Vísir - 29.02.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 29.02.1968, Blaðsíða 12
12 V í SIR . Fimmtudagur 29. febrúar 1968. Leiðangursmennimir niðri í gil- inni voru í vonlausri sjálfheldu. „Hvar er Reynolds?" spurði Cor- ey- Grenier benti í áttina að skrið- drekanum. Einhvem veginn hafði Reynplds, sprengingasérfræðingn- um, tekizt að laumast óséðum alla leið upp að hinu ferlega bákni. Hann hafrti hnoðað sprengiefni í annarri hendi, sem hann klessti undir fallbyssuturninn; leysti síð- an handsprengju frá beltinu og smeygði henni, eftir að hann haföi gert hana virka, inn undir eitt af hjólunum, sem knúði dráttarbeltin. Peir Grenier og Corey fylgdust með athöfnum hans, furðu lostnir yfir því að óvinunum virtist hann ó- sýniiegur, þar sem þeir töldu úti- lokaö að nokkur hefði hætt sér í slíkt návígi. En þegar hann hljóp til baka og reyndi aö komast í var, þá var ekki að sökum að spyrja. I sömu andrá var öllum byssuhlaupum aö honum beint, og kom ekki að haldi, þótt þeir Corey, Grenier og Manuel notuðu tækifærið og_ létu skothríð- ina dynja á þeim japönsku, sem féllu hver um annan þveran. Reyn- olds var varla kominn tuttugu metra frá skriðdrekanum þegar hann féll, hæfður mörgum skotum . senn. „Það gat ekki öðruvísi farið,“- tuldraði Corey. En Reynolds 'hafði ekki fórnað lifi.sínu til einskis. I riæstu andrá sprakk handsprengjan og tætti sundur beltishjólin, svo málmtætl- urnar flugu í allar áttir eins og skæðadrífa. Um leið kviknaði í sprengjudeiginu og varð af hræði- legur gnýr, en reykur og eldur huldi .hið mikla skriödrekabákn með öllu. Þegar rofaði til ætlaði Corey ekki að trúa sínum eigin augum. Skriðdrekinn hafði rifnað sundur eins og pjáturdós. Öðrum megin við hann lá vélbyssan, en þrífóturinn, sem hún stóð á, hafði kubbazt sundur. Japönsku fótgöngu liðarnir lágu eins og hráviði í kring dauðir eða í andaslitrunum. Það varð drykklöng þögn, unz Corey tók til máls. „Við skulum halda niður í gilið, ef þeir Wartell þurfa á hjálp að halda“. Þeir voru lagðir af stað, þegar Wartell, Maccone og Parrish komu fram úr rjóðrinu og virtust hinir hróðugustu. ,,Það er ómannleat að skjóta alls nakta menn”, sagði Wartell. Um leið kom hann auga á verksum- merkin við skriðdrekann og setti RYÐVÖRN Á B3FREIÐINA í»ér veljiö efnin, vönduð vinna. Gufuþvottur á mótor kostar kr. 250.00 Gufuþvottui, albotnþvottur.undirvagn kr. 600.00 Ryðvörr, undirvagn og botn. Dinetro) kr. 900.00 Ryðvörn undirvagn og botn, Tectyl kr. 900.00 Ryðvörn undirvagn og botn Encis fluid kr. 600.00 Ryðvörn undirvagn og botn Olíukvoðun kr. 450.00 Alryðvöm. Tectyl utan og innan kr 3500.00 Ryðvarnarst'óbin Spitalastig 6 FLJÓT OG GÖÐ ÞJÓNUSTA. ÓDÝR 0G GÓÐ ÞJÓNUSTA hljóðan af undrun. „Þið hafið líka tekið til hendinni, piltar“, mælti hann með stolti í röddinni. En það var ekki stolt í rödd Cor- eys, þegar hann svaraði. „George og Reynolds féllu báðir ...“ Wart.ll bölvaði lágt. Corey varp þungt öndinni og rétti úr sér. „Það má ganga að því vísu að gnýrinn af sprengingunni verði til þess að siga öllu japanska herliðinu á eyjunni á okkur“, mælti hann. „En hvað um það. Við verðum að grafa þá dauðu, og svo hröðum við okkur af staö“. Greftrunin tók ekki langan tíma, enda var allri viðhöfn sleppt. Gren- ier fannst sem kökkur sæti í hálsi sér, þegar aftur var haldið af stað. Tveim klukkustundum síðar bauð ! Corey að numið skyldi staðar. „Það ! er kominn timi til að prófa sendi-1 tækiö“, sagði hann við Grenier. 