Vísir - 29.02.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 29.02.1968, Blaðsíða 16
 R ISIR m. „Gamla krónan í fullu verð- gildi •#/ Nú er búiö að opna hinn átt- unda og væntanlega síðasta bókamarkað Bóksalafélagsins í Listamannaskálanum. í ár eru þar um 3000 bókatitlar eða jafn L margir og þeir hafa flestir ver- ■ ið. Á þessum bókamarkaði eru bækur, sem hafa verið innkall- aðar frá bóksölum úti um land, en víðast er ekki aðstaða fyrir hendi hjá bóksölum til að liggja með annað en nýjustu bækur. Nýjasta bókin á bókamark- aðnum er 4 ára, en bækurnar eru þó yfirleitt mun eldri. 1 fyrra seldust upp 63 titlar. Þegar bók Selst uþp á bókamark aði hverfur verölagning hennar bar með úr höndum útgefenda og hún hækkar fljótt. Nú eru á markaðnum margar bækur, sem ekki hafa verið þar áður, og sú nýbreytni er, að nú er til sölu þar nokkurt úrval af íslenzkum nótum. Ekki er að efa að þessi mark- aður verður fjölsóttur sem hin- ir fyrri. Hann er opinn frá 9 til 6, en á föstudag er hann op- inn til kl. 10, en á laugardag til ki. 4. Markaðurinn verður opinn alla næstu viku. ÞAU ERU „FIMM" ARA I DAG —■ V'isir ræð/r v/ð tvó ungmenni sem eiga afmæli i dag, 29. febrúar, en þau bafa ekki átt afmælisdag nema fjórum sinnum til þessa og þó eru þau fædd áriB 1943 í dag er 29. febrúar, og það er ekki nema fjórða hvert ár, eins og flestum mun kunnugt og kallast það hlaupár. Þeir sem fæðast þennan dag, eiga því ekki afmæli nema fjórða hvert ár og geta því talið sig yngri að árum, ef þeir kæra sig um. I dag er rætt við tvö ungmenni sem voru svo Ián- söm að fæðast á þessum degi. Fyrst skulum við ræða við Kristínu Þórðardóttur, Bergstauastræti 60, en hún er tvítug í dag. — Hvernig er að eiga afmæli fjórða hvert ár, Kristín? — Það er dálítið gaman nú orðið. Þegar ég var yngri þötti mér agalega leiðinlegt að eiga afmæli svona sjaldan. Þó var alltaf haldið upp á afmælið mitt árlega, en það var í rauninni enginn afmælisdagur. Nú er þetta hins vegar breytt og bara spennandi að eiga afmæli sjald- an, enda meira um að vera. Þó finnst manni þaö dálítið skrýtið að eiga hvorki þrítugs- eða fimmtugsafmæli. — Ertu í skóla? — Já, ég er í þriðja bekk Kennaraskólans. Er langt síðan þú ákvaðst að verða kennari? — Ég ákvað það eiginlega ekki fyrr en ég var byrjuð í fyrsta bekk. — Hvaö hefurðu starfað á sumrin? — Ég hef verið úti í tvö sumur, en svo hef ég unnið í banka líka. Við þökkum Kristínu fyrir 1M- 10. síða. Kristinn. Kristín. Bandaríkin hætta stöðugu eftirlits- fiugi B-52 sprengjuflugvéla með kjarnorkusprengjur innanborðs Fréttir frá Washington I stjórn hafi ákveðið að hætt he:::ia, að Bandaríkja-1 skuli stöðugum eftirlits- Þeir sem standa að bókamarkaðnum: Jónas Eggertsson, Lárus Blöndal, Gunnar Einarsson, Arin- bjöm Kristinsson og Oliver Steinn. ODDVITINN GEKK ÚT AF HREPPSNEFNDARFUNDI eftir oð búiB var oð samþykkja vantraust á hann — enn er basar i hreppsnefndinni i Hólminum Hreppsnefndarsamstarf Al- þýðubandalagsins or Framsókn arflokksins í Stykkishólml hef- ur tekiö á sig hálfgerðan revíu- blæ. — Framsóknarmenn hafa skoraö á oddvitann, Jenna R. Ólafsson, formann Alþýðubanda lagsins að segja af sér og báru upp vantrauststillögu á hann á hreppsnefndarfundi í gær. — Villagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu, odd- vitinn sat hjá og gekk síðan út af fundi, en fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í hreppsnefnd studdu tillöguna á þeim forsendum að oddvitinn væri eins konar per- sónugerfingur hreppsnefndar- meirihluta Framsóknar og Al- þýðubandalags, en milli þess- ara samstarfsaðila ríkir nú megn asta úlfúð. Varaoddvitinn, Leif- ur Jóhannesson, ráðunautur, sem er annar fulltrúi