Vísir - 30.03.1968, Blaðsíða 16
Laugardagur 30. marz 1968.
Dulspekiskólinn
heiðrur öll Ijódskáld
á íslandi
Öll ljóðskáld á íslandi mega bú-
ast við því að verða heiðruð ein-
hvern tíma í náinni framtíö.
Sigfús Elíasson, skáld, skóla-
stjóri Dulspekiskólans, skýrði blað
inu frá því, að skólinn hefði í
hyggju að auðsýna íslenzkum skáld
um mikinn heiður, með þvi að
afhenda þeim lykil að þekkingu,
sem fáir menn, lærðir eða leikir,
búa nú yfir. Til þess að geta átt
tilkall til þessa heiðurs, verða menn
að geta sannað, að þeir hafi gefið
út ljóðabók á prenti eða kynnt
verk sín opinberlega á einhvern
hátt.
Verður heiðrinum skipt niður
í þrjú þekkingarstig, og aðeins
hinum helztu í skáldahópi verð-
ur veittur aðgangur að æðsta
stiginu — og þó ekki öllu í einu,
til þess að þekkingin verði þeim
ekki ofviða.
Aðalhvatamaður að þessu mun
vera Sigfús Elíasson, sem þekkt-
ur er fyrir ritstörf sín og störf í
bágu Dulspekiskólans.
Norskur leiktjaldamálari
Leikfélag Reykjavikur hefur
fengiö góðan gest í heimsókn,
norska leikmyndamálarann Snorre
Tindberg, en hann er fastráðinn við
Norske Teatret i Oslo. Snorre, sem
er af íslenzkum ættum, gerir leik
myndina við leikrit Ibsens, „Heddu
Gabler“, sem Leikfélagið mun frum
sýna 3. apríl n.k.
Sveinn Einarsson, leikhússtjóri
skýrði fréttamönnum frá því, að
það hafi lengi veriö I ráði að
fá Snorre hingað til lands, og þótti
ákjósanlegt tækifæri nú, þar sem
verið er að færa upp hið fræga
norska leikrit, „Heddu Gabler.“
HENNÝ HERMANNSDÓTTIR
— Reykjavík — 16 ára — lærir
danskennslu hjá föður sínum,
Hermanni Ragnari Stefánssyni.
AUÐUR AÐALSTEINSDÖTTIR
— Hveragerði — 17 ára, í
Kennaraskólanum.
- Ljósm.: Óli Páll.
— Eski-
Unga kynslóðin'68
velur sinn fulltrúa
Fegur&arsamkeppni Karnabæjar og Vikunnar
á miðvikudags- og föstudagskvöld
„Fegurðin er ekkert aðalatri'ði hjá okkur“, sagði Guðlaug-
ur Bergmann,forstjóri Kamabæjar í viðtali við Vísi í gær, en
fyrirtæki hans og Vikan hafa efnt til annarrar fegurðarsam-
kioppni unga fólksins, frá 15 til 17 ára, og fer hún fram I
næstu viku. „Það er persónuleikinn, sem við skipum í fyrsta
sæti, þegar dæmt er á milli stúlknanna sex, sem þátt taka að
þessu sinni, og í annað sæti setjum við hæfileika stúlknanna“,
sagði Guðlaugur.
RAGNHEIÐUR PÉTURSDÓTT-
IR — Reykjavík — 16 ára —
í Hagaskóla.
SOFFIA WEDIIOLM
firði — 16 ára.
Ekki er ólíklegt að sigurveg-
ari síðasta árs, Kristín Waage,
taki þátt í alþjóðakeppni Teen
Age Universe næsta sumar, og
aö íslenzk stúlka verði meðal
þátttakenda þar í framtíðinni,
en verðlaun auk þeirrar ferðar
eru skólavist I Englandi í sum-
ar, sem sigurvegarinn hlýtur,
plötuspilari eru önnur verðlaun
og gullúr þau þriðju.
Á skemmtununum á miðviku-
dagskvöldið kl. 11.15 munu
stúlkumar koma fram, og flytja
þar skemmtiefni að eigin vali,
hvort heldur það er leiklist,
dans, söngur eöa hljóðfæraleik-
ur og er þetta atriöi, svo og
framkoma öll meira virði en
hin eiginlega fegurð.
