Vísir - 01.03.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 01.03.1968, Blaðsíða 5
VlSIR . Föstudagur 1. marz 1968. 5 Bretland er ekki lengur heims veldi Tjegar fjármálaráðherra Breta, Mr Jenkins lagði skömmu eftir áramótin fram fjárlaga- frumvarp þessa árs, flutti hann ræðu í Neðri málstofu brezka þingsins sem siður er. Þar dró hann í einni setningu saman meginstefnu stjórnarinnar. Hann sagði: „Bretland verður að viðurkenna, að þaö er ekkert heimsveldi lengur.“ Að vísu hefur lengi mátt sjá, að hverju hefur dregið. Það er orðinn mikill munur á frá því menn sungu „Britannia rules the waves“, þegar riststórir brezkir bryndrekar ösluðu um öll heims- ins höf, þegar það var haft að orðtaki, að sólin skini allan sólarhringinn yfir einhverjum hlutum heimsveldis Viktoríu drottningar, þegar hershöföinkj- amir Gordon og Kitchener fóru í sögufræga leiðangra sína til að leggja undir sig fjarlæg lönd og bæla niður óþæga frumstæða þjóðflokka í öðmm álfum. Ekk- ert veldi var þá til öflugra í ver- öldinni en hið brezka heims- veldi. Nú er það ekki lengur til. Ný- lendumar hafa fengið sjálfstæði, Indland heyrir ekki einu sinni lengur undir þjóðhöfðingjatákn Elisabetar drottningar og strax upp úr lokum síðustu heims- styrjaldar gerðu Bretar sér það ljóst, að þeir höfðu ekki einu sinni efni á að viðhalda sínum mikla omstuskipaflota. Þeir urðu fyrst og fremst að gera sér grein fyrir, að þeir höfðu ekki lengur efni á að þykjast vera stórveldi. Þeir voru þess á eng an hátt umkomnir að standa gegn kröfum nýlenduþjóðanna um sjálfstæði. Nýlendustyrjaldir gátu farið með fjárhag lands- ins. Svo þeir létu sér nægja eitt tiltölulega ódýrt þorskastríð viö íslendinga og töpuðu því meira að segja. Á fáeinum stööum kom það þó fyrir, að þeir streitt ust á móti, svo sem í Keníu, þar sem þeir háðu nýlenduhernað gegn skæruliðum Mau-mau- manna, en þeir gáfust brátt upp á því. Bráðlega veru þeir fljótir að leggja á flótta, hvar sem bryddaði á sprengitilræðum, svo sem á Kýpur og nú síðast i Aden. jDáðir þessir nefndu staðir vom mikilvægar brezkar bæki- stöðvar og höfðu þeir þegar kost að miklu fjármagni til að styrkja þær sem bezt. En svo komust þeir að því , að þeir höfðu ekki lengur efni á því, enda voru heimsveldishugmyndirnar byrj- aðar að verða þokukenndar. Hví áttu brezkir hermenn að láta lífið fyrir óðum skæruliðum á þesum slóðum. Hvað kom það Bretum við, hvað yrði um íbúa þessara fjarlægu héraða. Með sama ■ hætti yfirgáfu Bretar Súez-skurðinn, eftir að fáeinar plat-sprengjur höfðu sprungið viö bækistöðvar þeirra í sand- inum. Þá sárnaði aö vísu mörg- um heima í Bretlandi, menn gátu' vart skilið þetta furöulega ástand, að hið gamla volduga Bretland réði ekki lengur yfir, né gæti verndað hina gömlu líf æð heimsveldisins. Sú tregða á að skilja breyttan heim olli því að þeir lögðu skömmu síðar út í Súez-ævintýrið, en þar kom á daginn, að þeir voru linir og veikir á svellinu. Nú var ekki lengur hægt að finna neinn Kitc- hener-lávarð í liði þeirra á Níl- ar-slóðum, en skyldi sá aldni heiðursmaður ekki hafa snúið sér við í votri gröf sinni norður af Orkneyjum ef hann hefði heyrt fréttirnar af því, er brezki herinn varð að sneuta öfugur á brott frá Alexandríu. TTrun hins brezka heimsveldis hefur einkennzt af áhuga- leysi. Það hefur stöðugt sönglað í mönnum á undanhaldinu: „Hvað kemur okkur þetta viö?