Vísir - 30.03.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 30.03.1968, Blaðsíða 13
V1SIR . Laugardagur 30. marz 1968. • • SOL US YNING FYRSTA SÖLUSÝNING OKKAR ÞETTA ÁR STENDUR YFIR. Mikið úrval nýrra og notaðra amerískra bíla. AF NÝJUM BÍLUM MÁ NEFNA: Dodge Coronet, árg. ’67 og Plymouth Fury II, árg. ’67 AF NOTUÐUM BÍLUM: Ford Fairlane, árg. ’67 Peugeout 404, árg. ’64 Chevy II, árg. ’65 Buick Le Sabre, árg. ’63 Auk fjölda annarra góðra bíla. Tökum allar tegundir af góðum og vel með förnum bílum upp í nýja eða notaða bíla. A gamla bílnum inn Á nýja bílnum út SÝNINGARSAIURINN er opinn til kl. 6 í dag. CHRYSLER-UMBOÐIÐ VÖKULL HF. Rambler-umboðið Jón Loftsson hf. HRINGBRAUT 121. SÍMI 10600 RI0DEJANEIR0 MANILA Hin nýja Chesterfield filter fer sigurför um allan heim Nýtt Chesterfield Filters Akið ekki móti guíu Ijósi — Gangið ekki móti rauðu Ijósi Við gildistöku H-umferðar, 26. mai n.k. verða tekin í notkun ný umferðarljós á sex gatnamótum í Reykjavík. Þá verða umferðarljós alls á 16 gatnamótum í höfuðborg- inni. Þau gatnamót, sem fá um- ferðarljós við gildistöku H-umferð- ar, eru: Miklabraut — Kringlumýrar- braut, Miklabraut — Háaleitisbraut, Miklabraut — Grensásvegur, Suðurlandsbraut — Álfheimar, Suðurlandsbraut — Grensásveg- ur, Suðurlandsbraut — Kringlu- mýrarbraut. Umferðarljósin á Miklubrautinni, á fjórum stöðum alls, verða sam- tengd, þannig að með ákveðnum meðalhraða, innan hraðatakmark- ana, verður unnt að komast á grænu ljósi eftir allri Miklubraut. Samtenging umferðarljósa á Suð- urlandsbraut verður einnig fram- kvæmd. Umferðarljósin gegna mjög mik- ilváegu hlutverki í umferðarkerfi borga. Eru þau bæði til stjórnun- ar umferðinni, svo og til að auka öryggi hennar, bæði fyrir gang- andi vegfarendur og akandi. Það er því mjög mikilvægt öllum veg- farendum. og áríðandi öryggisat- riði, að umferðarljós séu virt. Það er sjaldgæft að ökumenn aki móti rauðu ljósi, en því miður er allt of algengt, að gangandi vegfarendur gangi móti rauðu ljósi. Fólk verður að gera sér grein fyrir því, að með þvi að ganga móti rauðu ljósi, er það að brjóta lög, og að auki stefnir það lífi og heilsu sinni og annarra í hættu. Þrátt fyrir að umferðarljós hafa verið sett upp á gatnamótum þar sem umferð er mikil, t.d. við gatna- mót Lönguhlíðar og Miklubrautar. hefur umferðaróhöppum ekki fækk- að þar. Margir hessara árekstra eru aftanákeyrslur og allmargir vegna þess, að túlkun ökumanna á Ijósunum er röng. Allir ökumenn vita, að rauða Ijósið merkir stöðv- un, græna ljósið að halda megi á- fram yfir gatnamótin, en það er merking gula ljóssins, sem öku- menn misskilja. Þegar gult ljós kemur á eftir grænu. er það stöðvunarmerki, en táknar jafnframt, að rýma beri akbrautina, ef ökutæki er komið á eða yfir stöðvunarlínu. Lang al- gengasta brotið í sambandi viö akstur eftir umferðarljósum er, að farið er af stað f gulu ljósi, sem er stórhættulegt og hefur þegar valdið mörgum árekstrum og jafn- vel stórslysum. Ef ekið er eftir tilvísun um- ferðarljósanna eins og til er ætl- azt, þau virt og fullkomin gát höfð á, er tilgangi þeirra, að stjórna umferðinni og auka öryggið, náð. IIÖRÐUR EIAARSSOS héraðsdómslögmaður jrjÍLFM'KVHtsSKItULSXoiíí 15n ðtu !i — Simi 10033 UMFERÐARNEFND REYKJAViKUR LDGREGIAN í REYKJAViK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.