Margar vinsælar hljómsveit-
ir munu koma fram, m. a. Hljóm
ar, sem eru nýkomnir utan
lands frá úr mikilli sigurför,
Óðmenn og Flowers og fer fram
keppni milli þeirra um titilinn
„Hljómsveit ungu kynslóðar-
innar 1968.“
Úrslit keppninnar fara fram
á föstudagskvöldið á sama
stað, þ.e. í Austurbæjarbíói.
EDNA NJÁLSDÓTTIR —
Reykjavík — 15 ára — í Verzl-
unarskólanum.
GUÐRÚN BIRGISDÓTTIR —
Reykjavík — 15 ára — f Rétt-
arholtsskóla.
GÖTU- OG NÚMERA-
SKRÁIN KOMIN
• Götu og númeraskrá yfir rétt
hafa síma í Reykiavík Seltjarnar-
nesi, Kópavogi, Garðahreppi og
Hafnarfirði kom út nú í febrúar.
Er hægt að fá skrána keypta fyrir
175 krónur í Landssímahúsinu f
Reykjavík, en hún er gefin út af
Póst- og símamálastjóminnL Skrá-
in er allmiklu stærri en síðasta skrá
og telur 277 blaðsíður, en á lcápu
hennar er kort af Reykjavik.
Sæmileg færð
í nógrenni
Reykjnvíkur
Færö er nú oröin allsæmileg í
nágrenni Reykjavikur, og í gær var
fært allt austur til Víkur og upp í
Borgarfjörð. Ekki reyndist unnt að
rvöja Holtavörðuheiöi f gær vegna
óveðurs, en þaö verður reynt í dag
ef veður batnar.
Samkvæmt upplýsingum Hjör-
leifs Ólafssonar hjá Vegagerðinni
er nú mjög þungfært yfir Mýrdals
sand, svo og á Vestfjörðum, en
sæmileg færö er á Hérað: og fyrir !
norðan, allt frá Holtavörðuheiöi. |
Fært hefur veriö á Siglufjörð en !
hætt er við að vegurinn hafi lokazt
í gær vegna óveðurs. Þá er fært
frá Akureyri til Kópaskers, en enn
þá er ófært til Raufarhafnar.
,Ötti og örvænting ríkjandi í
Verkalýðsflokknum brezka
Leiðtogi stjórnarandst'óðunnar Edward Heath
hefir krafizt almennra þingkosninga án tafar
Konsert frá Kölnar-
óperunni í Gamla bíói
Erlingur Vigfússon, tenórsöngv-
ari og F. Palmer hljómsveitarstjóri
frá Köln, halda tónleika í Gamla
bíói í dag o,g á morgun. Eru þeir
hér á landi í stuttri heimsókn, en
Erlingur hefur í vetur verið ráðinn
við Kölnaróperuna og sungið þar
a;;s sextan hlutverk.
F. Palmer er kunnur hljómsveit
arstjóri í Þýzkalandi og hefur með-
al annars verið stjórnandi við Köln
aróperuna. — Hann er einnig mjög
bekktur undirleikari og mun á næst
unni leggja upp f tveggia mánaða
konsertferöalac um Bandaríkin á-
samt hinum kunna söngvara,
George London.
Þeir félagar ráðgera aðeins tvo
konserta hér í Reykjavík, en þeir
munu hugsanlega halda einn kons-
ert í Keflavík í næstu viku. Þeir
halda utan um næstu helgi.
Vísir mun á mánudaginn birta
spjall viö Erling um söngnám hans
í Köln og dvölina við óperuna
þar. — Myndina tók Ijósm. Vísis
B. G. í félagsheimili Karlakórs
Reykjavíkur þar sem þeir félagar
voru við æfingar í gær.
□ 1 NTB-frétt frá London í
gær síðdegis var svo að orði
komizt, að ótti og örvænting
ríkti í Verkalýðsflokknum, er
athuganir hófus* á mesta kosn-
ingaósigri í Bretlandi, sem sög-
ur fara af á Iöngum tíma.