“ — Hvað skiptir það Breta máli þó að Arabar suður f Aden haldi áfram að drepa hvern ann an, hvað varðar þá um innan- landsstyrjöld í Nigeríu. Og nú er svo komið, að þeir hafa sleppt öllum nýlendum sínum, nema einna helzt að telja má, Rhódesíu, vegna þess eins að þeir geta ekki losað sig við hana á sæmilegan formlegan hátt, en í reyndinni hafa þeir þó ekkert að segja af Rhódesíu lengur, þar sem hinir hvítu svertingjakúgarar landsins hafa gert uppreisn og ráða að sjálf- sögðu töglum og högldum þar. Hin nýsjálfstæðu svertingja- lönd hafa verið að reyna að þvinga Breta til að beita vopna valdi til að skipa málum rétti- lega niður þar, en hví skyldu Bretar fara að berjast við hvíta menn í Rhódesíu, þegar þeir hafa ekki einu sinni haft áhuga á að berjast við svertingjana, þegar þeir voru að gera upp- steit í löndum þeirra. Þannig komast svertingjaþjóöimar líka óþyrmilega að því, aö upplausn brezka heimsveldisins þýðir að viss stjórnar og skipulagskraft- ur yfir álfunni er ekki lengur til. Það er ekki lengur hlutverk Breta, að fá Rhódesíu-menn til að makka rétt, þeim kemur ekki lengur við, hvað gerist í svörtu álfunni. Nú hafa svertingjamir fengið völdin og áhrifin og það verður þá líka þeirra eigiö hlut verk, að skipa málum sinnar eigin álfu niður. Sama gildir borgarastyrjöldin í Nigeríu, sem kostar íbúa þessa fjölmennasta ríkis í Afríku svo miklar þjáning ar og vandræði, að nú geta þeir ekki lengur leitaö til brezka heimsveldisins til að stilla til friðar. Þeir verða að gera út um sín mál sjálfir. Og enn má hið sama segja um viðhorfin til S- Afríku. Svertingjaríkin hafa ver- ið að reyna að fá Breta til aö þvinga S-Afríku til að hegða sér skikkanlega og orðið nokkuð ágengt, þar sem Bretar hafa beitt sér fyrir margs konar þving unaraðgerðum. Slíkt mun þó ekki vara lengi, því að smám- saman hættir Bretum að koma það mál við, það er deiluefni, sem Suöur Afríkanar og svert- ingjaríkin veröa að gera út um sín í milli. Og þó að viö hljótum að líta það hornauga, hvernig Suður Afríkumenn verða til að fyrir allt einhverju hlutverki að gegna í fjarlægum álfum. Þeir hafa reynt að spara, en þó í lengstu lög leitazt við aö halda í nokkurs konar beinagrind heimsvarnarkerfis. Þeir hjálp- uðu íbúum Malakka-skagans nokkru eftir stríðslok til að verj ast ágangi kommúnískra skæru- liða og síðan hafa þeir viðhald- ið flota og herbækistöð í Singa- pore. Fram á síðasta ár varð- Wilson íorsætisráðherra. Stjórn hans sker niður kostnað til landvama. spilla sambúð hvíta og svarta kynstofnsins, þá hljóta Evrópu menn, er tíminn líður aö taka upp hlutleysi í þeim erjum, því að þar er nú orðið um að ræða innanálfumál, sem kemur Norð- urálfunni lítt viö, nema gegn- um minningar löngu liðinna ný lenduára. veittu þeir herbækistöð í Aden og sama er aö segja um fáein- ar aðrar bækistöövar svo sem á Malabar eyjum í Indlandshafi og viö Persaflóann og enn er hið sama aö segja um eyjuna Möltu og Gíbraltar-höföa. Er það sameiginlegt flestum þess um síðustu bækistöðvum Breta að þeir hafa meðal annars haldið þeim uppi vegna beiðni inn- fæddra, sem höfðu atvinnu og tekjur af þjónustu viö bæki- stöövarnar. Tjannig hefur allt stefnt aö " því, að Bretar drægi sig í hlé, flytji leifar herliðs síns á brott frá hinum ólíkustu heims- hlutum. Þeir hafa engan áhuga lengur á aö drottna yfir heimin- um, ekki einu sinni að gegna hlutverki heimslögreglu. Áhugi þeirra beinist nú fremur að bítla tónlist, sem þeir hafa meiri tekjur af en nýlendum. Og þó lifir enn í glæðum gamalla minn inga. Enn eru á lífi margir menn sem muna gömlu stórveldis- tímana og af þeirra brá hefur margt tárið hruniö, þegar, limir gamla heimsveldisins voru að detta hver á fætur öðrum. í millibilsástandi hafa Bretar ímyndað sér, aö þeir hefðu þrátt 17n nú í