Vísir - 08.04.1968, Side 7

Vísir - 08.04.1968, Side 7
V1SIR . Mánudagur 8. april 1968. ÞAÐ ER VOR í NORSKU LEIKHÚSI — Spjallað við Snorre Tindberg leiktjaldamálara VEÐ FÁUM OKKUR kaffisopa hjá Kristínu ráðskonu í Iðnó, sitjum við glugga, sem snýr út að Tjöminni. Þar eigrar fólk um hellulagða bakkana og sleikir sólskinið. Það er sólbráð í bænum, — vor í nánd. Cnorre Tindberg starfar við annað stærsta leikhús Oslo borgar, „Det Norske Theatret“ og þar hefur hann teiknað leik- mvndir f fjölmargar sýningar. Hingað; kom hann til þess að vinna tjöldin i sýningu Leikfé- lagsins á Heddu Gabler Ibsens. Það er kannski upphaf að tradi sjón við uppfærslu þessa merka leikhússverks hér á landi að þar komi jafnan landi Ibsens til skjalanna. — Þegar leikurinn var fyrst settur á svið hjá Leik- félaginu 1942 var hér á ferð norska leikkonan Gerd Grieg, sem þá stjómaði uppfærslunni og lék sjálf aðalhlutverkið. Annars er Snorre Tindberg ís- lenzkrar móðurættar. — Ég hef hitt fjölda ættingja héma, segir hann. Það er á- kaflega einkennilegt að hitta þannig f fyrsta sinn fólk, sem maður hefur heyrt svo mikið talað um. Móðurætt mín er frá Isafirði og mig langaði mikið til þess að fljúga þangað til þess að sjá þessa „átthaga" mína, en ég þorði það ekki. hélt kannski að ég yrði þá veður- tepptur þar alla páskana. Á meðan við bíðum eftir kaff inu spjöllum við lítilsháttar um leikhúslífið í Oslo. — Við emm að sýna Villiönd ina eftir Ibsen á Det Norska Theatret, segir Tindberg, en svo er það venjan að taka upp létt- ara hjal með vorinu. Ýfirleitt hafa þá verið sýndir söngleikir, svo sem West Side Story, The King and I og nú á að fara að setja upp Fiddler on the Roof með Lasse Klæst í aðalhlut- verki. Þessi söngleikur hefur notið mikilla vinsælda, sem kunnugt er og þetta makalausa lag: „If I were a rich man“ heyrir fólk svo til daglega ... — Það hefur mikið verið tal- að um fjárhagsörðugleika norsku leikhúsanna seinni ár- in? — Það hefur verið hálfgerð leikhúskreppa í Noregi undan- gengin ár. Sjónvarpið dró mjög úr aðsókn, fyrst eftir að það kom til sögunnar.------Hins veg ar hafa styrkir verið auknir til leikhúsanna í Oslo. Okkar leik- hús og Þjóðleikhúsið fá styrki frá ríki og borg. Það hefur ver- ið komið nýju skipulagi á þessa aðstoð við leikhúsin, — tekið til lit til sætanýtingar. Þetta hefur gefið þeim aukið svigrúm. Nú dugir ekki að sýna eingöngu „kassastykki." — Þau geta leyft sér meira víðfemi fyrir bragðið. — Það er eins og nýjum fersk- um stormi hafi verið hleypt inn í leikhúsin. — Við getum sagt að það sé vof í norsku leikhúsi, segir Tindberg oé lítur út um gluggann, þar sem vorið er byrj að að þíða ísinn af Tjöminni. — Svo kemur kaffið frá Krist- ínu. — Það hefur talsvert verið gert af þvf hjá okkur að fara leikferðir út um land, ekki ein- ungis á sumrin, heldur einnig á vetuma. — — Við höfum feng- ið til okkar ungan og ákaflega ötulann leikhússtjóra, Thormod Skagestad. Hann kemur reynd- ar frá sjónvarpinu. svo að það er ekki einvörðungu leikhúsinu til skaða segir Tindberg og hlær glettnum hlátri. — Ráðið þið leikhússtjóra ta langs tíma? — Það er að mörgu leyti ekki æskilegt að leikhússtjórar sitji Iengi í senn. Það er að