1 Grenier kinnkaði kolli. Hann sett ist flötum beinum undir tré og hafði senditækið milli hnjánna. Hin ir stóðu í kring um hann og fylgd- •ust með af athygli og eftirvænt- ingu, þegar hann dró upp loftnets stöngina og fór þjálfuðum fingrum um stilla og rofa. Þegar hann hafði útilokaö þannig suð og truflanir, ræskti hann sig og tók til máls: „Blái demantur . .. blái demant- ur, þetta er gullmoli’nn ... Gullmol- inn kallar á bláa demantinn ... Heyriröu til mín? Skipti...“ Sambandið lét ekki á sér standa. „Blái demanturinn svarar“, heyrð- ist skýrt og greinilega. „Við heyr- um mjög vel til þín. Skipti“. Grenier brosti og leit hróöugur til félaga sinna. „Blái demantur.. þetta er gullmolinn. Sambandið er eins og bezt verður á kosið. Nóg í bili .. Skipti. Farinn”. Hann dró inn loftnetsstöngina, sneri stillum og rofum og reis að því búnu stirðlega á fætur og gekk á brott. Corey liðsforingi kallaði á eftir honum. „Komdu lagsmaður". Grenier leit um öxl, undrandi á svipinn. „Ég heföi þó haldið að maður mætti ganga nauðþurfta' sinna,“ maldaði hann í móinn. Corey tók upp senditækið og gekk til móts við hann. Hann var rauður í vöngum af reiði. „Það er leitt að komast ekki hjá því að segja þér það einu sinni enn“, mælti hann, „að þér ber að líta á þetta tæki sem hluta af sjálf um þér. Þú mátt aldrei og ekki und ir neinum kringumstæðum skilja það við þig. Aldrei, hvorki vakandi né sofandi. Hvenær, sem ég svip- ast um eftir þessu tæki, krefst ég þess að sjá það, í hönd- um þér. Skilurðu mig nú. Þú ,og tækið eru sem óaðskiljanlegir, sam- vaxnir tvíburar!“ Að svo mæltu af- henti hann Grenier tækið, og það var bersýnilegt, að það sem hann hafði sagt, var honum fyllsta al- vara. Corey ætlaði að ganga á brott að svo mæltu, en Grenier elti hann með viðtækið í höndunum, og það leyndi sér ekki að hann var reiður. „Corey liðsforingi". mælti hann og ekki blíölega. „Þaö er bersýnilegt, að þú metur þetta tæki sýnu meira en llf okkar. Ég hefi gaman af að vita hvað það er, sem gerir það öllu dýrmætara að þínu áliti“ „Fyrst og fremst það, að við höfum ekki nema þetta eina tæki undir höndum", svaraöi Corey ann ars hugar og fór að athuga landa- bréfið. Grenier stóð yfir honum, þar sem hann sat og mátti helzt ráða það af. svip hans, að hann hefði mesta löngun til 'að mola senditækið á kolli hans. „Ég tek það ekki sem góða og gilda vöru lengur, að mér sé svaraö út af eins og einhverjum strákkjána, í hvert skipti sem ég spyr“, sagði hann „Þú veizt full- vel hvað ég er að fara, Corey. Ég stofna lífi mínu í hættu ekki síður en þið og ég á heimtingu á að fá að vita þaö, eins og þiö hinir, í hvaða tilgangi það er gert“. Corey athugaði landabréfið og svaraði honum ekki. Grenier dró djúpt andann, og það er ekki að vita hvernig farið hefði, ef Wartell hefði ekki tek- ið þaö upp hjá sjálfum sér að miðla málum. Hann gekk til Gren- íers og lagði höndina á öxl honum. „Við þurfum & þér að halda sem fjórða manni. ef okkur langar til að fá okkur slag“, sagði hann glettn islega. Þér getið sparað Með bví að ^era við bílinn sjált ur. Rúmgðður og bjartur salur. Verkfæri á staðnum. Aðstaða til að þvo, bóna og ryksuga bflinn. Nýja bilaþjónustan Hafnarbraut 17 — Kópavogi. Sími 42530. ÞY0IÐ 0G BÖNIÐ -BlLINN YÐAR SJÁLFIR. ÞVOTTAÞJÖTOSTA BIFREIÐAEIGENDAJ I REYKJAVlK SlMI: 36529 waior fráJMh „Blái demantur - gullmolinn kallar PLAVlNG A CUBS LUCKV WE ?EN'T BOTH K.IUUEO! S GOOD TO SE YOU, OU5 FRIENP! „Jad“. „Jad, svo þú ætlaðir bara í ljðnsunga- ekki báðir tveir. Gott að sjá þig, gamli leik. Þú varst heppinn að við drápumst vinur“. tfenwoad ■« CHEF Frá Jfeklu i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.