Framsókn- ar f hreppsnefndinni hefur sagt af sér. — Búið er aö segja upp sveitarstjóranum í kauptúninu og auglýsa stööuna lausa til umsóknar. Ekki er ljóst undir hvaða forustu hreppsnefndin á að starfa, en hins vegar er sam- komulag milli sjálfstæðismanna og alþýðubandalagsmanna um að ráða nýjan sveitarstjóra. Hefur á ýmsu gengið á hrepps nefndarfundum í Stykkishólmi að undanförnu. ferðum risaflugvéla með kjarnorkusprengjur innan- borðs. Leiddi það til þessarar ákvörð- unar að Bandaríkin misstu sprengju flugvél við Grænland meö 4 vetnis- sprengjum I fyrra mánuði. Ákvörð- unin er eitt seinasta verk Roberts McNamara landvarnamálaráðherra, sem lætur af embætti í dag. Við athöfn í Hvíta húsinu í gær sæmdi Johnson forseti hann heiðursmerk- inu Medal of Freedom, sem er hið æðsta sem bandarískum manni borgaralegrar stéttar er veitt. Þegar hið stöðuga eftirlitsflug sprengjuflugvéla af gerðinni B-52 hættir verður eftirlitinu þannig hag að, að sprengjuvélar á jörðu niðri verða jafnan hafðar reiðubúnar til þess að hefja sig til flugs með stundarfjórðungs fyrirvara, ef árás- arhætta kæmi til sögunnar. Hið stööuga eftirlitsflug hófst með 75 sprengjuflugvélum 1961, þeim var fækkaö að miklum mun síðar. Haldið áfram að sfóða vatnið Borgarbúar eru minntir á, að I brýn nauðsyn er að halda á- i fram að sjóða Gvendarbrunna- 1 vatnið, en það verður að teljast i mengað þar til rannsóknir á því »sem fram fara, og eðlilega taka ’ nokkum tíma, leiða annað f flós. Dansleikur til ógóða fyrir Viet- nam-söfnun í kvöld verður stofnað til fjár- öflunarskemmtunar í veitingahús- inu Glaumbæ, og hefst skemmtunin kl. 9.00. (21.00) Væntanlegur ágóði af skemmtun inni rennur til alþjóða Rauðakross- ins, vegna VIETNAM söfnunarinn- ar. Til fjáröflunar þessarar er stofn- að af á'hugasömum einstaklingum. Á skemmtuninni munu koma fram meöal annars: hljómsveitirnar ÓÐ- MENN og FLOWERS og TÓNA TRÍÓIÐ ásamt nýrri hljómsveit 10. siða. Fjórklofin nefnd um tekju- stofna sveitarfélaga Sitt sýndist hverjum í heilbrigð- is- og félagsmálanefnd efri deildar Alþingis um stjómarfrumvarp um tekjustofna sveitarfélaga, sem rík- isstjómin flytur samkvæmt ein- dreginni ósk stjómar Sambands íslenzkra sveitarfélaga, en nefndin hefur nýlcga skilað álitum sínum að lokinni athugun á málinu. Klofnaði nefndin i fjóra hluta, sem er fáheyrt, og skilaði hver hluti sér áliti. Þótt oft hafi orðið ágreiningur í nefndum Alþingis, þykir það með fádæmum, að nefnd- armenn skiptist í fleiri en tvo eða þrjá hópa. í greinargerð frumvarpsins er gerö grein fyrir efni þess þannig i stuttu máli, að það fjalli um: Skýrari ákvæði um aðstöðugjalds stofn í samræmi við þá framkvæmd álagningar skattyfirvalda, sem tíðk- azt hefur. Breytingin er nauðsyn- leg vegna nýgengins Hæstaréttar- dóms. Að útsvör verði aðeins frádráttar bær, ef helmingur þeirra er greidd- ur fyrir 1. júlí ár hvert og hinn helmingurinn fyrir árslok. Sam- kvæmt núgildandi ákvæðum eru þau dregin frá tekjum ef þau eru greidd aö fullu fyrir áramót. Að samræma álagningu eigna- útsvara álagningu eignaskatts, svo aö eignaútsvar verði jafnhátt og eignaskattur vegna þeirrar hækk- unar, sem nú er áformuö í kaup- stööum og kauptúnahreppum. Framlengd verði heimild til að víkja frá ákvæöum skattalaga um frádrátt vegna tekna, sem eigin- kona aflar, um tapfrádrátt á milli ára, um gjafir til menningarmála o. fl., um sjómannafrádrátt og um varasjóðsfrádrátt. Lagt er til, að heimildin gildi áfram árin 1968— 1973. Um sum atriði frumvarpsins eru nefndarmenn sammála, en um önn- ur greinir á. Hverjir um sig flytja breytingartillögur við frumvarpið . »->- 10. síða. V i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.