui fer beint I rusla- tunnuna eftir skamma notkun. Innlend skógerð, sé verð framleiðslunnar hóflegt, getur skapaö mikla atvinnu, sparað fólki fjármuni og þjóðinni gjald- eyri. Þessa staðreynd ættu menn að hugleiða. — Hve lengi varst þú á Neskaupstað? — Því r. or 35 ár — og vann alltaf aö því sama. Nú hef ég verið um 20 ár hér á Akranesi og ennþá er það fótabúnaður fólksins, sem ég hugsa um. En þetta er orðið lítiö annað en að setja hæla undir kvenskó, og svo verzlun með þetta erlenda dót. . - — Ef Cg má spyrja? Þar sem þú svo lengi hefur verið í Norðfirði hvers vegna fluttir þú í þessa átt? — Megin ástæðan er nú kann- ski sú, að einkasonur minn lærði vélvir'-jun hér á Akranesi í vélsmiðju Þorgeirs & Ellerts, og hafði hugsað sér hér stað- festu. Einnig annaö það. að á þeim áram sem margir fóru í skuldaskilasjóð þar eystra, varð maður fyrir talsverðum fjárhags . legum skakkaföllum, og enda þótt aftur réttist úr var eins og kjarkurinn til að halda þar upp í vindinn hefði að nokkra þorr- ið. 13. sfða. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.