ársbyrjun gerðist þaö sem sagt, að Bretar köst- uðu fyrir róða sínum siöustu hugmyndum eða ímyndun um aö þeir væru heimsveldi. Þeir hafa nú ákveðið að hætta öllum af- skiptum af landvarnamálum austan Súez-skurðar. Héðan í frá munu þeir ekkert skipta sér af málefnum Suður Asíu- landa. Þeir hafa ákveöið að flytja allt herlið sitt frá Singa- pore og Malakka-skaga fyrir ár- ið 1971. Virðist sem þeir kysu helzt að hverfa í brott þegar í stað, en að það sé fyrir beiðni innfæddra austur þar, sem þeir ætla þó aö draga brottflutning- inn á langinn í þrjú ár. Á þeim slóðum hafa Bretar nú um 50 þúsund manna lið. Eina bæki- stöðin austur þar, sem þeir munu halda áfram er Hong Kong, þar sem þeir hafa 6 þús. manna lið, mestmegnis ind- verska mák.liöa. Virðast Bretar enn hafa áhuga á að halda Hong Kong vegna hinnar hagstæöu verzlunar við kommúníska Kína. En Kínverjar munu hafa enn meiri hagnaö af þeim viðskipt- um og því kæra þeir sig ekkert um að Bretar flytjist á brott, þótt Rauðir varöliöar hafi nokk uð látið á sér kræla í götuóeirð um þar. Enn meiri athygli hefur það vakið, að Bretar hafa einnig á- kveðið að flytja brott allt lið sitt frá olíulindasvæðinu viö Persaflóa. Þar hafa þ<;ir 10. þús. manna lið á eyjunni Bahrain og hefur verið litiö svo á, að það verndaöi olíuhagsmuni þeirra, . en sannleikurinn er sá, að það hefur aðallega gegnt því hlut- verki aö vemda afturhaldssama og eyðslusama arabíska sheika, sem halda klónum um olíuauð- inn og líta þeir á þau auðæfi sem einkaeign sína í staö þess að nota hann til að bæta kjör fólksins, auka menntun og koma fólkinu á hærra menningar- og framfarastig. Þaö má því búast við aö brottflutningi Breta það an fylgi óróa og hernaðarástand, þegar þessir miðaldafurstar falla frá völdum. En ekki er álitið aö olíuhagsmunum Evrópu sé stofn að í neinn beinan voða, þar sem Arabaþjóðirnar hafa eins mikla þörf fyrir að selja olíuna eins og Evrópumenn að kaupa hana og er þess að vænta að hvað sem á gengur, þá muni verða reynt að láta olíuna streyma áfram sína réttu leið til neytendanna. Tjessar skyndilegu ákvarðanir Breta komu Bandaríkjam. nokkuð á óvart og hafa heyrzt raddir um það að Bretar væru að svíkja þá og hlaupast undan merkjum, þegar þeir eiga einmitt í erfiðleikum í Vietnam styrjöldinni. Er talað um það að við brottflutning Breta muni myndast tómarúm á Indlands- hafi, sem hætt sé við að Rússar muni notfæra sér og er þá m.a. bent á aukin afskipti þeirra á Miðjarðarhafi og í Arabalönd- um. Bandaríkjamenn líta það al- varlegum augum að Bretar hætti stuöningi við þá í að standa gegn útþenslu og ásælni komm únismans í Asíu. Þó er það ekki eins alvarlegt og ætla mætti, því að þetta mun jafnast upp með tilfærslu liöanna. í stað þess að Bretar séu aö skipta sér af málefnum Asfu eru þeir að beina sjónum sínum að megin- landi Evrópu. Þróunin er sú, að þeir séu aö hætta að vera heims- veldi en stefna nú sem ákafast aö því að verða evrópskt veldi. Þeir sækja það nú fast og ákveð ið að komast inn í Efnahags- bandalag Evrópu og um leið og þeir flytja lið sitt brott af fjar lægum slóðum munu þeir í stað inn snúa sér í auknum mæli að þátttöku í vörnum Evrópu. Það mun aftur leiða til þess, að' Bandaríkjamenn þurfa ekki að leggja eins mikið fram til evr- ópskra landvarna. Þetta liggur mikið á bak við breytingarnar, aö Evrópa er að verða sjálfstæð ari og safna kröftum sínum sam an í samkeppni við hin tvö risa stóru heimsveldi. Það er þróun in áfram, hvort sem hún telst hagkvæm eöa ekki. Þorsteinn Thorarensen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.