vísu til- viljun, en leikhússtjóraskipti hafa gengið eins og alda yfir norsk leikhús að undanfömu. — Það eru komnir eða eru að koma nýir menn, ungir menn, að mörgum helztu leikhúsunum: Leikhúsinu í Þrándheimi, Þjóð- leikhúsinu í Bergen, Nýja leik- húsinu og loks Þjóðleikhúsinu 1 Oslo. — Em ekki sérstakir fjár- málaforstjórar við stærri leik- húsin? — Jú. Yfirleitt eru sérstakir forstjórar við hliðina á hinum UMFERÐARNEFND REYKJAVIKUR LÖGREGLAN [ REYKJAViK 9 9 ' Olvaðir ökumann lítilsvirða líf og heilsu samborgaranna eiginlega leikhússtjóra, sem sjá um fjármálin, en þarna verður að vera mjög góð samvinna á mil'li — að sjálfsögðu hvorki óhóf né of mikill spamaður. Mér finnst þeir vera mjög hag sýnir hérna hjá Leikfélaginu. Það er ekki auðvelt að spara, þannig að það verði ekki til skaða fyrir listina. Þeir kunna það. — Rekið þið leikskóla við Det Norske Theatret? — Nei. — Það er aöeins einn rfkisleikskóli í Oslo. Þar hefur einnig verið tekið upp nám- skeið fyrir aðra starfsmenn leik húsa, þá sem vinna á bak við tjöldin. Það virðist vera mjög gagnlegt. Þessir starfskraftar dreifast svo á leikhúsin. — Hafið þið nemendur við leiktjaldagerð á Det Norske .. ? — Við höfum aðstoðarmenn, já... Ég byrjaði til dæmis að vinna með Ame Valentin, kunn um leiktjaldamálara, áður en ég hóf Ieiktjaldagerð upp á eig- in spýtur. — Finnst þér aðstaðan hér á sviðinu í Iðnó ekki í þrengsta lagi? — Það er minna en ég á að venjast. Sviðið í Det Norske Theatret er öllu stærra. Hins vegar er okkar hús ekki byggt sem leikhús upphaflega. — En við höfum ágætan tækniútbún- að, ljósabúnað og annað slíkt. Ég er mjög gáttaöur á Stein- þóri, hvernig honum tekst að nýta þetta litla sviðsrúm. Manni verður á að hugsa: „Hafa þeir tekið einn vegginn úr hús- inu, eða hvað.“ Ég var mjög hrifinn af tjöldunum í Indíána- leik. Mér þótti skemmtilegt aö sjá það stykki, en það var ein- mitt sýnt í okkar leikhúsi í fyrra. — Og þér gerðuð tjöldin? — Já, ég gerði tjöldin. — Þér gætuð kannski hugsað yður að vinna meira með ís- lenzkum leikhúsmönnum. — Já, ég vona að þetta verði ekki síöasta skiptið sem ég kem hingað. Þetta er auk þess engin vegalengd orðin. Tveggja tíma flug. — Það var mjög ánægjulegt að vinna með þeim Leikfélags- mönnum. Það er eitthvað ferskt við þetta Ieikhús — og þaö virð ist ráða yfir mjög mikilii fiöl- hæfni. — Ég var mjög hrifinn af þessari uppfærslu á Heddu Gabler. Stórkostleg sýning. — Ég hef aðeins hitt þá Svein Einarsson og Steinþór áður, segir Tindberg, þegar við spyrjum, hvernig þessi íslands- för sé til komin. Það var á Vasaráðstefnunni í fyrra, en það var raunar ekki gert út um þessa íslandsför mína þá. Hins vegar ræddum við þá um nýja norska barnakómedíu „Tare- mare-by“, sem ég held að Leik- félagið hafi áhuga á. — Það eru persónurnar allar fiskar, virðulegar fiskafrúr, settlegir fiskaherrar og æringjar. Mjög skrautleg sýning. — Mynduð þér ef til vill gera tjöldin við þá sýningu. — Nei, það hefur ekkert kom ið til tals. Aftur á móti vildi ég gjarnan koma hingað aftur bráð lega. Það er bara svo erfitt aö finna tíma, sem hentar báðum, þegar ég er bundinn við mína leiktjaldaiöju heima. Það getur reynzt erfitt að finna smugu milli