Vísir - 06.04.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 06.04.1968, Blaðsíða 3
r VTlffrK . Laugardagur 6. apríl 1968, i _________________________ • •••• •■ •'"• v^v- •• '• ' IT ' ”s:v ' ■' ' "• ‘ ' v '• ' ''' ' 'v' ..........................." „Hvar eru fomar hetjur?“ — Þess skal gctiö, að maðurinn í baksýn gekk aldrei í skóla, enda lét hann sér fátt um finnast. — Á spjaldinu lengst til hægri er prentvilla, kröfum unglinganna til staðfestingar. ,H\ ers vegna það úrella?* — sfóð á spj'óldum ungmennanna „"Dætt skólakerfi“ — „lesstof- ur“ — „bókasöfn“ — Hvers vegna það úrelta?“ — „Vakniö til umhugsunar" og fleiri slik slagorð prýddu spjöld ungmenn- anna, sem í gær gengu um göt- ur borgarinnar til að mótmæla skólakerfi landsins. Hópur fólks safnaðist í kring- um unga fólkið þar sem þaö stóð meö spjöldin sín framan við Amarhvol, og skrifstofustúlkurn ar í Amarhvoli brugðu sér út á tröppur til að fylgjast með. „Út með Gylfa“ — kölluðu ungl- ingarnir, en það mun raunar ekki hafa verið meiningin hjá þeim sem fyrir þessu stóöu, aö Gylfi kæmi út, heldur gengu þau sjálf á fund ráöherrans. Og upp stigann hélt hópur- inn, þeir sem ekki ætluðu sér að hitta ráðherrann persónulega, settust bara í stigana og starfs- fólk ráðuneytisins stóð agndofa á göngunum og heyröist tala saman í lágum hljóðum um þessi ,,ósköp“. Vinnufriður þeirra var rofinn í dágóða stund, en síðan tvfstraðist hópurinn af göngun- um og út á götu og síðan heim. Unga fólkið, sem gekk á fund ráðherrans, beið fyrst örlitla stund í biðstofunni, eins og aðr- ir sem fara á ráðherrafundi. Þau voru að sjálfsögðu dálítið taugaóstyrk, enda ekki á hverj- um degi sem slíkt ber fyrir. Þeim var svo boðið inn í ráð- herraherbergið og Gylfi heils- aði öllum með handabandi og þau settust niður. Siðan áttu þau langt spjall við ráðherrann um fræðslumálin og að lokum kvöddu þau hann með kurt og pí og hver hélt til síns heima. Unglingarnir, sem staðiö höfðu fyrir hrópunum fyrir ut- an höfðu haldið heim til sín og bærinn orðinn eins og hann á að sér að vera. Stúlkurnar reyndust kjarkmeiri og fóru á undan. Ráöherra Gylfi Þ. Gíslason býður þær velkomnar. (Ljósm. Vísis, Þórunn). Inni á gangi í Arnarhvoli. Spjöldin eru ekki skilin eftir fyrr en lengstu lög. VÖRUSKEMMAN GRETTISGÖTU 2 Eplahnífar kr. 20 Skólapennar kr. 25 Hárlakk pr. brúsi kr. 40 Hljómplötur, íslenzk lög, 45 snúninga kr. 30 ömmujárn kr. 20 — og ýmsar ódýrar smávörur. Nýjar vörur teknar fram daglega. HÖFUM TEKIÐ UPP NÝJAR SENDINGAR AF SKÓFATNAÐI Hjá okkur fáið þér mikið fyrir litla pen inga. KOMIÐ — SKOÐIÐ SANNFÆRIZT Inniskt barna ..................... kr 50 Barnaskór ................ kr. 50 og kr. 70 Kvenskór ......................... kr. 70 Kvenbomsur ..................... kr. 100 Drengjaskór ...................... kr. 120 Barna- og gúmmístígvél ............ kr. 50 . Ýmsar aðrar tegundir af skófatnaði. VÖRUSKEMMAN Grettisgötu 2 í HÚSI ÁSBJÖRNS ÓLAFSSONAR, |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.