Þaö, sem men hugleiða framar
öðru er hversu lengi flokksforust
an eigi að vera í höndum Wilsons
sem tók við henni 1964. Þaö var
mikið áfall fyrir helztu menn
flokksins hve ósigurinn var mikill
þótt þeir raunar hefðu búizt við
mótblæstri vegna hinna ströngu
aðgerða til þess að rétta við hag
landsins, og þeir eru þeirrar skoö
unar, að flokkurinn eigi ekki aö
sleppa stjórnartaumunum úr hendi
sér, né heldur slaka á þeim ráð-
stöfunum, sem geröar hafa verið til
að rétta við efnahaginn, það verði
að gera sem nauösynlegt teljist
honum til viöreisnar.
En leiötogi stjórnarandstöðunnar
lýsti því yfir í gær að þaö sem al-
menningur óski eftir sé ný rikis-
stjórn og þjóðin þarfnist hennar,
því að verkalýðsstjórnin hafi glat
aö sínum siðferðilega þrótti og getu
til að hafa áhrif á gang stjórnmála,
hún sé snevdd siöferðisþrótti sínum
og valdi til stjórnmálaáhrifa. Ann
ar íhaldsmaður, Quinton Hogg fyrr
verandi ráöherra, sagði, að ef
áframhald yrði á því sem gerzt
hefur myndu allir ráðherrór flokks
ins hverfa úr neðri rnálstolunni
— einnie Wilson —. aðeins tveir
ættu vísa endurkosningu, Peter
Shore efnahagsmálaráðherra og
| Ray Gunter verkamálaráðherra.
: Ef reiknað er með hlutfallslega
i sömu fvlgisaukningu íhaldsflokks-
j ins og fylgistapi Verkalýðsflokks-
I ins og nú kom í ljós í almennum
■ þingkosningum, myndi íhaldsflokk
urinn ganga með sigur af hólmi
i með 420 þingsæti í neðri málstof
; unni af 630, en meiri hluti Verka
i iýðsflokksins er nú 74 þingsæti
! yfir stjórnarandstöðuflokkana
j báða.
j Blaöið „Evening Standard“ spyr
; í gær hvort Wilson vilji eða geti
] verið áfram við völd, og bætir því
við að margir kjósendur hafi misst
traust á honum.
Edward Heath krafðist, auk þess
sem hér að ofan var eftir hon-
um haft, almennra kosninga þeg-
ar í stað, — þjóðin hafj aldrei bor
ið fram eins ákveönar kröfur og af
eins mikilli alvöru. Stjómarskránni
samkvæmt gæti stjórnin veriö við
völd 3 ár til viðbótar, en með því
væri þjóðinni stefnt í mikla hættu.
Sterlingspundið féll í gær en náði
sér upp aftur vegna kaupa Eng-
landsbanka. Iðnaðarverðbréf hækk-
uðu en lækkuðu svo aftur.
Gullnámuhlutabréf lækkuðu. Ó-
vissan um hvað gerist á fundi fjár
málaráðherra 10 helztu iðnaðar-
landa í Stokkhólmi gætti á alþjóða
peningamarkaði, en þeirri ráð-
stefnu á að Ijúka í dag.
Kvikmyndaverðlaunum
úthlutað í Bretlandi
Á fimmtudaginn var Paul Sco-
field útnefndur bezti kvikmynda-
leikari Bretlands 1967 fvrir leik
sinn í myndinni „A Man for all
Seasons", þar sem hann lék enska
forsætisráðherrann Thomas More,
sem var unpi um 1500. Árið 1966
hlaut Scofield Óskars-verðlaunin
bandarísku fyrir sama hlutverk.
Hin áttræða Dame Edith Evans
var útnefnd bezta leikkona síðasta
ars fyrlr leik sinn í tnyndinni „Hvísl
andi raddir“ ÍThe Wisperers).
Verölaunin samsvara Óskars-
verðlaununum bandarísku, og
er úthlutað af kvikmyndaakadem-
íunni brezku. Mountbatten iarl af
Burma afhenti verðlauninu
Bandariski leikarinn Rod Steig-
er hlaut verðlaunin fyrir beztu
frammistöðu útlendra leikara fj'rir
„í hita næturinnar“ (In the Heat of
the Night), og franska leikkonan
Anouk Aimée leikkvennaverðlaun-
in fyrir „Maður og kona“ (Un
Homme et une Femme).