annatímanna. — Svo eru það ættingjarnir? — Já, það er ánægjulegt að heilsa upp á þá. Við ætlum nú í kvöld að halda eitt allsherjar fjölskyldusamkvæmi, segir Tind berg og kímir enn einu sinn á meðan við súpum seinasta kaffi dropann úr bollunum. /írið 1967 færöi lögreglan í Reykjavík 607 ökumenn til blóðrannsóknar, langflestra þeirra vegna gruns um ölvun við akstur. Aukning frá árinu 1966 var um 6.3,%, en það ár var 571 maður færður til blóðrannsóknar vegna slíkra tilfellá. í hvorki meira né minna en 102 umferðaróhöppum á götum Reykjavíkurborgar á sl. ári voru viðkomandi ökumenn grunað ir um ölvun við akstur, og 1 lang flestum tilfellum var ölvun öku- manna bein orsök árekstranna og slysanna sem af þeim hlutust. — Hafði slíkum tilfellum þá fjölgað um rúm 30% frá árinu áður, er þau voru 78 talsins. Varla fer á milli mála, að ölvun við akstur er eitt allra alvarleg- asta brotið gegn umferðarlögun- um. Ökumenn, sem gera sig seka um slík brot, stefna vitandi vits lífi og heilsu sinni og annarra veg- farenda í stórkostlega hættu, eins og dæmin sýna. Mörg mjög alvar- leg umferðarslys hafa átt að orsök sinni ölvun ökumanns, og ölvun við akstur hefur jafnvel orsakað banaslys. 1 umferðarlögunum er skýrt tek iö fram, að sé vínandamagn í blóði ökum. 0,50 0/00—1,20 0/00 eða sé ökum. undir áhrifum áfengis, þrátt fyrir að vinandamagnið sé minna, þá geti sá ökumaður ekki stjórnað ökutæki örugglega. Sá sem þannig er ástatt um, má ekkl aka eða reyna að aka vélknúnu ökutæki. Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 1,20 0/00 eða meira, telst hann óhæfur til að stjórna vélknúnu ökutæki. Við athugun á skýrslum lögregl unnar í Reykjavík kemur fram, aö nokkuð algengt er, að ökumenn séu ölvaðir við akstur síðdegis á föstudögum á leið úr vinnu. Aö öðru leyti er algengast að öku- • menn séu stöðvaðir undir áhrifum i áfengis við akstur að næturlagi og ! þá einkum um helgar. j Þegar ökumaöur er tekinn af lög ! reglu, grunaður um ölvun við akst i ur, er hann færður til blóðrannsókn i ar. Leiði niðurstöður hennar i ljós | að vínandamagnið hafi verið ofan j við mörk þau, sem umferðarlög | setja, er ökumaðurinn sviptur öku- leyfi um óákveðinn tíma. Málið er síðan sent til Sakadómaraembætt- isins, sem tekur afstöðu til þess, hve lengi viðkomandi ökumaður skuli sviptur ökuleyfi. Lengd ökuleyfissviptingar er háð ýmsum atriðum, svo sem áfengis- magni í blóði, hvort um ítrekað brot er að ræða, eöa hvort tjón hefur hlotizt af akstrinum o.fl. Leiði blóðrannsókn aftur á móti í ljós að vínandamagnið í blóði ökumannsins hafi ekki verið ofan við þau mörk, sem umferðarlög- ! ’ • ..............................''•"••••<•-.--•• - -•;-:••'■■.■ - ■ ■ Áfengi, samfara stjórn ökutækis, hefur oft hörmulegar af- leiðingar. in segja til um, er viðkomandi öku manni skrifað bréf, þar sem til- kynnt er, að af hálfu lögreglustjóra verði ekki aðhafzt frekar í málinu. Það hlýtur aö vera þjóðfélagsleg skylda borgaranna að koma í veg fyrir ölvun við akstur, jafnframt því sem það er vöm vegfarenda gegn þeim sökudólgum, sem gera sig seka um slíkt ábyrgðarleysi, og lítilsviröa þar með líf og heilsu vegfarenda.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.